Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Frestun á fögnuði Vinnufundur leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Helsinki á dögunum styrkirenn myndina af samstöðu þess- ara risavelda í sameiginlegum vanda. En leiðtogamir eiga samleið í fleiri efnum en fylkja þjóðum gegn ofríki íraka og leggja grundvöll að varanlegri alþjóðasamstöðu um vinnu- brögð gagnvart neyðarástandi eða ófýrirleitnum klækja- brögðum valdamikilla einstaklinga sem eiga kost á því að koma öðrum í úlfakreppu. Bush og Gorbatsjov standa báðir frammi fyrir miklum efnahagslegum vandamálum og stórveldin sem þeir sljóma reynast á brauðfótum í því tilliti. Þetta er þeim mun athyglis- verðara í Ijósi þeirra yfirlýsinga í kjölfar atburða í Austur-Evr- ópu, að kapítalisminn og frjálshyggjan hafi sannað gildi sitt umfram sósíalismann. Fréttaskýrendur benda á, að feiknar- leg útgjöld Bandaríkjanna vegna liðssafnaðarins til Persa- flóasvæðisins leiði athyglina ffá fjárlagahalla og skuldastöðu Bandaríkjanna. Og þegar litið er um öxl sjá allir, að hagfræði sú sem Ronald Reagan lét hvína á bandarísku efnahagslífi við húrrahróp frjálshyggjumanna, hefur beðið skipbrot, þótt ekki sé jafn stórfelld og miðstýring Austur- Evrópu, en tók skemmri tíma. Spásagnir kapítalískra kenningasmiða í her- búðum Reagans um aukinn hagvöxt, lægri verðbólgu og velsæld reyndust tálsýnir. Bandaríska sparisjóðakerfið koll- steyptist vegna frjálshyggjufrumhlaups Reagans sem fólst í því að veita þeim frelsi og draga úr skilyrðum veðskuldbind- inga, með þeim afleiðingum að ein mestu gjaldþrot i sögu Bandaríkjanna eru staðreynd. William Keegan, efnahagsmálaritstjóri breska blaðsins Observer hefur nýlega benti á, að upplýsingar og hagtölur þær sem fram hafa komið undanfarið staðfesta það sem marga grunaði, að valdatími Reagans var gullöld hinna ríku í þjóðfélaginu, en kjör þess fimmtungs af bandarísku þjóð- inni sem rýrust hefur kjörin stóðu í stað. Keegan ályktar því, að of snemmt sé að steypa sér út í mikil fagnaðariæti vegna „sigurs" kapítalismans yfir sósíalismanum í efnahagsmál- um. Við blasi að „sigurvegarinn" þurfi verulegraraðhlynning- ar við, ef hann eigi að standa undir því sæmdarheiti. Ritstjóri Observer bendir einnig á þann beiska sann- leika, að á valdatíma Margrétar Thatcher í Bretlandi hefur ekki bara opinbem' þjónustu hnignað, heldur líka frammi- stöðu viðskiptalífsins. William Keegan fullyrðir reyndar, að jafnaðarmannablærinn á hagstjóm Vestur-Þýskalands og Frakklands hefði verið Adam Smith betur að skapi heldur en útreið frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum og Bretlandi, gæti hann nú á 200 ára afmæli sínu metið árangurinn. Kapítalismi Bandaríkjanna hefur brugðist stórum hluta þjóðarinnar, segir Keegan, því kjör hans einkennast af fá- tækt, vonleysi og glæpum. Bandaríkin eru einnig fremst í flokki þeirra þjóða sem neita að taka þátt í sameiginlegum ráðstöfunum í umhverfismálum sem gætu hindrað gróður- húsaáhrif. Alþjóðabankinn hafði uppi sterk vamaðarorð í árs- skýrslu sinni núna vegna þeirrar staðreyndar, að fjórðungur íbúa jarðarinnar lifir stöðugt við nístandi fátækt. Barber Conable, stjómarformaður Alþjóðabankans, hefur lýst því yfir, að þótt iðnríkin blómgist og lok Kalda stríðsins geri þeim kleift að draga úr útgjöldum til hermála, fari framlög þeirra til þróunarhjálpar þverrandi. Lækki vestræn ríki hemaðarút- gjöld sín um 10% gætu þau með sama fjármagni tvöfaldað þróunaraðstoð sína. Og efhahagsmálaritstjóri Observer ályktar réttilega, að húrrahrópin yfir hagkerfum iðnríkjanna á kostnað sósíalismans eiga lítinn rétt á sér meðan þau bregðast sjálf svo illilega í mesta vandamáli þjóðanna. ÓHT Heimspressan íJórdaníu Jóhanna Kristjónsdóttir skrif- ar í Morgunblaðið grein frá Amman í Jórdaníu, þar sem hún lýsir amstri erlendra blaðamanna sem þar safnast saman til að búa til fréttir af Persaflóadeilum. Jó- hanna er ekkert sérlega hrifin af framgöngu kollega sinna og tekur í raun undir við viðmælanda sinn einn arabískan. Sem talar um fá- fræði hinna fljúgandi fúrðuhluta, erindreka heimspressunnar, sem skjótast á „heitan fréttastað” án þess að vita nokkum skapaðan hlut um lönd og siði og þjóðir. Blaðamenn sem eru mestan part i lokuðu og vemduðu umhverfi, era alltaf að leita að einhveijum tilteknum ráðamönnum sem þeir vilja hafa eitthvað eftir, tala aldrei við fólkið á götunni, kunna ekki að hnusa af pólitisku andrúms- lofti. Minningar frá Róm Það er vafalaust margt rétt- mætt í þessari frásögn. Þessi Klippari hér man eftir hliðstæðri reynslu. Hann var fyrir allmörg- um árum staddur í Róm í kosn- ingaslag, PCI, ítalski kommún- istaflokkurinn, hafði þá boðið upp á „sögulega málamiðlun” við kristilega demókrata og var í sókn. Menn bjuggust við um- skiptum í itölskum stjómmálum og margir blaðamenn fóra á kreik. Sjálfúr lenti ég undir kvöld í spjalli við amriska sjónvarps- menn (eða voru þeir kanadískir?). Þeir höfðu bækistöð í London, komu fljúgandi og sátu þolin- móðir með sínar græjur í frétta- mannamiðstöð kommúnista- flokksins allan daginn og ffarn á kvöld: þeir voru barasta að bíða eftir því að búið yrði að telja nóg af atkvæðum til að þeir gætu farið og spurt einn oddvita PCI tveggja spuminga. Þeim hafði verið lofað að þeir fengju i sinn hlut Giorgio Napolitano, hann var að vísu ekki eins þýðingarmikill og Berlinguer flokksformaður, en hann var þægilegri: talaði ágæta ensku!. Sjónvarpsmennimir þurftu ekki að skilja eitt eða neitt - þeir fengu sitt viðtal í eina eða tvær mínútur, svo vora þeir roknir til London. Meðan Klippari hafði verið á stjái á kosningafúndum hjá kommúnistum, hjá kristilegum og sósialistum, setið á kjörstað, hlustað á tiímæli presta í kirkjum um að kjósa nú rétt, rýnt í blöðin. Eins og sjálfsagt var. Eða kannski var íslendingurinn alltofhægvirk- ur og íhaldssamur i vinnubrögð- um, úr takt við þann tíma sem leyfir ekki að mál fái meir en sex- tíu sekúndur í sjónvapsfféttum, leyfír ekki að blaðagreinar séu lengri en tveir dálkar (nema kannski um helgar)? Talið er að verða muni En snúum okkur aftur að heimspressunni. Það er ekki nema satt og rétt að sá sem í vinnubrögð hennar rýnir verður fljótt leiður og dasaður. í fyrsta lagi: það er ekki út í hött að segja að hún búi til fréttir í ríkari mæli en hún segir fféttir. Eða hvað haldið þið að margar fréttir frá Amman og öðr- um höfúðborgum í Austurlöndum nær hafi verið á þessa leið undan- famar vikur: Talið er að Hussein konungur muni flytja sáttarorð. Talið er að utanrikisráðherrann muni ræða við erindreka SÞ um gíslana. Ekki er búist við miklum árangri af fúndi þeirra konungs og Egyptaforseta. Og svo framvegis. Mjög rýrt allt það sem á spýtunni hangir, eitthvert sem gæti gerst, eitthvað þokukennt mat frétta- manna sjálffa eða embættismanna (þeirra sem þeir telja þess vert að ræða við). Vægitíðinda I annan stað: þröngt sjónar- hom ræður því um hvað er skrif- að. Tökum til dæmis skrif um þá útlendinga sem hafa orðið inn- Iyksa í Kúvæt og írak á síðustu vikum. Vitanlega er það ekki nema eðlilegt að mikið sé skrifað um afdrif vestrænna þegna, ekki síst vegna þess að það er beinlínis verið að nota þá sem gísla í stríði sem hvenær sem er getur orðið heitt. En það er eins og fyrri dag- inn: hlutföllin era mjög skekkt af sjónarhominu. Ef við horfúm á málin héðan þá getum við sagt sem svo: einn íslendingur í Kúvæt er stórffétt, tíu Svíar á hrakningum, hundrað Bretar - en þegar komið er að flóttamönnum ffá Pakistan eða Egyptalandi sem era að deyja úrþorsta i eyðimörk- inni, þá duga eldd minna en hund- rað þúsund til að þeir komist á fréttaskeytablað. Og þarf enga sérstaka skarpskyggni í frétta- lestri til að sjá að þar er verið að fjalla um fólk sem vegið er á aðr- ar reislur en „okkar menn”. Villandi hlutföll I þriðja lagi: hlutföll öll í skrifúm leiða til þess, að sjón- varpsáhorfendur og blaðalesend- ur á Vesturlöndum eru mjög hissa á því, að Saddam Hussein á töl- verðum vinsældum að fagna meðal araba utan írak. Við vitum vel að maðurinn er fantur og fúl- menni og þeim mun óskiljanlegri er þessi stuðningur. Það skiln- ingsleysi er reyndar beinlinis hættulegt: það gæti haldið þeirri hugmynd mjög sterklega að fólki á Vesturlöndum, að arabar séu upp til hópa eitthvað í pólitískri ætt við Iraksforseta. I stað þess að menn reyndu að gera sér grein fyrir því, að vinsældir Saddams Husseins byggja fyrst og síðast á því að „óvinur mins óvinar er minn vinur” - m.ö.o. á andúð fólks á ríkum heimsveldum í norðri og afskiptum þeirra af mál- um hins arabíska heims fyrr og síðar. Sem og á því, að stórríkir olíufurstar eins og þeir sem stjómuðu Kúvæt njóta hvergi ein- Iægrar samúðar í heimshluta þar sem meira djúp er staðfest milli auðs og örbirgðar en víðast ann- arsstaðar. Samanburðarfræðin Svo koma samanburðarfræð- in líka inn í þetta. Allir - eða flestir - geta komið sér saman um að fordæma það að öflugt ríki leggi smáríki undir sig með her- valdi. En það er vitanlega hægur vandi að telja upp dæmi bæði úr Palestínu, Líbanon og svo Rómönsku Ameríku, Afríku og Austur-Asíu, þegar hemaðarof- beldi, innrásum, innlimun landa og héraða er lítt eða ekki mót- mælt: allir verða eins og samsek- ir. Menn sjá það vitanlega að Saddam Hussein kemst upp með sína glæpi (sem hafa fýrst og ffernst verið gegn Kúrdum og öðrum þegnum hans sjálfs) - allt þangað til hann gerir eitthvað sem gæti haft áhrif á olíuverð í heim- inum. Og þá man Bandaríkjafor- seti eftir því að ef bensíngallónið fer yfir tvo dollara í hans landi, þá mun hann svo sannarlega ekki ná endurkjöri. Dapurlegt en satt. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjórí: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjórí: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signín Gunnarsdóttir. Skrífstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöl: 1100 kr. 4 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.