Þjóðviljinn - 25.10.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin Ofbeldisglæpum hraðfjölgar Glœpafrœðingar kenna um m.a. eiturlyfjum, niðurníðslu í slömmum ogþví hve auðvelt er að komastyfir skotvopn Sjálfboðaliðar í baráttu gegn eiturlyfjum f New York taka eiturfyfjasala fastan - farið að tala um að láta herinn skakka leikinn f stórborgunum. Morðum, ránum og nauðg- unum fjölgaði að talsverð- um mun í Bandaríkjunum á sex fyrstu mánuðum ársins, miðað við fyrri hluta s.l. árs. Nauðgun- um og tilfeilum saknæmrar kynferðishegðunar fjölgaði um tíu af hundraði, ránum um níu og morðum um átta af hundr- aði, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Svo er að sjá af frétt um þetta að aukningin sé fyrst og fremst í stórborgum, þar eð í borgum með yfir miljón íbúa fjölgaði morðum um 20 af hundraði á fyrri hluta þessa árs frá sama tímabili í fyrra. I júlí spáði dómsmálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings því, að árið 1990 yrði mesta morðaár í sögu Bandaríkjanna. Flest morð hingað til í sögu landsins á einu ári voru ffarnin 1980, en þá voru 23.040 manneskjur myrtar þar- lendis. Morðatíðnin í Bandaríkjunum er svo mikil að í því eru þau í sér-; flokki meðal vesturlandaríkja. I öðrum vesturlandaríkjum er morðatíðnin 2,6 til átta sinnum minni en í Bandaríkjunum. Fjölg- un ofbeldisglæpa á fyrri hluta árs- ins var meiri þarlendis en nokkru sinni fyrr í hálfan áratug. Glæpafræðingar kenna um eiturlyfjum, því hve auðvelt er að komast yfir skotvopn, sívaxandi niðumíðslu slömmanna í stór- borgunum o.fl. I höfuðborginni Washington eru fleiri morð fram- in að tiltölu við fólksfjölda en í nokkurri annarri bandarískri borg og nauðgunum fjölgaði þar á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra um 60 af hundraði. Er það langt yfir fjölgun nauðgana í nokkurri annarri borg á sama tíma. Fyrir skömmu stakk Marion Barry, borgarstjóri þar, upp á því að útgöngubann að nóttu til yrði sett á verstu hverfín og herinn lát- inn taka að sér að koma á lögum og reglu þar ef ástandið batnaði ekki fljótlega. Isaac Fulwood, lögreglustjóri í Washington, segir að núorðið fari uppgjör milli glæpamanna á táningsaldri fram með skotvopn- um, í stað slagsmála áður. S.l. ár voru 12 af hundraði þeirra, sem teknir vom fastir í Bandaríkjun- um vegna gmns um að hafa fram- ið morð, undir 18 ára aldri. 1983 var það hlutfall sjö af hundraði. Flinsvegar kemur fram í skýrslu FBI um þetta að innbrot- um hafi á fyrri hluta ársins fækk- að þarlendis um fimm af hundraði frá sama tímabili í fyrra og íkveikjum um þijá af hundraði. Reuter/-dþ. Rússnesk lög yfirsovéskum Þing rússneska sambandslýð- veldisins lýsti því yfir í gær að sov- ésk lög og tilskipanir Sovétríkja- forseta gætu því aðeins öðlast gildi í Rússlandi að þingið þar staðfesti lögin og tilskipanimar. Undan- tekningar yrðu gerðar viðvíkjandi lögtim og tilskipunum miðstjómar- innar innan ákveðinna málaflokka, sem Rússland hefði samþykkt að miðstjómin færi með. Er talið að þetta boði harðnandi deilur mið- stjómar og Rússlandsstjómar. Nató verði leyst upp Míkhaíl Moísejev, formaður sovéska herráðsins, lagði til í gær að Nató yrði leyst upp, enda væri Varsjárbandalagið ekki lengur til sem hemaðarbandalag. Moísejev kemur í heimsókn til aðalstöðva Nató í Bmssel í dag, og er komist svo að orði þar á bæ að heimsókn Sovétmanns í hans stöðu hefði ver- ið talin óhugsandi fyrir aðeins ári. Engin hersýning 7.nóv. Þing Eistlands lýsti því yfir í gær að októberbyltingarinnar 1917 í Petrograd yrði ekki minnst í Eist- landi með hersýningu á afmælis- degi hennar 7. nóv., eins og Gor- batsjov Sovétrikjaforseti hefúr fyr- irskipað að gert skuli í höfúðborg- um allra sovétlýðveldanna. Tass- fréttastofan skýrði svo frá fyrr i vikunni að eistneska þingið hefði lýst 7. nóv. venjulegan vinnudag. Taylor rekinn úr Monróvíu IRA herðir árásir Sex breskir hermenn drepnir Sex breskir hermenn biðu bana og 27 manns særðust er írski lýðveldisherinn (IRA) sprengdi í loft upp tvær varð- stöðvar breska hersins á Norð- ur-írlandi í gær. Var önnur varðstöðin i Londonderry en hin skammt frá landamæra- borginni Newry. Er þetta mesti Persaflóadeila Prímakov aftur til Bagdað Jevgeníj Prímakov, einn nán- ustu samstarfsmanna Gorbat- sjovs Sovétríkjaforseta, lagði af stað í gær í aðra heimsókn sína í þessum mánuði til Austurlanda nær, að sögn sovésku fréttastof- unnar Interfax. Mun hann að sögn Interfax ræða við ráða- menn í Saúdi-Arabíu, Sýrlandi, Egyptalandi og írak. I fyrri ferð sinni á þessar slóðir ræddi Prímakov við Saddam Huss- ein íraksforseta auk annarra. Hann kvaðst eftir þá ferð vera bjartsýnn um að hægt væri að leysa Persa- flóadeilu með friðsamlegu móti. Sovéska stjómin hefúr lagt áherslu á að Irakar verði knúðir til að fara frá Kúvæt með pólitískum þrýstingi og viðskiptabanni, en lát- ið jafnframt hjá Iíða að gagnrýna Bandaríkin og önnur ríki fyrir að safna liði á Persaflóasvæðið og ekki útilokað að Sovétríkin kynnu að taka þátt i hemaðaraðgerðum gegn Irak. Ihaldsmenn i Sovétríkj- unum, sem kaldastríðsandinn situr enn í, hafa á hinn bóginn látið í ljós áhyggjur af þessum liðssafnaði vesturveldanna. Sovéskir ráða- menn munu fyrir hvem mun vilja forðast að lenda í stríði þar, vegna þess að ásigkomulag sovéska hers- ins er ekki orðið með besta móti og reynslunnar af níu ára hemaði í Afganistan. Reuter/-dþ. mannskaði, sem IRA hefur valdið breska hernum í einu frá því í ágúst 1988. Þá fórust átta hermenn er áætlunarvagn sem þeir ferðuðust með var sprengdur í loft upp. IRA lýsti tilræðunum þegar á hendur sér í gær og kvað þau hafa verið framin til hefnda eftir Dessie Grew, einn helstu mann- dráparanna í þjónustu IRA sem breskir hermenn drápu við annan Ræna, w Irakar hafa ruplað í Kúvæt flestu sem hönd á festi, drep- ið umsvifalaust þá sem þeir grunuðu um andstöðu við her- námsliðið og nauðgað konum unnvörpum, að sögn fólks sem undanfarið hefur sloppið frá hinu hertekna emírsdæmi. Bandarísk kona, gift Kúvæta, sagðist hafa séð íraska hermenn nauðga kúvætskri konu og ungri stúlku, að eiginmanni þeirrar fyrr- nefndu ásjáandi, og skjóta hann síðan. Sérstaklega fyrstu vikur hemámsins var mikið um nauðg- anir íraskra hermanna á stúlkum frá Suður-Asíu, einkum Sri Lanka og Filippseyjum, sem margar störfuðu sem vinnukonur á heim- ilum. Gengu írakar að sögn stund- um hús úr húsi þessara erinda og spurðu eftir vinnukonunum. Palestínskur lögfræðingur, sem er bandarískur ríkisborgari, segir að írakar hafa skotið níu lækna við Mubarak al-Kebir- sjúkrahúsið í Kúvætborg. Höfðu einhveijir íraskir hermenn, sem lagðir höfðu verið inn á sjúkra- húsið, látist þar og kenndu Irakar læknunum um það. Lögfræðing- urinn hafði þetta eftir fjölskyldu eins læknisins. Suðurasískir flóttamenn frá Kúvæt skýrðu m.a. svo frá að iraskir hermenn hefðu veist að mann fyrr i mánuðinum. Aðferð- in var hin sama við bæði tilræðin. Námu IRA-liðar tvo menn á brott af heimilum sínum, héldu fjöl- skyldum þeirra í gislingu og neyddu þannig mennina til að aka bilum með fjarstýrðar sprengjur að varðstöðvunum. 21 ár er nú síðan IRA hóf með skærum og hryðjuverkum baráttu fyrir því að sameina Norður-ír- land írska lýðveldinu og hafa írakar í Kúvæt kúvætskum unglingi með ertni á strætisvagnabiðstöð. Er hann næstum 3000 manns verið drepn- ir í þeirri viðureign. Síðustu tvö árin hafa liðsmenn IRA verið all- athafnasamir í Bretlandi og á meginlandi Evrópu, þar sem þeir hafa ráðist á breska hermenn, vegna þess að þeir telja að þar varist menn þá síður en heimafyr- ir og eins til að draga að sér at- hygli fjölmiðla. Talið er að í vopnuðum liðskjama IRA séu um 250 menn. Reuter/-dþ. svaraði i sömu mynt skutu þeir hann. Reuter/-dþ. Fulltrúar liberíska uppreisnar- foringjans Charles Taylor neituðu í gær að samþykkja vopnahléssamn- ing, sem til stóð að allir aðilar stríðsins þarlendis undirrituðu í Banjul, höfúðborg Gambíu. Menn Taylors hafa upp á síðkastið farið halloka fyrir her, sem Nígería, Ghana og fleiri Vestur-Afríkuríki hafa sent til Líberíu, og hörfað úr höfúðborginni Monróvíu. Aðrir lí- berískir stríðsaðilar, uppreisnarfor- inginn Prince Yormie Johnson og leifar hers Doe forseta, beijast með Nígeríumönnum og hafa fyrir sitt leyti samþykkt vopnahlé. Sprengtá NovajaZemlja Sovétmenn sprengdu í gær í til- raunaskyni kjamorkusprengju neð- anjarðar á Novaja Zemlja, að sögn Tassfréttastofúnnar. Er þetta fyrsta tilraunasprengingin af þessu tagi sem Sovétmenn hafa tilkynnt síðan í október 1989, er þeir sprengdu á tilraunasvæðinu skammt frá Sem- ipalatinsk í Kasakstan. Umhverfis- vemdarsamtökin Greenpeace höfðu veður af því, að til stæði að sprengja á Novaja Zemlja og reyndu að hindra það með mót- mælaaðgerðum, svo sem kunnugt er af fréttum. nauðga, myrða Bandarfkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Indverjar sem flýðu frá Kúvæt til Saúdi-Arabíu, konurnar dulbúnar í arabískan klæðnað - með flótta- fólkinu berast ófagrar sögur af framferði Iraska hernámsliðsins. Indland Singh vill nyjar kosningar Vishwanath Pratap Singh, forsætisráðherra Indlands, hyggst láta boða til nýrra þing- kosninga innan skamms, þar eð stjórn hans hefur ekki lengur þingmeirihluta eftir að Bhar- atiya Janata, flokkur heittrúar- hindúa, svipti hana stuðningi sínum. Er þetta haft eftir hátt- settum mönnum í Janata Dal, flokki forsætisráðherrans. Heimildamenn þessir segja að Singh geri sér góðar vonir um sig- ur í þingkosningum, ef þær yrðu haldnar fljótlega, þar eð fólk í lægri erfðastéttum, sem er í mikl- um meirihluta meðal landsmanna, muni flykkjast að flokki hans vegna þeirrar fyrirætlunar stjóm- arinnar að ætla lágstéttafólki nærri helming allra starfa hjá rík- inu. Ennfremur muni mörgum líka vel sú afstaða stjómarinnar að reyna að fara bil beggja í deilu heittrúarhindúa og múslíma, sem spunnist hefúr út af því að þeir fyrmefndu vilja reisa hof helgað Rama á stað í Ayodhya í Uttar Pradesh, þar sem nú stendur moska. Singh sagðist í gær ætla að kveðja þingið saman til fúndar í byijun nóvember og fara ffarn á traustsyfirlýsingu þess við stjóm- ina. Áðumefndir flokksmenn hans segja að hann muni boða til nýrra kosninga, hvort sem hann fái traust þingsins eða ekki. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.