Þjóðviljinn - 21.09.1990, Síða 16

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Síða 16
0 Elísabet Þorgeirsdóttir Af umburðarlyndi og hlátri Þegar ég sat við tölvuna um daginn að sjóða saman pistil- kom, spurði sonur minn 12 ára mig af hverju ég skrifaði ekki um það hvemig er að vera lesb- ía. „Þú segir bara að þetta sé al- veg eðlilegt, fólk elski bara hvort annað þó það sé af sama kyni,“ sagði hann. Ég var upp- tekin af einhveiju öðm efni og sagði honum það, en auðvitað hafði ég gaman að þessari ábendingu. Hún sýnir mér að hann skynjar að með þvi að skrifa í blöð er hægt að hafa áhrif. Hún sýnir einnig að hon- um fínnst þörf á að skýra fjöl- skylduform okkar út fyrir fólki. Sjálfur þarf hann að gera grein fýrir því í sínu lífi og hefur kannski fundist þörf á liðsinni, þó hæpið sé að félagar hans og vinir lesi pistil í Helgarblaði Þjóðviljans. Það kemst upp í vana að lifa eflir öðm lífsmynstri en almennt gerist. Maður hefur í raun aldrei lifað öðmvísi, en kemst þó ekki hjá því að finna að stundum truflar það aðra. Maður reynir að láta það ekki á sig fá, heldur sínu striki og sjálfsvirðingunni, - það er fyrir öllu. Og brátt hætt- ir maður að verða var við að um- burðarlyndið er ekki í hávegum haft alls staðar. En auðvitað má ekki gleyma því, að réttindabar- átta minnihlutahópa á enn langt í land og íjöldi verkefna liggur fyrir. Maður nennir bara ekki alltaf að vera í baráttu. Eða er baráttan kannski falin í því að halda sínu striki og láta eins og ekkert sé? Vonandi eykst svo skilningur og umburðarlyndi náungans smátt og smátt, sem myndí gera lífið mun auðveld- ara fyrir þau tíu prósent mann- kyns sem em fædd samkyn- hneigð. Enginn getur verið ham- ingjusamur ef hann þarf að bæla tilfinningar sínar til lengdar. Nýlega kom út bók um kyn- hegðun Islendinga þar sem fram kemur hvað hjón og sambúðar- fólk „gerir það“ ofl. í fréttum af þessu fengum við m.a. að vita að karlmenn telja sig hafa fmm- kvæði í yfir 90% tilvika og kon- um finnst yfirdrifið nóg að gera það átta sinnum í mánuði. Mér kemur það satt að segja mjög lítið við hvemig aðrir haga sínu kynlífi. Ég segi, eins og Jóna Ingibjörg sagði þegar Katr- ín Baldursdóttir á Rás 2 spurði hana hvort hún væri ánægð með þessa niðurstöðu: - „Mér finnst gæðin skipta meira máli en magnið.“ Katrínu virtist finnast hálf klént að gera það bara átta sinnum, og var komin í hasar- fféttamannsham. Jóna benti henni þá vinsamlega á að fólk gæti látið vel hvort að öðm miklu oftar, þó það kallaðist ekki að hafa samfarir. Þessi umfjöllun minnti mig óneitanlega á algengt viðhorf til samkynhneigðra. Vangaveltur um okkur snúast oftar en ekki um kynlíf og aðferðir, annað kemst ekki að. Hvemig fyndist ykkur ef þið hefðuð það á til- finningunni að alltaf væri verið að bijóta heilann um það hvað þið gerið i rúminu? En ég fékk aðra vinsamlega ábendingu um efni sem ég ætti að skrifa um í pistli. Það var ffá vinkonu minni sem býr á Rauf- arhöfn og var í borginni að birgja sig upp til vetrardvalar. Hún vildi endilega að ég skrifaði um hvað það er nauðsynlegt að hlæja. „Það er hreint og beint heilsubætandi, alveg nauðsyn- legt fyrir líkamann, og sálina auðvitað líka. Ef þú hlærð mikið áttu líka auðveldara með að gráta, sem er líka heilsubæt- andi,“ sagði hún. Ég er henni hjartanlega sam- mála. Ég man hvað mér fannst ómissandi að sitja fýrir ffaman sjónvarpið á laugardagkvöldum í vetur og horfa á 90 á Stöðinni. Það er eins og óhreinir vessar skolist burt við hressilegan hlát- ur. Ég er viss um að hlátur er yngjandi, enda er kona í Eng- landi víst orðin vellrik á nýju kerfi sem hún fann upp, þar sem andlitsvöðvamir em þjálfaðir og árangurinn lætur ekki á sér standa í unglegra útliti. (Ég las þetta í Pressunni fýrir hallarbylt- ingu og sel það ekki dýrara en ég keypti.) Auðvitað hlýtur að eiga að nota og þjálfa andlits- vöðvana eins og aðra vöðva og ómögulegt að hafa þá alltaf í einhverri hugsuða- eða fýlu- pokastellingu. Vinkona mín er stórtæk í hugsun og verki og hefur oft gert kraflaverk þegar hún hrind- ir hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Henni er frekar vel við suma núverandi ráðherra og kom með þá hugmynd að ríkis- stjómin veitti atvinnulausum leikumm styrk til að semja og flytja grin og gaman fyrir þjóð- ina, eins ofl og hægt væri. Það myndi fljótt skila sér í minni lyfja- og lækniskostnaði, sál- gæslu og sjúkrarúmum. Hún er sannfærð um þetta og ég kem því hér með á framfæri. Elsku vinur, fyrirgefðu okkur, grátbiðja frn Chandebise (Guðrún Gfsladóttir) og kvennabósinn, (Guðmundur Ólafs- son) hinn gmnnhyggna þjón Poche (Ami Pétur Guðjónsson) á Hótel Kisunóm, sem skilur ekki upp né niður f þvf sem fram fer...frekar en aðrir. Leiklist Vítamínssprauta í skammdeginu Margir muna vafalaust eftir Flónni. Ekkert leikrit sem Leik- félag Reykjavíkur hefur nokkm sinni sett upp hefur notið jafn- mikilla vinsælda. Það var fmm- sýnt í Iðnó í desember 1972 og gekk í þijú leikár fýrir fullu húsi. Nú fá „gamlir“ leikhúsgestir tækifæri til að endumýja kynnin við Flóna og þeir yngri tækifæri til að sjá hana í fýrsta skipti. Höfúndur farsans er Frakkinn Georges Feydeau, en þýðinguna gerði Vigdís Finnbogadóttir. Leikstjóri er Jón Sigurbjöms- son, en hann leikstýrði einnig áðumefndri uppsetningu sem sló í gegn fýrir næstum tuttugu ár- um. Til þess að fræðast nánar um verkið hitti blaðamaður Nýs Helgarblaðs hjónin Ragnheiði Tryggva- dóttur og Jón Hjartar- son, og dóttur Jóns, Helgu Brögu, en þau leika öll í gaman- leiknum. Jón Hjartar- son er meira að segja í sama hlutverki nú og fýrir seytján ámm eða svo. Um hvað fjallar Fló á skinni? Jón: Söguþráður- inn er svo flókin að ekki er nokkur leið að rekja hann. Sagan hefst heima hjá flnum Þú leikur nú eins og í fyrri uppsetningu Leikfélagsins hót- elstjóra Kisunóru Augustine Ferraillon. Finnst þér þessi uppsetning ólík þeirri fyrri? Það em fleiri í sýningunni nú sem vom einnig i þeirri fýrri, en ég er sá eini sem leikur sama hlutverkið. Má vera að ég sé eins og mubla sem dusta má af á 17 ára ffesti. Sjálfur hallast ég þó að þeirri skýringu að ég hafi verið fullungur í gamla daga. (Helga Braga skýtur því inn i að nú sé hann orðinn nægilega tuddalegur í hlutverkið.) Hótelstjórinn er uppgjafa- hermaður, og er eflaust nær þeim aldri sem ég er núna. Hvað uppsetninguna varðar þá er hún öðmvísi vegna þess að nú leik- að orði komast, og verði of öfgakenndir? Ragnheiður: Jón Sigur- bjömsson passar mjög upp á þetta í leikstjóm sinni. Helga Braga: Við reynum að gera þetta leikandi létt, og að gera ekki of mikið. Ragnheiður: Það er mjög auðvelt að skella á skeið, og gera hluti sem alls ekki eiga við. Leikstjórinn verður að hafa hömlur á leikumnum, það skipt- ir meginmáli. Helga Braga: Leikarinn verður að vera mjög nákvæmur og fara ekki út í einhveijar til- finningalegar túlkanir. Maður má ekki sleppa sér, en þetta er mjög skemmtilegt. Ég lék í Litlu fjölskyldufýrirtæki í fýrra, sem Ragnheiður Tryggvadóttir, Jón Hjartarson og Helga Braga Jónsdóttir eru sammála um að Flóin höfði ekki síður til áhorfenda nú en fýrir nær tuttugu árum. hjónum. Frúin er áhyggjufull af því hana gmnar að eiginmaður- inn sé að leita á önnur mið í kvennamálum. Hún trúir vin- konu sinni fýrir raunum sínum. Þær ákveða að leggja fýrir hann eins konar gildm, svívirðilega gildru, og þar með koma kon- umar af stað endalausri vitleysu og misskilningi sem þær botna að lokum ekkert í sjálfar. Þær em þá margflæktar í hana eins og flugur í köngullóarvef. Per- sónumar lenda inn á vafasömu hóteli þar sem ærslin ná há- marki. Hótel Kisunóra kallast það, og eins og segir í verkinu þá er það tæpast staður fyrir böm og gamalmenni. Spinnst svo flækjan alveg fram í bláendinn þegar hlutimir em orðnir mjög svo flóknir. Síðan er Iausnin, eins og oft er um flóknar skák- þrautir, einfold. um við í öðm og stærra rými. Það var erfitt að koma þessu stykki fýrir á sviðinu í Iðnó, eins og mörgum öðrum stómm verk- um sem við settum upp þar. Um- gjörðin verður við það stærri og kannski glæsilegri en í þá daga. Hitt er líka að leikstjórinn er bú- inn að setja upp verkið áður, og veit að hveiju hann gengur. Auk þess vom í fýrri sýningunni sjó- aðir gamanleikarar í aðalhlut- verkum, nú em það hins vegar ungir leikarar, sem ekki hafa leikið slík hlutverk áður. Og það er spennandi að fýlgjast með þeim og sjá hvemig sýningin þróast. Eg hef mjög gaman af því að fást við þessa tegund leik- listar. Er ekki rnjög krefjandi fyrir leikara að leika í farsa, m.a. af því að stundum er hœtt við að menn fari yfir strikið, ef svo má er kannski ekki alveg sambæri- legt. Það er fremur svört kómed- ía. Ég reyndi einnig absúrd leik- hús þegar ég var í Nemendaleik- húsinu í Sköllóttu söngkonunni. Ragnheiður: En það má segja að við ungu leikaramir höfúm alls ekki haft tækifæri til að sjóast í að verða reyndir gam- anleikarar eins og til vom héma í gamla daga þegar meira var leikið af försum eins og Flónni. Helga Braga: Verkið er byggt á stórkostlegum misskiln- ingi, og það er vel skrifað. Fars- ar eins og þessi em yndislegir, og flækjan er skemmtileg. En er mögulegt að smekkur áhorfenda hafi breyst frá því að Flóin sló í gegn i upphafi átt- unda áratugarins? Ragnheiður: Við veltum þessu mikið fyrir okkur á æf- ingatímanum. Fólk hefúr að- 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.