Þjóðviljinn - 14.07.1990, Side 12
—SPURNINGIN—
Finnst þér rigningin
góð?
IMÓÐVIUINN
Laugardagur 14. júlí 1990. 129. tölublað 55. örgangur.
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Gunnar Jónsson
vagnstjóri:
Stundum. Þegar hennar er þörf
þá er hún góð, til dæmis eftir
mikla þurrka eins og núna.
Lilja B. Kjartansdóttir
10 ára:
Já, stundum. Þegar það er búin
að vera mikil sól og gróðurinn er
þurr.
Karlpeningurinn er iðinn við að spá í bolla og blöð á kaffihúsum borgarinnar.
Bœjarlífið
Hugleiðing um kaffi, kaffihus í bœnum, kúnna og kaffibrauð
Kaffihúsin í bænum eru sívinsæl, og þykir mönnum gott að bregða sér
inn úr rigningunni (eða sólinni) í erli dagsins og fá sér kaffilús og
vindling. Myndir: Jim Smart.
Eggert Helgason,
farmaður:
Finnst mér rigningin góð?! Nei,
langt í frá. Ég vil hafa sól.
Arnar Bergþórsson,
nemi:
Að vissu marki. Hún er góð þegar
maður er að vinna eða læra undir
próf.
Mér þykir gott að setjast niður
og fá mér sopa, en ekkert
skólp, takk, sagði karl á einu
kafTihúsanna í bænum við Þjóð-
viijann.
Hugmyndir manna um kaffi-
hús eru oft rómantískar. Margir
tengja þau París, þar sem hittast
andans menn og kúnstnerar og
spjalla um listir og líðandi stund.
A kaffihúsum hafa nýjar heims-
myndir fæðst og byltingar verið
skipulagðar. En fara menn enn á
kaffihús? Til þess að kanna það
fór Þjóðviljinn á stúfana, rölti um
bæinn og stakk nefinu inn í gætt-
ina á nokkrum þeirra.
Til eru margs konar kaffihús,
ný og gömul. Sum eru úti í iðnað-
arhverfunum, og þangað fara
menn til að fá sér bita og kíkja í
blöðin. Önnur kaffihús eru í mið-
bænum, og þangað fer fólk til að
sýna sig og sjá aðra, og auðvitað
til að fá sér kaffilús líka. íslend-
ingar eru miklir kaffisvelgir, og
drekka allra þjóða mest af þess-
um svarta baunadrykk.
Kaffikarlar
Leiðin liggur fyrst niður á höfn
í Grandakaffi, sem áður hét
Hafnarböð. Ásdís skenkir kaff-
inu í bollana þar, og hún segir
sína kúnna aðallega vera vinn-
andi fólk, og þeir sömu fái sér tíu
hjá henni allt að því fjórum sinn-
um á dag. Sjómenn, netagerðar-
menn, trillukarlar og leigubíl-
stjórar eru meðal fastagesta
Grandakaffis, og þykir mönnun
að sögn Ásdísar best á fá sér
kökur með kaffinu. Á Grandak-
affi er heimilislegur andi, og kaff-
idömurnar þekkja kúnnana með
nafni, og spyrja þá hvernig hafi
fiskast þegar þeir renna á ilminn
eftir að þeir koma í land.
Skammt frá er annar staður,
Kaffivagninn, þar var mikil ös og
hamagangur í öskjunni þegar
blaðamaður kom þangað í hádeg-
inu. Þar stóðu menn í biðröð við
pottana, og skammturinn var
ekki skorinn við nögl. í reykmett-
uðu loftinu sátu mest karlar í
bláum vinnusamfestingum, þó
slæddist inn fjölskyldufólk með,
molasopinn var svo sötraður eftir
matinn. Á veggnum við inn-
ganginn var vísa um staðinn, þar
var tæpt á fjölskrúðugum við-
skiptavinum Kaffivagnsins, og
samkvæmt vísunni eru þeir m.a.
bátamenn og bílstjórar, bændur,
smiðir, málarar, trillumenn og
togarakarlar, vitleysingar, vitr-
ingar, vinstrimenn og burgeisar.
Undir vísuna er skrifað J.S.
Prikið nefnist lítt áberandi
staður á horni í Bankastræti,
flestir ganga hjá, en þetta er án
efa eitt fallegasta kaffihúsið í
bænum. Ávalt barborðið er eins
og í „dænerum" í henni Ameríku,
og þar sitja karlar í röðum og
lepja kaffi og borða helst rúnn-
stykki með, segir hún Margrét,
sem hellir í bollana á Prikinu.
Hún segir langflesta viðskiptavini
staðarins vera karlmenn, sem
venji flestir komur sínar þangað
reglulega. Einnig slæðist inn túr-
isti stöku sinnum.
Þá liggur leiðin á Mokka, sem
er með þekktari kaffihúsum í
bænum, og kemst næst því að
vera eins og í útlöndum, eða
þannig. Þar standa þær Kristín og
Anna bak við borðið, og segja að
nokkrir kúnnanna hafi sótt stað-
inn í allt að því þrjátíu ár. Þeir
sem sækja staðinn sjá einatt sömu
andlitin. Dagur Sigurðarson er
einn þeirra sem þar er oft að
finna, Sigfús Daðason, Þorvaldur
í KRON og Stefán frá Möðrudal
eru þar einnig fastagestir, Þor-
steinn frá Hamri var einnig vanur
að sitja þar, og gerir vafalaust
enn. Á Mokka er notaleg
stemmning, og alls konar fólk á
öllum aldri situr í makindum, eða
ræðist við af kappi á meðan það
drekkur heimsborgarkaffið úr
mokkabollunum. Súkkulaðið og
vöfflurnar eru vinsælastar hjá
okkur segja þær stöllur Anna og
Kristín.
Kaffikerling er niðrandi orð
um konur sem spjalla og slúðra
yfir kaffibollunum, en Þjóðvilj-
inn gat ekki betur séð en karlar
væru mun iðnari við kaffidrykkj-
una og spjallið á kaffihúsum
borgarinnar en kerlingarnar, og
mætti því allt eins tala um kaffi-
karla.
Kaffihúsin eru greinilega sívin-
sæl, og voru allir viðmælendur
Þjóðviljans sammála um það að
notalegt væri að stinga sér inn í
hlýjuna og ilminn og taka sér ör-
stutt hlé frá erli dagsins og há-
vaða götunnar og hressa sig með
einum svörtum.
BE
Ása Áskelsdóttir,
húsmóöir:
Nei, mér finnst það nú ekki.
[Við Svíar erum fremstir
allra í félagsmálum. Hjá
okkur er kerfið fullkomnað.
Við berum mesta virðingu
tyrir mannréttindum, dýra
vernd og öllu því sem
þarf að vernda...
...og við erum bara með
kjarnorkuver af illri
nauðsyn. Auðvitað hötumst
við út í þetta kjarnorku
ullabjakk og...