Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Blaðsíða 15
HELGARMENNINGIN Teiknimynahetjan Dick Tracy holdi klædd. Warren Beatty fer með hlutverk Dicks, og leikstýrir jafnframt myndinni, sem sló í gegn vestan hafs i sumar. Hann er á leiðinni Bíóborgin Dick Tracy Leikstjóri: Warrcn Beatty Handrit: Jim Cash, Jack Epps jr. Aðalleikarar: Warren Beatty, Ma- donna, A1 Pacino, Gienna Headley, Dustin Hoffman, Charlie Cosmo, Dick van Dyke, William Forsythe Við erum stödd inni í Ritz-klúbbnum, innréttingin er ekki eins og flestir eiga að venj- ast: rauður bar, rauð bólstruð hurð, rautt teppi og loftið krem- litað. Á sviðinu stendur fönguleg kona, Ijósið endurkastast af ljós- um lokkunum og svartur glans- andi kjóllinn er svo þröngur að það er eins og hann hafi verið límdur á hana og rauður varalit- urinn passar nákvæmlega við rauða innréttinguna. Hún er að syngja um hvernig hún nái alltaf í þann sem hana langi í. Manni finnst það ekkert skrítið. Við erum að horfa á teiknimyndina Dick Tracy, teiknimynd sem er óvenjuleg að því leyti að í henni leikur lifandi fólk. Þó að Dick Tracy sé teikni- myndahetja gengur hann ekki í bláum nærfötum og slá með staf- inn sinn framan á sér, hann keyrir heldur ekki batmobile né býr í helli. Hann er lögga sem gengur í gulum frakka; að vísu er hann með talstöð í úrinu, en þar enda tæknibrellurnar. Söguþráðurinn í Dick Tracy er klassískur, Tracy (Warren Be- atty) berst við handfýlli af bófum. Og þvflíkir bófar, þeir eru allir með gervi eða grímur svo að and- litin eru teygð og toguð eða tvö- föld, ýkjur teiknimyndanna vel útfærðar í sminki. Hér fer ekki á milli mála hverjir eru góðu og hverjir eru vondu gæjarnir. For- ingi bófanna er Big Boy Caprice, og óþekkjanlegur undir gervinu er einn frægasti bófi kvikmynd- anna, Guðfaðirinn A1 Pacino. Hann stýrir „fríðurn" flokki af fyrirtaks bófum sem kunna að fara með vélbyssur. Á meðan Tracy eltist við bófa eltast konur við hann. Tess True- hart (Glenne Headly, hún lék að- Götustrákurinn, sem ávinnur sér virðingu og væntumþykju hins harðsnúna lögreglumanns, í túlkun Charlies Kormos. alsvindlarann á móti Caine og Martin í Dirty Rotten Scound- rels) hefur verið kærastan hans óralengi og er alveg að gefast upp því sambandið virðist ekki ætla að þróast í neina rökrétta átt. Þá kemur til sögunnar erkiskvísan Breathless Mahoney (Ma- donna), glæsileg femme fatale (og jaðrar við glæp að skíra hana Másandi á íslensku) og reynir að tæla hetjuna með setningum eins og: þegar Tracy segist geta farið með hana á stöðina og látið hana svitna undir ljósunum, segist hún svitna betur í myrkri!!! En Tracy svíkur ekki elskuna sína, hann er nefnilega maður aldarlokanna fastur í teikniseríu frá fjórða ára- tugnum. Hann er töffarinn með mjúka hjartað og er meira að segja einstaklega góður við börn. Bamið í myndinni er The Kid (Charlie Cosmo), foreldralaus strákur sem vinnur hjarta Tracy og öfugt. Hið óvænta í myndinni er and- litslaus skúrkur sem enginn veit hver er eða hvern hann vinnur fyrir fyrr en í lokin, og ég ætla ekki að koma upp um hann. Það er Warren Beatty sem ber ábyrgð á þessari mynd, hann átti hugmyndina, fékk vini sína til að leika í henni og leikstýrir líka, fyrir utan það að hann leikur sjálfur hetjuna. En hann er ekki sá eini sem skín, allar persónur fá sinn skerf af sjarma og góðum tilsvörum. Samspilið milli hans, Headly og Cosmo er einstaklega vel heppnað, enda er Headly skemmtileg leikkona og strákur- inn er alveg yndislegur. Bófagengið lítur svo æðislega út að þeir þurfa svo sem ekkert að leika en gera það samt. A1 Pacino er vissulega hallærislegur, samt er maðurinn aldrei í vafa um hvað hann er hættulegur. Það er sér- staklega fyndið þegar hann rétt- lætir glæpina með því að vitna í menn á borð við Jefferson og Lincoln. Dustin Hoffman og Wil- liam Forsyth sem Mumbles og I Flattop áttu líka góðar senur. I Mér finnst ég alveg skilja af- hverju Madonna var valin í hlut- verk Breathless Mahoney og jsöngatriðin eru ansi smart, en þetta er samt ekki hlutverkið sem á eftir að gera hana að eftirsóttri kvikmyndaleikkonu. Þá er komið að aðalstjömu myndarinnar: sviðsmyndinni. Hún er æðisleg. Það eru bara not- aðir 7 litir, þannig eru allir rauðir litir sami liturinn osfrv. Sviðs- myndahönnuðir hafa heldur bet- ur átt glaðan dag þótt þeir hafi fengið tunglið lánað frá Moon- struck sviðinu. Allt í allt er Dick Tracy ágæt fjölskylduskemmtun og Beatty má bara vera ánægður með afrek- ið. SIF Formúla á bláþræði Laugarásbió Á bláþræði (Bird on a Wire) Leikstjóri. John Badham Aðalleikarar: Mel Gibson, Goldie Hawn Ein ömggasta kvikmyndasam- setningin vestanhafs núna er hin margnotaða spénnu-grínmynd. Til að gera hana ennþá öruggari er hægt að bæta smá rómantík í pottinn og hræra í þar til sýður. Síðan má krydda með spren- gingum, slagsmálum, ástar- leikjum og eltingarleikjum, á bfl- um, bátum, flugvélum, hjólum, eða tveimur jafnfljótum, og ef söguþráðurinn er slappur má nota þetta allt saman. Á bláþræði er ein af þessum formúlumyndum og um sögu- ráðinn er það að segja að þar er ara sleppt eltingarleik á bátum. Leikstjórinn John Badham hefur áður notast við þessa for- múlu. Það var 1987 í myndinni Stakeout með Richard Dreyfuss í aðalhlutverki. Stakeout vék þó að mörgu leyti frá formúlunni og var eiginlega asskoti skemmtileg, enda var handritið ágætt, skemmtileg samtöl og óvæntar uppákomur. Það er ekkert óvænt upp á ten- ingnum hjá Badham í þetta skiptið. Gibson leikur mann sem er í felum hjá FBI því hann kom bófa á bak við lás og slá. Bófinn er svo látinn laus og FBI maður- inn er svikari, og akkúrat þegar þeir eru að fara að drepa Gibson þá birtist gömul kærasta hans (Hawn) á BMW og bjargar hon- um. Trúiði þessu? Síðan er fyrir- sjáanlegur eltingarleikur á alls- konar tækjum en á milli þess sem allt er f botni hnotbítast skötuhjú- in elskulega, því þau hafa náttúr- lega elskað hvort annað í þessi fimmtán ár sem þau hafa ekki sést. Ástin er hvergi eins ábyggi- leg og í amerískum bíómyndum. Lokauppgjörið i dýragarðinum var dáldið sniðugt í byrjun en það dróst of mikið á langinn til að vera skemmtilegt. Gibson er tvímælalaust glæsi- legri Ástralinn sem ég hef séð (hinn er Paul Hogan) en hann sannar ekki hér að hann sé neitt æðislegur leikari. En það er nátt- úrlega ekki hægt að leika al- mennilega ef það er ekkert hand- rit til staðar. Goldie Hawn finnst mér einfaldlega vera of góð fyrir þessa mynd. Og er hún ekki orðin full gömul til að opna bláu augun sín og æpa í sífellu. Fyrir nú utan það að áður en hún hittir Gibson er hún eldklár lögfræðingur sem allir eru voða hræddir við. En hún er bara búin að vera nálægt Gibson í nokkrar mínútur þegar hún getur ekki tekið ákvarðanir um nokkum skapaðan hlut og æpir og skrækir af minnsta tilefni. Á bláþræði er bara mynd fyrir eldheita Gibson/Hawn aðdáend- ur og fyrir þá er bónusmaður sér nefnilega beran rassinn á þeim báðum! SIF Föstudagur 21. september 1990 nýtt HELGARBLAÐ - S(ÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.