Þjóðviljinn - 14.07.1990, Page 11
í DAG
VIKULOK
Hin hefðbundna Þjóðhátíð verður
haldin nú sem fyrr í Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum. Það er íþróttafélag-
ið Þór sem heldur hátíðina að þessu
sinni, en Knattspyrnufélagið Týr hélt
hana í fyrra. Félögin skiptast því á að
halda þessa merku uppákomu Eyja-
manna. Hátíðin hefst föstudaginn 3. á-
gúst og stendur til sunnudagsins 5. á-
gúst, en það hefur þó viljað gerast að
landkrabbar neiti að fara upp á land
aftur á sunnudeginum, vilja helst vera
sem lengst og fara ekki fyrr en á mánu-
degi.
Þjóðhátíðin hefur verið haldin allt frá
árinu 1874, en þá héldu landsmenn upp á
1000 ára búsetu á landinu. Eyjamenn
komust hins vegar ekki upp á land og
héldu sína eigin Þjóðhátíð. Þannig hefur
það verið með örfáum undantekningum
og það má því segja að hátíðin sé nú hald-
in í 116. sinn. Þótt Þjóðhátíð hafi form-
lega fallið niður i einhver skipti, segja
Eyjamenn að hún falli í raun aldrei niður.
Það sé alltaf eitthvað að gerast þessa
daga.
Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð 1990
er nú kominn á lokastig, og allt að verða
klárt í Dalnum. Verið er að reisa þjóðhá-
tíðarmannvirkin, danspalla, sölubúðir,
brúna frægu og fleira. Einnig heíúr
Brennuliðið verið iðið við að safha i hina
Þióðhátíð í Eyiurn 1990
Straumurinn verður til Eyja
Þjóðhátíð Eyjamanna verður haldin í 116. sinn í ár.
Undirbúningur á lokastigi og allt að verða klárt
miklu brennu sem kveikt er í á föstudagskvöldinu.
Mörgum þykir Brennuliðið vera heldur djarftækt í
söfnuninni, og einstaka trillukarl kann að sakna
báts síns einn morguninn. Eyjamenn eru þekktir
fyrir skemmtileg tilsvör og eitt sinn þegar Brennu-
kóngurinn var spurður fyrir Þjóðhátíð hvað brenn-
an yrði stór, svaraði hann að bragði: „Nú auðvitað
upp í topp.”
Sem fyrr er valinn skemmtikraftur í hveiju
rúmi á hátíðinni. Meðal þeirra sem skemmta lands-
mönnum og Eyjamönnum verða Stjómin ásamt
Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Örvars, Bongó
Karls Örvarssonar, Gömlu brýnin, Stertimenn,
Mömmustrákar, Bubbi Morthens, og Bjartmar
Guðlaugsson. Þá kemur Jóhannes Kristjánsson efl-
irherma, Sveinbjöm Guðmundsson grínisti, sem
betur er þekktur undir nafninu „Léttasti lundinn”,
Hjörtur Benediktsson eftirhcrma verður á svæðinu
og ekki má gleyma Brúðubílnum sem skemmtir
smáfólkinu. Sérstakt leiksvæði verður fyrir bömin
og Tívolí verður starfrækt.
Sprang, „þjóðarsport” Eyjamanna verður sýnt
á hátíðinni og eru pollamir löngu famir að æfa sig.
Þeir em byrjaðir að spranga 5-6 ára gamlir og em
hreint ótrúlega leiknir. Bjargsig verður líka sýnt,
haldin messa, flugeldasýning og varðeldurinn
ómissandi.
Hið árvissa Þjóðhátíðarlag hefur verið valið og
að þessu sinni er það eftir þá Olaf M. Aðalsteins-
son og Guðjón Weige. Lagið heitir „Næturfjör”,
sem er mjög vel við hæfi. Aðgangseyrir er 6000
krónur, sem er sama verð og í fyrra. Það telst ekki
mikið miðað við öll þau skemmtiatriði sem upp á
er boðið. Að sjálfsögðu verða Flugleiðir með loft-
brú til Eyja Þjóðhátíðardagana, en í flugflotann
hafa fleiri flugfélög bæst við. Þá verður Herjólfur í
stöðugum siglingum milli lands og Eyja alla dag-
ana.
Að sögn þeirra sem starfa í Þjóðhátíðamefhd
Þórs, er búist við um 6000 gestum í ár. Mest hefur
komið 12.000 manns árið 1986, en í fýrra heim-
sóttu Eyjar um 6000 manns.
Gífurleg vinna liggur að baki hverri Þjóðhátíð,
og er hún öll unnin í sjállboðavinnu. Félagsmenn
Þórs hafa unnið baki brotnu í langan tíma og því er
það mikilvægt að hún heppnist sem best. Þess
vegna hafa þeir Þórsarar pantað gott veður, og hafa
rætt vel við Þór sem lofar öllu fögm. Enda er hann
ekki þekktur fyrir annað en ljúflyndi og skemmtir
sér yfirleitt goða best á Þjóðhátíðum.
Þeir sem ætla sér til Eyja á Þjóðhátíð ættu að
fara að athuga sinn gang og panta ferðir, því þegar
em famar að streyma inn pantanir og fyrirspumir
til Flugleiða og Heijólfs. Sérstaklega með það í
huga að straumurinn mun að öllum líkindum verða
á Þjóðhátíð í Eyjum. ns.
Hjá hinu opinbera, góðan dag
Það er skelfilegt að vera blaðamaður á sumrin.
Ekki nóg með að það sé yfirþyrmandi gúrka og ná-
kvæmlega ekkert að gerast, heldur ef svo ólíklega
vill til að eitthvað gerist, er enginn við í opinbera
kerfinu til að tala við um málið. Ég hef oft furðað
mig á því hvar allur þessi fjöldi opinberra starfs-
manna heldur sig á hefðbundnum vinnutíma. Auð-
vitað em margir hverjir í sumarfríum núna, en fyrr
má nú vera.
Ef maður þarf að ná i einhvem i kerfinu og
hringir, fær maður ótrúlega oft að heyra þessi svör:
Nei, hann/hún er rétt ókominn í hús. Nei, hanndiún
er rétt nýfarinn í mat. Nei, hann/hún er rétt ókom-
inn úr mat. Nei, hann/hún er nýfarinn á fund. Nei,
hann/hún er rétt ókominn af fundi. Nei, hann/hún
er nýfarinn og kemur ekki meira í dag. Nei,
hann/hún er erlendis. Nei, hann/hún tekur ekki
síma. Nei, hann/hún er með símatima klukkan
þetta og þetta. Og svo náttúrlega, Nei, hann/hún er
í sumarfrí.
Þetta gildir um nær alla opinbera starfsmenn,
og þá em ráðherrar þessa lands ótaldir. Það er
hreint enginn hægðarleikur að ná í þá þessa dag-
ana. Ef maður er svo heppinn að ná í ritara ein-
hvers ráðherra og fær ekki íyrrgreind svör, fær
maður bara einhver önnur. Nei, það em menn inni
hjá honum/henni, ég skal taka skilaboð og koma
þeim til hans/hennar þegar losnar um hann/hana!
Og ef maður skilur eftir skilaboð þarf að skilgreina
erindið og það fer svo eftir því hvemig skapi við-
komandi ráðherra er í, hvort hann nennir eða vill
ræða málið og hefur fyrir því að hafa samband til
baka. Það er ekki algengt, en kemur auðvitað íyrir.
Ef það gerist að hægt er að ná í einhvem í kerf-
inu í húsi, er ekki þar með sagt að upplýsingar fá-
ist um viðkomandi mál. Nei, það er eins og það
sem gerist í þjóðfélaginu sé einkamál og leyndar-
mál stjómvalda og komi hinum almenna þegni alls
ekkert við. Hann hafí bara ekkert með það að gera
að vita um atburði líðandi stundar. Óg þar sem
blaða- og fréttamenn eiga að vera einhvers konar
tengiliðir stjómvalda við almenning, fínnst manni
það nokkuð hart að þurfa að draga upplýsingamola
úr kerfinu með töngum, rétt eins og tannlæknir
berst við skemmdan og fastan jaxl.
Mikil lifandi skelfing held ég að blaða- og
fréttamenn verði fegnir, þegar fmmvarpið um upp-
lýsingaskyldu stjómvakla kemst í gegnum þingið.
Skrýtið að það skuli ekki hafa verið komið löngu
fyrr. Kannski vegna þess að stjómvöld hafa ekki
viljað gefa neinar upplýsingar? Nei, maður má
ekíd vera svona illkvittinn, eða hvað? Þótt þessi
harmasaga blaðamanns sé sönn að einhveiju leyti,
er þetta kannski óþarflega neikvætt. Þetta er
kannski ekki alveg svona slæmt, en það er samt
slæmt. Og svona í lokin er ekki úr vegi að segja
söguna af því hvemig það gengur fyrir sig að ná í
ríkisskattstjórann. Fyrst hringir maður í skiptiborð-
ið og talar þar við símastúlku, sem gefur manni
samband áfram við fulltrúa. Hann gefur samband
við ritara, sem svo ákveður hvort maður náðarsam-
legast fær samband við rikisskattstjórann. Það er
að segja ef hann er ekki í mat, nýfarinn á fúnd...
o.s.frv. Var einhver að tala um að erfitt væri að ná
í Keisarann í Kína?
ns.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Hildarleikurinn færist nær:
Þýzk flugvél sökkvir brezkum
togara fyrir Austljörðum. Allir
menn bjargast nema skipstjór-
inn og komust til Stöðvarfjarð-
ar. Bessastaðir seldir. Er það
Sigurður Jónasson ffam-
kvæmdastjóri sem kaupir jörð-
ina af Björgúlfi Ólafssyni lækni.
Hvenær lækka tómatamir?
14. júlí
laugardagur. 195. dagurárs-
ins. Sólarupprás í Reykjavík kl.
3.37 - sólariag kl. 23.28.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Frakklands
og Iraks. Byltingin í Frakklandi
hefst með árás á Bastilluna
árið1789.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja-
búða vikuna 13. til 19. júli er i Borgar
Apóteki og Reykjavikur Apóteki.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til
9 (til 10 á fn'dögum). Siðamefnda apó-
tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka
daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sarn-
hliða hinu fynnefnda.
LÖGGAN
Reykjavík....
Kópavogur.....
Seitjamames.
Hafnarfjörður.
Garðabær.....
Akureyri.....
.* 1 11 66
"4 12 00
." 1 84 55
." 5 11 66
.« 5 11 66
2 32 22
SlökkvHið og sjúkrabílar
Reykjavik....................." 1 11 00
Kópavogur.................." 1 11 00
Seltjamames................« 1 11 00
Hafnarfjörður.............." 5 11 00
Garðabær......................« 5 11 00
Akureyri......................." 2 22 22
bCKNAR
Læknavakt fyrtr Reykjavik, Seltjamar-
nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð
Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan sól-
arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg-
ingar og tímapantanir í" 21230. Upplýs-
ingar um lækrra- og lyfjaþjónustu eru
gefhar i simsvara 18888. Borgarspítal-
inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir
þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná
ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild-
in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild
Borgarspitalans er opin allan sólarhring-
inn," 696600.
Hafnarfjörður Dagvakt, Heilsugæslan,
" 53722. Næturvakt lækna,« 51100.
Garðabær Heilsugæslan Garðaflöt,
n 656066, upplýsingar um vaktlækna,
"51100.
Akureyrí: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna-
miðstöðinni," 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, " 22445. Nætur- og helgidaga-
vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221
(farsími).
Kefiavik: Dagvakt, upplýsingar í
" 14000.
Vestmannaeyjar Neyðarvakt lækna,
"11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartlmar. Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30,
um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu-
lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla
daga kl. 15 til 16, feöratimi kl. 19:30 til
20:30. Fæðingarheimili Reykjavikur
v/Eiriksgötu: Almennur tlmi kl. 15-16 alla
daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla
daga. Öldrunaríækningadeild Land-
spítalarrs, Hátúni 10B: Alla daga Id. 14 til
20 og eflir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítato: Vtrka daga kl. 16 til 19, um
helgar kl. 14 8119:30. milsuvemdar-
stöðin við Barónsstig: Alta daga Id. 15 til
16og 18:30 tö 19:30. Landakotsspitali:
Alla daga kl. 15 il 16 og 18:30 til 19.
Bamadeild: Heimsóknir annarra en for-
eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs-
spitali Hafnarflrði: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 tjl 19:30. Kleppsspitalinn: Alla
daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra-
hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til
16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til
16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjamargötu 35," 91-622266,
opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og
ráögjafarsima félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum M. 21
til 23. Símsvari á öðrum timum.
" 91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráögjöf f sálfræöilegum
efnum," 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt í síma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opíð virka daga
frákl. 8 til 17, "91-688620.
„Opið hús” fyrír krabbameinssjúklinga
og aðstandendur þeirra i Skógathlfð 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um atnamtsvand-
ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og
aðstandendur þeirra í" 91-22400 og þar
er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni:" 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræð-
ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars
símsvari.
Samtök um kvennaathvarf:" 91-
21205, húsaskjól og aðstoð við konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fýrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3: Opið þriðjudaga H. 20 til 22,
fimmtudaga W. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22," 91-21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir siflaspellum:" 91-21500, símsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
" 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöð fýrir konur og böm
sem oröiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu
3," 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
" 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i
" 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar BilanavakL
" 652936.
GENGIÐ
13. júlí 1990 Sala
Bandaríkjadollar.............58,81000
Stertingspund...............106,04300
Kanadadollar.................50,84500
Dönsk króna...................9,39080
Norsk króna...................9,31130
Sænsk króna...................9,85920
Finnskt mark.................15,28720
Franskur franki..............10,64480
Belgískur franki..............1,73480
Svissneskur ftanki...........42,14860
Hoilenskt gyllini............31,70950
Vesturþýskt mark.............35,74100
Itölsk lira...................0,04879
Austumskur sch.............. 5,07920
Portúgalskur escudo................. 0,40770
Spánskur peseti...............0,58310
Japanskt jen..........:.......0,39778
Irskt pund...................95,87500
KROSSOÁTA
Lárótt: 1 skafrenningur
4 vandræði 6 orka 7 hár
9 órólega 12 bátaskýli
14hrædd 15 hlýju 16
mildar 19 spjót 20
grannur21 muldra
Lóðrétt: 2 stækkaði 3
þvo4púar5hryggð7
fausk 8 dá 10 vatna-
fiskur 11 dvergsheiti13
hræðslu17heiður18
umdæmi
Lausnásíðustu
krossgátu
Lárétt: 1 ofan4skop6
Ósk7þúst9ótta12
taska 14 mey 15 lög 16
reika 19líki20eðja21
smári
Lóðrétt: 2 frú 3 nóta 4
skók5oft7þumall8
styrks 10talaði 11
angrar 13 sói 17 eim 18
ker
Laugardagur 14. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA11