Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 7
KRT.ENDAR FRETTIR
Vestur-pýskaland
Schönhuber hættur
Franz Schönhuber, formaður
Lýðveldisflokksins, sem
lengst er til hægri stjórnmála-
flokka Vestur-Þýskalands, þeirra
er teljandi fylgi hafa, sagði af sér
þeirri stöðu í gær. Hann hefur
undanfarið átt i erjum við aðra í
forustu flokksins, og munu and-
stæðingar hans þar hafa þvingað
hann til að hætta með því að
kenna honum um slælega
frammistöðu flokksins í kosning-
unum í Nordrhein-Westfalen og
Neðra-Saxlandi nýverið.
Lýðveldisflokkurinn magnað-
ist flestum á óvart s.l. ár er hann í
j an. fékk 7,5 af hundraði atkvæða
í kosningum í Vestur-Berlín og
sjö af hundraði í vesturþýsku
kosningunum í júní til Evrópu-
þings. Mun flokkurinn einna
helst hafa dregið að sér fylgi út á
óánægju með stefnu stjórnvalda í
innflytjendamálum og andúð á
innflytjendum frá þriðja heimin-
um. I kosningunum í Nordrhein-
Westfalen og Neðra-Saxlandi,
stærstu fylkjunum í norðurhluta
landsins þar sem 40 af hundraði
landsmanna búa, fékk flokkurinn
hinsvegar ekki teljandi brautar-
gengi.
Leiðtogar gömlu flokkanna
þarlendis fagna afsögn Schönhu-
bers og telja hana boða að saga
flokks hans sé senn öll, þar eð
flokkurinn hafi byggst nær ein-
göngu á honum persónulega.
Reuter/-dþ.
Kosningavaka G-listans
verður í Risinu, Hverf-
isgötu 105, á kjördag
og hefst kl. 21.
Lifandi músík. Sjón-
varp og veitingar.
Spáið í úrslitin í góðum
félagsskap.
Allir
velkomnir
Pólland
Jámbrauta-
menn gegn
Samstöðustjóm
Vinna við allar hafnir Póllands
liggur nú niðri vegna verkfalls
járnbrautastarfsmanna, sem
hófst fyrir tæpri viku. Er þetta
mesta andóf, sem níu mánaða
gömul ríkisstjórn landsins undir
forustu Samstöðu hefur sætt
hingað til. -
Verkfallsmenn krefjast hærri
launa og að stjórn ríkisjámb-
rautanna segi af sér, en þeir telja
að henni farist sitt hlutverk illa úr
hendi. Óánægja verkamanna er
til komin vegna sparnaðarráð-
stafana ríkisstjórnarinnar, sem
farið var að hrinda í framkvæmd
um áramót. Ráðstafanir þessar,
sem ákveðnar vom með það fyrir
augum að draga úr verðbólgu og
einkavæða atvinnulífið, hafa
valdið kjararýrnun.
Verkfallið hefur þegar komið
illa niður á atvinnulífinu, sérstak-
lega vegna stöðvunar kol-
aútflutnings, en fyrir útflutt kol
sín fá Pólverjar mestan hluta þess
harða gjaldeyris, sem þeir afla
sér.
Tadeusz Mazowiecki, forsætis-
ráðherra Póllands, segir stjóm-
ina ekki vilja ræða við verkfalls-
menn fyrr en þeir hafi snúið aftur
til vinnu. Lech Walesa, leiðtogi
Samstöðu, sagði í gær að fyrrver-
andi starfsmenn kommúnistafl-
okksins hefðu æst jámbrautast-
arfsmenn til verkfallsins og kvað
það geta leitt til borgarastríðs.
Reuter/-dþ.
Mannskæð
loftmengun
Um 300 manns, flest eldra
fólk, leitaði hjálpar í fyrradag á
sjúkrahúsum í Aþenuborg vegna
þess að því leið illa fyrir hjarta
eða átti í öndunarerfiðleikum. Er
þetta kennt óvenjumikilli loft-
mengun í borginni, en þessa dag-
ana er veður þar kyrrt og hiti mik-
ill. Margt fólk, sem var við störf í
miðborginni, kvartaði yfir sviða í
augum, óeðlilegri þreytu og ógl-
eði. Aþenuborg er sögð í tölu
mengaðri höfuðborga og
loftmengun átti þátt í dauða um
1000 manna þar á níu daga tíma-
bili 1987, er hitabylgja gekk yfir
landið. Ráðstafanir hafa þegar
verið gerðar til að draga úr
loftmengun í borginni með því að
takamarka bflaumferð um mið-
borgina. Nú segja talsmenn um-
hverfisráðuneytisins gríska að til
greina komi að banna bflaumferð
þar alveg og takmarka fram-
leiðslu iðnfyrirtækja, ef ekki
dragi úr menguninni.
fíugog bfll tfl
Lúxemborgar og
sumarhús í Biersdorf
eða Daun Eifel
í Þýskalandi er
toppurinn á tilverunni
Æ fleiri kjósa sér þann ferðamáta sem er kenndur við flug, bíl og sumarhús. Ferðalangarnir
eiga sér athvarf í notalegu húsi í fallegu umhverfi en geta jafnframt ferðast um borgir
og sveitir Evrópu og ráðið ferðinni sjálfir.
A
flokkur
Ford Fiesta eða
sambærilegurbill
flokkur
Ford Sierra eða
sambærilegur bill
Fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 2ja - 7 7 ára,
kostar flug til Lúxemborgar, bíll í A-flokki og glæsilegt
sumarhús í Biersdorf eða Daun Eifel íjúní frá
kr. 145.400 samtals fyrir alla fjölskylduna í tvær
vikur eða kr. 36.350 á mann og samtals
kr. 177.700 í þrjár vikur eða 44.425 á mann.
Ef valinn er bíll í C-flokki kostar fyrir þessa sömu
fjölskyldu frá kr. 155.000 samtals í tvær vikur í júní
eða kr. 38.750 á mann og samtals frá kr. 191.700
í þrjár vikur eða kr. 47.925 á mann.
Úrval-Útsýn býður einnig mikið úrval af sumarhúsum og íbúðum
í Walchsee í Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Titisee í Þýskalandi.
Flug og bíll Lúxemborg * 2 vikur 3 vikur
A-flokkur kr. 31.800 35.100
C-flokkur kr. 34.200 38.600
Barnaafsláttur kr. 11.000
* miðað viö fjóra i bll
FARKORT
4 4
URVAL-
Álfabakka 16, sími 60 30 60
og Pósthússtræti 13, slmi 2 69 00
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7