Þjóðviljinn - 21.09.1990, Page 17

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Page 17
 Farsinn Fló á skinni var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í gær Ragnheiður: Þetta gengur ekki út á „einn voða vitlaus“ fyndnina. Helga Braga: Eins og ég sagði þá eru það aðstæðumar sem eru svo skondnar, og þetta eru að- stæður sem maður gæti lent í sjálfur. Hvaða persónur leika Ragn- heiður og Helga Braga? Ragnheiður: Eg leik Luci- enne Homénides de Histangua, spænska hefðarfrú. Eg og Krist- ján Franklín Magnús, sem leikur afbrýðisaman eiginmann minn, lærðum spænsku fyrir verkið. Krakkar spyija mig oft hvort þetta sé bara bullmál sem við töl- um í sýningunni, en spænsku- mælandi áhorfendur heyra von- andi að svo er ekki. En Lucienne er sem sagt mjög fin frú. Það þýð- ir ekkert þúfnagöngulag þegar hún á í hlut. Við Ieikkonumar vorum fljótar að hætta að mæta í gallabuxum og strigaskóm á æf- ingar. Það skiptir miklu máli að andrumsloftinu sé komið til skila. Lucienne veinar ekki eða tjáir sig með hávaða, hún tekur frekar andköf af hneykslan. Það má segja um hana að hún verður allt- af meira og meira hissa, og enn meira hissa eftir þvi sem líður á. Helga Braga: Ég leik hana Eugénie, lata þjónustustúlku á Hótel Kisunóm. Hún er bara að hoppa þama um. Eugénie er ung og voða hissa líka. Þegar allt fer að riðlast, og sagan spinnst skilur hún lítið hvað er á seyði, hún er bara dúlla. Ragnheiður: Eins og leik- stjórinn sagði, það er enginn vit- laus, en það er svolítið löng í þeim taugin. Helga Braga: Áhorfandinn fmnur að hann er miklu gáfaðri en persónumar í verkinu og þá hlær hann. Jón: Eða eins og kona sagði við mig sem hringdi í dag, leikrit- ið er eins og vítamínssprauta í skammdeginu. Höfúndurinn Fey- deau þótti fyndnasti maður í París fyrir stríð. Farsar hans féllu vel inn i glaðværa stemmningu borg- arinnar þá. Eftir strið var þessi glaðværð horfin. Leikritið var ftumsýnt í París árið 1907, það féll svo í gleymsku eftir stríð, en undanfarin ár hefúr það víða ver- ið sett upp að nýju. Fló á skinni var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins i gærkvöldi. Auk þeirra leikara sem þegar hafa verið nefndir til sögunnar fer Ami Pétur Guðjóns- son með hlutverk Chandebise hefðarmanns og Poche vikapilts á hótelinu. Hina fögm og tor- tryggnu konu hans, Raymonde Chandebise, leikur Guðrún Gísla- dóttir, Þór Túliníus leikur Ca- mille hinn holgóma bróðurson Chandebise, og kvennabósann Toumelle, vin hins síðamefnda, leikur Guðmundur Ólafsson. Með önnur hlutverk fara þau: Ása Hlín Svavarsdóttir, Pétur Einarsson, Jakob Þór Einarsson, Margrét Ól- afsdóttir, Sigurður Karlsson og Steindór Hjörleifsson. Helga Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga, lýsingu annast Ögmund- ur Þór Jóhannesson. Önnur sýn- ing á gleðifarsanum er í kvöld, þriðja sýning er á laugardag og sú fjórða á sunnudag. Sýningamar hefjast kl. 20. BE Allt er farið úr böndunum á hótelinu. Einkaþjónn Chandebise kveinkar sér, en forviða þjónustustúlkan reynir af vanmætti að skilja hvað er á seyði. Helga Braga Jónsdóttir og Jakob Þór Einarsson í hlutverkum sínum f Flónni. Niðurstigann að baki þeirra röltir sönglandi vikapilturinn Poche, leikinn af Áma Pétri Guðjónssyni. Myndir. Jim Smart. gang að svo margvíslegri afþrey- ingu nú á dögum. Leikstjórinn var aftur á móti alltaf sannfærður um það að verkið höfðaði jafhmikið til áhorfenda nú. í fyrradag sann- færðumst við um það líka. Okkur var vel tekið á æfingu fyrir fúllu húsi, t.d. var þar stödd fjölskylda, amma, foreldrar og böm og allir skemmtu sér jafn vel. Við höfum einnig fengið góð viðbrögð hjá ungu fólki sem hefúr komið tals- vert á æfingar. Helga Braga: Böm niður í fimm ára öskra af hlátri. Það verður spennandi að fylgjast með viðtökunum. Það hefúr eiginlega ekkert á borð við þetta verið i boði. Mín kynslóð þekkir ekki farsa nema að takmörkuðu leyti. Héma áður fyrr var alltaf verið að sýna gamanleiki í gamla Iðnó, og Flóin er klassískur farsi. Ragnheiður: Mér þótti leik- urinn mjög skemmtilegur þegar ég sá hann unglingur, en ég var dálitið efins um að það álit stæðist. Strax á fyrsta leiklestrinum hins vegar skemmtum við okkur öll hið besta. Upp- bygging verksins er svo snjöll, ekki bara þessir flnlegu aldamótabrand- arar, heldur aðstæðumar allar. Helga Braga: Já, það eru einmitt þessar pínlegu aðstæður sem persónumar lenda í sem em svo hlægilegar. Ragnheiður: Margt það sem einu sinni hefúr þótt nokkuð gróft, þykir okkur nútímafólki fynd- ið, en á annan hátt en áður. Jón: Þetta er ails ekki gróf fyndni, heldur hlýlegur húmor. ai »• Föstudagur 21. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.