Þjóðviljinn - 26.05.1990, Side 1

Þjóðviljinn - 26.05.1990, Side 1
Laugardagur 26. maí 1990 96. tölublað 55. árgangur Loforðalisti Sjálfstœðisflokksins: Fimrn þúsund kallfyrirþá sem hafa efni á að vera heima hjá börnum sínum. Búið að taka ákvörðun um stóran hluta loforðanna. Sama metnaðarleysið og nú ímálefnum barna ogaldraðra. Ekki minnstáheimaþjónustu og ferðaþjónustu fyrir aldraða Upphæðin sem Sjálfstæðis- uokkurinn í Reykjavík hyggst greiða foreldrum sem vilja vera heima hjá börnum sínum kemur lágtekjufólki að engu gagni, því hún nemur aðeins fimm þúsund krónum á mánuði. Það samsvar- ar styrknum sem borgin greiðir með hverju barni á foreldrarekn- um dagheimilum. Þessi greiðslu- áform er að finna í loforðalista Sjálfstæðisflokksins sem birtist fyrir örfáum dögum, en þar kem- ur einnig skýrt fram að flokkur- inn ætlar ekki að leggja meiri metnað í málefni aldraðra og barna en gert hefur verið á kjör- tímabilinu. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík telja lof- orðalista flokksins fyrir næstu fjögur ár einkennast fyrst og fremst af metnaðarleysi. A listan- um eru fjölmörg atriði sem þegar hefur verið ráðist í eða tekin ákvörðun um að hefja fram- kvæmdir við. Það er einnig áber- andi að flokkurinn boðar enga stefnubreytingu í málefnum aldr- aðra og barna. Sjálfstæðisflokkurinn lofar tíu nýjum dagheimilum á kjörtím- abilinu, en það er sami fjöldi og byggður hefur verið á þessu kjörtímabili. Með þessum fram- kvæmdahraða má gera ráð fyrir að heilsdagsplássum fjölgi um 100 á kjörtímabilinu, en í lok síð- asta árs voru rúmlega sex hundr- uð börn á biðlista eftir heilsdagsplássi hjá borginni. Þó eru aðeins börn forgangshópa skráð á biðlista. Nær helmingi færri heilsdags- pláss voru tekin í notkun á kjör- tímabilinu sem nú er að ljúka en í meirihlutatíð vinstri manna 1978- 1982. Þó hefur borgarbúum fjölg- að um 14 þúsund á síðast liðnum fjórtán árum og samkvæmt upp- lýsingum Byggðastofnunar eru nýju borgarbúarnir flestir á aldr- inum 20-30 ára. Sjálfstæðisflokkurinn lofar því einnig að sett verði snjóbræðslu- kerfi í allar götur í miðbænum. Borgarráð tók nýlega ákvörðun um þetta en meirihlutinn hefur í mörg ár hafnað tillögum minni- hlutans um upphitaðar götur. Flokkurinn lofar að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Grafarvogi, en dráttur hefur orð- ið á þeirri framkvæmd lengi. 150 aldraðir eru á neyðarbiðlista eftir plássum á hjúkrunarheimilum. Flokkurinn lofar að vígja ráð- húsið 14. apríl 1992. Ráðhúsið hefur ásamt veitingahúsinu á hit- aveitutönkunum verið eitt helsta tilefni minnihlutaflokkanna til þess að gagnrýna Sjálfstæðis- flokkinn, enda hefur meira fjár- magn farið í þessar framkvæmdir en í framkvæmdir vegna skóla, dagvistar barna, íþrótta- og æskulýðsmála, sjúkrahúsa og heilsugæslu samanlagt. Upphaflega var ráðgert að ráð- húsið myndi kosta 750 miljónir króna, en á þessu ári fer kostnað- urinn í 1700 miljónir og allt bend- ir til þess að endalegur kostnaður verði þrír miljarðar króna. Sjálfstæðisflokkurinn lofar því jafnframt að „áfram“ verði tryggt að lóðaframboð svari eftirspurn. Staðreyndin er hins vegar sú að mikill skortur hefur verið á fjöl- býlishúsalóðum í borginni. Bú- seta hefur margsinnis verið neitað- Á loforðalistanum er ekki að finna fyrirheit um að fjölga þjón- ustuíbúðum fyrir aldraða um- fram það sem þegar hefur verið ákveðið. Hinsvegar lofa þeir byggingu 100 íbúða við Skúla- götu sem framkvæmdir eru þegar hafnar við. Ekki er enn vitað hve margar þessara íbúða verða leiguíbúðir. A þessu kjörtímabili hefur engiri ný, sérhönnuð leiguíbúð fyrir aldraða verið byggð. Flokkurinn lofar heldur engu um eflda heimaþjónustu aldraðra og hvergi er að finna orð um ferð- aþjónustu fyrir aldraða. Engin fvrirheit eru heldur gef- in um að bæta kjör starfsmanna borgarinnar, en minnihlutinn hefur deilt mjög á launastefnu borgarinnar, enda eru starfs- menn hennar á lakari kjörum en tíðkast í öðrum sveitarfélögum. Loforðalistinn segir ekkert um lýðræðislegri stjórnarhætti, aukið umferðaröryggi og bættar almenningssamgöngur. -gg Dounreay Norðmenn mótmæla Norsk stjórnvöld ítreka mótmœli sín um geymslu- og endurvinnslustöð Nstjórnin mótmælti í gær enn einu sinni fyrirætlun bresku stjórnarinnar um að gera kjarn- orkuverið við Dounreay á Katan- esi, nyrst í Skotlandi, að geymslu- og endurvinnslustöð fyrir kjarn- orkuúrgang. Var bréf þessa efnis frá Kristin Hille Valla, umhverf- isráðherra Noregs, afhent bresku stjórninni í gær. Fyrirhugað er að til Dounreay við Dounreay verði fluttur kjarnorkuúrgangur sjóleiðis, einkum frá Evrópu- bandalagsríkjum meginlandsins. Sá flutningur mundi einkum fara fram yfir Norðursjó, og lætur norska stjórnin í ljós áhyggjur út af að af því muni leiða hættu fyrir fólk, fiskistofna og lífríki náttúr- unnar yfirleitt. Norðmenn hafa þrásinnis áður mótmælt við Breta út af kjarn- orkuverinu við Dounreay. NIREX, fyrirtæki það breskt sem hefur geymslu og endur- vinnslu kjarnorkuúrgangs með höndum, hefur sótt um leyfi stjórnvalda til að láta bora 6000 grunnar holur á svæðinu um- hverfis Dounreay, í þeim tilgangi að rannsaka skjálftavirkni á svæðinu. _ er/-NENIG/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.