Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 5
Éœkur
1 WHiili
nin, miðbærinn og kristnitakan
Brunnur lifandi vatns, fjölskrúðugt afmœlisrit dr. Péturs M. Jónas-
sonar, forseta Alþjóðasamtaka líffræðinga, komið út
Dr. Pétur M. Jónasson pró-
fessor í vatnalíffræði við
Kaupmannahafnarháskóla, einn
þekktasti vísindamaður Islend-
inga í heiminum, varð nýlega sjö-
tugur og af því tilefni hefur Há-
skólaútgáfan gefið út bókina
Brunnur lifandi vatns, sem er
safn fræðilegra greina eftir 23
höfunda.
Pétur er brautryðjandi í vatna-
líffræði hérlendis. Hann gegnir
nú formannsembætti í Alþjóðas-
amtökum vatnalíffræðinga og
forsetastarfi Hins íslenska fræða-
félags í Kaupmannahöfn. Rann-
sóknir Péturs á Mývatni eru
þekktasta verk hans hérlendis en
senn lýkur undir forystu hans við-
amiklum rannsóknum 36 vísinda-
manna á lífríki Pingvallavatns.
í afmælisritinu Brunnur lifandi
vatns er fjallað um margs konar
líffræðileg, söguleg of félagsvís-
indaleg efni. Höfundar eru allir
þekktir íslenskir fræði- og vís-
indamenn.
Mývatn og
Þingvailavatn
Arnþór Garðarsson dýrafræð-
ingur ritar um stofnbreytingar í
Mývatni og Gísli Már Gíslason
vatnalífræðingur um verndun
Mývatns og Laxár. Arnþór bend-
■ir m.a. á að afli í Mývatni hefur
sveiflast stórkostlega á þessari
öld eða um 25-falt.
Sigurður S. Snorrason vatnalíf-
fræðingur gerir grein fyrir niður-
stöðum rannsókna á bleikjunni í
Þingvallavatni og hugleiðir eðli
Margrét Guðmundsdóttir
sagnfræðingur ritar um „Konuna
sem eignaðist barn“, sem á þátt í
að opna okkur nýjan skilning á
stöðu kvenna í íslenskri fortíð.
Horfin silunga-
og kúakyn'
Ólafur Halldórsson handrita-
fræðingur kvartar yfir því að út-
rýmt hafi verið með ofveiði úr
Apavatni og þar með af jörðinni
þeim fiski sem var þeirrar nátt-
úru, að ef menn átu af honum
hausinn urðu þeir meiri og betri
skáld, eins og sannaðist á Sig-
hvati skáldi Þórðarsyni. Ólafur
telur að forfeður okkar hafi haft
helgi á nautgripum, og þar á með-
al á horfnu kúakyni, sem var
brandkrossótt eða apalgrátt, fag-
urhyrnt og sumt ferhymt.
Svavar Sigmundsson íslensku-
fræðingur rekur textann sem olli
nafngift ritsins, en það er sýn hins
írska Tundalusar, sem birtist í
leiðslubókmenntum í Heilagra
manna sögum undir nafninu
Duggalsleiðsla.
Unnsteinn Stefánsson ritar um
útbreiðslu og dreifingu mengun-
arefna í Norðurhöfum, en bók-
inni lýkur á hugleiðingu Þóris Kr.
Þórðarsonar guðfræðings,
„Hvers vegna náttúruvísindi?“,
og er hér þá fátt eitt talið sem
prýðir þetta fjölskrúðuga af-
mælisrit Péturs M. Jónassonar.
Bókin fæst hjá Sögufélaginu,
Máli og menningu og Bóksölu
stúdenta.
ÓHT
Dr. Pétur M. Jónasson prófessor f vatnalíffræði í Kaupmannahöfn heldur hér á fyrsta eintakinu af afmælis-
ritinu Brunnur lifandi vatns í samsæti með nokkrum höfundanna af tilefni útgáfunnar.
og tilurð mismunandi afbrigða
hennar þar. Guðrún Jónsdóttir
arkitekt varpar þeirri spumingu
fram í grein sinni um miðbæ
Reykjavíkur, hvers vegna tónlist-
arhúsinu hafi ekki verið valinn
staður við höfnina, fyrst ráðhúsið
var ekki sett þar. Starfsemi tón-
listarhúss sé mjög vel til þess fall-
in að styrkja miðbæinn. Gunnar
F. Guðmundsson sagnfræðingur
rekur örðugleika Árna Magnús-
sonar í úrhelli og vatnsaga á
Sprengisandi 1711, „því yfir ár að
fara með pappír var ekki óhætt í
þeim jöklaleysingum". Heimir
Steinsson ritar um umhverfis-
vernd og kristna trú og Helgi Þor-
láksson sagnfræðingur leggur enn
orð í belg um það hvað Þorgeir
ljósvetningagoði hafi verið að
gera undir feldinum á Alþingi
fyrir kristnitökuna og telur ein-
faldlega að Þorgeir hafi eins og
fleiri átt auðveldast með að hugsa
liggjandi.
Baldur
Geirsson
sextugur
Baldur Geirsson, Vesturgötu 57 hér í borg er sextugur í dag. Hann er
fæddur á Reyðará í Lóni. Kona Baldurs er Hólmfríður Aradóttir og
eiga þau hjón tvær dætur. Baldur er rafvirki að mennt og hefur í
nærfellt þrjátíu ár rekið Kolburstagerðina Kóral.
Til Baldurs
i
Manstu fyrir daga útvarpsins
þegar spóinn sló upptakt
að morgunsinfóníunni
og hunangsflugan lék einleiksstefið
undir skemmuveggnum?
Kannski er vandamálið hinir
sem ekki skilja hagvaxtarhugtakið;
fuglarnir, skógarguðinn,
blómin, fiskarnir
og ánamaðkurinn
sem nú ku eiga orðið erfitt um
andardrátt?
Þú stóðst á bæjarhellunni
með slitið sokkaband
og ótal spurningar á vörum.
Skyldi máríuerlan verpa
í smiðjutóftinni í ár?
Er vatnshrúturinn eilífðarvél?
Mun óhætt að fá sér í nefið
úr púðurhorninu...?
II
í tímans rás
höfum við að sönnu lært
að sprengjurnar falla
vegna þyngdarlögmálsins
og að suðaustanáttin
(sem eitt sinn hreif með sér
þakið af fjóshlöðunni)
er ekki lengur
helsti óvinur mannkyns.
Leiðið vitnin fram.
Varist að tala
um áþján siðmenningarinnar
fyrr en dómararnir
hafa yfirgefið salinn.
III
Villir það okkur kannski sýn
hve Ijósárið er stutt,
að enn skuli regnboginn hringlaga
og vetrarbrautin á sínum stað?
Hugumstór
stendur þú
á bæjarhellunni
í blóma lífsins
og leitar svara.
Gunnar Guttormsson
Ár lœsis - Svona gerum við:
Sögusvið
ævintýranna
Kristín Traustadóttir skrifar
Mér hefur alltaf fundist
skemmtilegt, þegar sögumar sem
mér voru sagðar sem bami, og
sem ég svo segi mínum börnum,
eða les fyrir þau, lifna við og
hoppa út af bókarsíðunum.
Skyndilega er maður staddur í
miðju ævintýri, kominn á sögu-
sviðið og orðinn vitni að atburð-
arásinni.
Þannig var það nú í sumar, þeg-
ar við fjölskyldan fómm í sumar-
frí og ókum um meginland Evr-
ópu vítt og breitt. Það er nú ekki
skrýtið, að öll þessi ævintýri hafi
orðið til á þessu svæði, landslagið
beinlínis kallar á þau. Skógurinn
þéttur og dimmur, kastalar uppi í
hlíðunum hér og þar.
Einn daginn þegar við höfðum
ekið lengi og yngsti fjölskyldu-
meðlimurinn var orðinn dálítið
lúinn, sagði einhver: - sSáðu,
þama em vínberjatrén sem hann
Binni bóndi ræktaði, þau standa
þarna ennþá og þarna í þessu húsi
bjó hann. Þarna lengra í burtu er
„..stalinn þar sem Perla prinsessa
bjó með allri hirðinni. Svo var
það þama í skóginum sem drek-
inn ógurlegi lá í leyni og þarna var
það sem Binni bóndi bjargaði
Perlu prinsessu frá drekanum óg-
urlega.
Þetta hreif, við vorum allt í
einu komin á sögusvið ævintýris-
ins og urðum vitni að björgunar-
afreki Binna bónda og þreytan og
hitavækjan gleymust smástund.
Seinna skoðuðum við líka
skóginn þar sem sælgætishús
nornarinnar stóð, og þar sem
aumingja Hans og Greta flæktust
um villt og svöng. En þegar við
ætluðum að fara á slóðir
Rauðhettu og gá að því hvort við
sæjum nokkuð úlfinn, þá gekk
það nú ekki eins vel. „Nei, nei,
hann á ekki heima í þessum
skógi, hann á heima í Hljóm-
skálagarðinum heima á íslandi,“
sagði barnið. „Ég sá hann þar
einu sinni þegar ég fór þangað
með leikskólanum mínum.“
Það þarf því ekki að fara út
fyrir landsteinana til að upplifa
ævintýrin, þeirra sögusvið er alls-
staðar, allt í kringum okkur, ef
hugmyndaflugið er fyrir hendi.
Þriðjudagur 11. september 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5