Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 11
Magnús H. Gíslason skrifar A FÖRNUM VEGI 9 Því verður víst ekki á móti mælt, að enginn kann tveimur herrum að þjóna. Þessi sanndindi hafa mér raunar lengið verið ljós og á þeim fékk ég enn staðfestingu nú fyrir nokkrum dögum. Ég var nefnilega beðinn þess að mæta fyrir hönd „blaðsins okkar“ á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, sem haldinn skyldi á Reykjum í Hrútafirði dagana 29.-31. ágúst s.l. Sennilega hefur þessi beiðni byggst á því, að allmörg undanfarin ár hef ég mætt á þessum fundum og haft af því bæði gaman og gagn. Það var því ekkert eðlilegra en að ég tæki þessari málaleitan með „jákvæðu hugarfari" svo notað sé alþekkt orðalag. Ég hringdi því í Gylfa Orrason hjá Stéttarsambandinu og tjáði honum að hann mætti gera ráð fyrir mér í þeim fríða hópi fréttamanna, sem þarna yrði efalaust mættur, en hann yrði að sjá mér fyrir fari fram og til baka. „Komdu vestur að Hótel sögu kl. 8 á miðvikudagsmorguninn,“ sagði Gylfi, „þar verður bfll til staðar“. En annar er sá aðalfundur, sem ég hef oftast mætt á undanfarin ár. Það er aðalfundur Skóg- ræktarfélags íslands. Að þessu sinni skyldi hann haldinn austur á Flúðum og - að því er mér var sagt - byrja á föstudaginn. Þarna var því fyrirsjáanlegur harka- legur árekstur, þótt stundum áður hafi hurð skollið nærri hæl- um. Þannig varð ég einu sinni að fara beint úr bfl, sem ég kom með af Stéttarsambandsfundi og í annan, sem flutti mig á Skóg- ræktarfundinn. Þá var ég næst kominn því að lenda í árekstri. Það er slæmt ef þessir fundir þurfa að rekast á. Mér finnst að hlutaðeigendur mættu taka það til athugunar eftirleiðis, þótt ekki væri nema mín vegna. Sáfi fréttastjóri fann í ein- hverju skúmasicoti þarna í Síðu- múlanum eitthvað, sem átti að heita ritvél, og lánaði mér í ferð- ina. Það var heljarbákn og hafði sjáanlega þolað bæði súrt og sætt, þó meira af súru. Henni tróðum við berstrípaðri ofan í feikna- mikinn, svartan plastpoka, sem að hæðinni til slagaði hátt upp í meðal mann. Með þetta mikil- fenglega verkfæri arkaði ég svo á tilsettum tíma vestur að Hótel Sögu. Mér hafa alltaf fundist aðal- fundir Stéttarsambandsins merk- ar og eftirtektarverðar sam- komur. Og þessir hartnær 70 menn, sem fundinn sitja, hafa sannarlega nóg að sýsla, meðan hann stendur yfir. Störfin byrja ætíð árla dags og standa langt fram á nætur. Bót í máli að þessir menn eru því ekki með öllu óvan- ir að leggja nótt við dag, þegar svo ber undir. „Hver er alltof uppgefinn, eina nótt að kveða og vaka?“, sagði Klettafjalla- skáldið. Það er kannski ekki mikið kveðið, til þess gefst ekki tími fyrr en þá að fundi loknum, - þá er gjarna sungið ótæpilega - en það er mikið vakað. Að þessu sinni lá fyrir fund- inum örlagaríkara og vanda- samara mál en jafnvel nokkru sinni áður í 45 ára sögu sam- takanna, þar sem var hinn nýi bú- vörusamningur, sem veldur kröt- unum okkar svo áköfum innan- tökum. En þótt ekki væru allir á einu máli um þau drög, sem lögð hafa verið að honum, né heldur um sum mál önnur, þá fór þó svo, að þvínær allar ályktanir voru samþykktar án mótatkvæða. Hefur og e.t.v. aldrei riðið meira á því fyrir bændur en nú, að ekki komi sprungur í samtökin. Mjög vel var búið að frétta- mönnum á þessum fundi, eins og raunar jafnan áður. .Að þessu sinni voru þeir óvenju margir mættir til leiks. Hafa kannski bú- ist við óvenju heitum fundi og því möguleiki á „hvellfréttum". Ýmsir fulltrúanna hafa talið sig hafa sannreynt hið fomkveðna að ekki sé „gott að maðurinn sé einn“, og hafa því gjarnan konur sínar með í för. Ér þá venja heimamanna að bjóða þeim í skemmtiferð annan fundardag- inn, meðan nefndir eru að störf- um. Að þessu sinni var farið norður á Strandir og vestur í Dali. - Rétt er að geta þess, að eldsnemma að morgni annars fundardagsins, var komið saman ÉByggðasafninu. Þar flutti séra Ágúst á Prestsbakka ágæta hug- vekju, eins og ævinlega, en fundarmenn sungu sálma, eins og þeir höfðu orkuna til. Landbúnaðarráðherra hafði ætlað að sitja fundinn en varð að hverfa til Reykjavíkur vegna ein- hverrar Arnarflugsflækju. Hann kom þó til baka í fundarlok og dreypti þá á mannskapinn „guða- veigum". Síðan var sest að rausnarlegu veisluborði heima- manna en er upp var staðið hófst hin ágætasta kvöldvaka. Vissi ég raunar áður að Húnvetningar kunna vel að skemmtá gestum, en þeir, sem þarna voru og hafa ekki kynnst því fyrr, vita það áreiðanlega hér eftir. -mhg E.S. Það kom svo náttúrlega á daginn, að þetta verkfæri frá Sáfa mátti heita með öllu ónothæft. Ekki ónýtur fjandi að vera að burðast með slíkt skrapatól norður á land. Sami LESENDABREF „Heilaspuni" Starra í Garöi Sauðfjárbœnda-sauðaháttur I hóti, sem Landssamtök sauð- fjárbænda hélt að afloknum fundi sínum að Hrafnagili í Eyjaflrði fyrir nokkru, flutti Starri bóndi í Garði cftirfarandi þulu. Þulunni gaukaði formaður samtakanna, Jóhannes á Höfðabrekku, að undirrituðum, á nýafstöðnum aðalfundi Stéttarfélags bænda. Komin í hendur undirritaðs bar þulan yfirskriftina: „Hcilaspuni Starra í Garði, - Sauðfjár- bænda-sauðaháttur“. Býst ég við að Starrf hafi sjálfur valið „af- kvæmi“ sinu nafnið, enda skilst mér að það sé ótvíræður réttur foreldris. Mér er sagt að þessi þula Starra hafi verið flutt í Ríkisútvarpið. Er útaf fyrir sig þakkarvert að sú ágæta stofnun skyldi sjá sóma sinn í því. Það er á hinn bóginn alkunna, að þótt eitthvað sé lesið einu sinni upp - og gildir jafnvel einu hversu merkur boð- skapurinn er, - hann fer bara inn um annað eyrað og út um hitt. Þar með búið. Undirritaður telur hinsvegar að þetta ágæta hugverk úr Mývatnssveitinni beri að varð- veita og sér ekki til þess annað ráð árangursríkara en að birta það hér í Þjóðviljanum, - en raunar í heimildarleysi. - Hefst svo „Heilaspuni": -mhg Landið er að fjúka langt út á haf, langt norður í Ballarhaf. Móðurmoldin frjóa mun þar fara í kaf. Svona er nú sauðkindin, sem að bítur gróðurinn, sundur leysist svörðurinn, síðan kemur vindurinn, en eiginlega orsökin er þó bændalýðurinn. Það er aumi andskotinn upp á þetta að líta. Brátt mun horfin blessuð eyjan hvíta. Ég hef þetta eftir Herdísi og heyríst það á Jónasi. Það er daglega í DVaffi dálítið um þetta, einnig sagt í útvarpi inn á milli frétta. Ykkur að segja, ég hef þó aðra trú en þessa og þverneita að þetta sé hið rétta. Svipar mér til sauðanna með sögufrægu þrjóskuna. Sá eiginleiki er hefur hún hleypur í mig stundum og fer að standa framan í fjölmiðlahundum. Því ennþá vekur þó vorið bjarta viðkvæman streng í búmannshjarta, því til þess er blessað grasið græna að gera dilkana væna, annars sprytti það út í bláinn. Mér blöskrar að sjá þegar blessuð stráin breytast í úlfgráan sinuþófa. Að horfa á afréttinn auðan á ellina minnir og dauðann, svartan og gráan und sinuteppi. Og allt skal troðið á grundum og gjótum af tíu miljón túristafótum. Því ekki er íslenska gestrisnin góða eintómt grín, elskan mín. Kannski dálítið dollaragrín. Nei, þjóðin skal lifa á landsins gæðum en ekki skrimta á útlendu hrati að Efnahagsbandalags grautarfati. Aldrei að víkja, engu kvíðum, á endanum slotar galdrahríðum. Úlfarnir sofna í sauðargærum, sem að bitu af gömlum vana og bráðum fær sauðkindin uppreisn æru en aðrir hljóta að missa hana. Og ennþá má líta hátt í hlíðum hjarðir á beit, með lagði síðum. Við förum í göngur á fáki þýðum og ríðum og ríðum uns rökkvar í hlíðum. I DAG Þjóðviuinn 11. september FYRIR 50 ÁRUM Hvar eru 40 þúsundimar? Þær eru ekki í stjómarráðinu, upp- lýsti fjámnálaráðherra. Leitin að 40 þúsundunum hans Vil- hjálms Þórs heldur áfram af fullum krafti. „Tíminn" upplýsti í gær að Haraldur Ámason viti ekkert um málið, hann sé bara „undirtylla“ og „dúkakaupmað- ur“ og beri því ekkert skyn- bragð á reikningsfærslu á æðri stöðum. þriðjudagur. 254. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.38 - sólarlag kl. 20.09. Viðburðir Allende myrtur í Chile og her- inn hrifsar völdin árið 1973. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 7. til 13. september er í Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fndögum). Síðamefnda apó- tekið er opiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum Id. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavik......® 1 11 66 »4 12 00 Seltjamames « 1 84 55 tr 5 11 66 Garðabær. « 5 11 66 Akureyri.......................« 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík Kópavogur. Seltjamames « 1 11 00 « 1 11 00 « 1 11 00 « 5 11 00 Garðabær. «511 00 Akuneyri «22222 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavík, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga ffá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sói- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- irrgar og tímapantanir f tr 21230. Uppíýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i sfmsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn,« 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, rr 53722. Næturvakt lækna, rr 51100. Garðabæn Heilsugæslan Garðaflöt, rr 656066, upplýsingar um vaktlækna, rr 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, rr 22311, hjá Akureyrar Apóteki, rr 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis ffá W 17 til 8 985-23221 (farsími). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar f rr 14000. Vestmannaeyjan Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartfman Landspftalinn: Alla dagakl. 15 til 16 og 19 tíl 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspftalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavikur v/Eirfksgötu: Almennurtimi W. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatfmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: AJIa daga Id. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin viö Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir anriarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfiröi: AJIa daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga W. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga Id. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamangötu 35, « 91-622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsirrga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tfrnum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf f sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðlaðstoð Orators, félags laganema, erveitt í síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeina í Skógarhlfð 8 á fimmtudögum Id. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra f« 91-22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunarffæð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum, Vestur- götu 3: Op'ið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,« 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum:« 91-21500, sfmsvari. Vinnuhópur um siQaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga Id. 13 til 17. StígamóL miðstöð fýrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3,« 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt f « 686230. Rafveita Hafnarijarðar Bilanavakt « 652936. GENGIÐ 10. september 1990 Sala Bandarikjadollar.............56,96000 Steriingspund................106,31600 Kanadadollar.................48,92000 Dönsk króna....................9,47750 Norsk króna....................9,35460 Sænsk króna....................9,84530 Finnskt mark..................15,35100 Franskur franki................10,78990 Belgiskurfranki.................1,75880 Svissneskur ffanki............43,41460 Hollenskt gyllini.............32,10280 Vesturþýskt mark...............36,11350 ítölskllra......................0,04854 Austumskur sch.................5,13410 Portúgalskur escudo........... 0,40740 Spánskur peseti................0,57710 Japanskt jen...................0,40942 Irskt pund....................97,04600 KROSSGÁTA Lárétt: 1 áfengi 4 ryk 8 Ásynja7 grind 9 íburð- ur 12 þvo 14 svelgur 15 spil 16 trúarrit 19 stækkuðum 20 dreitill 21 staurs Lóðrétt: 2 vafi 3 megna 4 hross 5 hugg- un 7 óstöðug 8 lélegur lOkarlmannsnafn 11 sléttir 13 reiöhjól 17 tóna18söngrödd Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 kálf4bugt6 öfl 7 dufl 9 óvær 12 rammi 14 púa 15 tóm 16mánar19laut20 siga21 rakir Lóðrétt: 2 áðu 3 föla 4 blóm5glæ7depill8 framur10vltrlr11 rimlar13mön17áta 18asi Þríðjudagur 11. september 1990 ÞJÓDVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.