Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. september 1990 —169. tölublað 55. árgangur
\
Rauð strík
Verðlag stendur í stað
Framfœrsluvísitalan hœkkaði ekkert frá ágústmánuði. Verðlag 0,3% framyfir rautt strik. Verðbólgan 3,9%. Ásmund-
ur Stefánsson: Sannar gildiþjóðarsáttarinnar. Ögmundur Jónasson: Þjóðarsáttin er krafa um þjóðfélagsbreytingar
amkvæmt útreikningum
kauplagsnefndar er fram-
færsluvísitala septembermán-
aðar 146,8 stig. í svo kölluðum
„þjóðarsáttarsamningum“ var
rautt strik í september sett við
146,4 stig og hefur vísitalan því
farið 0,3% fram yfir það. Þetta
er minni hækkun en reiknað
hafði verið með og hefur fram-
færsluvísitalan ekkert hækkað
frá fyrra mánuði. Undanfarna
þrjá mánuði hefur framfærslu-
vísitalan hækkað um 1% sem
jafngildir 3,9% verðbólgu á árs
grundvelli.
Ásmundur Stefánsson forseti
Alþýðusambandsins sagði ASI
hafa lagt trúnað á þær spár sem
uppi hefðu verið að undanfomu,
um að verðlag færi 0,5 - 0,7%
fram yfir rauða strikið 1. septem-
ber. Það væri því mjög ánægjuleg
frétt að spá aðila vinnumarkaðar-
ins frá því í febrúar skuli nú
standast. Það sem gerst hefði að
undanförnu hefði treyst þjóðar-
sáttina. Ásmundur sagðist því
bjartsýnn á að þjóðarsáttinn gengi
upp út samningstímann.
„Það vom mjög fáir sem
lögðu trúnað á að við yrðum inn-
an marka í maí og kannski enn
færri sem trúðu því að það tækist
í september,“ sagði Ásmundur.
Verðlag hefði verið aðeins undir
rauðu striki í maí og við mörkin
nú í september, þannig að línan
hefði gengið eftir.
Forseti ASÍ sagði það síðan
spumingu hvers vegna þetta hefði
gengið eftir. Hann teldi að rauða
strikið hefði sannað gildi sitt.
Megintilgangur striksins væri að
veita aðhald, bæði stjómvöldum
og atvinnurekendum. Verkalýðs-
\félögin og atvinnurekendur hefðu
rekið stífan áróður gegn verð-
hækkunum og árangurinn væri
augljós.
Launanefnd ASI og vinnu-
veitenda kemur saman, þó hækk-
unin nú sé ekki nema 0,3%. Ef
þessi hækkun er færð yfir á lægsta
launataxta ASÍ, sagði Ásmundur
launahækkunina eiga að verða
rúmlega 100 krónur á mánuði.
Það kemur ekki annað til greina
af hálfú ASÍ en að greiddar verði
bætur vegna hækkunar vísitöl-
unnar, að sögn Ásmundar. Það
væri hins vegar spuming hvemig
þær bætur skiluðu sér best.
Ögmundur Jónasson formað-
ur Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, sagði flesta hafa trúað því
að verðlag færi 0,7% ffam yfir
rautt strik í september. „Ég held
því að að þessi niðurstaða hafi
komið flestum á óvart,“ sagði Ög-
mundur. Hann sagði launanefnd
BSRB ekki hafa verið kallaða
saman, en hann reiknaði með að
það yrði gert í lok þessarar viku
eða þyijun næstu.
„Okkar afstaða er sú að þær
hækkanir sem fara fram yfir
rauðu strikin verði bættar með
kauphækkunum,“ sagði Ögmund-
ur. Þjóðarsáttin snérist ekki um
það eitt að ná niður verðbólgu, þó
sá árangur væri af henni að nú
væri talað um prósentubrot í
verðbólgu og engar verðbreyting-
ar á milli mánaða. Ögmundur
sagði þjóðarsáttina, í sínum huga,
vera kröfu um breytingar. „Þjóð-
arsáttin snýst um að skapa for-
sendur til þjóðfélagsbreytinga.
Aflamiðlun ákvað á fundi sín-
um í gær að úthluta ekki út-
flutningsleyfum til þeirra fjög-
urra aðila, sem flutt hafa út fisk
umfram heimildir að staðaldri.
Þeir aðilar sem hér um ræðir
eru Skipaþjónusta Suðurlands,
Þannig að ég mun meta þjóðar-
sáttina af þeim breytingum sem
okkur tekst að knýja fram á
grundvelli hennar,“ sagði Ög-
mundur Jónasson.
Niðurfelling virðisaukaskatts
á bókum á íslensku, samkvæmt
nýsettum bráðabirgðalögum,
lækkaði vísitöluna um 0,2%.
Gámavinir, Skipaafgreiðsla
Vestmannaeyja og Kleifar-Sæ-
hamrar.
I fréttatilkynningu frá Afla-
miðlun segir að stjóm Aflamiðl-
unar hafi ákveðið að úthluta ekki
til þessara aðila fyrr en ljóst er
Lækkun matvöruverðs upp á
0,7% lækkaði vísitöluna síðan um
0,1%, samkvæmt tilkynningu frá
Hagstofú íslands. Verðhækkun
ýmissar vöm og þjónustu hækk-
aði vísitöluna á móti um 0,3%.
Auður Svavarsdóttir við-
skiptafræðingur hjá Hagstofúnni
segir lækkun ýmissar matvöm
hafa komið á óvart. Ein ástæðan
hvemig stjómvöld muni fram-
fylgja eftirliti með því að úthlut-
anir Aflamiðlunar séu virtar.
Auk þess að úthluta ekki til
þessara fjögurra aðila var ákveðið
að skerða útflutningsheimildir
fimm annarra útflytjenda, en þeir
væri mikil verðlækkun á kartöfl-
um, vegna stóraukins framboðs.
Þá hefði grænmeti einnig lækkað
mjög mikið í verði á viðmiðunar-
tímanum. Þetta tvennt ásamt af-
námi virðisaukaskatts af bókum
hefði mest að segja um litlar
breytingar á ffamfærsluvísitöl-
hafa í sumum tilvikum flutt út
umfram heimildir Aflamiðlunar.
Þá vill stjóm Aflamiðlunar
taka ffam að úthlutanir hennar em
aðgreindar eftir tegundum og að
óheimilt er að flytja leyfi ffá einni
tegund til annarrar. Sáf
unm.
-hmp
Skákin
Bjóst ekki við sigri
Héðinn Steingrfmsson Islandsmeistari I skák 1990: Ég ætlaði bara að ná mér í reynslu með þvf
að fara á Islandsmótið. Mynd Kristinn.
Héðinn Steingrímsson yngsti Is-
landsmeistari í skák tilþessa
slandsmótinu í skák lauk á Höfn í Hornafirði um
helgina og var hinn 15 ára gamli Héðinn Stein-
grímsson efstur með 9 vinninga af 11 mögulegum. í
öðru sæti var Björgvin Jónsson með 7 1/2 vinning.
Þeir félagar náðu sér báðir í áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli, Héðinn í þann fyrsta en Björgvin í
lokaáfanga. Þeir hafa nú verið valdir í ólympíuliðið
í skák.
Ólympíumótið hefst í Novi Sad í Júgóslavíu í nóv-
ember og stendur yfir ffam í desember. Eimskip hafa
tilkynnt styrkveitingu til liðsins og mun fyrirtækið
leggja fram 1,5 miljónir kr. til að kosta ferðir liðsins.
Héðinn Steingrímsson er yngsti íslandsmeistari í
skák til þessa en Jón L. Ámason var 16 ára gamall þeg-
ar hann vann titilinn árið 1977. Héðinn er sjálflærður
og kynntist fyrst skákinni í Isaksskóla, þá 8 ára gamall.
Hann vákti fýrst athygli 12 ára gamall þegar hann
hlaut titilinn heimsmeistari ungmenna 10-12 ára í skák.
Hann er nú að hefja nám við
Menntaskólann við Hamrahlíð, ári á undan jafn-
öldrum sínum.
,Jig ætla að gefa skákinni eins mikinn tíma og ég
get en ætla samt að reyna að klára námið á fjóram ár-
um,“ sagði hann í samtali við blaðið.
„Þetta verður kannski erfitt í byijun því ólympíu-
mótið er í nóvember og það verður hörkulífsreynsla,
t.d. vikuæfingabúðir áður en við forum út. Við Björg-
vin erum varamenn í liðinu, tökum þátt í að stúdera
biðskákir og síðan teflum við eitthvað, en það verður
að sjálfsögðu ffekar lítið því við erum þarna með okk-
ur eldri og reyndari mönnum.“
Héðinn tapaði á íslandsmótinu á móti Jóni L. Hann
sagði þá skák hafa verið erfiðasta en allir andstæðing-
arnir hefðu verið mjög góðir skákmenn. „Ég var bara
að ná mér í reynslu með því að fara á þetta mót og hafði
engu að tapa. Ég bjóst alls ekki við því að vinna,“ sagði
hann.
í 3. sæti á íslandsmótinu var Þröstur Árnason með
7 vinninga, í 4.-5. sæti voru þeir Jón L. Ámason og
Hannes Hlífar Stefánsson, í því 6. var Margeir Péturs-
son með 6 vinninga og í 7. sæti var Þröstur Þórhallsson
með 5 1/2 vinning.
-vd.
Aflamiðlun
Gámasmyglurunum refsað
Fá ekki að flytja út fyrr en stjórnvöldframjylgja eftirliti