Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1990, Blaðsíða 5
„G-listinn eina valið til vinstri“ var höfuðþema á kosninga- og menningarhátíð Alþýðubandalagsins í Reykjavík Meðal hátlðargesta: Árni Björnsson, Sigrún Jóhannesdóttir, Gunnar Guttormsson (Ijósm Kristinn). Laugardagur 26. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 5 'M. G-listinn er ekki bara öruggt val til vinstri, heldur eina valið til vinstri, sagði Guðrún Ágústsdótt- ir á fjölsóttri kosninga- og menn- ingarhátíð Alþýðubandalagsins í Reykjavík í Operunni í fyrra- kvöld. Margt vinstri fólk hefur komið til liðs við G-listann und- anfarna daga, sagði hún einnig, fólk sem var í vafa en velur nú til vinstri og þetta fólk eykur á bjartsýni mína um að hægt sé að bjóða byrginn niðurstöðum ný- legra skoðanakannana. Mótvægið nauðsyniega Málflutningur þeirra sem ávörp fluttu á hátíðinni var mjög á þessa leið: Sækjum í okkur veðrið til að tryggja Guðrúnu Ágústsdóttur kjör til borgar- stjórnar „ekki hennar vegna - okkar vegna“ eins og Sigurjón Pétursson, efsti maður G-listans, sagði við upphaf fundarins. Höfuðáherslur í málflutningi þessari nauðsyn til stuðnings voru þær, að andóf gegn íhaldi þyrfti á sem sterkustu Alþýðu- bandalagi að halda, aðrir væru illa í stakk búnir til þeirra hluta. Um þetta sagði Guðrún Ágústs- dóttir á þessa leið: Reykjavík er góð borg, þrátt fyrir allt, vegna þess að hér býr gott fólk, hugmyndaríkt og dug- legt við einstaka landkosti. Ihald- inu hefur ekki einu sinni tekist að eyðilegja þessa borg. En þar hef- ur líka verið öflug stjórnarand- staða Alþýðubandalagsins í ára- raðir með auga á hverjum fingri og skýra stefnu jöfnuðar og rétt- lætis. Meginpólarnir í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa verið Al- þýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn og það er hætta á jafnvægisleysi í Reykjavík ef íhaldið hefur ekki lengur það Það er líka spurt um það hvers konar ísland við viljum í framtíðinni, sagði Svavar Gestsson í fundarlok. sterka mótvægi sem Alþýðu- bandalagið hefur verið. Grauturinn kekkjótti Sigurjón Pétursson sagði m.a. að ýmsir af fyrri félögum geti hugsað sér að kjósa Nýjan vett- vang vegna þess að einstaklingar sem áður störfuðu með okkur eru þar í framboði. En, sagði hann, „atkvæði greitt Nýjum vettvangi er ekki krafa um neitt, vísar engu veg. Nýr vettvangur er samsuðu- grautur og kekkjóttur að auki og það er engin leið að skammta þann graut nema kekkirnir fylgi með.“ Verkalýðs- flokkurinn Ræðumenn kusu sér misjafnar áherslur og viðfangsefni. Sig- þrúður Gunnarsdóttir fjallaði frá sjónarhóli skólafólks um almenn- ingssamgöngur í bænum og ávirð- ingar þess kerfis. Birna Þórðar- dóttir taldi það helst nýjabrum í kosningabaráttunni, að fulltrúar launafólks beri upp G-listann. Guðrún Kr. Óladóttir, varafor- maður Sóknar, sem skipar þriðja sæti listans, rakti mjög skemmti- lega leið sína inn í prófkjör hjá Alþýðubandalaginu - á þeim for- sendum að eftir allt saman er það eini verkalýðsflokkurinn. Um kosningarnar sjálfar sagði hún m.a.: „Fólk hefur tekið okkur vel. „Við höfum fengið liðsauka sem eykur bjartsýni rnína" - Guðrún Ágústsdóttir i ræðustól. En okkur er spáð hrakförum í þessum kosningum. Ég efast um það. Því er til tryggari skepna en fúll Alþýðubandalagsmaður, skilar hann sér ekki alltaf í kjör- klefann? Allavega gerði ég það alltaf og hef ég oft verið fúl!“ Vandamál stórborgar Að sjálfsögðu voru í ávörpum sem flutt voru tíundaðar margar syndir íhaldsins gagnvart börn- um, unglingum foreldrum öldr- uðum. Inn á þau þemu kom Ást- ráður Haraldsson, fjórði maður á G-listanum, m.a. með svofelld- um hætti: „Reykjavík er enn bara lítil borg, en hún hefur fengið yfir- bragð stórborgarinnar og hún er búin að koma sér upp vandamál- um stórborgarinnar. Á ótrúlega fáum áratugum hefur íhaldinu tekist að koma okkur upp flestum verstu vandamálunum sem ein- kenna stórborgina og þetta hefur þeim tekist að gera þrátt fyrir það, að Reykjavík er lítil borg. Samt er borgin okkar rík. En við höfum Iátið íhaldið kasta pening- unum okkar á glæ. Þeim hefur verið sóað í fordild og ósóma, bruðl og subbuskap." Um framtíðarsýn Síðastur ræðumanna var Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra. Hann lagði áherslu á að um leið og gengið væri til borgar- stjórnarkosninga væri einnig ver- ið að spyrja fólk að því, hvers konar Island það vildi eiga sér í framtíðinni, spyrja um sjálfstæði og fullveldi, um þátttöku al- mennings í ákvörðunum og fleira mikilvægt sem krefðist alvarlegs pólitísks starfs en ekki forpopp- aðs auglýsingaksrums sem gerði sig nú líklegt til að yfirtaka stjórnmálin. Við róum gegn straumi, sagði Svavar, en við gef- umst ekki upp. Svavar gat þess að hátíðin væri stærsti fundur þessarar kosninga- baráttu, haldinn innanhúss. Hús- ið var fullsetið. Stjórnmálin voru fleyguð margbreyttri dagskrá: djasskvartett, flautuleikur Kol- beins Bjarnasonar, einsöngur, eftirhermur og pólitísk gaman- mál þar sem félagar úr Hugleik fluttu eigin texta um stefið: Tvær konur úr Sjálfstæðiskvennafé- laginu Hvöt ráða ráðum sínum. Undirtektir voru góðar, 140 þús- und krónur komu inn í kosninga- sjóð. Að lokum sungu fundar- menn Internationalinn. áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.