Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 11
Hugsjónir, hagsmunir Fyrr í sumar skxifuðust þeir Helgi Hálfdanarson og Þorsteinn Gylfason á um það, hvort eitthvað væri eftir bitastætt af vinstri og hægri í pólitík. Þorsteini fannst það næsta lítið. Satt best að segja vildi hann leggja flokkana niður, enda væru þeir skoðanalausir og hugsjónalausir. Þessu viðhorfí andmælti ég í pistli hér í blaðinu (20sta júlí). Eg rakti nokkur dæmi um það, að þótt flokkar hefðu yf- irleitt þróast í miðjuátt allir, þá hefðu þeir meir en nóg að takast á um. Ég ætla ekki að endurtaka þau dæmi hér, en bæta því við, að það gleymdist í greininni að leggja áherslu á þetta hér: Flokkar eru nauðsyn, ekki vegna þess að þeir standi sig vel eða séu ýkja merkilegir, heldur blátt áfram vegna þess að það sem gæti kom- ið í staðinn fyrir þá svo bót væri að hefiir ekki verið fundið. Þeir hinir og við Þorsteinn Gylfason svarar þessum pistli mínum í Morgun- blaðinu nú á laugardaginn (15. september). Hann minnir m.a. á það, að ég hafi tiltekið vaxandi stéttaskiptingu í Bretlandi sem röksemd fyrir því að ílokka er þörf og telur að frú Thatcher og hennar hægrimennska eigi litið erindi inn í umræður um flokka- kerfi á Islandi. Þetta er rangt hjá Þorsteini. Þegar hægrimenn hér- Iendir lýsa pólitík breska Ihalds- flokksins sem sinni fyrirmynd, þá eru þeir að boða skýrari átök um vinstristefnu og hægristefhu hér á landi (við erum alltaf að herma eftir einhverjum). í annan stað: Við höfum miklu betri og áreið- anlegri heimildir fyrir vaxandi stéttaskiptingu og kjaramun í Bretlandi en hér heima - en það þýðir ekki að sú þróun eigi sér ekki stað einnig hér. Að minnsta kosti verður ekki betur séð en for- stjórar og bæjarstjórar hérlendis standi sig vel í þeirri sjálfsaf- greiðslu kjarabóta sér til handa sem ekkert kemur afkomu fyrir- tækja eða bæjarfélaga við. ( A laugardaginn var röktum við hér í blaðinu ágæta lýsingu eins af tals- mönnum breska Verkamanna- flokksins á því, hve rækilega menn ganga fram í slíkri „þjóðar- sátt“ í ríki Margrétar Thatcher). Hugsjónin sem hvarff En nú er komið að því sem mestu varðar í þessu tilsvari hér. og flokkar Þorsteini Gylfasyni finnst að við Helgi Hálfdanarson báðir ger- um fullmikið úr því að mismun- andi hagsmunir manna séu helstar forsendur flokkakerfis. Um þetta segir Þorsteinn svo: „Þegar ég les þetta hagsmuna- þref spyr ég sjálfan mig aftur og aftur: hefur ekki tapazt orð úr málinu? Skiptu memi sér ekki einhvem tíma i flokka út af hug- sjónum en ekki út af hagsmun- um? Satt að segja er ég alinn upp við það... En þeir Ámi og Helgi vilja ekkert af slíku vita“ hræsni eða hann er skrýtinn, út úr kú. Viljum við ekki af hugsjónum vita? Ekki segi ég það nú kannski. Hitt er annað mál að maður vill helst ekki vera að leggja göfugt orð eins og hugsjón við hégóma heldur dauflegan pólitískan hvunndagsleika nú um stundir. Hér við bætist, að ef einhver hef- ur hátt um hugsjón nú til dags, þá glápa menn á hann forviða eins og hann hafi dottið inn á sviðið frá allt annarri öld. Hann er eins og kristinn maður sem tekur upp á því að taka guðspjöllin alvarlega mitt í sérgóðri og sigursælli markaðshyggjunni: annaðhvort er hann sak- aður Framtíðarsýn og jarðsamband Fleiri em aldir upp við það að hugsjón sé til en Þorsteinn Gylfa- son, þó nú væri. Sérhver vinstri- hreyfing sem gekk gegn ríkjandi siðum og mati í samfélaginu var vitaskuld snúin saman úr tveim þáttum. Hugsjón og hagsmuna- þrefi. Hugsjónin hélt mönnum vakandi fyrir því hvert þeir vildu stefha, hvaða markmið þeir settu sér, hún „helgaði“ með nokkrum hætti þeirra lífsstrið og kröfúgerð. Hagsmunagæslan hélt mönnum svo við jörðina, að þeir gleymdu ekki samtíðinni og hennar við- fangsefhum, í hug-sjón, í því sem þeir sáu fyrir sér og ekki var orð- ið. Hnignun stjómmála og þá sérílagi vinstriflokka tengist svo við það, að hugsjónaþátturinn rýmar - meðal annars vegna þess að uppskera byltinganna kemur óorði á stórfellda tilraimastarf- semi í þjóðfélaginu. Hugsjón verður í huga manna sama og út- ópia, og útópían reynist í ýmsum dæmum blátt áfram hættuleg. Eftir stendur hagsmunagæsl- an, sem á sér þá réttlætingu að hana megi tengja við réttlætiskröfu. En einhliða hags- Bergmann munaróður hefur Arni líka þær aukaverkanir, að sundra fólki (og þá launafólki) upp í hópa, þar sem hver öfúndar annan af mikilli heift. Það er svo erfitt og vanþakklátt hlutverk svo- nefndra verklýðsflokka að reyna að finna einhvem samnefhara í hagsmunaslagnum sem dugað gæti og unnið gæti gegn sundur- virkninni. Þeir standa sig vitan- lega illa í þessu - en ef þeir ekki reyndu mundum við uppskera enn harðari slag allra gegn öllum. Við erum staddir núna ein- hversstaðar á því „hegelska" ferli að menn segja: Það sem ER er skynsamlegt og þar með rétt. Heimskulegt blátt áfram að trufla það raunsæi með hugsjónabrölti. Slíkir tímar vilja helst ekki af hugsjónum vita: en auðvitað tóra þær hér og þar og auðvitað munu þær sækja næringu í gamlar og nýjar spumingar inn forréttindi og kúgun, um Mammon og menningu, um þjóðríki og meng- un - svo fátt eitt sé talið. Einn maður, eitt málefni I grein sinni í Morgunblaðinu finnur Þorsteinn Gylfason að því að ég hafi sleppt því að ræða „helsta nýmælið“ sem hann sjálf- ur kom með í umræðuna. En það var að við stofnuðum marga nýja flokka sem gætu fylkt sér um ein- staklinga eða þá um málefni. Má vel vera. En í fyrsta lagi: Fátt er jafh ókræsilegt og flokkur sem stofnaður er um einn „dugn- aðarfork“ og nægir þar að vísa í Albert Guðmundsson og Borg- araflokkinn hans. Það fordæmi gefur til kynna að svoddan brölt muni aðeins gera pólitíkina og umræðuna enn dauflegri og lág- kúrulegri en þær systur þó em. Aftur á móti getur það vel verið að „eins máls flokkar“ eigi tölv- erða framtíð fyrir sér. Sá sem finnur sér sæmilega stórt og heitt mál, hann mun um leið eiga tölv- erða möguleika til ná til sín um stund lausgangandi kjósendum. En hitt gæti verið að slíkir flokkar eða framboð breyttu lítt heildar- myndinni og flokkakerfinu. Vegna þess að fólk er óþolinmótt og bráðlátt og missir fljótt áhuga á „málinu eina“ og hleypur yfir til þess sem næst tekur upp þann möguleika að vera spánnýr í hinu pólitíska litrófi. Á meðan hinir grónu flokkar skipta „málefninu“ á milli sín og laga það hver að sínu hugarfari (eins og verið hef- ur að gerast með hugmyndir grænu flokkanna á seinni árum). Flokkurinn Eini Nú skal hér við bæta einu at- riði enn. Þegar menn byija sinn söng um eymd flokkakerfisins og hinna íslensku stjómmálaflokka, þá lenda þeir óvart í þeirri stöðu að greiða götu stærsta stjómmála- flokksins, Sjálfstæðisflokksins. Náttúrlega ekki vegna þess að það hafi verið þeira ætlun. Heldur vegna þess hvemig hin pólitíska staða er í þessu landi. Staðan er sú, að Sjálfstæðis- flokkurinn er langsamlega öflug- astur flokka. Hann er sjálfúr hall- ur undir flokkshyggju af því tagi sem hefúr víst verið kölluð kor- poratíf. Morgunblaðið lýsir henni með þeim orðum, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé hinn eðlilegi vett- vangur málamiðlana í þjóðfélag- inu. Næsta skref í þeim málflutn- ingi er vitanlega að telja aðra flokka óþarfa, einhverskonar aukatígulkónga í spilinu. Eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn sem vettvangur málamiðlana, flokkur allra flokka, flokkur allra stétta, og lýtur mönnum sem í vaxandi mæli líta á pólitik sem verkefni sérhæfðra „valdtækna“. En þegar svo er komið, að „valdtæknamir“ ráða og allt and- óf er gufað upp í skoðanaleysi og nauðhyggju, þá er þjóðfélagið siðferðislega dautt. Nánar geta menn lesið sér til um það hjá þeim mæta forseta Vaclav Havel sem er einn þeirra manna sem af mestum ágætum velta fyrir sér stjómmálum og siðferði um þess- ar mundir. Föstudagur 21. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.