Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Ukraínustjóm gegn markaðskerfi ar muni þýða verulega kjararýrn- uninni. Hvorttveggja er næsta al- un fyrir þá og gefi í skyn að til varlegt fyrir sovésku stjórnina, greina komi allsherjarverkfall af því að Ukraína er annað fjöl- hálfu sovéskra kolanámumanna mennasta og auðugasta sovétlýð- til að koma í veg fyrir aðgerðir veldið og sovéskir námumenn þær, sem gert er ráð fyrir í áætl- sýndu fram á mátt sinn s.l. ár, er Andreotti ítalir ekki morðgjamari en aðrir Níkolaj Ryzjkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, gaf í gær ótvírætt í skyn að hann myndi segja af sér ef áætlun stjórnarinnar um að innleiða markaðskerfi í efnahagslífið hlyti ekki samþykki æðstaráðs og al- mennings. Kvaðst Ryzjkov sam- visku sinnar vegna ekki treysta sér til að gegna embætti áfram, ef hrundið yrði áformum þeim til að ráða bót á efnahagsvandræðum er hann teldi vera óhjákvæmileg. Ljóst er að andstaða við áætlun þessa er mikil. Þannig herma fréttir frá Kíef að Vítalíj Masol, forsætisráðherra Úkraínu, hefði lýst því yfir á þingi að úkraínska stjórnin muni beita sér eindregið gegn þessum fyrirætlunum mið- stjórnarinnar. Einnig herma fregnir að kolanámumenn á Don- etsksvæðinu, þar sem eru gjöfu- lustu kolanámur Sovétríkjanna, telji að framkvæmd áætlunarinn- Giulio Andreotti, forsætisráð- herra Italíu, hélt því fram í gær á þingi að Italir væru ekki hóti hneigðari til morða en marg- ar aðrar Evrópuþjóðir, nema síður væri. Að sögn hans voru 1275 morð framin þarlendis árið 1988, eða 2,2 á hverja 100,000 íbúa. Það sama ár, sagði Andreotti, voru framin í Vestur-Þýskalandi 4,2 morð á hverja 100,000 íbúa og 4,6 í Frakklandi. Þetta kom fram í umræðum í neðri deild þingsins um vantrauststillögu kommún- ista og fleiri vinstrimanna gegn Antonio Gava innanríkisráð- herra, sem stjórnarandstæðingar saka um slælega framgöngu gegn mafíum Sikileyjar og Suður- Ítalíu. f kosningabaráttunni fyrir fylkisstjórnakosningamar þar- uppundir hálf miljón þeirra gerði verkfall, sem stóð í þrjár vikur, til að krefjast betra neysluvöruúr- vals og meiri ítaka í stjórnun námufyrirtækja. Reuter/-dþ. lendis nýverið voru níu fram- bjóðendur og embættismenn fylkis- og sveitarstjórna myrtir, og eru allar líkur á að mafíurnar hafi verið þar að verki. Mörgum ítölum, einkum norðanvert í landinu, gremst óorðið sem landið hefur fengið á sig út af mafíustandinu og mun það hafa átt nokkurn þátt í sigri Ryzjkov - kveðst hlýða rödd samviskunnar. norðurítalskra stjórnmálasam- taka í kosningunum. Samtök þessi hafa það m.a. sameiginlegt að þau vilja aukna sjálfstjórn fyrir norðurfylkin og telja að rík- ið sé alltof örlátt við Suður-Ítalíu. Vantrauststillaga áðurnefnd var felld í neðri deild þingsins með 310 atkvæðum gegn 164. Reuter/-dþ. Það skiptir okkur máli að í borgarstjórn Reykjavíkur sitji kona sem er traustur fulltrúi félagshyggju og vinstri stefnu. Guðrún Agústs- dóttir er slíkurfulltrúi. Hún erþekkt úr kvennabaráttunnijyrir störf sín að umferðar- og samgóngumálum og menningarmálum. Þá hefur hún unnið dyggilega í þágu barna og unglinga og aldraðra Reykvíkinga. Við undirritaðar skorum áykkur, Reykvíkingar góðir, að tryggja Guðrúnu Ágústsdóttur setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Kristbjörg Kjeld leikkona Lena Bergmann meinatæknir Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur Sjöfn Ingólfsdóttir bókavörður Guðrún Stephensen leikkona Margrét Guðnadóttir prófessor Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur Anna Guðrún Þórhallsdóttir beitarþolsfræðingur Silja Áðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur Sigurveig Sigurðardóttir h j úkrunarfræðingur Kristrún Ágústsdóttir húsmóðir Svava Jakobsdóttir rithöfundur Guðrún Ásmundsdóttir leikkona Arafat biður um S.þ.-gæslulið Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), fór fram á það í gær á fundi Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf að Sameinuðu þjóðimar sendu gæslulið til Vesturbakkans og Gaza, sem hersetin eru af ísrael. Fulltrúi ísraels á fundinum kvað ekki koma til greina að stjóm hans samþykkti það. Þessi fundur ráðsins er sá fyrsti í sögu þess sem haldinn er í Genf, og var það gert vegna þess að ekki var talið víst að Bandaríkjastjóm veitti Arafat vegabréfsáritun, svo að hann gæti komið til aðalstöðva S.þ. í New York. Til fundarins var boðað að beiðni arabaríkja vegna mann- drápanna á hersetnu svæðunum s.l. sunnudag. Arafathvatti ráðið einnig til að beita ísrael viðskipt- abanni, þar eð ljóst væri að slíkar ráðstafanir hefðu borið árangur gegn Suður-Afríku. Litháen Skrúfaö fyrir heitt vatn til iönaöar Stjórnvöld Litháens létu í gær skrúfa fyrir heitt vatn og gufu til allra iðnfyrirtækja þarlendis, nema þeirra lífsnauðsynlegustu, svo sem fyrirtækja er framleiða matvæli. Er þetta ein neyðarráð- stöfunin þarlendis í viðbót vegna viðskiptabanns þess, er sovéska stjórnin hefur sett á landið. Alexandrius Ambryazavicius, einn fulltrúa í nefnd þeirri á veg- um litháískra stjórnvalda er stendur fyrir ráðstöfunum vegna viðskiptabannsins, sagðist búast við að allmörg fyrirtæki yrðu að loka þegar eftir helgi vegna skorts á heitu vatni. Myndi tala atvinnuleysingja í landinu þá komast upp í 100,000. Ljóst er að viðskiptabannið hefur haft alvar- legar afleiðingar fyrir Litháa, en fréttamiðla greinir á um hve al- varlegar þær séu. Þannig var því haldið fram fyrir nokkrum dögum í Hufvudstadsbladet í Helsinki að erfiðleikar Litháa af völdum viðskiptabannsins væru ekki eins miklir og látið hefur verið að liggja í vestrænum fjöl- miðlum. Sovétríkin verða einnig fyrir barðinu á banninu. Þannig hefur innflutningur þangað á kjöti og mjólk frá Litháen stöðv- ast og er það alvarlegt mál, þar eð matvælaástandið í Sovétríkjun- um var ekki of gott fyrir. Rcuter/-dþ. Umferöardauöinn í Austur-Þýskalandi Umferðarslysum hefur stór- fjölgað í Austur-Þýskalandi frá því að vesturlandamæri þess voru opnuð í nóv. s.l., að sögn lögreglu þar í landi. Það sem af er árinu hafa um 23,000 umferðarslys orðið á vcgum Austur- Þýskalands og fórust í þeim 743 manneskjur. Slys þessi eru þriðjungi fleiri en á fimm fyrstu mánuðum s.l. árs og banaslys 58% fleiri. Helstu slysaorsakir eru sagðar vera of mikill ökuhraði, ölvun við akstur og glæfralegar framúrkeyrslur. Umferðarslys þau, þar sem vesturþýskir ökumenn komu við sögu, áttfölduðust að tölu frá sama tímabili s.l. ár, og gefur það til kynna að stóraukin umferð að vestan eigi verulegan þátt í því að vegir alþýðulýðveldsins fyrrver- andi eru nú orðnir stórum háska- legri en fyrr. Einnig veldur hér nokkru um, að talið er, að Austur-Þjóðverjar losa sig nú hver sem betur getur við Tra- banta sína og Wartburgara og fá sér í staðinn hraðskreiðari vestur- þýska bíla. 8 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 26. maf 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.