Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Kosningabaráttan
Teikningar falsaöar í Kópavogi
Sjálfstœðismenn dreifafölsuðum teikningum og röngum upplýsingum um handknattleikshöll
í Kópavogi. Jón Hjaltalín MagnússonformaðurHSÍharmarað byggingíþróttahallarinnar skuli verapólitískt deiluefni
Hér hefur líkani af íþróttahöllinni verið komið fyrir á mynd af Kópavogsdal þar sem höllin verður.
IVogum, blaði Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi, sem þeir
dreifðu í gær og fyrrakvöld í hús,
eru birtar teikningar sem sagðar
eru af fyrirhugaðri íþróttahöll í
Kópavogi og því m.a. haldið fram
að þriðjungur áhorfenda komi
ekki til með að sjá keppnisvöll-
inn.
Fyrirtækið Arkitektar sf., sem
hefur hannað íþróttahöllina, hef-
ur kært þetta mál til stjórnar Ark-
itektafélags íslands.
Páll Gunnlaugsson arkitekt,
einn af eigendum Arkitekta sf.,
segir að svo virðist sem teikning-
arnar, sem birtar voru í Vogum,
séu byggðar á forhönnunargögn-
um og lauslegum uppdráttum,
sem kynntir voru á fundum bygg-
ingarnefndar hússins. Þessi gögn
hafi verið rangtúlkuð til að gera
nýja teikningu sem standist á
engan hátt og sé því í rauninni
fölsun. Málsetningum og mæli-
einingum er bætt við og hlutföll
skekkt.
Teikningarnar voru upphaf-
lega birtar án upplýsinga um það
hver hefði gert þær en í gær var
upplýst að það Teiknistofan hf.
við Armúla í Reykjavík hefði átt
hlut að máli en Gísli Halldórsson
arkitekt er einn af eigendum
hennar. Þar fengust þær upplýs-
ingar að þetta væri skýringar-
mynd sem byggð væri á upplýs-
ingum frá Arkitektum sf.
Páll Gunnlaugsson segir að
það sem sér sárni mest í þessu
máli sé að kollegar sínar skuli
misnota gögn Arkitekta sf. og ó-
frægja starf fyrirtækisins í pólit-
ískum tilgangi jafnvel þótt starf-
semi þess tengist ekki á nokkurn
hátt stjórnmálum.
Jón Hjaltalín Magnússon for-
maður Handknattleikssambands
fslands skýrði Þjóðviljanum frá
því að hann harmaði fyrst og
fremst að heimsmeistarakeppnin
í handknattleik og fjölnota
íþróttahöll í Kópavogi skuli hafa
orðið að pólitísku deiluefni.
Hann hafi sjálfur gengið úr
skugga um að teikningar upp-
fylltu kröfur Alþjóðahandknatt-
leikssambandsins.
Jón Hjaltalín segir að farið hafi
verið eftir vinnureglum íslenskra
arkitekta um hönnun íþróttahúsa
og áhorfendabekkja og bil á milli
bekkjaraða. Hann hafi fengið í
hendur nákvæmar teikningar af
sjónlínum frá áhorfendabekkjum
sem sýni að allir áhorfendur hafi
yfirsýn yfir allan völlinn.
Jón Hjaltalín segist ennfremur
harma sérstaklega ummæli Katr-
ínar Gunnarsdóttur stjórnar-
manns í íþróttasambandi íslands
í grein í Morgunblaðinu á þriðju-
dag. Þar haldi hún því fram að
íþróttahöllin Kópavogi muni
kosta u.þ.b. um einn miljarð. Af
hennar máli megi skilja að hún sé
mótfallinn byggingu íþróttahall-
arinnar og því að heimsmeistar-
akeppnin í handbolta verði hald-
in á Islandi. Það sé hörmulegt að
hún skuli ekki hafa kynnt sér mál-
ið betur og bera starf íþrótta-
hreyfingarinnar fyrir brjósti.
Jón Hjaltalín segist vita að
Haukamenn bíða óþreyjufullir
eftir úrslitunum í Kópavogi og
geri sér enn vonir um að húsið rísi
í Hafnarfirðí.
Valþór Hlöðversson bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
Kópavogi átti sæti í samninga-
nefnd Kópavogs um byggingu
íþróttahússins. Hann segir að það
sýni vel málefnafátækt Sjálfstæð-
ismanna að þeir skuli grípa til
fölsunar á teikningum og lyga í
kosningabaráttunni.
„Við sem höfum staðið í kosn-
ingabaráttunni höfum mátt þola
ótrúlegar árásir af hálfu Sjálf-
stæðismanna en út yfir allt tekur
þegar vegið er að starfsheiðri
manna sem vinna sín verk og
tengjast á engan hátt pólitísku
karpi. Hver trúir því að Jón
Hjaltalín Magnússon formaður
HSÍ leggist á árar með meirihlut-
aflokkunum í Kópavogi og taki
þátt í byggingu húss þar sem
þriðjungur áhorfenda sjái ekki
völlinn? Hvaða akk ættum við í
meirihlutanum að hafa af bygg-
ingu hússins ef hún væri
meingölluð?“ .
Kosningastjórar
Munar um hvert atkvæði
Úrslitin tvísýn. Brýnt að hver og einn noti sinn kosningarétt
Kosningastjórar G-listans vítt
og breitt um landið segja að
kosningarbaráttan hafi byrjað
fremur rólega en síðan farið stig-
vaxandi og náð hámarki síðustu
daga. Þeir voru sammála um það
að úrslitin verði tvísýn þegar talið
verður upp úr kjörkössunum og
því afar brýnt að hver og einn noti
sinn kosningarétt en sitji ekki
heima.
Jóhanna Eyfjörð kosninga-
stjóri G-listans í Hafnarfirði segir
að kosningabaráttan hafi gengið
vel og náð hámarki í fyrradag í
sameiginlegri framboðskynningu
flokkana í beinni útsendingu í
Sjónvarpinu. Þar hafi Magnús
Jón Ámason oddviti flokksins
slegið eftirminnilega í gegn og
ekki annað að heyra á almenningi
að honum hafi líkað vel málflutn-
ingur Magnúsar. Að mati Jó-
hönnu hefur ksoningabaráttan
einkennst af umræðum um fjár-
mál bæjarsjóðs annars vegar og
hinsvegar af málefnafátækt
minnihlutaflokkana í bæjar-
stjórninni. Um úrslit kosning-
anna sagði Jóhanna að meirihlut-
inn muni halda velli og að G-
listinn myndi halda sínu. En til að
svo geti orðið þyrftu allir að
leggja sitt af mörkum.
Jóhanna Leopoldsdóttir kosn-
ingastjóri G-listans í Kópavogi
segir að kosningabaráttan hafi
gengið vel en það sem hafi ein-
kennt hana öðru fremur sé hvað
hún hafi verið hörð enda mikið í
húfi. „Baráttan hefur snúist um
það hvort G-listinn haldi sínum
þremur mönnum eða hvort D-
listinn fær sex menn. Og ekki
bara það heldur einnig hvort á-
framhald verður á uppbyggingu á
góðri félaglegri þjónustu í Kópa-
vogi,“ sagði Jóhanna. Hún sagði
að úrslitin verði tvísýn og til að
G-listinn haldi sínum þremur
verði Kópavogsbúar að fjöl-
menna á kjörstaði og nýta sinn
rétt til að kjósa og hafa þar með
áhrif á framvindu mála í bænum
næstu fjögur árin.
Smári Haraldsson sem skipar
annað sæti á framboðslista Al-
þýðubandalagsins á ísafirði sagði
að það sem hafi einkennt kosn-
ingabaráttuna öðru fremur sé
hvað stefnuskrár framboðanna
séu líkar og frekar tekist á um
menn en málefni. „Baráttan hef-
ur ekki verið hörð á ísfirskan
mælikvarða en sérstök að því
leyti að íhaldið býður fram tvo
lista,“ sagði Smári. Af einstökum
málum hafi mest farið fyrir fjárm-
álum bæjarins og hvernig taka
ætti á þeim á næsta kjörtímabili.
Smári sagðist ekki trúa öðru en
að G-listinn haldi sínum manni
enda hafi Alþýðubandalagið
unnið vel og samviskusamlega á
því kjörtímabili sem nú væri á
enda runnið.
Helgi Guðmundsson kosninga-
stjóri G-listans á Akureyri sagði
að kosningabaráttan hafi gengið
ágætlega. Verið dauf til að byrja
með en farið vaxandi síðustu
daga. Helgi sagði að það sem hafi
einkennt baráttuna að þessu sinni
hafi fyrst og fremst verið það að
hún hefur farið að mestu leyti
fram í fjölmiðlum. Hann sagði að
meirihluti bæjarstjórnar stæði nú
berskjaldaður frammi fyrir af-
leiðingum verka sínna í atvinnu-
málum þar sem störfum hafi
fækkað til muna í bænum á vald-
atíma Alþýðuflokks og Sjálfstæð-
isflokks. Helgi sagðist meta
möguleika G-listans þannig að
hann mundi halda sínum tveimur
bæjarfulltrúum. Til að svo mætti
verða yrði að halda vel á spöðu-
num og vinna vel allt fram til þess
að kjörstaðir loka klukkan 23 í
kvöld.
Elma Guðmundsdóttir kosn-
ingastjóri G-listans í Neskaup-
stað sagði að kosningabaráttan
hafi gengið vonum framar þó svo
að hún hafi farið fremur rólega af
stað. Þá hafi kosningafundir G-
listans heppnast mjög vel og ver-
ið mikil aðsókn. Elma sagði að
það sem hafi einkennt kosninga-
baráttuna fyrst og fremst séu
staðlausar fullyrðingar og upph-
rópanir íhalds og Framsóknar til
að fella meirihluta Alþýðubanda-
lagsins í bæjarstjórn Neskaup-
staðar. Elma sagði að ef allir
legðust á eitt í dag og gæfu ekkert
eftir mundi G-listinn halda sínum
fimm bæjarfulltrúum. -grh
Skólanefnd Kópavogs
Rangfærslur haimaðar
Skólanefnd Kópavogs harmaði
í gær með samhljóða ályktun
röng og villandi ummæli dr.
Gunnars Birgissonar verkfræð-
ings um skólamál í Kópavogi sem
komu fram í greina hans í Morg-
unblaðið 24. maí.
Þar heldur Gunnar því fram að
skólanefnd Kópavogs ráðgeri að
skipa tiltekinn umsækjanda í
stöðu skólastjóra Kópavogs-
skóla. Gunnarfullyrðirennfrem-
ur að flytja eigi 12 ára bekki
Kársnesskóla í Þinghólsskóla án
samráðs við foreldra.
Skólanefnd Kópavogs segir
báðar þessar fullyrðingar rangar
og villandi. Engar ákvarðanir
hafi verið teknar um ráðningu í
embætti skólastjóra í Kópavogs-
skóla. Þá séu hugmyndir um
flutning 12 ára barna úr Kársnes-
skóla í Þinghólsskóla enn í athug-
un hjá skólanefnd. Engin
ákvörðun verði tekin um flutn-
inginn án samráðs við foreldra.
-rb
Laugardagur 26. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
HELGARRÚNTURINN
MYNDLISTIN á kosningadaginn. f kosningaskapi er gaman að
bregða sér á listsýningu eftir að atkvæðið er komið í kjörkassann. Nú
eru síðustu forvöð að sjá höggmyndir Steinunnar Þórarinsdóttur á
Kjarvalsstöðum og sýningu á verkum Finnans Olli Lyytikainen í List-
asafni fslands. Á uppstigningardag opnuðu fjórar ungar grafíkkonur
sýningu í Ásmundarsal og í FÍM-salnum er síðasta sýningarhelgin á
verkum Maj-Siri Österling. Tryggvi Ólafsson opnaði í gær málverkas-
ýningu í Slunkaríki á ísafirði. f dag sýna aldraðir á nokkrum stöðum í
borginni afrakstur lista- og handíðarstarfs þeirra í vetur. Sýningarnar
eru að Hvassaleiti 56-58, í Gerðubergi, Bóstaðarhlíð 43 og Vesturgötu
7, á öllum stöðunum er opið frá kl. 13:30-17.
LEIKLISTIN er ekki dauð úr öllum æðum þótt sólin sé komin hátt á
loft. Annað kvöld er síðasta sýning á Fátœku fólki á Akureyri. í dag
verður hinsvegar frumsýnt nýtt íslenskt leikrit eftir skáldkonuna Elísa-
betu Jökulsdóttur. Eldhestur á ís nefnist verkið og það er leikhópurinn
Eldhestur sem setur verkið upp á Litla sviði Borgarleikhússins.
Leikhúsfólk bíður án efa með óþreyju eftir Kantornum þessa dagana
en því má benda á að Sigrún Ástrós er enn í fullum gangi og spjallar við
áhorfendur í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Annað kvöld kl. 21 er
síðasta sýning stríðsárakabarettsins Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld í
Norræna húsinu. Fjórir kunnir leikarar syngja Cole Porter slagara og
lesa úr íslenskum ljóðum og skáldverkum sem segja frá stríðsárunum á
íslandi.
HITT OG ÞETTA er að gerast um helgina, þó er lítið um tónlist og eru
menn væntanlega að búa sig undir tónaflóðið á Listahátíð. Undan-
tekning á þessu eru tónleikar sænska blásarakvintettsins Framtoningen
í Norræna húsinu í dag kl. 16. Eldri borgarar í borginni, Göngu-
HrólfarhittastídagviðNóatún 17kl. 11. Ámorgunkl. 14hittasteldri
borgarar í Goðheimum Sigtúni 3 þar sem griptið verður í spil og tafl.
Eftir kl. 20 verður slegið upp dansleik. Engir eftirbátar Göngu-
Hrólfanna í röltinu er Hana-nú hópurinn í Kópavogi, en hann ætlar að
ganga á skrifstofur flokkanna og þiggja kaffi í dag, lagt verður af stað
frá Digranesvegi 12 stundvíslega kl. 10. Fuglaskoðun býðst í síðasta
sinn í dag kl. 9 og á morgun kl. 10. Fuglaáhugamenn hittist á mótum
Urðarbrautar og Sunnubrautar í vesturbæ Kópavogs. Tólfti Göngu-
dagur Ferðafélags íslands fer fram á morgun. Að þessu sinni verður
farið í léttar göngur í Heiðmörk, á eftir verður grillað og gólað og eru
menn beðnir að hafa með sér pylsur. Brottför er frá austanverðri
Umferðarmiðstöð kl. 13. Stríðsfyrirlestur verður í Norræna húsinu á
morgun kl. 16. Að þessu sinni heldur bandaríski prófessorinn og
sagnfræðingurinn dr. Michael T. Corgan frá Bostonháskóla fyrirlestur
sem hann kallar The Expansion of Presidential Power and the Western
Hemisphere: The U.S. Occupation of Iceland in 1944. Nú eru næstum
tíu ár síðan Rokk í Reykjavík var gerð. í dag kl. 15 gefst yngri ár-
göngum og þeim sem haldnir eru fortíðarþrá kostur á að sjá þessa
íslensku pönkrokkheimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar.