Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 19
Guðmundur Vignir Jóse fsson Allt eftir settum reglum Kosið í 149 bœjar- og sveitarfélögum. Konurfleiri á kjörskrá en karlar. Kjósendur að líkindum um 177þúsund. Verðatrúlega8 þúsund fleiri en við síðustu sveitarstjórnarkosningar „Okkar starf í yfirkjörstjórn er að sjá um að allt fari eftir settum reglum hvað varðar framkvæmd kosninganna. Vonandi þurfum við sem minnst að gera í dag þar sem öll undirbúningsvinna fyrir kosningarnar er afstaðin. Ef hins vegar koma upp einhver áiitamál þá kemur til okkar kasta að skera úr um þau,“ sagði Guðmundur Vignir Jósefsson formaður yfir- kjörstjórnar. Kosið í 149 bæjar- og sveitarfélögum í dag verður gengið til kosn- inga í 149 bæjar- og sveitarfé- lögum en sjálfkjörið er í fimm. Fimmtíu sveitarfélög hafa hins vegar fengið frest til 9. júní til að halda kosningar og er það í þeim sveitarfélögum þar sem færri en þrír fjórðu hlutar íbúanna eru bú- settir í kauptúnum. í þeim sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 300 skal kjósa kosningu sem er bundin við framboð á list- um. í öðrum sveitarfélögum skulu kosningar vera óbundnar og eru þá allir kjósendur í kjöri nema þeir sem undanþegnir kunna að vera. Þó skal einnig þar kjósa bindandi kosningu ef 20 kjósendur eða einn tíundi hluti kjósenda krefjast þess. Komi hins vegar fram enginn fram- Guðmundur Vignir Jósefsson formaður yfirkjörstjórnar. Mynd: Kristinn. boðslisti eða svo fá nöfn á fram- boðslistum að sveitarstjórn verði ekki fullskipuð í bundinni kosn- ingu skal kosning vera óhlut- bundin. Fleiri konur en karlar Á kjörskrárstofnum sem Hag- stofan hefur unnið vegna kosn- inganna í dag eru 180.235 menn og eru konur heldur fleiri en karl- ar eða 90.257 á móti 89.978 körlum. Endanleg tala manna á kjörskrá með kosningarrétt á kjördegi verður trúlega nokkru lægri eða að öllum líkindum um 177 þúsund. Helstu breytingar eru þær að þeir sem ná 18 ára aldri á árinu en eftir kjördag eru frátaldir í endanlegu tölunum, svo og þeir sem deyja fram að kjördegi. Enn fremur verða breytingar til hækkunar eða lækkunar vegna flutninga á milli sveitarfélaga og ýmislegs annars. Meðal þeirra sem eru á kjör- skrárstofnum fyrir kosningarnar í dag eru 1.523 menn með lög- heimili erlendis 1. desember 1989 og 851 erlendur ríkisborgari ann- arra ríkja á Norðurlöndum bú- settur hér. Að mati Hagstofunnar verða kjósendur á kjörskrá líklega 8 þúsund fleiri nú eða 5% en í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum. Þetta er miklu minni fjölgun en milli kosninganna 1982 og 1986 en þá fjölgaði kjósendum á kjör- skrá um rúmlega 20 þúsund eða 13,7%. Þá bættust 6 árgangar í kjósendatöluna vegna þess að kosningaaldurinn var lækkaður úr 20 árum í 18 árið 1986. Um áramótin var fjöldi þeirra sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn um 16.400. Það eru þeir sem fæddir eru frá júní 1968 til maí 1972. Það eru rúmlega 9% af áætlaðri tölu manna á kjör- skrá. Frá 9-23 Kjörfundir hefjast víðast hvar í dag klukkan 9.00 að morgni og lýkur klukkan 23.00. Á stærri stöðum hefst talning strax um áttaleytið eftir að búið er að flokka atkvæði og má því búast við fyrstu tölum stuttu eftir að kjörstöðum lokar. Guðmundur Vignir Jósefsson sagði að við síð- ustu kosningar hafi fyrstu tölur verið tilbúnar 23,45 og bj óst hann við að það yrði á svipuðum tíma í kvöld. í Reykjavík er kosið í 98 kjör- deildum sem skiptast á 13 skóla. Til viðbótar eru einnig kjör- deildir í Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og Hátúni 12. Talning fer fram í leikfimisal Austurbæj- arskóla eins og venjulega og í þeim skóla er aðsetur yfirkjör- stjómar. „rh Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræð- ingsins í Reykjavík og Flugleiða h.f. óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa og gerð bílastæðis við Hótel Esju, Verkið nefnist: Suðurlandsbraut, 3. áfangi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt u.þ.b. 11000 m3 Fyllingar u.þ.b. 5000 m3 Púkk u.þ.b. 7000 m2 Mulinn ofaníáburður u.þ.b. 4000 m2 Lagningpípna u.þ.b. 700 m Verkinu skal lokið fyrir 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 29. maí gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. júní 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 Simi 25800 Vegna jarðarfarar Magnúsar E. Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra, verða skrifstofur okkar að Háaleitisbraut 11, lokaðar eftir hádegi mánudaginn 28. maí n.k. Samband íslenzkra sveitarfélaga Lánasjóður sveitarfélaga Innheimtustofnun sveitarfélaga Bjargráðasjóður Elskuleg eiginkona, systir, mágkona og frænka Guðný Sesselja Óskarsdóttir sem andaðist 20. maí á heimili sínu, Egilsgötu 14, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á þriðjudaginn kemur, 29. maí, kl. 10.30 árdegis. Þeim sem vilja minnast hennar skal bent á Hallgrímskirkju og Krabbameinsfélagið. Baldur Pálmason Hulda Óskarsdóttir Aðalsteinn Jóhannsson Guðný, Sigurlaug og Auður María Aðalsteinsdætur Kristjana Jósepsdóttir Óli Pétur, Óskar og Hólmfríður Friðþjófsbörn Haukur R a gnar Hauksson Guðjón Lárusson Jósefína Lára Lárusdóttir Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbasmeinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Alda Bjarnadóttir Kolfinna S. Magnúsdóttir Alda S. Magnúsdóttir Hauður Helga Stefánsdóttir í DAG ÞJ0ÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Verkamaður! Þegar þú þrengir að þér í lélegri og lítilli íbúð þinni og berð áhyggjur út af því, hvemig fari um heilsu konu þinnar og bama út af kulda og slaga, þá minnstu þess, að glæsileg- ustu íbúðimar, er verkalýður Reykjavíkur hefur byggt, eru setnar af þeim, sem arðraena hann mest. 26. maí laugardagur. Sveitarstjómar- kosningar. 146. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.42 - sólarlag kl. 23.12. Viðburðir (sleifur biskup vígður árið 1056. Jónas Haílgrímsson skáld dáinn 1845. Garðyrkju- félag íslands stofnað 1885. Brynjólfur Bjamason fæddur 1898. Verkalýðs- og sjó- mannafélag Bolungarvíkur stofnað 1931. H-dagurinn 1968. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 25. til 31. maí er (Reykja- víkur Apóteki og Borgar Apóteki. Fyrmernda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fri-dögum). Síöamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnarfjörður. Garðabær..... ..«1 11 66 .« 4 12 00 .» 1 84 55 .» 5 11 66 .* 5 11 66 Slökkvilið Reykjavik...... Kópavogur...... Seltjamames.... Hafnarfjörður.. Garðabær....... og sjukrabílar ...........W 1 11 00 ...........» 1 11 00 ...........» 1 11 00 ...........« 5 11 00 ...........»511 00 LÆKNAR Læknavakt fýrír Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráölegg- ingar og timapantanir i» 21230. Upplýs- ingar um iækna- og lyfjaþjónustu em gefnar í simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn,» 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan, » 53722. Næturvakt lækna, » 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, » 656066, upplýsingar um vakiiækna, »51100. Akureyri: Dagvakt frá ki 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni,» 23222, hjá slökkviliðinu, » 22222, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I » 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, » 11966. SJÚKRAHÚS Heimsöknartiman Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga ki. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla daga kl..15 til 16, feðratimi kl. 19:30 til 20:30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstig: Alla daga W. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. St Jósefs- spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga M. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga M. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsiö Húsavik: Aila daga M. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,» 622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía ocj homma á mánudags- og fimmhjdagskvóldum M. 21 til 23. Simsvari á öörum tímum. » 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum,» 687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I síma 11012 milli M. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá M. 8 til 17,» 688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstanderidur þeirra i Skógarhlið 8 á fimmtudögum M. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra I» 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: » 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfnæðing á miðvikudögum M. 18 til 19, annars slm- svari. Samtök um kvennaathvarf:» 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu 3: Opið þriðjudaga M. 20 til 22, fimmtu- daga M. 13:30 til 15:30 og M. 20 til 22, » 21500, simsvari. Sjálfshjálpartiópar þeinra sem oröiö hafa fyrir sifjaspellum:» 21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 21260 alla virka daga M. 13 til 17. Sb'gamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferöislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91-626878 allan sólartiringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i » 686230. Rafveita Hafnarfjaröar: Bilanavakf » 652936. GENGIÐ 25. maí 1990 Sala Bandaríkjadollar.............60,15000 Steriingspund................101,83100 Kanadadollar..................50,79200 Dönsk króna....................9,42420 Norsk króna.................. 9,31260 Sænsk króna....................9,88820 Finnskt mark..................15,29950 Franskur franki...............10,65260 Belgiskur franW................1,74210 Svissneskur franki............42,32930 Hollenskt gyilini.............31,87180 Vesturþýskt mark..............35,83880 ftöisklira.....................0,04884 Austumskur sch.................5,09590 Portúgalskur escudo........... 0,40700 Spánskur peseti................0,57500 Japanskt jen...................0,40184 Irsktpund.....................96,16500 KROSSGÁTA Lárétt: 1 brún 4 auð- velt 6 árstið 7 glati 9 góð 12 slæmir 14eldsneyti 15beita 16auðan 19kvabb 20 elska 21 blómi Lóðrétt: 2 spil 3 sæði 4 ósoðni 5 sjó 7 tóJinu 8 sveinn 10 nábúa 11 toppar 13 greinar 17 viflausa 18 fjármuni Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 þras 4 álft 6 kát 7 örva 9 tals 12omnur14ull 15 kÁl 16dugga 19 Iaun20 æðin 21 gassi Lóðrétt: 2 rýr 3 skar 4 áttu 5 föl 7 ötulli 8 voldug 10 arkaði 11 sálina 13 mág 17 una 18 gæs Laugardagur 26. maf 1990 ÞJÓÐVIUINN — S(ÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.