Þjóðviljinn - 11.09.1990, Blaðsíða 7
Um frumbyggja
Ástralíu
-Fyrri hluti
Eftir Sólveigu Kr.
Einarsdóttur
Þeir voru löngum kallaðir
Ástralíunegrar, en þótt þeir séu
dökkir á hörund, eru þeir ekki
negrar. Talið er að þeir hafi kom-
ið á litlum bátum frá Suðaustur-
Asíu fyrir um 40.000 árum. Þá
ríkti hér annað loftslag og álfan
leit allt öðruvísi út. Gífurlegt ísa-
lag lá yfir Norður- og Suðurpóln-
um og hafið var 120-180 metrum
Söngur landsins svarta
lægra en nú. Strandlína Ástralíu
náði langt út þar sem nú er haf og
í norðri voru Java, Bomeo og
Sumatra hluti meginlands Asíu.
Þegar hvítir menn komu til lands-
ins (árið 1788), voru hér fyrir
u.þ.b. 300.000-500.000 frum-
byggjar. Þeir vom safharar og
veiðimenn á steinaldarstigi og
höfðu þróað með sér einstaka
þekkingu á náttúrunni og hæfi-
leika til þess að lifa af, meira að
segja á þurrum, sólheitum land-
svæðum. Þeir lifðu sem hirðingj-
ar í litlum fjölskylduhópum.
Birgðu sig aldrei upp af matvæl-
um; drápu aldrei fleiri dýr en þeir
gátu borðað á fáeinum dögum og
brygðist þeim veiðigæfan, létu
þeir sér nægja rætur, smádýr og
lirfúr sem konumar fundu í jörð-
unni eða í berki tijánna.
Ein grundvallarregla hirð-
ingjalífsins var að skipta fæðunni;
deila með öðmm og ekki að borða
einn. Græðgi og eigingimi vom
álitin óþolandi; ógnuðu tilvem
hópsins og þeim, sem gerðu sig
seka um slíkt, var refsað harð-
lega.
Hvíti maðurinn kom ekki að-
eins með byssur og bólusótt held-
ur líka með ofbeldi og grimmd.
Hann leit á fmmbyggjana sem
pest sem þyrfti að útrýma. (Svip-
að og kanínunum síðar). Þeir vom
ekki fólk. Grimmdarverk eins og
að eitra mat (setja arsenik í hveiti
eða kjöt) og gefa þeim, þótti
heillaráð. Fjöldamorð vom al-
geng. Ekki bara á Tasmaníu, þar
sem útrýmingin tókst 100%,
heldur líka á meginlandinu. Að
100 frumbyggjum hafi verið
smalað í rétt og þeir skotnir einn
og einn í senn með köldu blóði, er
ekkert einsdæmi.
Þeir sem lifðu af á meginland-
inu hröktust til þurrustu, heitustu
og óbyggilegustu svæðanna;
Mið-, Vestur- og Norður-Ástral-
íu. Svipuð örlög og Indíánar
Bandaríkjanna hlutu.
í dag em frumbyggjamir að-
eins um það bil 200.000 talsins og
þar af em um helmingur kyn-
blendingar. Alls em íbúar Ástral-
íu um 16 miljónir (1989) og á
hverju ári koma u.þ.b. 150.000
innflytjendurtil landsins, hvaðan-
æva úr heiminum.
Um þjóðsögur
frumbyggjanna
Uppruni sólarinnar
Einu sinni var sólin (Gnowee)
kona sem uppi var í fymdinni
þegar myrkrið var algjört og fólk
fetaði sig áfram með birtu ffá
barkarkyndlum.
Dag nokkum skildi konan
litla drenginn sinn eftir sofandi, á
meðan hún fór að grafa eftir rót-
um þeim til matar. Hún fann svo
fáar að hún gekk á enda veraldar
og vegna þess að hún hélt áfram
að ganga, hvarf hún undir jörðina
og kom upp hinum megin.
Hún vissi ekki hvar hún var.
Niðamyrkur ríkti og hún gat
hvergi fúndið litla drenginn. Því
beindi hún for sinni upp í himin-
inn með stóran kyndil. Enn ligg-
ur leið hennar yfir himinhvolfið
og síðan undir jörðina í leit að
honum. (Wotjobaluk ættbálkur).
Samkvæmt sögum Karram
ættbálksins var sólin lika fogur
kona, sem eitt sinn svaf í hellis-
skúta; í fymdinni þegar jörðin var
þögul og dimm.
Morgunstjaman er sonur sól-
arinnar og tunglið kona hans.
Böm Morgunstjömunnar og
tunglsins em forfeður fmm-
byggja Ástralíu.
Talandi land
Þjóðsögur og helgisagnir
ffumbyggjanna, sem varðveist
hafa mann ffam af manni með
ffásagnarlistinni einni saman, em
í nánum tengslum við landið
sjálft, einstaka staði og fyrirbæri í
náttúmnni. Sögumar em lika um
landið þar sem ffamliðnir forfeð-
ur reikuðu um, hvíldu sig og
skópu nýja lífshætti eða urðu fyr-
ir myndbreytingum eða ham-
skiptum. Heimur ferðalaga, töffa
og dularfúllra fyrirbæra. Sagna-
þulir og hlustendur trúðu allir
sem einn þessum sögum og gátu
lesið þær út úr landslaginu sem
þeir ferðuðust um.
Sögumar hafa líka dýpri og
leyndari merkingar sem aðeins
innvígðum er ætlað að skilja. Það
er alveg ljóst að þessar sögur
segja frá heimi sem ekki gæti ver-
ið ffábmgðnari okkar eigin. Lög-
málin og rökvísin em önnur.
Þama er ekkert því til fyrirstöðu
að vera á fleiri en einum stað í
einu eða að hverfa og birtast aftur
á mismunandi tímum.
Þessar sögur búa margar
hveijar yfir mikilli ljóðrænni feg-
urð. Við heymrn um trén (pand-
anus), sem standa meðffam á-
kveðinni á. Að þau hafi í raun
verið menn sem breyst hafi í tré á
yfimáttúrlegan hátt. Eða um
steina í vatni sem ekki má snerta.
Snerti einhver þá á sundi af
slysni, kemur flóð.
Á bak við tvo kletta við strönd
Kyrrahafsins við Byron Bay í
Drottningarfylki býr saga um
tvær systur. Onnur þeirra synti of
langt út og hin synti á eftir til þess
að bjarga henni en tókst ekki. Þær
em þessir tveir steinar og minna
fólk á enn i dag hversu hættulegt
það getur verið að synda of langt
út.
Samkvæmt helgisögum ffum-
byggjanna búa andar í vatnsból-
um og stómm klettum. Frægastur
í þessu samhengi er rauði klettur-
inn Uluru (Ayers Rock). Hellam-
ir þar em helgidómar fmmbyggj-
anna. Langt inni í einum hellanna
býr höggormurinn Wanambi.
Reiðist hann, rís hann upp til him-
ins og tekur á sig líki regnbogans;
en regnbogalit risaslanga er
einmitt algeng í þessum sögnum.
Ulum-kletturinn (Ayers rock)
er f suð-austur frá Alice Springs
og rís í um 1000 feta hæð upp af
sléttunni. Litbrigðin em einkar
fögur við sólampprás og sólarlag.
Þá ljómar kletturinn eins og gló-
andi viðarköstur í ami; - appel-
sínugult yfir í fjólublátt; yndi
ferðamanna og ljósmyndara og
meðal einstæðustu náttúmíyrir-
bæra heims.
Heilagt land
Það lífsviðhorf fmmbyggj-
anna að ekki sé hægt að eiga land-
ið, hvorki að kaupa það né selja,
mótaði allt þeirra líf, alla þeirra
list og menningu.
Allir innflytjendur (hvort sem
þeir em enskir, írskir, tyrkneskir
eða víetnamskir) líta á land sem
söluvöm og rányrkja þykir nokk-
uð sjálfsagt mál, ef gróðahags-
munir em annars vegar.
Hin nánu tengsl ffumbyggj-
anna við náttúruna og landið em
enn illskiljanleg flestum hvítum
mönnum. Þegar hinir hvítu köst-
uðu eign sinni á landið, þá brast
þá skilning á náttúmnni og gildi
hins smáa í umhverfinu og sögðu:
„Skógur allt um kring, ekkert
nema skógur.”
Lífsviðhorf svarta fólksins er
gjörólíkt. Tilveran fer í hring.
Þegar þeir deyja, endurfæðist sál-
in sem steinn, dýr, tré eða önnur
manneskja. Heimur þeirra er fúll-
ur af bönnum, helgisiðum og yfir-
náttúrlegri trú. - Að stara á
tunglið getur reynst hættulegt.
Kona getur orðið þunguð eða
tunglið reiðst. Á daginn breytist
tunglið í Juykal-fisk. -
Skilningsleysi og fá-
fræði hvíta mannsins
Hvíti maðurinn var yfir það
hafinn að læra nokkum hlut af
frumbyggjunum. Honum datt
ekki í hug að læra eins og eina af
um 200 tungum þeirra eða reyna
að skilja þá. Hann vissi allt best.
Um þetta em mýmörg dæmi. Eins
og hinn söguffægi Robert O'Hara
Burkes mátti sanna í raunvem-
leikanum og í áströlsku kvik-
myndinni „Burkes and Wills”.
Þeir lúta í lægra haldi fyrir nátt-
úraöflunum vegna þess að Burkes
er fyrirmunað að vilja þiggja
hjálp ffá fmmbyggjunum og
Wills getur ekki komið fyrir hann
vitinu þótt Wills sjái að það sé
þeirra eina lífsvon.
Sem betur fer vom þó dæmi
um hið gagnstæða.
Róttæk baráttukona fyrir jafn-
rétti og réttlæti, Mary Gilmore
(1865-1962), hefur látið eftir sig
endurminningar og ljóð um ffum-
byggjana sem hún kynntist náið í
æsku. Skilning sinn á lífi þeirra
átti hún að þakka foður sinum
sem áleit frambyggjana lifa í fúll-
komnu samræmi við umhverfi
sitt. Skýrði ekki lífsháttu þeirra
sem fáfræði, hjátrú eða villi-
mennsku eins og aðrir hvítir í þá
daga.
Hún segir ffá afa sínum sem
hraktist ffá Veiðimannadal
(Hunter Valley, N.S.W.) vegna
þess að hann tók málstað fmm-
byggjanna. Hann neitaði að elta
og veiða svarta fólkið með hund-
um og byssum en reyndi þess í
stað að vemda það og bjarga þvi.
Fyrst reyndu hvitu nágrannamir
að senda á hann klerkinn en þegar
allt kom fyrir ekki, varð hann að
flytja. Þau fluttust til Goulbum
(sunnarlega í N.S.W.) þar sem
Mary fæddist 1865. Sem bam lék
hún sér við svörtu bömin og hinir
hvítu hneyksluðust.
Þegar hún var þriggja ára,
varð hún fárveik. Hinir svörtu
sögðu föður hennar að þeir gætu
læknað hana með því að gefa
henni sérstakt fæði. Hún var hjá
þeim í sex vikur og varð feit og
frísk. Þeir kölluðu hana „Hlæj-
andi stjömu” og á hveiju kvöldi
bjuggu þeir um hana í „hreiðri” úr
grasi, þar sem var hlýtt og þaðan
sem hún gat séð upp i heiðan him-
ininn.
Frásagnir hennar og ljóð
vöktu sektarkennd hinna hvítu og
margir drógu sannleiksgildi
þeirra í efa. Framar öllu stuðluðu
ritsmíðar hennar þó að nýrri af-
stöðu til ffumbyggjanna; um-
hyggju gagnvart þeim sem enn
vom sviptir öllum réttindum en
vom þó „eðlileg þjóð” þessa
lands.
Fleiri ritsmíðar hafa stuðlað
að auknum skilningi á lifnaðar-
háttum svartra:
Coonardoo
Sígilt skáldverk í áströlskum
bókmenntum er sagan um Coon-
ardoo eftir Katharine Susannah
Prichard (1884-1969). Bókin
kom fyrst út í London árið 1929
en í Ástralíu 1956. Árið 1973
kom bókin út sem pappírskilja og
hefur síðan verið endurprentuð
ótal sinnum.
Sagan gerist á heitum sléttum
Norðvestur-hluta Vestur-Ástralíu
og er skrifuð á þeim slóðum.
Þama fáum við raunvemlega
mynd af svarta fólkinu - sjáum
það ekki eins og oftast; fátækt, at-
vinnulaust vandræðafólk, vegna
hins óeðlilega lífs þess meðal
hvítra í borgum, heldur sem
fijálst og stolt fólk í sínu eðlilega
umhverfi.
Skáldsagan lýsir ást ffum-
byggjastúlku, Coonardoo, til
hvíts kvikfjáreiganda og ást hans
til hennar sem hann þó bælir með
sér, sjálffar hennar vegna og þess
lands sem þau búa í. Saga lands-
lags og ástar; líf kúrekans og
fmmbyggjanna; skrifúð af sterkri
innlifún og mikilli samúð.
(Framhald siðar í vikunni.)
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
AB - Keflavik, Njarðvik
Sudurnesjamenn
Almennur fúndur um atvinnumál á Suðumesj-
um verður haldinn fimmtudaginn 13. septem-
ber kl. 20.45 á Glóðinni.
Framsögu hefúr Ólafur Ragnar Grímsson flár-
málaráðherra.
Allir sem áhuga hafa á atvinnumálum Suður-
nesja em velkomnir á fúndinn.
Ólafur
Þriðjudagur 11. september 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 7