Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 4
Júlíus Sólnes umhverfismálaráðherra er á beininu
Alver er
slæmur
nauðar-
kostur
Opinber umræða hefur að undanförnu snúist að
verulegu leyti um orkuverð til nýs álvers og
hugsanlega staðsetningu álvers Atlantálshóps-
ins. Nýtt 200 þúsund tonna álver myndi auka
mengun frá íslendingum svo um munar, þvert
ofan í fyrirheit íslendinga á erlendum vettvangi.
Júlíus Sólnes er ráðherra umhverfismála og
hann er á beininu í dag
Júlíus Sólnes: Ég hef nokkrum sinnum komið I kerskála I Straumsvík og það er ekki aðlaðandi
vinnustaður að mínu viti. Mynd Jim Smart.
íslendingar hafa heitið því á
norrænum vettvangi að fara sér
hægt í aukningu á losun brenni-
steinsdíoxíðs út í andrúmsloft-
ið. Með nýju 200 þúsund tonna
álveri fara þessi fyrirheit út í
veður og vind. Finnst þér sem
ráðherra umhverfismála þetta
vera verjandi?
Já, ég tel í sjálfu sér að þetta
sé verjandi. Auðvitað er ég ekkert
hrifinn af því að þurfa að auka
mengun eins mikið og þama er
verið að tala um. Hins vegar hafa
öll Norðurlöndin vitað um þessi
áform okkar og þau hafa verið
þekkt um margra ára skeið. Það
hefur aldrei komið fram nein
gagnrýni á þessi áform okkar frá
umhverfisráðherrum hinna Norð-
urlandanna.
Þú talar um það sem nauð-
syn að auka mengunina með
þessum hætti.
Ég segi ekki að það sé nauð-
synlegt, en ég held þvi fram að
hvaða þjóðfélag sem hugsar sér
að vera með einhverja iðnaðar-
uppbyggingu komist bara ekki
hjá því. Iðjuveri hlýtur að fylgja
einhver mengun. Við getum ekki
stöðvað þróunina alveg.
En hvað vakti þá fyrir
stjórnvöldum þegar norræna
umhverfisáætlunin var sam-
þykkt? Til hvers eru þessi fyrir-
heit um að minnka mengun
þegar menn bara auka hana?
Ég held að það megi ekki taka
svona einn þátt út úr. Við sitjum
uppi með mjög margbrotinn iðn-
að sem veldur mengun. Ég held
að hugmyndin sé fremur sú að
draga úr mengun á öllum sviðum
og sætta sig þá við að í hvert sinn
sem nýtt iðjuver kemur til sög-
unnar eykst mengun tímabundið
af völdum þess.
Tímabundið?
Ja, við skulum segja að með
aðgerðum verði hægt að halda
áfram að draga úr mengun al-
mennt og þannig sé hægt að mæta
tímabundinni aukningu.
Það er hluti af norrænu um-
hverfisáætluninni að draga úr
losun gróðurhúsaefnisins koldí-
oxíðs. Með nýju álveri myndum
við auka verulega losun koldí-
oxíðs.
Já, þetta er alveg ljóst. En eins
og ég segi, við megum ekki líta á
eitt stykki álver alveg einangrað
og segja að áform um að draga úr
loftmengun, hvers konar loft-
mengun, útiloki byggingu álvers.
Það er ekki verið að tala um
að draga úr hvers kyns loft-
mengun. Það er verið að tala
um að draga úr losun brenni-
steinsdíoxíðs og koldíoxíðs
vegna þeirra áhrifa sem það
hefur á umhverfið.
Já, þótt við tölum sérstaklega
um brennisteinstvíildi og koltví-
ildi er alveg ljóst að það á við all-
ar uppsprettur slíkrar mengunar.
Og það er reynt að stefna að því
að draga úr þessari mengun á
heimsvísu eins og hægt er. En það
hefur ekkert ríki mér vitanlega
skuldbundið sig til þess að stöðva
alla iðnþróun í þessu sambandi.
Það verður haldið áfram að
byggja iðjuver í öllum löndum
hins vestræna heims og í þriðja
heims löndum þar sem koma
tímabundið fram nýjar mengunar-
uppsprettur.
Við getum kannski litið til
annarra þátta. Ég hef sagt að við
getum skoðað allar uppsprettur
koltvíildis og brennisteinstviildis
og reynt að draga úr þeirri meng-
un eftir fremsta megni. Ég hef
sérstaklega nefnt bílana og við
getum skoðað hvað við getum
gert í þvi sambandi.
Varðandi koldíoxíð og
brennisteinsdíoxíð?
Fyrst og fremst varðandi kol-
tvíildi.
Þú dregur ekki úr koldíox-
íðsmengun með þeim búnaði
sem völ er á í dag.
Það er kannski umdeilanlegt,
en ég held það sé nú hugmynd
manna að með því að vera með
hvarfakúta á bílunum þá sé hægt
að kljúfa þessi efni upp þannig að
þau komist út í andrúmsloftið í
hættuminna formi.
Það á ekki við koldíoxíð,
samkvæmt mínum heimildum.
Ég hef greinilega ekki sömu
heimildir og þú.
Ég vitna til greina í tímarit-
um, starfsmanns Hoilustu-
verndar ríkisins, umhverfis-
verkfræðings.
Þetta er mjög fiókið mál. Það
er sagt að ýmsar ytri aðstæður
skipti þama máli, til dæmis lofts-
lag. Það er til dæmis rétt að þessir
hvarfakútar virka ekki sérstaklega
vel að vetrarlagi á íslandi. Þetta
verðum við að skoða. Ég hef í
undirbúningi að skipa nefnd til að
kanna með hvaða hætti við getum
dregið úr útblæstri bifreiða.
Lögleiðing mengunarvarna-
búnaðar hefur í for með sér
talsverðan kostnað fyrir bíla-
eigendur. Værirðu ekki með
þessu að varpa herkostnaði af
álveri yfir á bílaeigendur?
Nei. Ég hef viljað láta skoða
þetta í því Ijósi að það yrði með
skattaívilnunum reynt að hraða
þvi að mengunarvamabúnaður
yrði settur í biffeiðar. A hinum
Norðurlöndunum hefúr verið
slegið af aðflutningsgjöldum bíla
svo búnaðurinn kostar bíleigand-
ann ekki neitt.
Er þetta raunhæft á sama
tíma og aðrir ráðherrar tala um
að það þurfi að auka skatta í
landinu?
Þetta er góð spuming. Það
verður kannski minn höfuðverkur
að reyna að sannfæra samráð-
herra mína um að það eigi að eiga
sér stað tilfærslur innan ríkisfjár-
málanna. Mér fyndist til dæmis
sanngjamt að hluti af bensín-
gjaldinu rynni til mengunarvama.
Bensínið er mikill mengunarvald-
ur. Þá komum við að því að það
má líka ná árangri með því að
stuðla að aukinni notkun blýs-
lauss bensíns. Sú aðgerð gæti
kannski skilað mun meiri árangri
en að taka upp mengunarvama-
búnað i stómm stíl.
Finnst þér koma til greina
að leggja sérstakan umhverfis-
skatt, til dæmis kolefnisskatt, á
álver?
Þetta er einmitt hugmynd sem
er mikið rædd um allan heim.
Evrópubandalagslöndin áforma
öll að taka upp einhver umhverf-
isgjöld, svo hver veit nema hér
verði einhvem tíma settur á kol-
tvíildisskattur. Ég vil ekki útiloka
þetta.
Vothreinsibúnaður getur
dregið verulega úr losun
brennisteinsdíoxíðs. Svo virðist
sem þú sért ekkert sérstaklega
hlynntur slíkum búnaði.
Ég vil kannski ekki orða þetta
þannig. Nefndin sem ég skipaði
mér til ráðuneytis til þess að fjalla
um forsendur fýrir starfsleyfi
væntanlegs álvers er einmitt nú að
velta fýrir sér spumingunni um
vothreinsibúnað. Þar þarf ýmis-
legt að skoða, meðal annars hvort
við náum betri árangri með því að
fá inn ákvæði í samninga um að
einungis verði notuð rafskaut
með lágu brennisteinsinnihaldi.
Það getur verið að það væri hag-
kvæmara og betra að fá inn
ákvæði um að ekki mætti nota
rafskaut með hærra brennistein-
sinnihaldi en rúmlega tvö prósent.
Það þýddi þá að fallið yrði frá
kröfu um vothreinsibúnað.
En þú nærð betri árangri
með því að nota rafskaut með
mjög háu brennisteinsinnihaldi
og vothreinsa það.
Það er að visu rétt. En þetta er
liður i þessari athugun. Svo er
annað sem ég hef velt fýrir mér.
Ég viðurkenni að líffræðingar
benda réttilega á að losun brenni-
steinstvíildis í sjó í gegnum vot-
hreinsibúnað sé ef til vill hættulít-
il. Hins vegar er því ekki að neita
að ég hef áhyggjur af því að losun
slíkrar mengunar í hafið mætti
nota í áróðursskyni gegn okkur.
Við skulum hugsa okkur að
Grænfriðungar fæm í herferð
gegn okkur. Þá gætu þeir byijað
að halda því fram að Islendingar
ausi brennisteinstvíildi í sjóinn
rétt við fiskimiðin. Jafnvel þólt
það sé hægt að færa rök gegn
þessu, myndi almenningur víða
um heim hugsanlega taka þessu
mjög illa. Við þurfum að skoða
þessi mál vandlega.
Manni hlýtur að detta í hug
þegar þú talar svona að hinn
mikli kostnaður við vothreinsi-
búnað tengist þessu. Hefur Atl-
antsálshópurinn krafist undan-
þágu frá vothreinsibúnaði?
Nei, ég held í sjálfú sér ekki.
Auðvitað hefúr verið bent á að
hann sé mjög dýr.
Þú talar um hugsanleg við-
brögð erlendra umhverfis-
verndarsinna við losun í hafið.
Er síðri ástæða til þess að óttast
viðbrögð þeirra við því að ker-
brot frá álverinu í Straumsvík
hafa verið grafin í fjöruborði í
20 ár?
Ég hef ekki séð nein mótmæli
þess vegna. Hins vegar finnst mér
það ekki sérstaklega aðlaðandi
forgunaraðferð. Þetta er eitt af því
sem við viljum líta betur á. Það
þarf að athuga hvort ekki sé hægt
að finna betri forgunaraðferð.
Er kerbrotaförgunin ekki í
grundvaliaratriðum andstæð
því sem þú boðar á fundum og
ráðstefnum í útlöndum?
Jú, og þess vegna hljótum við
að skoða þennan þátt mjög ítar-
lega og reyna að finna leiðir til
þess að komast hjá þessari förg-
unaraðferð.
En kerbrot verða alltaf
vandamál ef menn hafa álver
yfirleitt.
Kerbrotin eru vandamál og
eftir því sem mér skilst eru menn
um allan heim að velta fýrir sér
hvemig megi standa betur að
förgun kerbrota.
Finnst þér að aðrir stóriðju-
möguleikar en álver hafi verið
kannaðir nægilega vel, mögu-
Ieikar sem hafa minni mengun í
för með sér? Við vitum að álver
er mjög mengandi verksmiðja.
Ég er alveg sammála því að
álver er vond verksmiðja að því
leyti. Ég viðurkenni að ég hef
kannski ekki nægileg rök til að
halda því fram að aðrir möguleik-
ar hafi verið kannaðir nægilega
vel. Ég hef oft áður gagmýnt að
menn hafi ekki leitað nógu vel að
meira aðlaðandi stóriðjukosti. En
það virðist því miður svo að þetta
sé eini kosturinn sem við höfum
þessa stundina.
Liggur okkur lífið á?
íslendingar sjá það blasa við
sér að það hefúr orðið gífurlegur
samdráttur hér, atvinnutækifær-
um hefur fækkað vemlega og við
þessi fámenna þjóð erum í erfið-
leikum. Svo það er ekki óeðlilegt
þótt allir reyni að auka ljölbreytni
í atvinnulífinu. Þetta virðist vera
fær leið og það er erfitt að standa
gegn henni, þótt það sé líka sárt
að sjá fram á þessa gífurlegu
aukningu á loftmengun. Ég viður-
kenni fúslega að ég er ekki
ánægður með það. Álver hlýtur
að vera slæmur nauðarkostur fýr-
ir íslendinga.
Hefurðu komið inn í ker-
skála í Straumsvík?
Já, já, ég hef nokkxum sinnum
komið þangað og það er ekki að-
laðandi vinnustaður að mínu viti.
Gætirðu hugsað þér að
vinna þar?
Nei, ég vildi helst vilja vera
annars staðar. En þó hafa orðið
þar nokkrar framfarir. Til dæmis
verður eftirlit með verksmiðjunni
nú miklu strangara. -gg
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. september 1990