Þjóðviljinn - 25.10.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Side 11
MINNING I DAG Magnús Arnar Sigtryggsson Fæddur 17. maí 1948 Dáinn 15. október 1990 Kær vinur okkar og félagi hann Maggi er dáinn. Hvemig eigum við breyskar og venjuleg- ar manneskjur sem höfum tak- markaðan skilning á forsendum og þeim tilgangi sem okkur er ætlaður í þessari jarðvist að geta skilið og sætt okkur við þessa hörmulegu staðreynd. Maggi var sonur hjónanna Sigtryggs Runólfssonar og Guð- bjargar Sigurðardóttur, hann var fjórði elstur 11 bama þeirra. Hann fæddist á Kleif í Breið- dal, en fluttist 6 ára til Reykja- víkur, enda var Reykjavík og umhverfi hennar honum mjög hugleikin, og fáa menn þekki ég sem þekktu betur deili á Reykja- vík, götum, fyrirtækjum og mönnum. Tæplega 16 ára varð hann fyrir því slysi að missa tær á fæti. Vegna þess slyss þurfti hann síðan að fara í á fimmta tug aðgerða og þá síðustu fyrir örfá- um ámm. Að lokum var búið að taka af honum fótinn fyrir ofan ökkla. Sú lífsreynsla átti eftir að hafa áhrif á allt hans líf, því þrátt fyrir allar þessar aðgerðir tókst aldrei að gera það að fætinum, að hann yrði sáralaus, og alla ævi var hann kvalinn í fætinum. Þrátt fyrir það heyrði maður hann aldrei kvarta eða nokkum tímann féllu æðm orð, og aldrei fékkst hann til að hlífa sér, held- ur tókst á við hvert verkefni sem að höndum bar af fullri einurð og dugnaði, burtséð frá því hvort það mæddi á fætinum og hann væri að kvöldi eða að verkefni loknu sárþjáður og viðþolslaus af kvölum. Skemmst er fyrir mig að minnast, að helgina áður en Maggi dó vomm við á þingi íþróttasambands fatlaðra á Höfn í Homafirði. Til Hafnar var farið með rútu og nokkmm sinnum stoppað á leiðinni og þá þurfti að bera mig út og inn úr rútunni. Alltaf var Maggi þá mættur fyrstur manna og ég sagði nokkmm sinnum við hann: „Maggi minn, látum aðra bera mig, því það er ástæðulaust að leggja þetta á fótinn á þér,“ og alltaf var svarið það sama: „Þar sem ég er til staðar er ég ekki of góður til að hjálpa þér og löppin er ekki ofgóð til að reyna svolít- ið á sig, enda ýmsu vön.“ Þegar Maggi útskrifaðist af spítalanum kynntist hann Louise Biering, Lúllu. Þau giftu sig stuttu seinna og þau áttu saman 4 böm, þau Sigríði, Sigtrygg, Thelmu og Styrmi. Maggi var einstakur faðir. Hann var ekki bara pabbi, heldur einstakur vin- ur og félagi bama sinna, vina þeirra og kunningja, og hvort sem var um smá mál eða stærri vandamál að ræða leituðu þau til hans eftir aðstoð og lausnum, og alltaf var hægt að treysta á að hann gæfi sér tíma til að leið- beina þeim og aðstoða á sem far- sælastan máta. Maggi var völundur í hönd- unum, og það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann sneið fot og áklæði, eld- húsinnréttinguna heima hjá sér hannaði hann og vann að öllu leyti, og fyrir u.þ.b. tveim ámm þegar Sigríður dóttir hans opn- aði rakarastofú vann hann allar innréttingar og gerði þær tilbún- ar. Þegar ég sá rakarastofúna ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum, því ég er sann- færður um að fagmenn hefðu varla getað gert skemmtilegri og hlýlegri rakarastofú úr því hús- næði. Maggi hóf ungur störf við útkeyrslu hjá Silla og Valda og síðan starfaði hann um nokkum tíma hjá Guðbergi í Gos og víð- ar. Um 1980 fékk hann leyfí til leiguaksturs og starfaði að mestu eftir það við leiguakstur hjá Bæjarleiðum. Maggi var um árabil í stjóm íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, bæði gjald- keri og síðar formaður. Þar lagði hann gjörva hönd á plóg við uppbyggingu félagsins. Maggi hafði mikið yndi af að spila bridge og var mjög virkur spilari í bridgeklúbbi Sjálfsbjargar og varð þar mörgum sinnum klúbb- meistari bæði í tvímennings- og sveitakeppni. Maggi gekk snemma í íþróttafélag fatlaðra í Reykja- vík. Vorið 1987 þurfti stjóm fé- lagsins með aðeins viku fyrir- vara að fá mann til að sjá um mikla fjáröflun fyrir félagið. Flest vorum við uggandi um hvort nokkuð kæmi út úr þeirri fjáröflun, því svo skammur fyr- irvari var. Leituðum við því til Magga, og er skemmst frá því að segja að fjáröflunin tókst með eindæmum vel. og var það mest að þakka dugnaði hans og skipu- lagshæfileikum. Hann var kos- inn í stjóm 1985, varð varafor- maður 1988 og kosinn formaður félagsins nú s.l. vor. Hann tók sæti í byggingar- nefnd félagsins 1988 og þar kom strax í ljós dugnaður hans og áhugi fyrir því að ljúka bygg- ingu íþróttahúss íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Sem fyrr lagði hann þar mikla vinnu og góð ráð og bygging íþróttahúss- ins var hans hjartans mál. Maggi undirbjó og hélt utan um söfnun Rásar 2 í október s.l. undir kjörorðinu „Ljúkum verk- inu“, þar sem safnað var fé til að ljúka byggingu íþróttahúss fé- lagsins. Sem fyrr var svo vel á málum haldið af hans hendi, að þrátt fyrir skyndilegt ffáfall er allt frágengið og við horfúm björtum augum til þess að geta tekið íþróttahúsið í notkun innan fárra mánaða. Þrátt fyrir stuttan tíma sem formaður Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík var hann búinn að koma á góðu skipulagi og búa starfið undir veturinn svo allt var tilbúið undir öflugt og árangursríkt starfsár. Maggi hélt eina síðustu ræð- una á þingi íþróttasambands fatlaðra daginn áður en hann andaðist. Þar lagði hann áherslu á virkt starf, hann lagði áherslu á sameiningu og samstarf. Hann lagði áherslu á bjartsýni, ár- verkni og dugnað til heilla íþróttum fatlaðra, til heilsurækt- ar og félagslegs þroska fyrir alla landsmenn. Hann lagði áherslu á að brýnasta verkefni nú væri að ljúka byggingu íþróttahússins og það væri innan seilingar. Síðan þyrftu menn að snúa sér að öðr- um og ekki síðri verkefnum. Ræða þessi lýsir Magga best. Hann var fylginn sér, ákveðinn og drifandi við þau verkefni sem hann vann að hveiju sinni, en samt málefna- legur og sveigjanlegur til samn- inga og hverskonar samstarfs væri það vænlegt til árangurs. Eitt mat ég þó einna mest í fari Magga, það var hans létta lund og hvemig hann átti oftast gott með að sjá út húmor og gamansamar hliðar á flestum málum. Minning Magga mun lifa í hjörtum okkar og við þökkum honum mikið og óeigingjamt starf fyrir félagið. íþróttahúsið mun verða tekið í notkun m.a. sem vitni um dugnað og óeigin- gjamt starf hans. Lúlla, Sigga, Sigtryggur, Thelma, Styrmir, ættingjar og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. F.h. íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík Arnór Pétursson FRÁ LESENDUM Umálmálið Ég er algjörlega á móti því að nýtt álver verði reist á íslandi, hvort sem væri fyrir norðan, austan eða suðvestan. Ég er al- gjörlega á móti álvemm, hvar sem er í heiminum. Af þeirri einfoldu ástæðu að uppleyst ál er ónáttúrulegt, jarðfjandsam- legt og lífshættulegt efni. íslenskir kapítalistar, hag- ffæðingar og stjómmálamenn með Eyjólf Konráð Jónsson og nú Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra í broddi fylkingar em svo skammsýnir og þröngsýnir, þrátt fyrir sitt svokallaða „fjármála- vit“, að þeir átta sig ekki á því að eftir 10 ár verða allar álverk- smiðjur heimsins reknar með miklu tapi og að eftir 20 ár eða fyrr verður búið að loka þeim öllum. Af þeirri einfoldu ástæðu að þá verður búið að banna notkun áls á jörðinni. Alveg eins og búið er að banna notkun as- bests og PCBs nú þegar. Vegna þess að þessi efni em öll eitruð. Og hvað mun íslensk þjóð þá hafa grætt? Ekki neitt, heldur tapað miklu, kannski öllu. Þetta vita vísindamenn nú þegar, menn eins og Einar Valur Ingimundarson. En stjómmála- menn og hagfræðingar með „fjármálavit" átta sig ekki á þessari framtíðarsýn. Til þess em þeir of þröngsýnir og of skammsýnir. Það þarf vísinda- menn og skáld, spámenn og heimspekinga, og svo venjulegt hugsandi fólk, til að benda á hið stærra samhengi hlutanna og koma vitinu fyrir misvitra stjómmálamenn. Og, í þessu máli, Kvennalistakonur. En hvað segja óbreyttir Alþýðu- bandalagsmenn? Ég segi fyrir mig: Álver? Nei, takk. Trausti Sveinsson Enn um álmálið Hví skyldum við, hér á ís- landi, vilja lifa að einhveiju leyti á skattpeningum sem útlending- ar borgA fyrir að fá að reka hér á landi verksmiðju sem framleiddi eitrað efni og mengaði jafnframt umhverfi sitt og veikti fólk sem ynni við framleiðslu þess? Ólafur Ragnar Grímsson tók sér orðið „stolt“ í munn í þessu samhengi á miðstjómarfúndi Alþýðubandalagsins um helg- ina. Hvers konar „stolt“ bæri skattheimta af þessu tagi vott um? Mig klígjar við þegar ég heyri allt tugmiljarðakróna- gróðakjaftæðið; sem jafnvel Svavar Gestsson virðist hafa ánetjast. Hvað ber svona skattheimtu- og stórgróðamálflutningur vott um annað en landsöluhugarfar? Em menn orðnir siðblindir? Em allir búnir að gleyma ráðherran- um í Atómstöðinni sem þrísór að landið yrði ekki selt en seldi svo landið? Er það metnaðarmál íslenskra sósíalista nú þegar hill- ir undir það að ísland verði kannski ekki miklu lengur At- ómstöð útí Atlantshafi að gera það að Álstöð? Ef Alþýðubandalagið er á leiðinni að verða kapítalískur landsöluflokkur eins og Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn auðvitað em og hafa lengi verið, ja, þá sýnist mér orðið fokið í flest skjól í is- lenskri pólitík. T.S. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ARUM Alþýðuflokksbroddarnir ætla að taka eignir verkalýðsfélag- anna með sér. Iðnó hefur þeg- ar verið tekið. Tjón verkalýðs- félaganna 100-150 þús. kr. Kemur röðin næst að Alþýðu- brauðgerðinni og Rauðhólum? Freysteinn Gunnarsson viður- kennir að ekki sé hægt að banna skólanemendum að skrifa í blöð. Hvers vegna var þá grein Teits Þorleifssonar gerð að brottrekstrarsök? 25.október Fimmtudagur. 298. dagur árs- ins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8:48 - sólariag kl. 17:35. Viðburðir Veturnætur. Verkakvennafé- lagið Framsókn stofnað 1914. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyQabúða vlkuna 19. til 25. október er I Borgar Apóteki og Reykjavlkur Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík.................. « 1 11 66 Kópavogur....................« 4 12 00 Seitjamames..................e 1 84 55 Hafnartjörður................« 5 11 66 Garöabær.....................« 5 11 66 Akureyri.....................« 2 32 22 aökkviið og sjúkrabílar Reykjavík.....................« 1 11 00 Kópavogur..................« 1 11 00 Seltjamames...................« 1 11 00 Hafnarflörður.................« 5 11 00 Garðabær......................« 5 11 00 Akureyri......................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavlk, Seltjarn- arnes og Kópavog er I Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á (augardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, slmaráöleggingar og tlmapantanir f « 21230. Upplýsingar um lækna-og lyfjaþjónustu eru gefnar i slmsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspit- alans er opin allan sólarhringinn, w 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, w 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, ■b 656066, upplýsingar um vaktlækni «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiöstööinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farslmi). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHUS Heimsóknartlmar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 oa eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimill Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Al- mennurtlmi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitall: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspftalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. SJúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsfma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum tímum.« 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf f sálfræði- legum efnum,» 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt i síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra I Skóg- arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra I » 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við íækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða oröið fýrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hiaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafvelta Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 24. október 1990 Sala Bandaríkjadollar.............5519000 Steriingspund..............107,27300 Kanadadollar................47,10500 Dönsk króna..................9,52780 Norsk króna..................9,34390 Sænsk króna..................9,80370 Finnskt mark................15,25220 Franskur franki.............10,84920 Belglskurfranki............. 1,76440 Svissneskur franki..........43,16780 Hollenskt gyllini...........32,22020 Vesturþýskt mark............36,31760 Itölsk lira..................0,04850 Austurriskur sch.............5,16010 Portúgalskur escudo......... 0,41170 Spánskur peseti..............0,57980 Japanskt jen.................0,42775 Irskt pund..................97,34100 KROSSGÁTA Lárétt: 1 lögleg 4 hár 6 neðan 7 kerra 9 tind 12 ráfa 14 veöurfar 15 erf- iði 16 gálgar 19 vit- leysa 20 tarfur 21 hæpnir LóÖrótt: 2 hreyfast 3 hljómi 4 far 5 tímabil 7 gáfaös 8 viðfelldiö 10 hryggar 11 viömót 13 hljóöaði 17 gegnsæ 18 eiri Lausn á sföustu krossgátu Lárótt: 1 fjós 4 gæfa 6 tól 7 örva 9 óhóf 12 efl- ir 14 uss 15 ess 16 tætti 19 rauð 20 angi 21 ritun Lóðrétt: 2 jór 3 staf 4 glói 5 fró 7 öfugri 8 vestur 10 hreinn 11 fiskir 13 lát 17 æöi 18 tau Fimmtudagur 25. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.