Þjóðviljinn - 21.09.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Síða 12
Snemma einn morgun í vik- unni hittust syfjaðir blaðasná- par uppi á þriðju hæðinni í Sjónvarpinu. Lista- og skemmtideild kallaðist deildin á þeirri hæð lengi, og gárungam- irtöluðu alltaf um LSD. Nú heit- ir hún einfaldlega Innlend dag- skrárdeild, IDD. Þar ræður ríkj- um Sveinn Einarsson, og hann erum við komin til að hitta. Til- efnið er gerð sjónvarpsmyndar eftir sögu Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, Litbrigðum jarðar- innar, sem gefin var út árið 1947. Brjálaður bylur Sjónvarpið býður frétta- og blaðamönnum í bíltúr austur í sveit til að fylgjast með síðustu tökum myndarinnar. Kristín Ema Amardóttir er framkvæmdastjóri verkefnisins og hún ekur okkur austur. Sveinn Einarsson slæst í för með okkur og styttir ferðina með kímni- og hrakfarasögum af kvikmyndatök- um utandyra á Fróni. Auk þess segir hann okkur undan og ofan af frá verkefninu, sem er það stærsta sem Sjónvarpið ræðst í á þessu ári. Hann rekur stuttlega sögu- þráð myndar og bókar, og upplýs- ir okkur um það hverjir vinni við myndina. Þegar kemur upp á heiði skellur á blindbylur, og það litla sem sér út er allt hulið hvítri snjó- breiðu. Blaðamenn banka í úrin sín til að athuga hvort þau hafi nokkuð stöðvast um nokkrar vik- ur. En það fer ekki milli mála, vetur konungur hefúr sloppið inn um bakdymar og læst haustið úti. Sveinn segir okkur að sagan gerist á einu ári og árstíðimar skipti miklu máli, nú sé einmitt verið að taka haustsenumar, og fram til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. (Eða þar til óheilla- krákumar úr fjölmiðlaheiminum sýndu á sér fararsnið úr bænum.) Við forum bara fetið, segir Sveinn þegar bíllinn rásar næst- um út af veginum. Hægt og ró- lega er ekið yfír heiðina og við horfum agndofa á allan snjóinn. Þegar komið er til Hveragerð- is hefur hætt að snjóa og þar virð- ist allt í haustfarinu, fram hjá Hestfjalli liggur leiðin og það er hvítt niður í rætur. Þegar komið er að Flúðum fer hann aftur að hvessa, og þegar við finnum kvik- myndaliðið skammt frá bækistöðvum þess að Flúð- um húkir það í snjógöllum inni í bíl. Engar tökur í dag, því miður. Ekki þýðir að sýta það, við fáum kaffí og flatkökur (eða flatbrauð) með hangi- kjöti og osti. Þetta er nú ekki svo slæmt. Leikarar, töku- menn, leikmyndamenn og leikstjóri, allir lokaðir inni í bll með blaðamönnum, svo það er hægðarleikur að pumpa liðið um myndina, gang hennar, söguþráð og persónur. Dramb er falli næst Fyrst á bekkinn er ung leikkona, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með annað aðalhlutverkið í Lit- brigðum jarðarinnar. - Ég leik Sigrúnu Maríu, sem er sveitastúlka á Suður- landi. Hún telur sig til fínna fólksins í sveitinni, og er fremur stór með sig. Hún kynnist ungum manni, Mumma, sem henni finnst ekki nógu góður handa sér, og vonar að einhver komi og dragi hana upp úr lognmollu sveitarinnar. Sigrún María væntir þess, að hennar biði meira spennandi líf, en hún notar ekki tækifærið þegar það gefst. Þegar hún loks vill Mumma, þá vaknar hann upp við vondan draum og sér í gegnum hana, hversu lítilfjörleg hún í rauninni er. Vinnan við myndina hefúr gengið vel, og verið ánægjuleg í alla staði. Tökumenn I klakaböndum. Við vélina stendur Páll Reynisson kvikmyndatökumaður, sitjandi og reykjandi í norpunni em þeir Gunnþór aðstoðartökumaður og Ingvar skrifta. Tombóluballiö erfiðast Ágúst Guðmundsson leikstýr- ir myndinni, og skrifaði jafhframt handritið. - Ég tók snemma þá stefnu að fylgja sögunni nokkuð vel eft- ir, og bæti litlu við hana. Sagan er Útitaka sett á svið svo feröin hafi nú ekki verið til einsk- is fyrir pressuna. Einmitt þama átti að mynda daginn sem snjóbylurinn setti strik I reikn- inginn. i 12 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.