Þjóðviljinn - 14.07.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 14.07.1990, Side 7
ERLENDAR FRETTIR Albanía 5000fluftftir til Brindisi Vestur-Þýskaland, Frakkland og Ítalía loka sendiráðum sínum í Tirana Albanir þeir um 5000 talsins, sem í rúma viku hafa hafst við í sendiráðum í Tirana í von um að komast úr landi, komu til Brindisi á Suður-ítalfu í gærmorgun eftir sjóferð um nóttina frá Durres, helstu hafnarborg Albaníu. Flest- ir þeirra höfðu leitað hælis í sendiráðum Vestur-Þýskalands, Frakklands og Ítalíu og hafa nú fengið leyfi til landvistar í löndum þessum. Albanimir fögnuðu ákaflega, þegar þeir gengu á land í Brindisi, hylltu Ítalíu og kváðu við raust söngva þarlendra knattspyrnu- Búlgaría Dimitrov lýmir leghöll Búlgarska sjónvarpið hefur eftir Andrei Lúkanov, forsætis- ráðherra landsins, að lfk Georgi Dimitrov, helsta leiðtoga búlg- arskra kommúnista á fyrstu ára- tugum þeirra, verði tekið úr leg- höll þeirri í miðborg Sofiu, hvítri og úr steini, sem það hefur hvflt í frá því að Dimitrov lést 1949. Verður hann jarðsettur á ný við hlið móður sinnar í aðalkirkju- garði höfuðborgarinnar. í kröfugöngum í Sofíu undan- farið hefur þess verið krafist að lík Dimitrovs verði fært úr leg- höllinni, og skuli sú athöfn skoðast sem tákn þess að flokks- alræði hafi verið aflagt. Á ámnum milli heimsstyrjalda var Dimitrov einn helstu áhrifa- manna í Alþjóðasambandi kommúnista (Komintern). Hann var staddur í Þýskalandi 1933 (árið sem nasistar komu þar til valda) er ríkisþinghúsið í Berlín brann, handtekinn og sakaður um að hafa átt þátt í að kveikja í byggingunni. Eftir fræga vörn fyrir rétti var hann sýknaður. Eftir heimsstyrjöldina síðari, er kommúnistar tóku völd í Búlgar- íu, var hann helstur ráðamaður þar uns hann lést. Reuter/-dþ. unnenda úr heimsmeistarakepp- ninni. í hópnum var nýfætt bam, í þennan heim borið í vestur- þýska sendiráðinu í Tirana. Nokkrir þurftu á læknishjálp að halda og sumir kváðust ekki hafa borðað neitt í þrjá daga, enda vom þrengsli gífurleg í sendiráð- unum og albönsk yfirvöld leyfðu ekki flutning þangað á matvælum og lyfjum utanlands frá handa flóttamönnum. Einn ungur mað- ur var ekki í öðru en stuttbuxum. Góðhjartaðir hafnarverkamenn gáfu honum skyrtu, og er tekið fram í frétt að hún hafi verið blá og hrein. Skipin, sem fluttu flóttafólkið yfir Ádríahaf, lögðu að hafnar- bakka í Durres að nóttu til, að sögn vegna þess að albönsk yfir- völd vildu að flutningamir færu leynt. Að öðmm kosti mætti bú- ast við að fleiri þarlandsmenn reyndu að ryðjast um borð. Ríki þau vestræn, er taka við fólkinu úr sendiráðunum, virðast raunar miðlungi áhugasöm um að fá fleiri innflytjendur þaðan úr landi. Vestur-Þýskaland, Frakk- land og Ítalía hafa lokað sendi- ráðum sínum í Tirana til bráða- birgða, að sögn talsmanna stjóma þessara ríkja vegna hreingeminga eftir dvöl flótta- fólksins þar, en í fyrri frétt var haft eftir vesturþýskum tals- mönnum að lokað yrði til að koma í veg fyrir áframhaldandi streymi Albana í sendiráðin. Meira en helmingur þeirra Al- bana, sem yfirgáfu land sitt í fyrrinótt, hafði leitað hælis í vest- urþýska sendiráðinu og beðist leyfis til landvistar í Vest- ur-Þýskalandi. En ummæli og blaðaskrif þaðan úr landi, þar sem mörgum finnst að meira en Albanir, sem leituðu hælis í sendiráði Tékkóslóvakíu íTirana, nýkomn- ir til Prag - ekki allsstaðar hjartanlega velkomnir. nóg sé af útlendingum fyrir, benda ekki til þess að Albanir þessir séu hjartanlega velkomnir. Reuter/-dþ. Rúmenía 20.000 á kröfufundi Yfir 20.000 manns söfnuðust saman á útifund við stjómar- byggingar í Búkarest i gær og kröfðust þess m.a. að stúdenta- leiðtoginn Marian Munteanu yrði látinn laus og að námumenn, sem stjórnin kallaði til liðs við sig gegn mótmælafólki í s.l. mánuði yrðu leiddir fyrir rétt. Stúdentar höfðu forustu í kröfuaðgerðunum en margir aðrir tóku þátt í þeim. Stúdentar, sem ávörpuðu mannfjöldann, héldu því fram að mikið vantaði á að grundvallar- mannréttindi væru í heiðri höfð í landinu. Munteanu var einn for- ustumanna stúdenta í mótmæla- aðgerðum gegn stjórnvöldum í s.l. mánuði, en við þær kom til heiftarlegra átaka með mótmæ- lafólki og lögreglu. Kvöddu stjómvöld þá sér til hjálpar námumenn, sem tvístruðu mót- mælafólki og gengu fram við það af miklum hrottaskap. Sex manns biðu bana í átökum þessum. Munteanu slasaðist þá alvar- lega, var handtekinn og er í sjúkrahússfangelsi nálægt Búka- rest. Kröfu- og mótmælaaðgerð- imar í gær vora þær fjölmennustu þarlendis frá því að Ceausescu einræðisherra var steypt af stóli í des. s.l. Reuter/-dþ. Lœknavísindi Voni faraóamir með eyðni? Tveir Hollendingar, Rutger Perizonius fomleifafræðingur við háskólann í Utrecht og Jaap Goudsmit, sem stundar rann- sóknir í læknavísindum, hafa nú til rannsóknar smyriinga af Eg- yptum, sem létust fyrir um 5000 árum, á þeim forsendum að ekki sé óhugsandi að þeir hafi þjáðst af eyðni eða svipuðum sjúkdómum. Apar og kettir, sem lagðir voru smurðir I grafir í Egyptalandi fyrir 2500 árum, eru einnig rannsakaðir í þessum tilgangi. Þeir Perizonius og Goudsmit hafa við rannsóknimar hliðsjón af þeirri skoðun nokkurra vís- indamanna, að eyðni sé miklu eldri sjúkdómur en hingað til hef- ur almennt verið álitið. Sumir vís- indamenn telja sjúkdóminn upp- runninn í Afríku. Almennt er út frá því gengið að hann hafi fyrst uppgötvast í byrjun níunda ára- tugar, en að vísu tilkynntu bresk- ir læknar fyrr í mánuðinum að þeir hefðu fundið merki þess að sjómaður nokkur, sem lést 1959, hefði verið með eyðni. Apamir og kettimir era rannsakaðir vegna þess að þeir vora af sömu tegundum og enn era uppi og bera í sér veira líka þeirri sem veldur eyðni. Smyrl- ingamir sem era í rannsókn era á söfnum í Lundúnum og Torino, þ.á m. British Museum. Reuter/-dþ. Pólland einkavæðist Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær með öllum þorra atkvæða að leysa upp miðstýrða efnahagskerfið frá valdatíð kommúnista og vinda bráðan bug að því að einkavæða efnahagslíf- ið. 328 þingmenn greiddu tillögu um þetta atkvæði, tveir vora á móti og 39 sátu hjá. Fyrrverandi þingmenn komm- únista og bandamenn þeirra, sem hafa drjúgan meirihluta í deildinni, tóku höndum saman við þingmenn ríkisstjórnar og Samstöðu í atkvæðagreiðslunni. Er gert ráð fyrir að með sam- þykkt framvarps þessa, sem lagt var fram af stjóminni, fari í hönd gagnger umskipti í efnahagslífi landsins. Hryðjuverk í Monróvíu Barist er enn í úthverfum Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, og er hermönnum Samuels Doe, forseta, farið að veita betur. Charles Taylor, leiðtogi upp- reisnarmanna, sagði fyrir skömmu að borgin myndi öll á þeirra valdi í lok vikunnar. Stjórn Doe sakaði uppreisnarmenn í gær um að hafa gengið hús úr húsi í úthverfum, sem era á valdi þeirra, og drepið karla, konur og böm af þjóðunum Krahn og Mandingó, sem hlynntar era Doe. NÁMSMENN ATHUGIÐ ! Frestur til að skila umsókn um námslán fyrir næsta skólaár er að renna út. Síðasti skiladagur er 1. ágúst n.k

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.