Þjóðviljinn - 15.08.1990, Side 2

Þjóðviljinn - 15.08.1990, Side 2
FRETTIR Aldraðir Framhaldsskólar Skólahald í vetur í óvissu Eggert Lárusson: Félagsmenn kalla á harðar aðgerðir og hætt við truflunum á skólahaldi. Svavar Gestsson: Ekki hœgt að ákveða við- brögð við því sem ekki er vitað hvað verður Ovissa ríkir um framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum landsins í vetur vegna aðgerða fé- laga í Hinu íslenska kennarafé- lagi. Eggert Lárusson formaður HIK segir félagsmenn kalla á harðar aðgerðir vegna bráða- birgðalaganna á Bandalag há- skólamanna, en félagið muni hins vegar aðeins standa að löglegum aðgerðum. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir það Eg er er vinstrimaður og fannst því ómögulegt annað en að hafa Þjóðviljann með mér hingað um verslunarmannahelgina, sagði Lowana Veal frá Cam- bridge-skíri í Englandi, þegar tíð- indamaður Þjóðviljans rakst sér til ánægju á hana á tjaidstæðinu í Hornvík lesandi blaðið með hjálp hræðilega tilhugsun ef truflanir verða á skólahaldi i vetur. Eggert sagði Þjóðviljanum að það væri hætt við því að einhver truflun verði á skólahaldi í haust vegna aðgerða kennara, þó engar endanlegar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvernig ætti að bregðast við bráðabirgðalögum ríkisstjómarinnar. Það væri líka spurning hvort nokkrar form- legar ákvarðanir yrðu teknar af íslensk-enskrar orðabókar. Lowana er líffræðingur og lærði hrafl í íslensku á sínum tíma þegar hún starfaði hér um skeið að sumarlagi, en var þarna á ferð með Útivist um Hornstrandir í stuttri heimsókn núna. Alls var fólk af fimm þjóðernum saman- komið í ferðinni, auk íslands áttu félagsins hálfu. Innan félagsins væri engu að síður kallað á harðar aðgerðir. „Félagið beitir sér aðeins fyrir löglegum aðgerðum“, sagði Egg- ert. Það væru til dæmis ýmis aukastörf sem kennarar gætu neitað að taka að sér. Kennarar gætu sagt upp vinnuaðstöðu sem þeir væm með heima hjá sér og þeim bæri ekki skylda til að leggja til og skólamir þyrftu þá að fulltrúa Sviss, Þýskaland, Sví- þjóð og England. Fararstjóri var Gísli Hjartarson, nú ritstjóri Skutuls en fyrrverandi ritstjóri Vestfirðings, en ljósmyndari og tíðindamaður Þjóðviljans hins vegar Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri Vestfirðings. sjá fyrir þeirri aðstöðu. Málin væru á því stigi nú að menn væm að skoða mögulegar leiðir. Allt frá árinu 1984 hefur verið órói í skólakerfinu, óttast kenn- arar ekki að aðgerðir nú kunni að minnka vinsældir þeirra og sam- úð úti í þjóðfélaginu? „Við höf- um ekki orðið vör við að almenn- ingur eða þetta, sem kallað er úti í þjóðfélaginu, meti störf okkar mikils. Að minnsta kosti hafa menn verið að reyna að slá sér upp hjá almenningi með því að setja á okkur lög hvað eftir ann- að“, sagði Eggert. Svavar Gestsson sagðist í fyrsta lagi ekkert vita um þetta mál ann- að en það sem verið hefði í fjöl- miðlum. Kennarar eða skóla- meistarar hefðu ekki gert honum grein fyrir hugsanlegum breytingum á skólastarfi. „Það er því erfitt fyrir mig að svara því hvernig tekið verður á hlutum sem maður veit ekki hvernig verða. En ég mun að sjálfsögðu tala við kennara og skólameistara ef þeir óska þess“, sagði Svavar. Menntamálaráðherra sagði það hræðilega tilhugsun ef trufl- un verður á skólahaldi í vetur. Það væri búið að vera ófriður af ýmsu tagi í skólunum allt frá 1984, að vetrinum 1989-1990 undanskildum, og allt yrði gert til að verja skólastarfið skakkaföll- um og sviftingum sem fyrst og fremst ættu sér efnahagslegan bakgrunn. Svavar sagðist ekki geta svarað því hvað hægt væri að gera ef skólastarf verður fyrir truflunum, t.d. vegna fundahalda kennara. Hann tryði ekki öðru fyrr en hann tæki á því, að menn reyndu að haga hlutunum þannig að þeir bitnuðu ekki á nemendum. Eggert sagði ekki standa til að ræða við menntamálaráðuneytið í tengslum við hugsanlegar að- gerðir. Menntamálaráðherra væri ráðherra í þeirri sömu ríkis- stjórn og samdi við BHMR og hefði síðan tekið þann samning af með lögum. -hmp Hjúkmnar- heimili í bígerð Borgarráð ákvað í gær að ganga til samstarfs við ýmsa aðila um sjálfseignarstofnun sem ætlað er að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða, en mikill skortur er á hjúkrunarrými í borginni. Rætt er um að Seltjarnarnes- kaupstaður, sjálfseignarstofnun- in Skjól, Samtök blindra og sjón- skertra og Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði eigi að- ild að stofnuninni auk borgarinn- ar. Fleiri aðilum verður þó gefinn kostur á að eiga hlut að máli. Sveitarfélög Viðræðunefnd borgar og Kópavogs Kópavogur og Reykjavíkur- borg hafa ákveðið að setja á stofn viðræðunefnd þessara sveitarfé- laga og er gert ráð fyrir að í henni muni sitja fjórir fulltrúar frá hvoru sveitarfélagi. Nefndinni er ætlað að ræða ýmis sameiginleg mál sveitarfélaganna, svo sem skipulag í Fossvogsdal, frárenns- lismál, landamerki, hitaveitu og fleira. Borgarráð ákvað í gær að skipað skyldi í nefndina af hálfu borgarinnar á borgarráðsfundi að viku liðinni. -gg Borgin Gámar fyrir garðasoip Borgarráð samþykkti í gær til- lögu Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, um að koma fyrir sér- stökum gámum fyrir garðasorp. Gámarnir verða settir þar sem gatnamálastjóri hefur bækistöðv- ar. -gg Lowana Veal les hinn ómissandi Þjóðvilja með aðstoð orðabókarinnar á tjaldstæðinu í Homvík um Verslunarmannahelgina. í baksýn Miðfell, Hornbæirnir gömlu og Kálfatindar. Mynd: KHG. Fjölmiðlar Með Þjóðviljann og orðabókina Helgarferð um Snæfellsnes Gistihúsið Gimli á Hellissandi stendur fyrir helgarferð um utan- vert Snæfellsnes um næstu helgi. Skoðunarferðin hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og verður far- ið í hópferðabíl að undirhlíðum Snæfellsjökuls í Eysteinsdal, skoðaðar fornar minjar um ver- stöð á Gufuskálum, fiskbirgin, frskabrunn og Gufuskálavör. Þá verður farið að söguslóðum, að Björnssteini og Keflavíkurvör á Rifi og Hellissandi. Ströndin frá Rifi að Skarðsvík verður skoðuð og ef tími vinnst til verður gengið á Rauðhól og Vatnsborg. Eftir heimsókn í Sjóminjasafnið á Hellissandi verður snæddur kvöldverður í Sjólist á Helliss- andi. Á sunnudag verður lagt af stað kl. 10 og ekið fyrir Jökul að Arnarstapa. Djúpalónssandur, Hólahólar, Purkhólasvæðið, Lóndrangar og Hellnar eru áhugaverðir staðir á leiðinni. Hádegisverður í Arnarbæ á Arn- arstapa. Komið verður aftur til Hellissands kl. 16.30. Gestir Gistihússins Gimli njóta forgangs að ferðinni og skal tilkynna þátt- töku þangað í síma 93-66825. í Fiskbirgi á Gufuskálum. ferðunum verður staðkunnugur leiðsögumaður. Danskir hrossaeigendur á námskeiði Um þessar mundir eru tæplega 40 danskir ræktendur íslenska hestsins á námskeiði á Hvann- eyri, en námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri í samvinnu við búnaðarskólann á Dalum á Fjóni. Á námskeiðinu er fjallað um ýmsa mikilvæga þætti í íslenskri hrossarækt auk þess sem boðið er upp á reiðkennslu og farið í heimsóknir á hrossaræktarbú. Samstarf á milli skólanna um námskeiða- hald hófst á síðasta ári og komu hingað um 30 danskir sauðfjárá- hugamenn hingað til lands í sept- ember í fyrra til að kynna sér ís- lenska sauðfjárrækt. Námskeið- inu lýkur um næstu helgi. Brunatækni á sjó Norræn nefnd um Brunaprófanir „Nordtest brand“ heldur fund sinn á íslandi á fimmtudag og föstudag. í tengslum við fundinn verður haldinn opinn kynningar- fundur þar sem sérstaklega verð- ur fjallað um brunaprófanir og öryggiskörfur vegna bruna í skipum og mannvirkjum á haf- inu. Fyrirlesarar verða Guðni A. Jóhannesson, prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi, Ejnar Danö yfirmaður Bruna- tæknideildar Dantest, Ulf Wick- ström prófessor og yfirmaður Brunatæknideildar Statens Provningsanstalt í Borás og Pentti Loikkanen prófessor og yfirmaður Brunatæknideildar VTT í Finnlandi. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Fund- urinn verður haldinn í ráðstefnu- sal Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins að Keldnaholti og hefst fimmtudaginn 16. ágúst kl. 15. Reiknað er með að fund- urinn standi til kl. 18. Umhverfismerkingar á íslandi Norrænn samstarfshópur um já- kvæðar umhverfismerkingar á framleiðsluvörum sem var stofn- settur af Norrænu ráðherra- nefndinni sl. haust, til að koma á samræmdum umhverfismerking- um á framleiðsluvörur, mun funda í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Tilgangur fundarins er að auka samstarf við fsland um samnorrænar umhverfismerking- ar. Norræna stjórnmála- fræöisambandiö þingar í dag hefst í Háskóla íslands 9. þing Norræna stjórnmálafræði- sambandsins, en Félagsvísinda- deild Háskólans hefur veg og vanda af skipulagningu þingsins. Um 200 stjórnmálafræðingar hvaðanæva af Norðurlöndunum sitjaráðstefnuna. Ráðstefnugest- ir munu vinna í litlum vinnuhóp- um, þar sem afmörkuð málefni verða rædd frá sjónarhóli stjórnmálafræðinnar. Má þar nefna umræðuhópa um þróunina í A-Evrópu, umhverfisstjórnmál, skipulag stjómmálaflokka, jafnrétti kynjanna á næsta ára- tug, opinbera stjórnsýslu og stefnumótun, og Norðurlöndin og samrunaþróunina í Evrópu. Þá verður einnig haldin sameigin- leg námsstefna um íslensk stjórnmál fimmtudaginn 16. ág- úst, sem prófessor Svanur Krist- jánsson stjórnar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 15. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.