Þjóðviljinn - 21.09.1990, Síða 18

Þjóðviljinn - 21.09.1990, Síða 18
Sigur blasir við Gata Kamsky Ekki er það bara á íslandi að ung- lingar bjóða þeim eldri og reyndari byrginn. Undrabarnið Gata Kamsky er aftur í fréttunum sakir frábærrar frammistöðu á hinu virta móti í Til- burg í Hollandi. Þegar ólokið er fjór- um umferðum af 14 hefur Kamsky, sem er aðeins 16 ára gamall, hlotið 7 vinninga af 10 mögulegum og er einn í efsta sæti. Hann sigraði Vasily Ivant- sjúk í 10. umferð og gerði þar með vonir Ukraínumannsins um sigur í mótinu að engu. Kamsky hefur vinn- ingsforskot á Nigel Short sem hefur sótt sig mjög eftir slaka byrjun. Kamsky hefur verið í fararbroddi allt mótið, hefur unnið fimm skákir, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað einni skák. Staðan að loknum 10 um- ferðum: 1. Kamsky 7 v. 2. Short 6 v. 3. Ivant- sjúk SVi v. 4.-5. Andersson og Nikolic 4>/2 v. 6. Gelfand 4 v. + biðskák. 7. Seirawan 4 v. 8. Timman 3‘A v + biðskák. Kamsky hóf mótið með því að leggja Boris Gelfand. Þá kom jafn- tefli við Short og gat Englendingurinn þakkað fyrir þau úrslit því Kamsky átti auðunna stöðu. Jafntefli í 3. um- ferð við Ivantsjúk og þá sigur yfir Nikolic, Timman og Andersson. Kamsky gerði síðan tvö jafntefli við Seirawan og Gelfand og svo í 9. um- ferð tapaði hann sinni fyrstu skák fyrir Nigel Short. Er drengurinn að brotna? spurðu menn, og svarið kom í 10. umferð sem tefld var á þriðju- daginn. Vasily Ivantsjúk var hrein- lega rúllað upp, og þó aðeins skilji vinning Kamsky og Short er fátt sem bendir til þess að fyrsta sætið skipti um eigendur: 6. umferð: Ulf Andererson - Gata Kamsky Kóngsindversk vörn byggt upp >g e7-e5 en 1. Rf3 Rf6 2. d4g6 5. h3 0-0 6. c4 c6 3. Bf4 Bg7 7- Rc3 Rbd7 4. e3 d6 8- Be2 a6 (Svartur getur einnig stöou sína með - De8 og reynslan hefur sýnt að oft lifnar yfir svartreita biskupi hvíts eftir framrás- ina c4-c5.) 9. 0-0 b5 13. d5 Rb6 10. Hcl Bb7 14. e4 Rxc4 11. Rd2 bxc4 15. Bxc4 a5 12. Rxc4 c5 16. Hel (Einnig kom til greina að leika 16. De2. Staðan fær nú á sig yfirbragð Benony-varnar.) 16. .. Ba6 17. Bxa6 Hxa6 18. e5 Rd7 19. exd6 exd6 20. b3 Re5 21. Hc2 Hb6 22. Ra4 Hb4 23. Bxe5 dxe5 24. Hc4 (Hirði hvítur c5-peðið kemur 24. .. Hd4 og 25. .. Hxd5.) 24. .. Dd6 25. a3 Hxc4 25. bxc4e4! (Hvítur hótaði að leika 27. Rc3 með yfirburða stöðu. Peðsfóm Kam- sky er langbesti kostur hans í stöð- unni. Sennilega á Andersson að hirða þetta peð ,en hefur án efa óttast að eftir 27. Hxe4 Bd4! 28. Dc2 Df6! kæmi hann riddaranum aldrei í spil- ið.) 27. Dd2?! f5 28. Rc3 Bd4 (Peðamassinn á kóngsvæng og hin ógnandi staða biskupsins gefur Kam- sky betri möguleika, ekki síst vegna þess að Andersson var kominn í al- varlegt tímahrak.) 29. Rb5 De5! 30. Dxa5 f4 31. Dc7? (Mistök. Eina leiðin til að halda taflinu gangandi var að leika 31. Rxd4 cxd4 með tvísýnni stöðu þar sem möguleikar svarts verða að teljast betri.) Helgi Ólafsson „Þegar ég er dapur í bragði geng ég stundum út á götu og kaupi Rude pravo. Blaðið er svo sorglegt að maður fer ósjálfrátt að hlæja," segir hinn landflótta tékkneski stórmeistari Vlastimil Hort í viðtali eigi alls fyrir löngu. Hort sem aldrei hefur þótt bjartsýnn gat ekki órað fyrir falli kommúnista í Tékkóslóvakíu. En skjótt skipast veður í lofti og fyrir nokkrum vikum lauk í Prag 6-manna alþjóðlegu móti með þátttöku tveggja fyrrverandi Tékka, Horts og Lubomir Kavaleks, heimamannanna Ftacniks og Smejkals, Hollendingsins Timmans og Englendingsins Nigel Short. Timman sigraði, hlaut 4 vinninga af fimm mögulegum en Short kom næstur með 31/2 vinning. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, heilsaði upp á keppendur og tók eina skák við Bessel Kok stjórnarformann GMA, samtaka stórmeistara. Forsetinn reyndist liðtækur skákmaður og vann Í20 leikjum. Þessi mynd vartekin við þaðtækifæri: F.v.: Havel, Krizac ráðgjafi Havels, Lubomir Kavalek og Bessel Kok. 31. .. Bxf2+!! (Þrumuleikur sem Kamsky varð að hafa séð fyrir.) 32. Kxf2 Db2+ 33. He2 (Eftir 33. Kfl e3 34. He2 fær hvítur upp sömu stöðu og hefði hann leikið 34. Kfl - sjá næstu aths.) 33. .. e3+ 34. Kf3 (Andersson var í geypilegu tíma- hraki og virðist vera að tefla til sigurs. Svartur á vitaskuld jafntefli í hendi sér eftir 34. Kfl - og vinning líka! Með 34. .. Dcl+ 35. Hel e2+!! knýr hann fram sigur, 36. Kxe2 er svarað með 36. .. He8+ og 36. Kf2 strandar vitaskuld á 36. .. De3 mát) 34. .. Dcl! - Þessi Ieikur reyndist Andersson svo erfiður viðfangs að hann gat ekki komið sér að því að leika og féll á tíma. Þó Svíinn lendi iðulega í tíma- hraki fellur hann sjárasjaldan. At- hugun á stöðunni leiðir í ljós að erfið- leikarnir eru næstum óyfirstíganlegir 35 Kg4 er svarað með 35... Dxc4 sem hótar36. .. f3+ og36... Dxe2. Kann- ski er best að leika 35. Rc3 en eftir 35. .. Dxc3 er staða hvíts afar erfið viður- eignar þó hann geti barist áfram. Lítum svo á sigur Kamsky yfir Ivantsjúk úr 10. umferð. Ivantsjúk beitir fremur meinlausu afbrigði af spænska leiknum, en lendir þegar í stað í ómögulegri stöðu. Með 8. .. f5, vill hann koma í veg fyrir 9. f5 en fyrir vikið opnast allar gáttir á kónginn. Eins og sannur meistari skiptir dreng- urinn yfir í hagstætt endatafl þar sem lítill ávinningur, eitt peð, dugir til sig- urs. í lokastöðunni strandar 46. .. Kxh2 á 47. Kf2! o.s.frv. Skákina tefldi Ivantsjúk hálf kæruleysislega því hann notaði aðeins 25 mínútur á alla skákina en Kamsky 58 mínútur. Kamsky - Ivantsjúk Spænskur leikur 1. e4 e5 24. Bxd4 Hc2 2. Rf3 Rc6 25. Bxb6 Hxf2 3. Bb5 Rd4 26. Bxf2 Kg7 4. Rxd4 exd4 27. a4 Be6 5. 0-0 Bc5 28. a5 a6 6. d3 c6 29. Bd4+ Kf7 7. lia4 Re7 30. Kf2 Hc8 8. f4f5 31. Ila2 g5 9. Bb3 d5 32. Be5 Kg6 10. exd5 Rxd5 33. Ke3 Kh5 11. Hel+ Kf8 34. Kd2 Hg8 12. Dh5 g6 35. g3Kg4 13. Dh6+ Kg8 36. Kc3 Kh3 14. Rd2 Bf8 37. c3 d4+ 15. Dh3 Bg7 38. Kxd4 Hd8+ 16. Rf3h6 39. Ke3 Bxb3 17. Re5 Df6 40. Hb2 Bd5 18. Bxd5+ cxd5 41. c4 Bg2 19. b3 Kh7 42. Hb6 Bfl 20. Bb2 Db6 43. Hxh6+ Kg2 21. Df3 He8 44. d4 g4 22. Df2 Bxe5 45. c5 Bc4 23. Hxe5 Hxe5 46. Hf6 - og Ivantsjúk gafst upp. Hópurinn þrengist 8 sveitir standa eftir í Bikarkeppm Bridgesambandsins, að loknum tveimur umferðum. Eftirtaldir leikir eru framundan: Sveit Estherar Jakobsdóttur Reykjavík gegn sveit Forskots (Fjólu). Sveit S. Ármanns Magnússonar Reykjavík, gegn Ásgrími Sigur- björnssyni Siglufirði. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar gegn sveit Sigurðar Sigurjónssonar Kópavogi. Sveit Delta Hafnarfirði gegn sveit Samvinnuferða/Landsýnar Reykja- vík. Þessum leikjum skal vera lokið fyrir helgina 29.-30. sept. en þá helgi eru undanúrslit (4 sveita úrslit) fyrir- huguð. Liðsskipan þessara 8 sveita er eftir- farandi: Esther Jakobsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Hjördís Eyþórsdótt- ir, Ragnar Hermannsson og Svavar Björnsson. Forskot: Magnús Ólafs- son, Jón Þorvarðarson, Jón Baldurs- son, Aðalsteinn Jörgensen, Sigurður Vilhjálmsson og Valur Sigurðsson, S. Ármann: Ólafur Lárusson, Jakob Kristinsson, Hermann Lárusson, Óli Már Guðmundsson, Friðjón Þór- haljsson og Sigmar Jónsson. Ásgrímur, Bogi, Jón og Anton Sig- urbjörnssynir, auk þeirra Ólafs og Steinars Jónssona (synir Jóns Sig- urbj.) Tryggingamiðstöðin: Sigtrygg- ur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Hrólfur Hjaltason og Ásgeir P. Ás- björnsson. Sigurður Sigurjónsson, Júlíus Snorrason, Ómar Jónsson og Guðni Sigurbjarnason. Delta: Haukur Ingason, Jón S. Gunnlaugs- son, Gylfi Baldursson, Sigurður B. Þorsteinsson, Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson. Og Samvinnuferðir: Helgi Jóhannsson, Björn Eysteins- son, Guðmundur Sv. Hermannsson, Sverrir Ármannsson og Þorgeir Eyjólfsson. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar er nv. bikarmeistari BSÍ. Sævar Þorbjörnsson var kjörinn formaður Bridgefélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Jón Baldursson er varaformaður. Spila- mennska hjá félaginu hófst sl. mið- vikudag. Og spilamennska hjá Breiðfirðing- um í Reykjavík hófst í gærkvöldi og hjá Húnvetningum í Reykjavík sl. miðvikudag. Sumarbridge í Reykja- vík lauk sl. þriðjudag. Stigefsti spilari sumarsins varð Þröstur Ingimarsson frá Bridgefélagi Kópavogs, en hann hlaut yfir 500 meistarastig í sumar, sem er afbragðs góður árangur. Þátt- taka í Sumarbridge var frekar dræm og öllu lélegri en undanfarin sumur. Arnar Geir Hinriksson og Einar Valur Kristjánsson frá fsafírði urðu enn einn ganginn Vestfjarðameistar- ar í tvímenning. Þeir sigruðu með yfirburðum á móti sem spilað var á Tálknafirði um síðustu helgi. Guð- mundur Friðgeir Magnússon og Gunnar Jóhannesson frá Þingeyri urðu í öðru sæti. Keppnisstjóri var Kristján Hauksson. Eina íslenska parið sem komst í úr- slit á heimsmeistaramótinu í Sviss, þær Hjördís Eyþórsdóttir og Jacqui McGreal, höfnuðu í 31. sæti í heimsmeistaramóti kvenna. M. Branco og G. Chagas urðu heimsmeistarar í tvímenning í Opn- um flokki og er þetta í annað sinn sem Branco sigrar þetta mót, áður 1978 í New Orleans. Þeir félagar eru hluti af brasilíska landsliðinu sem er nv. ól- ympíumeistari í sveitakeppni. Heyrst hefur að ísland komi til greina sem mótshaldari í heimsmeist- aramótinu í sveitakeppni 1995 (Bermuda Bowl). Helgi Jóhannsson og Björn Eysteinsson, sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Sviss, notuðu tækifærið og áttu viðræður við for- ráðamenn alþjóðasambandsins og lýstu áhuga okkar á alþjóðlegu móta- haldi. Fulltrúar hinna Norðurland- anna studdu okkar menn í þessari við- leitni. Búast má við að stjórn alþjóða bridgesambandsins taki fljótlega ákvörðun um þetta mál. Rólegt var hjá Skagfirðingum sl. þriðjudag. Spilað var í einum riðli. Sigurvegarar urðu Magnús Sverris- son bronsstigakóngur og Rúnar Lár- usson. Næsta þriðjudag verður fram- haldið eins kvölds tvímennings- keppni. Sksorað er á bridgeáhugafólk að mæta. Spilað er í Drangey v/ Síðumúla 35 og hefst spilamennska tímanlega kl. 19.30. Bridgeskólinn er að hefja starfsemi sína að nýju, eftir sumarleyfi. Guð- mundur Páll Arnarson annast um- sjón. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 91-27316. Til stóð að spila bikarieik sveita Tryggingamiðstöðvarinnar og Sig- urðar Sigurjónssonar í gærkvöldi. Sá leikur ræður hvor sveitin kemst í und- anúrslit. Nánar síðar. Fljótfærni í vörn hefur létt mörgum sagnhafanum lífið. Ótrúlegustu samningar hafa unnist, þegar vörnin er ,,sofandi“. I 1. spili leiks sveita S. Ármanns gegn Verðbréfanna kom þetta spil fyrir: S:1082 H- T:KG1065 L:G9863 'S^KG^á Skiptir H:KDG4 ekki T.ÁD83 máli L:Á S-ÁD93 H:Á63 T:5 L:KD1073 Eftir opnun Suðurs á 2 laufum, dobl og 5 lauf hjá Norðri, pass, pass og dobl og allir pass, spilaði Vestur úr hjartakóng. Trompað í borðið og lítið lauf upp á ás. Hjartadrottning kom næst, hleypt heim á ás og tígli spilað (Spaða hent úr borði). Vestur sá enga ástæðu til að fara upp með ásinn (sá ekki einspilið hjá sagnhafa í tígli). Þá var kóng í tígli stungið upp, laufagosi tekinn og spaðatíu síðan hleypt yfir á gosa Vesturs. Þá kom tígulás, tromp- að heima, spaðaás og síðan spaða- drottning, sem Vestur lagði á og spaðanía sagnhafa var 11. slagurinn. Slétt staðið, 550 til S. Ármanns. Á hinu borðinu var spilaður sami samn- ingur, einn niður og 12 stig unnin. Annað dæmi: S:K93 H:D2 T:D109754 L:84 S:ÁG8 H:965 T:ÁK3 L:D1062 Eftir grandopnun hjá þér í Vestur, pass, pass og 3 hjörtu hjá Suður og 4 hjörtu hjá Norður, þá spilarðu út tígulás. Horfandi á blindan, læturðu næst smátt hjarta, lítið úr borði og tía og gosi hjá sagnhafa. Næst kom spað- asjöan frá sagnhafa. Áttan frá okkur og ... Eða hvað? Stöldrum aðeins við (með Stuðmönnum og Valgeiri). Af- hverju spaði frá sagnhafa í þessari stöðu? Hvað græðir hann á því? Við vitum jú, að sjöan er ekki einspil, því þá á félagi dömuna sjöttu í spaða og hefði seint passað grandið hjá okkur. Eina ógnunin í blindum er tígullinn. Hvað ef sagnhafi á drottningu, tíu og sjöu? Lítið frá okkur, nían úr borði, sem heldur, tígli spilað, trompað, inn á hjartadrottningu og enn tígull (sem brotnar fyrirsjáanlega 3-3) og spað- akóngur í blindum glottir á okkur, sem innkoma á frflitinn í tígli. Rétt, við látum gosann í spaða og stíflum þarmeð litinn. Ef hann gefur spilið, höfum við þó alltaf varnarræðuna til- búna í uppgjörinu á eftir. Og á góðum forsendum. 18 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.