Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Sveitarstjómir og sósíalismi Sveitarstjórnarkosningar í stærri héruðum hér á landi hafa oft að mörgu leyti einnig verið nokkur mælikvarði á viðhorf í stjórnmálum almennt, ekki síður en þingkosningar, þótt öðru sé oft haldið fram og kosningar eins og þær sem fram fara í dag taldar snúast meira um persónufylgi og staðbundin málefni. Ef sveiflur verða í kjörfylgi flokkanna við sveitarstjórnarkosningar getur það einatt haft áhrif á þróun landsmála, - vakið sjálfstraust og áræðni þeirra sem telja sigurinn „sinn“ og stundum verið forboði víðtækari tíðinda. Sósíalistar, félagshyggjufólk, sem í framboði er, lætur því á það reyna nú, engu síður en í þingkosningum, hver af- staða kjósenda til sósíalískra hugmynda er. Af þessum sökum er það mikilvægt, að fylgismenn Alþýðubandalags- ins og þeirra hugsjóna sem það berst fyrir geri sér glögga grein fyrir því vali sem það nú stendur frammi fyrir. Nú er ekki síst horft til stóru þéttbýlisstaðanna. fHafnarfirði, Kópavogi, Neskaupstað og á Akureyri, svo dæmi séu tekin, er afar brýnt að G-listarnir hljóti góða útkomu. Á sama hátt er augljóst, að gott gengi þeirra sameiginlegu framboða sem Alþýðubandalagið á aðild að, hlýtur að varða miklu, enda er þar víða á ferðinni nýsköpun sem margir binda miklar vonir við. Þjóðviljinn hefur lagt mikla áherslu á að framboðin á landsbyggðinni undanfarið og gefið lesendum sínum tæki- færi til að kynnast viðhorfum og væntingum félagshyggju- manna í öllum kaupstöðum og stærri sveitarfélögum lands- ins. Á sama hátt hefur Þjóðviljinn verið opinn fyrir greina- skrifum einstaklinga með mismunandi skoðanir og haft þá lýðræðislegu grundvallarreglu í heiðri að leyfa ólíkum við- horfum að njóta sín. Hér á síðum blaðsins hefur því verið hægt að kynnast m.a. skoðunum fólks sem styður bæði H-lista og G-lista í Reykja- vík. Þjóðviljinn hefur treyst lesendum til þess að meta þann málflutning sjálfir. „Ég er sósíalisti “ sagði Sigurjón Pétursson, efsti maður á G-listanum í Reykjavík aðspurður í sjónvarpsumræðum fyrir nokkrum dögum. Hann benti á að þar eð félagar sínir í Alþýðubandalaginu í Reykjavík hefðu valið hann sem oddvita í borgarstjórnarkosningunum í dag, mætti af því ráða hver stefna þess hóps væri. Ekki leikur heldur vafi á því, að ef fyrir flokksmenn og frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins víða um land væri lögð sama spurning og Sigurjón, yrði svarið jafn hiklaust hjá flestum þeirra. Sósíalisminn er grundvallarhugmynd þeirra. Svo er nú komið, að ýmsum þykir það nokkur dirfska að kynna sig hreinskilnislega sem sósíalista. Ekki er langt síð- an Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sagði að í sínu landi þyrfti að skilgreina hugtakið sósíalismi upp á nýtt. ( hugum manna getur orðið sósíalisti því haft misjafnar áherslur, eftir því í hvaða umhverfi það er notað. Slíkt er eðlilegt, því að í hugum fylgismanna sósíalismans þýðir sósíalisti fyrst og fremst nútímamaður. Sósíalisti er einfaldlega sá sem vill hagnýta gæði jarðar á sem hag- kvæmastan og skynsamlegastan hátt jafnt fyrir alla. Leiði þróunin í Ijós að einhver leið eða aðferð reynist betur en önnur við ákveðnar aðstæður til að ná markmiðunum um lýðræði og jöfnuð, er hún sjálfkrafa orðin tæki heiðarlegra sósíalista. Afl andstæðinga sósíalismans í íslenskri fjölmiðlun hefur hins vegar óspart verið notað til þess að breiða yfir þessa staðreynd. Alþýðubandalagið var stofnað til að sameina íslenska vinstrimenn. Liðsmenn þess hafa fylgst vel með þróuninni innanlands og erlendis og reynt að tileinka sér það bitastæðasta sem hún hefur leitt í Ijós. Sú ólga sem hefur birst innan Alþýðubandalagsins hefur öðrum þræði verið vaxtarverkir hinna nýju tíma. Þeir sem amast við skörpum skoðanaágreiningi á þeim vettvangi eru ekki vel að sér um sögu árangursríkra hugmyndakerfa og samtaka, sem barist hafa fyrir hugsjónum í veröldinni. Ætla má að þeir sem miða við að Alþýðubandalagið muni áfram gegna aðalhlutverki sem vinstri flokkur verkalýðs- sinna og félagshyggjufólks í íslensku þjóðfélagi, á svipaðan hátt og undanfarið, kjósi G-listana í dag, þar sem þeir eru boðnir fram. Fylgi sameiginlegra framboða verður einnig að teljast skilaboð kjósenda um hug þeirra til breytinga í ís- lenskum stjórmálum á einhvern hátt. Ábyrgð kjósenda er því óvenju mikil, og einnig þeirra sem munu sinna því hlutskipti að marka eftir leiðsögn þeirra framtíðarþróunina með sem jákvæðustum hætti fyrir framgang félagshyggjunnar á ís- landi. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Margir viija komast að Á meðan á undirbúningi kosninganna hefur staðið hafa menn úr ýmsum áttum sótt fast að fá viðhorf sín til mála birt hér í blaðinu. Við höfum reynt að sýna þeim skrifum sanngimi, þótt erfitt sé í litlu blaði. Daginn fyrir kjör- dag er svo ógjömingur að taka við meiru. En margir, sem koma á síðustu stundu með greinar sínar, leggja á það þunga áherslu að ver- ið sé að svara ýmsu sem fram hef- ur verið haldið í öðrum greinum og viðtölum hér í blaðinu og Klippt og skorið verður að þessu sinni nýtt til að virða óskir þeirra, þótt í stuttu formi sé. Nafn Guðmundar Vigfússonar Hrafnhildur Guðmundsdóttir andmælir grein eflir Mörð Áma- son þar sem „hann hvetur fólk í nafni foður míns að kjósa H-list- ann... Greinin ber öll það svipmót að H-listinn hefði verið óska- draumur Guðmundar Vigfússon- ar, sem var borgarfulltrúi fyrir sósíalista í tvo áratugi.” Hrafnhildur segir að sér hafi blöskrað að lesa grein Marðar og telji hún ósiðlegt að veitast þannig að minningu látins manns: „Ef einhveijir muna föður minn, Guðmund Vigfússon, ættu þeir hinir sömu að fylkja sér um G- listann í kosningunum. Svona glundroðalisti eins og H-listinn þar sem öllu ægir saman er áreið- anlega ekki í samræmi við hug- sjónir hans og viðhorf. Grein Marðar er móðgun við minningu föður míns Guðmundar Vigfús- sonar.” Spurningar um H-listann Olína Þorvarðardóttir, efst á H-lista, sendir svör við spuming- um Jóhönnu Haraldsdóttur og Dóru Zóphóníasdóttur, sem birtar voru hér í blaðinu, um afstöðu Iistans til ýmissa mála. I svömn- um segir m.a. að H-listinn hafi gert samþykkt um að málefhi leikskóla eigi eingöngu að heyra undir menntamálaráðuneytið. Að listinn vilji flytja Áburðarverk- smiðjuna frá Reykjavík, sé hlið- hollur hverfalýðræði, vilji ekki selja Hitaveitu og Rafmagnsveitu, að allur þorri stuðningsmanna sé vafalaust samþykkur núverandi fóstureyðingarlöggjöf. Launa- stefna fjármálaráðherra - eða þá ASI - sé ekki síður umdeild í röð- um stuðningsmanna H-listans en stuðningsmanna annarra lista. Ólína segir að í spumingum fyrmefndra greinahöfunda gæti ó- þreyju yfir því að ekki séu allir talsmenn H-listans með sömu skoðun í öllum málum. Síðan seg- ir hún: „Það er nú einu sinni svo að í samfýlkingu vinnur saman fólk sem hefúr mismunandi við- horf í ýmsum málum en vill sam- einast um tiltekið mál, í þessu til- felli að veikja stöðu íhaldsins í Reykjavík og helst að fella það. Listi samfylkingar getur því aldrei orðið hugmyndalega eins- leitur... Krafan um einsleitan lista er um leið krafa um áframhald- andi sundrungu íhaldsandstæð- inga”. Mótmæli frá Kvennalista Guðbjörg Emilsdóttir sem skipar annað sæti á Kvennalista í Kópavogi andmælir í sinni grein ummælum, sem fram komu í við- tali við Bimu Bjamadóttur, fram- bjóðanda Alþýðubandalagsins. Guðbjörg telur það einkum ámæl- isvert að Bima „geri Kvennalist- anum upp skoðanir og stefnumál þegar hún segi að atkvæði greidd Kvennalistanum séu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum „því að þessir flokkar hafi mjög svip- aðar áherslur”. Þetta er röng full- yrðing og jafnvel þótt sönn væri kemur hvorki Bimu né neinum öðrum við hvaða flokkar eða fólk býður fram í lýðræðislegum kosn- ingum.” í annan stað finnur Guð- björg að því að vegið sé í fyrr- nefndu viðtali að konu sem fyrir 12 árum var bæjarfulltrúi fyrir Al- þýðubandalagið en er nú í röðum Kvennalistakvenna. í framhaldi af þessu segir Guðbjörg einnig: „Kvennalistinn er grasrótar- hreyfmg þar sem lýðræði og vald- dreifing situr í fyrirrúmi... Þar hefúr engin ein kona svo mikil á- hrif að ákvörðun um framboð standi eða falli með henni hvað þá að eigin hagsmunir komi þar við sögu. Slíkt er með öllu útilokað.” Valkostir og landsmál Stefán Karlsson handritafræð- ingur segir í sinni grein að sér blöskri það að sjá Guðrúnu Helgadóttur halda því fram í grein í Þjv. á uppstigningardag, að fé- lagsfúndur í Alþýðubandalagsfé- lagi Reykjavíkur hafi hafnað því að minnihlutaflokkamir í borgar- stjóm Reykjavíkur byðu saman fram við borgarstjómarkosning- amar. Stefán segir: „Guðrún Helgadóttir var sjálf á þeim fúndi Alþýðubandalagsfé- lagsins sem tók þá ákvörðun að boðinn yrði fram G-Iisti í Reykja- vík og hinn valkosturinn var EKKI sá að allir andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins byðu frarn sameiginlega. Að því hafði Al- þýðubandalagið unnið, en sá kostur var ekki fyrir hendi eftir að Kvennalisti og Framsóknarflokk- ur höfðu hafnað honum.” Stefán leggur einnig út af samhengi borgarstjómarkosning- anna við landsmál og segir m.a. þegar hann hvetur samborga sína til að kjósa G-listann: „Sameining Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, sem verulegt fylgi H-listans væri ávísun á, hefði það í för með sér að upp kæmi stjómmálaflokkur sem væri í ákaflega litlu samræmi við þær hugsjónir sem Alþýðubandalagið hefúr barist fyrir. Fáir Alþýðu- bandalagsmenn munu að vísu að- hyllast þann víðtæka ríkisrekstur sem Sósíalistaflokkurinn fylgdi á sínum tíma, en á hinn bóginn er Alþýðubandalagið ötulasti mál- svari þess að frelsi fjármagns beri ekki sigurorð af frelsi fólks til orðs og æðis og óskomðu ffelsi þjóðar til að ráða málum sínum sjálf. Öðmm flokkum skýrar heldur Alþýðubandalagið ffam á- byrgð manns á manni, ábyrgð samfélagsins á þeim sem minna mega sin... Lítið virðist bera á milli stefhu Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks að því er varðar frelsi fjár- magnsins og ekki gengur heldur hnífúrinn á milli þessara flokka í utanríkismálum, jafnvel þó að stjómmálaþróun og upplýsingar síðustu árin og mánuðina hafi sannað til fullnustu að bandarísk herseta á íslandi hafi aldrei þjón- að vömum landsins.” Þeir aðrir sem orð vildu í belg leggja em svo beðnir forláts á því plássleysi sem hér setur niður púnkt. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrun Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiösia: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310,681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.