Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Landsvirkjun Ihugar lántökur innanlands Landsvirkjun þarfað taka 33 milljarða að láni nœstu ár verði afstóriðju. Halldór Jónatansson: Hefurekki verið talið ráð- legt að taka innlend lán hingað til Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrir- tækið vera með það í athugun, hvort taka megi innlend lán vegna virkjanaframkvæmda í tengslum við nýtt álver hér á landi. Hingað til hafi ekki verið talið ráðlegt að taka stór lán innanlands vegna þensluáhrifa á íslenskan lána- markað, en vegna þess samdrátt- ar sem ríkt hefði að undanförnu væru menn nú að skoða þann möguleika. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur iýst þeirri skoðun að Landsvirkjun ætti að taka sem mest lán innanlands vegna fyrirhugaðra virkjana- framkvæmda og jafnvel komi til greina að setja lög þar að lútandi. Að sögn Halldórs Jónatans- sonar eru 10% langtímaskulda Landsvirkjunar í íslenskum krón- um. Landsvirkjun hefði hins veg- ar ekki farið inn á íslenskan lána- markað með útgáfu skuldabréfa, þar sem talið hefði verið að það yki þenslu á íslenskum pening- amarkaði, við þær aðstæður sem ríkt hefðu og myndi hafa í för með sér hækkun vaxta. Nú hefði eftirspurn eftir fjármagni innan- lands minnkað og því væru þessi mál í athugun. Halldór sagði eðlilegt að taka lán innanlands þegar tekjur vegna fjárfestinga yrðu í íslensk- um krónum. Með innlendum lán- tökum færi Landsvirkjun í sam- keppni við ríkissjóð og aðra aðila og í þeim efnum gæti sitt sýnst hverjum. Hann sagði aftur á móti óráðlegt að slá því föstu að engin lán verði tekin erlendis vegna virkjanaframkvæmda, hvað þá að slíkar lántökur verði bannaðar með lögum. Þessa skoðun sagðist Halldór byggja á því að raforku- verð til stóriðju yrði greitt í er- lendri mynt, og því ekki óeðlilegt að taka erlend lán til virkjana- framkvæmdanna. Þessu til frekari stuðnings sagði Halldór verulegan hluta kostnaðarins við virkjanafram- kvæmdir vera erlendis, og því ekki þensluskapandi innanlands. Að sögn Halldórs er áætlað að Landsvirkjun þurfi 39 milljarða króna í virkjanaframkvæmdir, verði af byggingu nýs álvers. Landsvirkjun myndi af eigin fé greiða 15% kostnaðarins og þá stæðu eftir 33 milljarðar sem þyrfti að taka að láni. Af þessum 33 milljörðum þyrfti að taka 7 milljarða að láni, hvort sem farið yrði út í stóriðju eða ekki. Að öllu óbreyttu yrði það stór biti fyrir íslenskan lánamarkað að mæta alfarið lánsfjárþörf Lands- virkjunar, að sögn Eiríks Guðna- sonar forstöðumanns peninga- máladeildar Seðlabankans. Það myndi að öllum líkindum hafa al- menna vaxtahækkun í för með sér. En menn hlytu að velta því fyrir sér hvort ekki mætti draga úr öðrum framkvæmdum ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila á tímabilinu. Eiríkur sagði íslenskan lána- markað vera mjög teygjanlegan í báðar áttir. Hægt væri að afla meira lánsfjár innanlands ef boð- ið væri upp á kjör sem höfðuðu til manna, þannig að þeir festu ekki fé í öðrum hlutum. í ársbyrjun 1989 hefði lánakerfið í heild átt útistandandi kröfur upp á 350 milljarða en í árslok hefðu kröf- urnar verið 470 milljarðar. Þetta væri aukning upp á 120 milljarða, sem að stórum hluta væri vegna verðbóta og gengisuppfærslu. Eiríkur sagði hreina útlána- aukningu ekkert vera í líkingu við þetta, en treysti sér ekki til að segja hver hún hefði verið ná- kvæmlega. -h,np Endurbyggingin á Þjóðleikhúsinu T rúi hver sem trúa vill en mynd þessi er ekki af nýbyggingu í Grafarvogi. Myndin er af sal Þjóðleikhússins og gefa lesendur sannfærst um það með því að skoða stuðlabergið efst í myndinni. Framkvæmdir eru nú á fullu við endurbyggingu Þjóðleikhússins og er stefnt að því að rekstur geti hafist aftur í húsinu um næstu áramót. Mynd Jim Smart. Kosningabaráttan Harður lokasprettur SteinarHarðarson: BerjumsttilþrautarogspáiAb tveimurmönnum. GarðarJóhann Guðmundsson: Nýr vettvangurfœrfimm menn. Sigríður Stefánsdóttir: Nýr vettvangur hefur sett leiðindarsvip á kosningabaráttuna. Guðmundur Magnússon: Klofningurinn íAlþýðubandalaginu setur svip sinn á kosningabaráttuna G-listi einn. Kvennalistinn Menningartengsl Albanir í heimsókn Félagið Menningartengsl Al- baníu og íslands ætla að fagna albönskum fótboltamönnum á Hallveigarstöðum á mánudags- kvöld. Þar verður boðið upp á veitingar, menningardagskrá og spjall. Fótboltamenn þessir eru í al- banska unglingalandsliðinu og landsliði fullorðinna. Liðin tvö eru hingað komin til að keppa við íslenska fótboltakappa í undan- keppni Evrópukeppninnar í karl- aknattspyrnu. Stemmningin í liðinu er góð. Við héldum mjög góðan bar- áttufund í Operunni í gær fyrir fullu húsi og erum núna á enda- sprettinum, sagði Steinar Garð- arsson kosningastjóri Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Við berjumst til þrautar allir sem einn. Ætli ég spái okkur ekki tveimur mönnum í borgarstjórn, Nýjum Vettvangi tveimur, Fram- sókn einum og Kvennalistanum einum. fhaldið fær líklega níu fulltrúa," sagði Steinar. „Við verðum með kosningavöku í kvöld sem hefst upp úr klukkan níu. Hér verður sjónvarp á staðn- um, lifandi músík, veitingar og margt valinkunnra manna úr okkar röðum,“ sagði hann. „Kosningabaráttan er að verða lífleg núna síðustu dagana. Sjálf- stæðisflokkurinn er rétt að taka við sér í þessarrri viku,“ sagði Garðar Jóhann Guðmundsson hjá Nýjum vettvangi. „Það er mikið meira en nóg að gera. f dag erum við að dreifa kosninga- handbók til kjósenda í stór- mörkuðum. Við erum mjög bjartsýn og ég vonast til að okkur takist að ná fimm mönnum. Ég ætla að spá okkur fjórum og ég býst við að Alþýðubandalagið fái sinn mann og Framsókn sinn. Kvennalistinn missir líklega sinn mann og Sjálfstæðisflokkurinn fær þá rest.“ Nýr vettvangur verður með kosningavöku í Þórs- kaffi í kvöld. „Þessi kosningabarátta var daufleg framan af en hins vegar hefur mér fundist óskaplega sorg- legt að sjá síðustu dagana þessa baráttu sem er háð upp á líf og dauða á síðum Þjóðviljans,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir önnur af tveimur kosningastýrum Kvennalistans. „Hún einkennist mikið af þessu undarlega upp- hlaupi í kringum Nýjan vettvang og framkoma H-listans hefur sett mjög leiðinlegt yfirbragð á kosn- ingabaráttuna.“ Kvennalistinn verður með kosningavöku sína á veitinga- staðnum Við Tjörnina. „Ég er al- veg sannfærð um að við höldum okkar borgarfulltrúa og nánast sannfærð um að við fáum annan til,“ sagði Sigríður. „Um aðra vil ég ekki spá en auðvitað vonumst við til að losna við þennan íhalds- meirihluta sem hefur valtrað hér yfir allt. Hann hefur misnotað mjög embættis- og borgarkerfið allt í þessarri kosningabaráttu. Bæði bæklingar frá Sjálfstæðis- mönnum og alls kyns sýningar hafa verið alveg ótrúlegar og mér finnst það sæta furðu hvernig ríkisfjölmiðlarnir hafa tekið á þessu. Útvarpið er til dæmis búið að gefa sér hverjar verða niður- stöður kosninganna og kallað fólk í viðtöl eftir því.“ „Andinn í fólkinu hefur verið mög jákvæður og það hefur verið gott að fá fólk til starfa sem hefur mikið að segja,“ sagði Unnur Stefánsdóttir kosningastjóri Framsóknarflokksins um kosn- ingabaráttuna síðustu vikur. „Skoðanakannanir hafa sagt manni að ýmislegt sé að gerast en við erum bjartsýn þrátt fyrir að þær hafa ekki sýnt neina aukningu hjá okkur. Þessar kannanir hafa dregið svolítið máttinn úr fólki en það hefur alltaf tekist að ná stemmningunni upp aftur. Ég spái því að við höld- um okkar manni áfram, íhaldið fái tíu menn, Nýr vettvangur þrjá og u-nsti einn. missir sinn fulltrúa," sagði Unn- ur. Framsóknarflokkurinn verð- ur með opið hús í dag á kosninga- skrifstofunni við Grensásveg 44 og þar verður kosningavaka flokksins í kvöld. Guðmundur Magnússon kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði kosningabaráttuna hafa verið sérkennilega. Hún hefði farið seint af stað og aðstæður á margan hátt aðrar en í síðustu kosningum. Þar vekti framboð Nýs vettvangs helst athygli og klofningurinn innan Alþýðu- bandalagsins, sem hefði verið höfuðandstæðingur Sjálfstæðis- flokksins í fyrri kosningum. Það verður spennandi að sjá hvort verður vinsælla, nýbreytnin og krafan um endurskipulagn- ingu flokkakerfisins á vinstri væng, eða gamla flokkaskipanin, að sögn Guðmundar. Hann sagði kosningabaráttuna meðal annars snúast um þetta. Það hefði einnig vakið athygli hans að vinstriblöð- in væru ekki í eins miklum kosn- ingaham og áður. Þjóðviljinn hefði td. birt áberandi minna af kosningafréttum en í kosningun- um 1986. Guðmundur sagði baráttuhug ríkja hjá Sjálfstæðismönnum og þeir tryðu því að þeir ynnu á í þessum kosningum. Skoðana- kannanir hefðu sýnt mikla fylgis- aukningu hjá flokknum, en þær sýndu fylgi flokksins reyndar alltaf meira en síðan yrði niður- staða í kosningum. Sjálfstæðis- flokkurinn virtist eiga minna af atkvæðum óákveðinna en vinstri- flokkarnir. Þess vegna benti Sjálfstæðisflokkurinn kjósendum sínum á að kannanir væru ekki kosningar og hvert atkvæði væri mikilvægt. -vd/-hmp .2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.