Þjóðviljinn - 25.10.1990, Page 1
Finnbogi Jónsson
Lánum Rússum fyrir síldinni
Finnbogi Jónsson: Trúi því ekkifyrr en ég tek á því að Rússar standi ekki við gerða samninga. Jafnvel óhætt að lána þeim
fyrir síldinni í nokkur ár. Islendingar gætu misst af gríðarlega hagstæðum viðskiptum
Tilkynning Sovétmanna um
að þeir muni ekki geta
keypt 50 þúsund tunnur af salt-
síld sem þeir höfðu þegar samið
um að kaupa, hefur komið öli-
um hlutaðeigandi á óvart, enda
eiga íslendingar ekki öðru að
venjast en Rússar standi við
gerða samninga þó stundum
hafi gengið illa að koma þeim
heim og saman.
„Þetta eru auðvitað mjög
slæm tíðindi fyrir okkur eins og
aðra sem fengist hafa við söltun
sildar íyrir Rússa,“ segir Finn-
bogi Jónsson framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar h/f í Neskaup-
stað.
Hjá Síldarvinnslunni starfa að
jafhaði um 40 manns við saltfisk-
verkun og hefur þetta fólk einnig
haft vinnu við síldarsöltun. Finn-
bogi Jónsson telur að ekki muni
koma til atvinnuleysis hjá Norð-
firðingum vegna þessa, en verði
ekki af kaupum Rússa á saltsíld
að þessu sinni hefur það slæm
áhrif á hag fyrirtækisins meðal
annars vegna þess að búið er að
leggja í mikinn kostnað við undir-
búning, sem nýtist nú ekki sem
skyldi.
„Eg trúi því ekki fyrr en ég
tek á að Rússar standi ekki við
gerða samninga. Þar sem gjald-
eyrisskorti er um að kenna er
skiljanlegt að þeir séu tregir til að
kaupa meira en þeir hafa áður
samið um.
Ég tel alveg sjálfsagt að ríkis-
stjómin og Seðlabankinn láni
Rússum fyrir þessum kaupum.
Það er alveg óhætt að lána þeim
jafnvel í nokkur ár. Slík viðskipti
væru mjög þjóðhagslega hag-
kvæm og það er engin ástæða til
að ætla að þeir muni ekki geta
borgað siðar.
Breytingamar á stjómkerfinu
valda því að nú geta viðskipti við
Rússa ekki gengið fyrir sig á
sama hátt og áður. Þess vegna
þarf að kanna í hasti hvaða aðila
þarf að lána fyrir kaupunum.
Þetta verður Seðlabankinn og rík-
isstjómin að gera og það fljótt,
því annars missa íslendingar af
gríðarlega hagkvæmum viðskipt-
um. Það gerir minna til þó Rússar
hætti að kaupa frystan fisk, við
getum selt hann öðmm. Síldin er
hins vegar hrein viðbót. Fyrir
saltaða sild fæst að minnsta kosti
fimm sinnum meira verðmæti en
fyrir bræðslusild. Mismunurinn
er fyrst og ffemst vinnulaun og
þannig beinn þjóðhagslegur
hagnaður. Það er jafn dýrt að
veiða síldina hvort sem hún fer í
bræðslu eða salt. Það er því afar
óhagkvæmt að auka nú bræðslu
sildar á kostnað söltunar,“ segir
Finnbogi Jónsson.
hágé.
Tekjurfólks af slldinni gætu brugöist
algerlega. Mynd: Jim Smart.
Olíuslvsið
Landsbyggðin
Sjúkraflug
gæti lagst niður
Kostnaður vegna bakvakta við sjúkraflug að
sliga litlu flugfélögin
Sú staða gæti kornið upp hér
á landi að sjúkraflug legðist
niður. Astæða þess er sú, að
kostnaður sá sem litlu flugfélög-
in á landsbyggðinni þurfa að
bera vegna bakvakta flug-
manna, eru að sliga þau. Ríkið
tekur ekki þátt í þessum kostn-
aði, heldur borgar fyrir hvert
flug.
Þorsteinn Gústafsson skrif-
stofustjóri Flugfélags Austurlands
segir að þessi bakvaktakostnaður
sé um 3 miljónir á ári hjá þeim.
„Sjúkraflug er mjög stór þáttur í
okkar starfi og við fljúgum
120-170 sjúkraflug á ári. Við
leggjum í verulegan kostnað
vegna þessa sem við fáum ekki til
baka. Þetta er samfélagsleg skylda
sem við erum að sinna og við höf-
um gert kröfu til þess að ríkið taki
þátt í þessum kostnaði og höfum
átt viðræður við heilbrigðisyfir-
völd, en ekki fengið svör,“ segir
Þorsteinn.
Rekstur Flugfélags Austur-
lands gengur ekki mjög vel, og
Þorsteinn segir að ef ekki rætist úr
gæti komið til þess að þeir neydd-
ust til að hætta með bakvaktir
vegna sjúkraflugsins. „Það gæti
því farið svo að enginn flugmaður
sé tiltækur þegar á þarf að halda,“
segir Þorsteinn.
Sömu sögu er að segja af
Flugfélaginu Ömum á Isafirði.
Hörður Guðmundsson ffam-
kvæmdastjóri Ama segir að
kostnaður vegna bakvakta flug-
manna vegna sjúkraflugs sé um 5
miljónir. „Mér finnst eðlilegt að
rikið taki þátt í þessum kostnaði
eins og öðrum sem snertir þetta
mál. Það er mjög brýnt að það
verði gert,“ segir Hörður. ns.
Viðvörunum ekki sinnt
Starfsmenn Olís fengu ítrekaðar tilkynningar um lekann löngu áður en
dœling var stöðvuð. Agreiningur um viðbrögð milli Olís ogyfirvalda
Þegar ég tilkynnti Olísmönn-
um fyrst um oiíuna var
hnausþykkt lag af henni við
skipið hjá okkur. Mér leist ekk-
ert á þetta, en ég fékk engar
undirtektir hjá þeim. Ef þeir
hefðu brugðist við og stoppað
dælinguna hefði ekki svona
mikil olía þurft að fara í sjóinn,
segir Asmundur Sveinsson
stýrimaður við Þjóðviljann.
Ásmundur var stýrimaður á
olíuskipinu Kyndli mánudaginn
24. september, þegar tugir þús-
unda litra af svartolíu fóru í sjóinn
um gat á tærðri olíuleiðslu neðan-
sjávar. Þá var verið að dæla svart-
olíu úr sovésku skipi í tanka Olís.
Lögreglurannsókn á slysinu er nú
lokið og Ásmundur er meðal 14
aðila sem yfirheyrðir voru vegna
málsins.
Kyndill var að lesta gasolíu
hjá Olís þennan dag. Ásmundur
tilkynnti Olísmönnum um olíu-
mengun á svæðinu við Laugar-
nestanga fyrst klukkan hálf fjög-
ur, en siðast klukkan hálf fimm
siðdegis. Þó var dæling úr sov-
éska skipinu ekki stöðvuð fyrr en
klukkan átta um kvöldið. Það var
gert að tilstuðlan starfsmanna á
Héðni Valdimarssyni sem þá kom
til Reykjavíkur ffá Akranesi.
Ásmundur segir við Þjóðvilj-
ann að starfsmenn Olís hafi talið
að olian hlyti að vera frá öðrum
en Olís. Sjálfur segist Ásmundur
hins vegar ekki hafa verið í vafa
um hvaðan olían kom.
- Ég lét bara þá vita, enda
gekk ég út ffá að þeir myndu gera
eitthvað i þessu. Þeir hefðu getað
stöðvað dælinguna og tæmt
leiðsluna, segir Ásmundur.
I skýrslu sem lögreglan hefur
sent til ríkissaksóknara kemur
ffam að dæling var stöðvuð
klukkan 20.00 um kvöldið. Þá er
talið að 24 þúsund lítrar af svart-
olíu hafi verið í leiðslunum, en þó
var ekki reynt að hefta lekann fyrr
en um miðnætti þetta kvöld. Kaf-
ari bað um leyfi til þess að fara að
leiðslunni fyrr um kvöldið, en
starfsmenn Reykjavíkurhafnar
komu í veg fyrir það. Jafhffamt
vildu starfsmenn Olís tæma
leiðsluna með því að skjóta sjó í
hana, sem kallað er, en það var
heldur ekki gert. Ljóst er að
starfsmenn Olís annars vegar og
starfsmenn hafnarinnar og Sigl-
ingamálastofhunar hins vegar
voru alls ekki sammála um hvem-
ig bregðast átti við þama um
kvöldið.
Eins og kom fram í Þjóðvilj-
anum í gær telur Ævar Petersen
fuglafræðingur að 500-1000 fugl-
ar hafi orðið olíubrák að bráð dag-
ana eftir slysið.
Lögreglurannsókn á slysinu
fór fram að beiðni hafnaryfirvalda
í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu er hægt að fullyrða að 26
tonn af svartolíu hafi farið í sjóinn
um gat á leiðslu sem legið hafði í
sjó í fjögur ár. Eins og fram hefur
komið var leiðslan mikið tærð
vegna ónógrar tæringarvamar og
mistaka.
Dæling úr sovéska skipinu
hófst skömmu eflir hádegi. Sam-
kvæmt skýrslu lögreglunnar leið
mjög skammur tími þar til menn
urðu varir við olíu í sjónum, en
sem fyrr segir hélt olía þó áffam
að leka í sjóinn til miðnættis. Yf-
irvöldum var ekki gert viðvart
fyrr en um kvöldið og lögreglu
var ekki tilkynnt um slysið fyrr en
daginn eftir.
-gg
Munið happdrætti Þjóðviljans