Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 7
nú um stundir fer því íjarri að
Solzhenítsyn sé sá eini, sem efast
um eða telur óhugsandi að Sovét-
ríkin geti haldið áfram að vera til
sem sambandsríki þeirra 15 lýð-
velda, sem aðild eiga að þeim.
Sérstaklega þykjast margir sjá
framundan hættu á vaxandi
árekstrum Rússa/slava annars-
vegar og hinsvegar íbúa tyrk-
nesku og íslömsku lýðveldanna
suður frá.
I þeim lýðveldum magnast
íslamstrú í bland við þjóðemis-
hyggju og þessu fólki hraðfjölgar
á sama tíma og slövum fjölgar lítt
eða ekki, líkt og er annarsstaðar í
Evrópu. A síðustu mánuðum hafa
birst i blöðum skrif sovétríkja-
fræðinga, sem telja skynsamleg-
ast fyrir Rússa að stefna að skipt-
ingu sovéska sambandsríkisins
milli rétttrúnaðarkristinna slava
og íslamskra tyrkja - nokkumveg-
inn eins og Solzhenítsyn stingur
nú upp á.
ANC samþykkir aö
ræöa við Inkatha
Óttast að stjórnvöld hyggist nota óöldina sem
átyllu til að bæla niður starfsemi samtakanna
Forusta Afríska þjóðarráðs-
ins (ANC), helstu samtaka
suðurafrískra blökkumanna,
ákvað í gær að verða við þeirri
kröfu Mangosuthus Buthelezi,
ieiðtoga súlúska flokksins Ink-
atha, að forustumenn beggja
þessara aðila tækju upp við-
ræður sín á milli. Milli ANC og
Inkatha hefur verið fjandskap-
ur með miklum manndrápum
árum saman og síðan 12. ágúst
hefur sannkallað stríðsástand
ríkt í blökkumannaútborgum
Jóhannesarborgar vegna átaka
þeirra á milli. Um 760 manns
hafa verið drepnir í þeim viður-
eignum.
ANC, sem lítur á sig sem
samtök allra suðurafriskra
blökkumanna jafnt og raunar allra
suðurafrískra apartheidandstæð-
inga, hefúr til þessa opinberlega
neitað að taka upp viðræður við
Inkatha. Nú hefur hinsvegar kom-
ið ffam að viðræður milli aðila
þessara hafa farið fram með
leynd. ANC gerir ráð fyrir að
samninganefndir frá þeim báðum
taki þátt í opinberu viðræðunum.
I þeim nefndum verða þeir að lík-
indum báðir, Buthelezi og Nelson
Mandela, varaforseti ANC og
raunverulegur aðalleiðtogi sam-
takanna. En Buthelezi hafði ætl-
ast til að þeir Mandela ræddust
við einir.
Akvörðin um að ganga að
kröfu Inkatha um viðræður var
tekin á þriggja daga neyðarfundi
framkvæmdanefndar ANC, þar
sem ofbeldið í útborgunum var til
umræðu, sem og ráðstafanir þær
sem stjómvöld hafa nú gripið til í
þeim tilgangi að binda enda á
hryðjuverkin, að þeirra sögn.
Beitir stjómin til þess rækilega
vopnuðum her- og lögreglusveit-
um, sem á mánudag vom sendar
til útborganna, þar sem ófriðurinn
hefur verið mestur. Meðal ráð-
stafana sem yfirvöld hafa í hyggju
í þessu sambandi er að setja girð-
ingar með hárhvössum vír á milli
hverfa ANC- og Inkathaliða.
ANC heldur því fram að
raunvemlegi tilgangurinn með
þessum aðgerðum sé að bæla nið-
ur starfsemi ANC í útborgunum,
handtaka liðsmenn samtakanna
og innleiða á ný í raun neyðar-
ástandið, sem afnumið var ekki
alls fýrir löngu. Gera má ráð fyrir
að ótti ANC við aðgerðir þessar
hafi átt vemlegan þátt í því að for-
usta samtakanna ákvað að ganga
opinberlega til samningavið-
ræðna við óvini sína í Inkatha.
Vopnaðir liðsmenn Inkatha (Soweto - llklegt er að apartheidsinnar ( her og
lögreglu hafi rétt þeim hjálparhönd gegn ANC.
Illir andar
Malayandi Kamiagi, 24 ára
gömul verksmiðjustúlka í Pen-
ang, Malajsíu, lést á laugardags-
kvöld eftir að Kumara Goh Chin
Hock, 23 ára gamall miðill, hafði
hellt yfir hana steinolíu og kveikt
i. Gerði hann þetta til að reka út úr
stúlkunni illa anda, sem álitið var
að hún væri haldin. Faðir stúlk-
unnar og tvær systur vom við-
stödd og létu þetta gott heita, þar
eð miðillinn sagði þeim að stúlk-
an yrði jafngóð afbmnasámnum
á einum eða tveimur dögum. A
mánudagsmorgun, þegar engin
lífsmörk sáust enn á Malayandi,
hringdi fjölskylda hennar á lög-
regluna.
Fjðrða mesta verslunarveldið
Benelúxríkin þrjú, Holland,
Belgía og Lúxembúrg, hafa til at-
hugunar að reyna að komast í
klúbb „þeirra sjö ríkustu“, sem
halda leiðtogaráðstefnur annað
veifið og samræma viðhorf sín í
efnahagsmálum. I „klúbbnum"
em nú Bandaríkin, Japan, Vestur-
Þýskaland, Bretland, Frakkland,
Ítalía og Kanada. Framámenn í
Benelúxlöndum stefna að því að
þau gangi í þennan máttuga fé-
lagsskap sem einn aðili, verði
sem sé áttundi félagi „klúbbsins“.
Mark Eyskens, utanríkisráðherra
Belgíu, bendir á í þessu sambandi
að sameiginlega séu ríkin þijú
fjórða mesta verslunarveldi
heims. Ofar em aðeins Bandarík-
in, Japan og Véstur-Þýskaland.
20% grunnskóla-
nemenda þurfa
á sérkennslu
að halda
A Us eru um 2400 nemendur í
™ grunnskólum Reykjavíkur
sem þurfa á séraðstoð að halda í
námi og eru þá undanskildir
þeir nemendur sem sem sækja
sérdeildir og sérskóla vegna
fötlunar. Þessi nemendafjöldi
jafngildir því að um 17-18
grunnskólanemendur af hverj-
um 100 þurfi á sérkennslu að
halda.
Samkvæmt mati stjómenda
gmnnskóla borgarinnar sl. vor er
þörfin fyrir sérkennslu um 4100
kennslutímar á viku, en mennta-
málaráðuneytið úthlutar þeim að-
eins 3100 vikustundum til sér-
kennslu. Af þessu má ljóst vera að
þörfinni fyrir sérkennslu er langt í
frá að vera fúllnægt.
Að sögn Aslaugar Brynjólfs-
dóttur, fræðslustjóra i Reykjavík,
er erfitt að segja til um hver þörf-
in er nákvæmlega, enda er hún
breytileg og í stöðugu endurmati.
-Það er þó alveg ljóst að sam-
kvæmt þessu mati stjómenda
gmnnskóla borgarinnar er þörf
fyrir mun fleiri tíma til sérkennslu
en nú er.
Stór hluti á viö
lestrarörðugleika
að etja
Áslaug sagði að stór hluti
þeirra nemenda sem þyrflu á sér-
kennslu að halda ættu við lestrar-
örðugleika að etja.
- Það má reikna með því að
um 10- 12% nemenda eigi í
strögli við lesturinn, sagði Ás-
laug.
- Sem betur fer eiga ekki allir
þessir nemendur við stórvægileg
vandamál að glima, en það em þó
nokkrir sem eiga í alvarlegum
örðugleikum með leslurinn.
Aslaug sagði að þar við bætt-
ist að rekja mætti sérkennsluþörf
fjölmargra nemenda til félags-
legra og tilfinningalegra þátta og
hegðunarvandamála sem oft væm
afleiðing en ekki orsök fyrir
vandamálum nemenda í námi. -
Baminu þarf að líða vel svo það
geti nýtt hæfileika sina til náms og
starfs, sagði Áslaug.
Þörfin mest í
Reykjavík
- Reykjavík var alltaf sér á
báti hvað sérkennsluna varðar.
Fyrir nokkram árum var tekinn
upp sá háttur að nota ákveðið
margfeldi af nemendatölunni til
að ákvarða kennslustundafjölda
til sérkennslu. Síðan hefur vand-
inn hlaðist upp í Reykjavík, sagði
Arthúr Morthens, sérkennslufull-
trúi hjá Fræðsluskrifstofú Reykja-
víkur.
Hann sagði að menntamála-
ráðuneytið miðaði við ákveðinn
stuðul þegar reiknaður væri út sá
tímafjöldi sem félli í hlut hvers og
eins. Samkvæmt tillögu nefhdar
um skipulag sérkennslu var upp-
haflega ráð fýrir gert að tímafjöld-
inn réðist af stuðlinum 0,29 á
fýrstu 1700 nemenduma og 0,25 á
nemendur þar umfram. I meðferð
ráðuneytisins var hins vegar
ákveðið að miða við stuðlana 0,25
og 0,23.
- Hefði verið farið eftir tillög-
um nefndarinnar hefði það þýtt að
gmnnskólum borgarinnar hefði
verið úthlutað 3500 kennslustund-
um á viku í sérkennslu í fýrravet-
ur í stað 3100 tímum. Það sér hver
heilvita maður að með þessu móti
dregst Reykjavík óhjákvæmilega
aftur úr öðmm fræðsluumdæmum
þar sem nemendur em mun færri
og skólar minni, sagði Arthúr.
Áslaug sagði að ýmisleg rök
mætti færa fýrir því, að sér-
kennsluþörfin væri meiri í
Reykjavík en úti á landi.
- Reykjavík er orðin hálfgild-
ings stórborg með öllum þeim
kostum og göllum sem því óhjá-
kvæmilega fylgir. Þar af leiðandi
er nokkuð víst að félagsleg vanda-
mál em hér meiri. Þá má nefna að
oft á tíðum hafa foreldrar þeirra
bama sem eiga við einhver vand-
kvæði að etja afráðið að flytjast til
í BRENNIDEPLI
Sérkennslan eins og
íhlaupavinna. Um 200
kennarar í grunnskól-
um borgarinnar gripu
í sérkennslu sl. vetur.
Þar af kenndi helm-
ingurinn innan við
fimm stundir á viku í
sérkennslu. Aðeins 40
menntaðir sérkennar-
ar í Reykjavík
Reykjavíkur þar sem auðveldara
er um vik að leita þeirrar sérfræði-
aðstoðar sem böm þeirra kunna að
þurfa á að halda.
Af þessum sökum er ekki
óeðlilegt að ætla sem svo, að þörf-
in fýrir sérkennslu sé meiri hér í
Reykjavík en víða annarsstaðar,
sagði Áslaug.
Klipiö af
sérkennslukvóta
Að sögn Arthúrs Morthens er
ekki allt sem sýnist með sér-
kennslukvótann. -Það er ekki nóg
með að hann sé skorinn svo við
nögl að ekki svari þeirri þörf sem
er fýrir hendi, heldur er af honum
klipið á ýmsan hátt.
Hann sagði að af þeim tímum
sem úthlutað væri til sérkennsl-
unnar væri tekið til annarrar
kennslu en þeirrar sem gæti talist
með réttu til sérkennslu. -Af þess-
um tímum er tekið til sjúkra-
kennslu og til sérstakrar kennslu
þeirra bama sem koma erlendis
frá og eiga í erfiðleikum með að
ná tökum á íslensku. Þegar á allt
er litið em ekki nema um 2900 til
3000 kennslustundir á viku sem
fara til hinnar eiginlegu sér-
kennslu, sagði Arthúr.
Á þessu hausti em milli 30 og
40 böm sem koma erlendis frá og
setjast á skólabekk í grunnskólum
borgarinnar.
Áslaug sagði að víðast hvar
þar sem hún þekkti til væri sérstök
fjárveiting ætluð til tungumála-
kennslu þeirra bama sem kæmu
frá útlöndum mállaus eða illa tal-
andi á tungu viðkomandi lands. -
Hins vegar hefúr hér verið tekið af
sérkennslukvótanum til þessara
þarfa. Þetta stendur vonandi til
bóta á næsta fjárlagaári, sagði Ás-
laug.
Gæluverkefni
skólastjóra
- Það verður því miður að
segjast eins og er að skólamenn
hafa lengst af sýnt sérkennslunni
lítinn skilning. Og dæmi em til
um það að einstaka skólastjóm-
endur hafi notað af sérkennslu-
kvótanum til sérstakra gæluverk-
efna, s.s. uppsetningar tölvuvers,
eða þá látið kennara hafa sér-
kennslutíma án þess að eflir því
væri gengið að sú kennsla væri
innt af hendi, sagði Arthúr.
Hann benti einnig á að ýmsir
hafi talið að skipulag sérkennslu-
mála væri ekki upp á marga fiska.
- Þetta stendur þó til bóta.
Fræðsluskrifstofumar fýlgjast
mun betur með því en áður hvort
og hvemig sérkennslunni er hátt-
að í hveijum skóla.
Sérkennarar ekki
á hverju strái
Það er þó fleira sem bjátar á í
sérkennslumálunum en naumt
skammtaður tími. Samkvæmt
skýrslu ættaðri úr menntamála-
ráðuneytinu er mikill skortur á
sérmenntuðum kennurum til sér-
kennslu. Árið 1984 vantaði um
400 menntaða sérkennara til
starfa við grannskóla landsins.
I fýrra vetur vom sérkennarar
með tilskilda menntun 40 talsins
við gmnnskóla Reykjavíkur, en
allt í allt vom um 200 kennarar
sem höfðu meiri eða minni sér-
kennslu með höndum. Þar af
kenndi um helmingurinn frá ein-
um upp í fimm stundir í sér-
kennslu á viku. - Sérkennslan hef-
ur verið eins og íhlaupavinna sem
er mjög miður, því að hér er um
mjög sérhæfða kennslu að ræða
sem krefst kennslukrafts með til-
skilda menntun. Bömin eiga fulla
heimtingu á því að fá þá tilsögn
sem þau þarfnast, sagði Arthúr
Morthens.
-rk
Föstudagur 21. september NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7