Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Toppfundurinn í Helsinki
Samstaðaí meginatriðum
Niðurstöður fundarins draga úr líkum á stríði á Persaflóasvœðinu í bráðina en umdeilt er hvortþœr
, . hraðilausn deilunnar. Bandaríkin lofa Sovétríkjunum aðstoð
íraskir skriðdrekar í Kúvæt - heldur dregur úr stríðshættu í svipinn.
Fundur Jieirra Bush og Gorbat-
sjovs 1 Helsinki á sunnudag
var fyrsti toppfundur risavelda
kalda stríðsins sem fjallaði að
mestu um svæðisbundið deilum-
ál. Á þeim fundi lögðu leiðtogarn-
ir enn frekari áherslu á þá sam-
stöðu ríkja sinna, sem tókst svo
að segja jafnskjótt og írakar her-
tóku Kúvæt. Þar sem Persaflóa-
deilan er fyrsta alvarlega svæðis-
bundna deilumálið, sem komið
hefur á daginn frá því að þeir
Bush og Gorbatsjov bundu nán-
ast formlega endi á kalda stríðið á
ráðstefnu sinni við Möltu, bendir
útkoma Helsinkifundarins til þess
að fyrir hendi hjá Bandaríkjun-
um og Sovétríkjunum sé eindreg-
inn vilji til samstöðu um lausn
slíkra deilumála eftirleiðis.
í kalda stríðinu var það megin-
áhugamál Bandaríkjanna að úti-
loka Sovétríkin frá öllum áhrifum
um málefni Austurlanda nær.
Þegar Bush bað Gorbatsjov að
hitta sig í Helsinki var hann um
leið að lýsa því yfir að sú stefna
væri úr sögunni. Með því að leita
aðstoðar Sovétríkjanna við að
leysa þetta mál á þann hátt sem
Bandaríkin vilja viðurkennir
Bandaríkjastjórn að einnig So-
vétríkin hafi hagsmuna að gæta
viðvíkjandi Austurlöndum nær
og Vestur-Asíu.
Á Helsinkifundi kom fram full
samstaða stórvelda þessara
tveggja um að írak skyldi kalla
her sinn frá Kúvæt, að útlæg
stjórn þess tæki aftur við völdum
og að öllum gíslum skuli sleppt.
Hinsvegar er eftir fundinn ljóst'
það sem raunar var áður vitað að
ágreiningur er á milli Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna um hvort
vopnum skuli beitt til að knýja
íraka til að ganga að þessum
kröfum. Bandaríkjastjórn, sem
þegar hefur dregið saman á Pers-
aflóasvæðinu um 130.000 manna
her útilokar ekki hernaðarárás,
en Gorbatsjov segir beina hern-
aðaríhlutun geta haft í för með
sér „ófyrirsjáanlegar afleiðing-
ar“. Gorbatsjov lét í ljós þá
skoðun að viðskiptabann Sam-
einuðu þjóðanna ætti að duga til
að knýja Irak til að láta undan.
Bæði stórveldin eru sammála um
að því skuli rækilega framfylgt.
Fréttaskýrendur á Vestur-
löndum, í arabalöndum og víðar
hallast yfirleitt að því að þetta
hafi dregið úr líkunum á því að
stríð á Persaflóasvæðinu brjótist
út mjög bráðlega, en þó fremur
slegið stríðshættunni á frest en
bægt henni frá. Bush hafi í raun
lofað Gorbatsjov því að ráðast
ekki gegn Saddam Hussein alveg
á næstunni, en hinsvegar er af
hálfu Bandaríkjastjórnar skýrt
tekið fram að hún útiloki ekki
hemaðarárás.
Sumir fréttaskýrendur telja að
nú dragi Saddam andann léttar,
en aðrir halda að samstaða risa-
veldanna um að knýja hann til að
sleppa herfangi sínu skilyrðis-
laust sé grafalvarlegt mál í augum
hans. Sumir sem þekkja til Sadd-
ams telja að hann hafi fyrir árás-
ina á Kúvæt ekki áttað sig á hinni
nýtilkomnu samstöðu Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, gengið út
frá því að þau myndu halda áfram
að keppa um áhrif í Austur-
löndum nær og að Sovétríkin
myndu því draga taum íraks eða
að minnsta kosti ekki beita sér
gegn því. Stjórnmálamenn í
Vestur-Evrópu og á Arabíuskaga
fagna yfirleitt fundinum og telja
hann hafa styrkt samstöðuna
gegn Saddam.
Pertti Paasio, utanríkisráð-
herra Finnlands, sagði í gær að
útkoma fundarins sýni vilja
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
til að vinna saman og með öðrum
ríkjum heims innan ramma Sam-
einuðu þjóðanna til lausnar al-
varlegum deilumálum. Áður hef-
ur verið látin í ljós sú skoðun, að
með samstöðu sinni í Persaflóa-
deiiunni séu Sameinuðu þjóðirn-
ar loksins að verða sá aðili til al-
þjóðlegs eftirlits til að leysa
hættulegar deilur, sem Roosevelt
Bandaríkjaforseti hafi ætlast til.
Það var fyrst og fremst fyrir at-
beina Roosevelts, sem Samein-
uðu þjóðirnar voru stofnaðar.
Bandaríkjamenn glöddust við
er Gorbatsjov sagði þeim að so-
véskir hernaðarráðgjafar, sem
lengi hafa verið í írak, séu farnir
þaðan eða á förum.
Gorbatsjov var, eins og vænta
mátti miðað við aðstæður, ívið
friðsamlegri í yfirlýsingum en
Bush, þegar þeir ræddu við
fréttamenn eftir fundinn. Sovét-
ríkjaforseti tók þannig skýrt
fram, að ekki væri um að ræða
neina tilraun til að útiloka írak úr
samfélagi þjóðanna. Bush lofaði
því að Bandaríkjaher yrði ekki á
Persaflóasvæðinu degi lengur en
„nauðsynlegt væri“ og útilokaði
ekki að aiþjóðleg ráðstefna til
lausnar deilum ísraela og Palest-
ínumanna yrði haldin „undir viss-
um kringumstæðum". Talið er að
Gorbatsjov hafi fengið Bush til
að gefa þessar yfirlýsingar báðar.
Talið er að þær muni deyfa
mikilvæg áróðursvopn í höndum
Saddams, sem heldur því fram að
Bandaríkin ætli að vera í Saúdi-
Arabíu til frambúðar og leggja
undir sig helgustu staði íslams.
Hann hefur einnig reynt að
tengja Persaflóadeiluna Palestín-
uvandamálinu. Baker utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna komst
svo að orði fyrir skömmu að vera
kynni að Bandaríkjaher yrði
áfram í Saúdi-Arabíu jafnvel þótt
írakar slepptu Kúvæt. Þetta olli
verulegum óróa meðal arabískra
bandamanna Bandaríkjanna.
Næst Persaflóadeilu virðast
efnahagsvandræði Sovétríkjanna
hafa verið helsta umræðuefni
fundarins. Gorbatsjov hafði upp
úr fundinum ný loforð um banda-
ríska aðstoð, sérstaklega tækni-
lega, en bein fjárhagsaðstoð
kemur einnig til greina. Gert er
ráð fyrir að þetta verði til um-
ræðu þegar Baker, Robert Mos-
erbach, verslunarráðherra
Bandaríkjanna og yfir tugur
bandarískra iðjuhölda heim-
sækja Moskvu í vikunni.
Reuter/-dþ.
Saddam Hussein
Býður þríðjaheims-
ríkjum olíu að gjöf
Vinningstölur laugardaginn
8. sept. ‘90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 1.089.129
2.4TM 9 42.043
3. 4af5 124 5.263
4. 3af 5 4861 313
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.730.750 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511
LUKKULINA
991002
Saddam Hussein íraksforseti
hét því í gær að sjá öllum
þriðjaheimsríkjum sem vildu
fyrir olíu ókeypis, að því einu frá-
töldu að ríki þau, sem þægju gjöf-
ina, yrðu kannski að flytja olíuna
til sín á eigin kostnað, ef íröskum
tankskipum yrði ekki fært að
koma henni til þeirra.
Saddam sakaði vesturlandaríki
um að nota Persaflóadeiluna til
að „raka saman óhreinum
gróða“. Frá því að írakar réðust á
Kúvæt 2. ágúst hefur olíuverð á
heimsmarkaðnum hækkað um 50
af hundraði, upp í 30 dollara á
tunnu. Sagði forsetinn að honum
gengi ekki annað til með tilboð-
inu en vilji til samstöðu með öðr-
um þriðjaheimsríkjum og fylgdu
því engin skilyrði, það yrði hér
eftir sem hingað til mál ríkja
þeirra, sem þægju olíugjöfina,
hvaða afstöðu þau tækju í Pers-
aflóadeilunni.
Til þess að fá írösku olíuna
ókeypis, sagði Saddam, þyrftu
þriðjaheimsríki ekki annað, auk
Líbería
þess ef til vill að flytja olíuna á
eigin kostnað, en að tilkynna
hversu mikla olíu þau vildu og í
hvaða gæðaflokki. Þetta kæmi
ekki við viðskiptabanni Samein-
uðu þjóðanna gegn írak, því að
hér yrði ekki um að ræða verslun.
Ljóst má vera að Saddam er
með þessu að reyna að opna sér
smugur út úr þeirri einangrun á
alþjóðavettvangi, sem írak
komst í eftir innrásina í Kúvæt.
Reuter/-dþ.
Doe sagður drepinn
Var handtekinn af uppreisnarmönnum á sunnudag
Fréttamaður breska útvarpsins
hafði í gær eftir fólki í Monró-
víu, höfuðborg Líberíu, að
Samuel Doe forseti hefði verið
ráðinn af dögum og væri limlest
lík hans til sýnis á sjúkrahúsi einu
í borginni eða í grennd við hana.
Áður hafði breska útvarpið skýrt
svo frá, að Doe hefði á sunnudag
fallið í hendur mönnum upp-
reisnarforingjans Prince Yormie
Johnson.
Haft var eftir Johnson, sem
hefur nokkurn hluta Monróvíu á
valdi sínu, að hann ætlaði ekki að
láta drepa Doe, heldur stefna
honum fyrir herrétt og stjórna
sjálfur landinu þangað til unnist
hefðu tími til að kjósa þar til
þings.
Menn Johnsons handtóku Doe
er hann var ásamt talsverðu liði
lagður af stað í heimsókn til aðal-
stöðva herliðs frá fimm Vestur-
Afríkuríkjum (Nígeríu, Ghana,
Gíneu, Gambíu og Sierra
Leone), sem sent var til Líberíu í
s.l. mánuði til að binda endi á
ófriðinn þar, að sögn stjórna ríkj-
anna. Doe og Johnson buðu lið
þetta velkomið en annar upp-
reisnarforingi, Charles Taylor
sem hefur mestan hluta landsins á
sínu valdi, hefur lýst yfir stríði á
hendur því.
í bardaga sló með mönnum
Does og Johnsons á leið hinna
fyrrnefndu til aðalstöðvanna og
féllu yfir 60 menn, flestir af Doe,
sem særðist og var handtekinn.
Doe hefur stjórnað landinu með
ógnum frá því að hann rændi
völdum 1980. Nokkra síðustu
mánuðina hefur hann litlu ráðið
af landinu öðru en forsetabúst-.
aðnum.
Reuter/-dþ.
6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. september 1990