Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 1
Þjóðarbókhlaðan Kostnaður upp úr öllu valdi Kostnaður við Þjóðarbókhlöðuna hefur tvöfaldast miðað við áætlun. Með sameiningu safnanna, tölvuvæðingu og rekstrarkostnaði vantar 1,6 miljarða króna svo hœgt sé að opna bókhlöðuna árið 1994. Endanlegur kostnaður þá tæpir 2,5 miljarðar króna. Svavar Gestsson: Vil að byggingarnefnd endurskoði áætlun sína Enn vantar rúman miljarð króna til þess að hægt sé að Ijúka við byggingu Þjóðarbók- hlöðunnar og setja upp búnað í húsinu, en þegar hefur verið varið rúmum 850 miljónum króna í bygginguna á núvirði. Kostnaður við bygginguna hef- ur tvöfaldast miðað við áætiun á áttunda áratugnum en taka verður tillit til þess að á bygg- ingartímanum hafa allar for- sendur breyst. í fréttatilkynningu frá bygg- ingamefnd Þjóðarbókhlöðunnar segir að til að hægt sé að ljúka við bókhlöðuna fyrir 50 ára afmæli lýðveldisins árið 1994þurfi 1.126 miljónir króna, en i þeirri áætlun er gert ráð fyrir kostnaði vegna reksturs hússins meðan það er enn í smíðum, vegna hitunar og lýsingar, vörslu þess og faglegrar umsjónar með því. Byggingamefndin hefur einn- ig áætlað hve mikið muni kosta víðtækur undirbúningur undir sameiningu safnanna og er tölvu- væðing einn þáttur hans. Ljóst er að starfslið safhanna í dag ræður ekki við þann undirbúning nema til komi sérstakur liðsauki. Þá hefur jafnframt verið reynt að Steinbítur Kvóta mótmælt Isfirðingar mótmæla að kvóti verði settur á steinbítsveiðar Bæjarstjórn ísafjarðar telur að ef kvóti verði settur á steinbíts- veiðar, sé verið að kippa stoðum undan útgerð heilla byggðarlaga og krefst þess að steinbítur veiddur á Iínu verði ekki háður veiðitakmörkunum. „Við teljum að steinbítsstofn- inn sé nokkum veginn fullnýttur og nýttur á heppilegan hátt. Við höf- um ekki lagt til að kvóti verði sett- ur á steinbit né á neina aðra fískteg- und. Það er ákvörðun sjávarútvegs- ráðuneytisins,“ sagði dr. Jakob Jak- obsson forstjóri Hafrannsókna- stofhunar. Bæjarstjóm ísafjarðar hefur rit- að sjávarútvegsráðherra bréf þar sem því er mótmælt að steinbíts- veiðar verði kvótabundnar, eins og fram kemur í drögum að reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir tímabilið 1. janúar til ágústloka á næsta ári. En ffá því kvótinn var fyrst tekinn upp árið 1984 hafa steinbítsveiðar verið undanþegnar kvóta, ef undanskilið er fyrsta kvótaárið. Að mati bæjarstjómar Isafjarð- ar em engin fiskifræðileg rök sem mæla með þessari breytingu nú og telur hún að rökin frá 1985 þegar fallið var frá steinbítskvóta, séu enn í fúllu gildi. -grh áætla rekstrarkostnað hins nýja safns, eins og ráðgert er að hann verði á árinu 1994. Sé þetta lagt við byggingarkostnaðinn vantar 1.6 miljarð króna í bygginguna. Samanlagt mun þessi draumur þjóðarinnar því kosta tæpa 2,5 miljarða króna. Bókhlaðan hefur fengið 244 miljónir króna af eignarskatts- auka áranna 1987 til 1989, sem renna átti alfarið til byggingarinn- ar, en álagning hans hefúr numið Hópur félaga í Suður- Afríku- samtökunum mótmælti í Leifsstöð í gærmorgun þriggja vikna hópferð íslendinga til Suður-Afríku á vegum ferða- skrifstofunnar Veraldar. Að sögn Sunnu Snædals í S- Afríkusamtökunum var verið að mótmæla því að ferðaskrifstofa 684 miljónum króna og í júnílok 1990 höfðu innheimst alls um 632 miljónir króna. Sakvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að 100 miljónir króna af eignarskatts- aukanum renni til bókhlöðunnar, en tekjur af honum eru áætlaðar 335 miljónir króna. Enn er óráð- stafað 150 miljónum af eignar- skattsaukanum og í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu er sagt að Alþingi muni skipta þeim milli væri að skipuleggja hópferð til S- Affíku og þar með gjaldeyris- flutninga á milli Islands og S-Afr- íku á meðan í gildi er viðskipta- bann á landið. Þrátt fyrir það taldi utanrikisráðuneytið sér ekki fært að stöðva ferðina því að mati þess stríddi það gegn ferðaffelsi ein- staklingsins. Sunna sagði að ef ferðalangamir keyptu vömr eða framkvæmda við Bessastaði og Þjóðarbókhlöðu. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra sagði við Þjóðvilj- ann í gær að byggingartíminn væri þegar orðinn þjóðarhneyksli og að ljóst væri að það þyrfti að ljúka byggingunni fyrir 50 ára af- mæli lýðveldisins árið 1994. „Það er einnig ljóst að bygg- ingamefnd verður að endurskoða sína áætlun því þrátt fyrir krafta- verk mun byggingamefnd aldrei annað í S-Afríku, þá kæmust þeir ekki með góssið hingað til lands. Þá beindust mótmæli hópsins einnig gegn ferðaskrifstofúnni fyrir að skipta við s-afrikskt flug- félag. En síðast en ekki síst þeirri auglýsingu ferðaskrifstofunnar að hópurinn myndi ekki verða var við aðskilnaðarstefnuna í S-Afr- iku. „Það er augljóst að ferð sem fá 1,6 miljarð króna til verks- ins.Sú upphæð er alltof há og ég mun því óska eftir því að bygg- ingamefhdin geri mikið gleggri grein fyrir kostnaðinum en hún hefúr gert til þessa.“ Svavar sagði að það lægi fyrir að Þjóðarbókhlaðan eigi eignar- skattsaukann, auk þess sem bók- hlaðan fái sérstakan stuðning frá Háskóla íslands, samkvæmt samningi sem hann hefði gert við rektor Háskólans í fyrra. -Sáf þessi gefúr íslendingununt, sem í hana fóm, alranga mynd af ástandinu í landinu,“ sagði Sunna Snædal. Ákveðið hefúr verið að mót- mæla á ný í Leifsstöð þegar ferða- hópurinn kemur heim þann 21. nóvember næstkomandi. -grh Hópurfólks I S-Afrfkusamtökunum mótmælti f gærmorgun hópferð á vegum ferðaskrifstofunnar Veraldartil Suður-Afrfku. En eins og kunnugt er hef- ur Alþingi samþykkt viðskiptabann á landið vegna aðskilnaðarstefnu hvlta minnihlutans. Mynd: Jim Smart. S-Afríkusamtökin Veraldarferð mótmælt íslendingar í hópferð til S-Afríku þrátt fyrir samþykkt Alþingis um viðskiptabann á landið i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.