Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.07.1990, Blaðsíða 3
Einkarekin dagheimili Borgin nísk á framlag Borgarráð samþykkti aðeins 15 % framlag til stofnkostnaðar einka- rekinna dagheimila. Ríkið greiddi áður 50% eÖ þessari ákvörðun leggur borgin stein í götu þeirra sem ætla sér að koma á stofn einka- reknum dagheimilum, segir með- al annars í bókun Guðrúnar Ág- ústsdóttur sem hún lagði fram í borgarráði í gær, en þá sam- þykkti borgarráð að framlag Reykjavfkurborgar tii stofnkostnaðar einkarekinna da- gvistarheimila skyldi vera 15% kostnaðarins. Eftir að lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga tóku gildi um áramót hafði það m.a. í för með sér að uppbygging dagvistar- stofnana heyrir nú alfarið undir sveitarfélögin. Áður greiddi ríkið 50% stofnkostnaðar við einka- rekin dagvistarheimili. Samþykkt borgarráðs frá því í gær byggir á samþykkt sem gerð var í stjóm dagvistar bama en þar var samþykkt að Reykjavíkur- borg greiddi aðeins stofnkostnað við lóðagerð, en hann er talinn vera um 15% af stofnkostnaði dagvistarheimila. Kristin Á. Ólafsdóttir lagði til í sinni bókun á borgaráðsfundi í gær að borgarráðið hafnaði þess- ari samþykkt stjómar dagvistar bama og samþykkti að greiða 50% af stofnkostnaði eins og rík- ið hefur gert. Tillaga stjómar dagvistar var samþykkt með öllum atkvæðum sjálfstæðis- manna gegn einu atkvæði minni- hlutans. -sg Suður-Afríkusamtökin Höldum barátbmni áfram! Suður-Afrfkusamtökin gegn Apartheid efna nk. fimmtu- dag tU baráttufundar, sem ber vfirskriftina „Höldum baráttunni áfram!!“. Tilgangurinn er að vekja almenning meira til vitund- ar um vandamál svartra íbúa Suður-Afríku, hvað í rauninni er að gerast þar og hvernig íslend- ingar geta stutt baráttuna gegn Apartheid. Að sögn Judy Hall stjórnar- meðlims S.A.G.A. er möguleiki á því að Nelson Mandela formað- ur ANC komi til íslands í haust, og þess vegna er mjög brýnt að vera sem best undirbúin og að sem flestir séu virkir í samtöku- num. í Suður- Afríkusamtökunum eru að sögn Judy, ekki nógu margir virkir fé- lagar. „Það eru mjög margir á skrá hjá okkur, en það vantar fleiri sem eru virkir og taka þátt í starfinu. Sérstaklega núna þegar möguleiki er á að Nelson Mand- ela komi til íslands. Á fundinum ætlum við að tala um hvers vegna það er nauðsynlegt að halda bar- áttunni áfram, hvað og hverjir eru ANC, hvað Nelson Mandela segir og síðast en ekki síst ætlum við að ræða um hvemig íslend- ingar geti stutt baráttuna gegn Apartheid,“ sagði Judy. Sem kunnugt er hafa verið sett lög um innflutningsbann á vörur frá Suður-Afríku. Judy sagði að svo virtist sem ekki væri alveg far- ið eftir þeim lögum. „Ef þú ferð í stórmarkað sérðu t.d. Del Monte ávexti sem era frá Suður-Afríku. Síðast þegar við vöktum máls á þessu, hurfu ávextimir úr hillun- um, en komu strax aftur þegar umræðan var búin. Við viljum að fólk hugsi um þetta. Við höfum talað við aðila hjá ASÍ og fleiri, en almenningur þarf að vera með í umræðunni og vera meðvitaður um ástandið. Það er mjög áhrifa- mikið ef íslendingar mótmæla stefnu stjórnvalda í Suður- Afríku, til dæmis með því að skrifa bréf, eða halda innflutn- ingsbanninu áfram. Hvíta minni- hlutanum þykir það mjög óþægi- legt þegar þeir sjá að það er allur heimurinn sem fylgist með hvað er að gerast. Að jafnvel íslend- ingar vita um þetta hræðilega ástand sem þarna ríkir,“ sagði Judy. Judy Hall stjórnarmeðlimur S.A, haldi baráttunni gegn Apartheid Sem fyrr segir verður fundur- inn haldinn næstkomandi fímmtudag, og verður hann í húsakynnum Iðnnemasambands- ins að Skólavörustíg 19 kl. 20.00. Allir eru velkomnir og verða um- ræður þýddar, bæði af ensku yfir á íslensku og öfugt. G.A.: „Nauðsynlegt að (slendingar áfram. Mynd: Kristinn. Hafskip Páii í stað Jónatans Fjórði ríkissaksókn- arinn ,JÉg hef nú lítið um þessa skipan að segja að svo stöddu annað en það að hún kom mér ekki á óvart, miðað við það sem á undan er gengið. Nei, ég er ekki hjátrúarfullur og skiptir mig engu þó að þetta beri uppá þann þrettánda og það á föstudegi,“ sagði Páll A. Pálsson hæstarét- tarlögmaður. í gær skipaði Óli Þ. Guðbjarts- son dómsmálaráðherra Pál til að gegna störfum ríkissaksóknara í málum er tengjast gjaldþroti Hafskips hf. Jafnframt hefur Jónatan Þórmundsson, prófess- or, að eigin ósk, verið leystur frá störfum sem ríkissaksóknari í ► málinu. Páll A. Pálsson er fjórði ríkssaksóknarinn sem tekur að sér málefni Hafskips en á undan honum hafa unnið að því ríkis- saksóknaramir Þórður Björns- son, Hallvarður Einvarðsson og nú síðast Jónatan Þórmundsson. Páll A. sagði að hann hefði þrjá mánuði til að taka ákvörðun um það hvort dómsniðurstöðu Saka- dóms yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Páll starfaði með Jónatan að mál- inu frá því seinnipartinn í nóvem- ber 1988. -grh Skútustaðahreppur Siðlaus vinnubrögð Meirihlutinn rœður oddvita sinn sem sveitarstjóra þráttfyrir að hann hafi ekki verið einn umsœkjenda um starfið HELGARRUNTURINN GÚRKUTÍÐ í fréttum, en ekki í listum. Þótt komið sé hásumar eru myndlistarmenn þjóðarinnar ekki af baki dottnir. í dag opnar Nýlista- safniö við Vatnsstíg á ný eftir árs lokun. Þrjár sýningar veröa í gangi næstu vikurnar: (forsal og gryfju sýnir Frakkinn Bauduin, á miðhæð- inni verður Níels Hafstein með einkasýningu, og í gamla SÚM- salnum verður safnsýning á verkum Ástu Olafsdóttur, ívars Val- garðssonar, Rúnu Á. Þorkelsdóttur og Þórs Vigfússonar. ( FÍM- salnum opnar enn ein ung myndlistarkona i dag. Að þessu sinni sýnir Inga Þórey Jóhannsdóttir málverk við Garðastræti. Konurnar eru áberandi þessa dagana því að á Kjarvalsstöðum opnar Nína Gauta- dóttir sýningu á táknverkum sínum, og aldursforseti listakvennanna María Ásmundsdóttir sýnir í Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra að Bólstaðarhlíð 43. Kjarvalsstaðir hafa einnig sett upp hina árlegu sumarsýningu á verkum meistara Kjarvals, að þessu sinni undir yfirskriftinni Land og fólk. Einnig má minna á að á sunnudag lýkur sýningu Listasafns Islands á verkum Frakkans Andrés Massons. Eg tel þessi vinnubrögð ófor- svaranleg og siðlaus, sagði Kári Þorgrímsson fulltrúi H- listans í sveitarstjórn Skútustaða- hrepps, en meirihluti sveitar- stjórnar ákvað á fundi að ráða Sigurð Rúnar Ragnarsson, oddvita meirihlutans, sveitar- stjóra, þrátt fyrir að starfið hefði verið auglýst og Sigurður Rúnar hefði ekki verið meðal umsækj- enda. Kári sagði að á fyrsta fundi ný- rrar sveitarstjómar hefði verið samþykkt samhljóða tilllaga frá meirihlutanum um að auglýsa starf sveitarstjóra og hefðu sjö manns sótt um. Fyrir síðasta fund hreppsstjómar, sem haldinn var í byrjun júlí voru fulltrúum minni- hlutans sendar þessar umsóknir og töldu þeir að fjallað yrði um umsóknimar á fundinum. „Umsóknirnar voru hinsvegar aldrei teknar til umfjöllunar heldur kom meirihlutinn með til- lögu um að Sigurður Rúnar, sem ekki var á meðal umsækjenda, yrði ráðinn sveitarstjóri. Sam- kvæmt fundarboði töldum við að það ætti að fjalla um umsækjend- ur og þar sem engin samþykkt sveitarstjómar um að hætt yrði við að ráða eftir umsóknum var fyrir hendi, auk þess sem við höfðum ekki fengið tækifæri til þess að kynna okkur tillöguna um Sigurð Rúnar sem sveitarstjóra, kröfðumst við þess að tillögunni yrði frestað. Meirihlutinn felldi þá tillögu og samþykkti síðan sína tillögu um að ráða oddvita sinn sem sveitarstjóra. Þá gengum við af fundi.“ Kári sagði að fulltrúar minni- hlutans myndu kanna hvaða leiðir þeir hefðu til þess að fá mál- ið tekið upp að nýju á fundi sveitarstjórnar með löglegum hætti. -Sáf Kvikmyndasjóður Norrænt kvikmyndasamstarf KvikmyndastofnanirNorðurlandanna œtla aðfjár- magna sameiginlega fimm kvikmyndir Aætlun um samstarf kvik- myndastofnana Norðurland- anna um kvikmyndasamstarf var gerð nýiega. Ætlunin er að fjár- magna fímm myndir, eina frá hverju landi, og tryggja sýningu myndanna í öllum löndunum. Kvikmyndasjóður íslands hef- ur ákveðið að taka þátt í verkefn- inu, ef fjárveiting fæst til þess, en þetta eina verkefni myndi tæma sjóðinn í ár ef aukafjárveiting sú sem hann hefur sótt um fæst ekki. Heildarkostnaður verkefnsins verður væntanlega um 800 milj- ónir. Danir, Svíar og Norðmenn hafa þegar valið verkefni, en Finnar og íslendingar munu til- nefna sín verkefni síðar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo mörg lönd taka sameiginlega þátt í að fjármagna kvikmyndaverk- efni hvers annars. Gert er ráð fyrir að halda opna samkeppni um þátttöku í verkefninu hér- lendis. gE LANDSBYGGÐARMENN og ferðalangar hafa einnig úr nokkrum sýningum að velja. MENSA kallast nýstofnuð menningarsamtök Sunnlendinga, í tengslum við stofnunina var opnuð sýning á verkum Gunnars Arnar Gunnarssonar í húsakynnum Skálholtsskóla ný- lega. Þeir sem leið eiga um Suðurland geta einnig séð sýningu Óiafs Th. Ólafssonar á Hótel Selfossi. (Reykholti stendur enn yfir stórsýn- ing nítján myndlistarmanna sem tengjast sveitinni á einn eða annan hátt. ísafjörður er kannski ekki í alfaraleið, en slæðist menn vestur á firði eiga þeir þess kost að sjá sýningu Frakkans Bauduin í Slunkaríki. SUM ARTÓNLEIKAR f Skálholtskirkju hefjast í dag og standa næstu fimm helgar. Að þessu sinni verða tónleikarnir með sérstöku hátíð- arsniði því að þetta er fimmtánda árið í röð sem þeir eru haldnir. Hátíðardagskráin í dag og á morgun er tileinkuð miðaldaverkinu Þor- lákstíðum, sem frumflutt var (Skálholtskirkju. Tónleikarnir hefjast með söng Hamrahlíðarkórsins, eftir ávarp og erindi flytja félagar úr ís- ieifsreglu og prestar latnesku andstefin úr aftansöng Þorlákstíða. Seinna um daginn verða frumflutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Mist Þorkelsdóttur o.fl. Á morgun verða tónverk byggð á stefjum úr Þorlákstíðum flutt og messað. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis. HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal er opin frá kl. 10 á sunnu- dagsmorguninn, selunum er gefið skömmu seinna og síðan verða hreindýr og hestar teymd um svæðið. Krakkarnir geta einnig kynnst því hvaðan mjólkin kemur rétt fyrir lokun kl. 18. Árbæjarsafn stendur fyrir fjölskylduhátíð þessa helgi, og ungir sem aldnir fá tækifæri tii að sjá og kynnast starfsháttum og handverki fyrri tíma. DAGSFERÐ út í náttúruna er góður máti til að gleyma striti og streitu um stund. Ferðafélagið býður ferðir á morgun í Þórsmörk, og göngu um Klambragil og Reykjadal. Útivist stendur fyrir þremur ferðum á morgun, í Bása, fjallgöngu í Hrafnabjörg og létta göngu á Núpafjall. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.