Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Ermarsundsgöng
„Bretland ekki eyja lengur“
Breskir og franskir vinnuflokkar boruðu sig saman á þriðjudagskvöld
Breskir og franskir vinnu-
flokkar, sem starfa við að
grafa göng milli landa sinna
undir Ermarsund, náðu saman
á þriðjudagskvöld með fimm
sentimetra víðri borholu í gegn-
um 100 metra þykkt berg sem
enn aðskilur þá. Fögnuðu verk-
fræðingar af báðum þjóðum
þessum sögulega atburði með
kampavínsdrykkju um 40
metra undir botni sundsins.
„Bretland verður ekki eyja
lengur,“ sagði franska útvarpið af
þessu tilefni. Gert er ráð fyrir að
hægt verði að fara fótgangandi
milli landa um göngin, sem verða
um 50 km. löng, i des. og að 1993
hefjist um þau jámbrautarumferð.
Ekki hefur verið hægt að
komast milli Bretlands og megin-
lands Evrópu ffá þvi í lok síðustu
ísaldar nema sjóleiðina og á þess-
ari öld einnig loftleiðina. Er
sumra mál að sundið hafi orðið til
fyrir um 6000 árum, en aðrir telja
að lengra sé liðið siðan. Næstum
200 ár em síðan fyrst vom gerðar
áætlanir um að grafa göng undir
sundið, en af því hefúr ekki orðið
fyrr en nú vegna fyrirsjáanlegs
mikils kostnaðar og ótta Breta við
að slík göng myndu draga úr ör-
yggi þeirra.
Göngin þykja táknræn fyrir
yfirstandandi þróun Evrópuríkja í
átt til sameiningar. Þótt Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Breta,
sé treg til að tengja Bretland nán-
ar Evrópubandalaginu í stjóm- og
fjármálum en orðið er, hefúr hún
verið göngunum fylgjandi að því
tilskildu að gröfturinn yrði ekki
kostaður með breskum skattatekj-
um.
Nokkuð skyggði umferðaslys,
er varð í göngunum Frakkalands-
megin á þriðjudag, á gleðina yfir
þessum nýju tengslum milli Bret-
lands og meginlandsins. Slösuð-
ust í því átta ffanskir verkamenn.
Reuter/-dþ.
Kvígur úðaðar
130 þýskar kvígur á leið til
slátmnar í Frakklandi urðu fyrir því
í gær að franskir bændur stöðvuðu
vömbíla, sem fluttu þær, nálægt
borginni Besancon í Austur- Frakk-
landi og úðuðu þær með skordýra-
eitri, með þeim afleiðingum að
kjötið af þeim verður ekki neyslu-
hæft í nokkrar vikur. Gerðu bænd-
umir þetta í mótmælaskyni við inn-
flutning á gripum til slátmnar þar
eð kjötið af þeim er á lægra verði en
ffanskt kjöt. Mótmælaaðgerðir af
þessu tagi hafa staðið yfír í Frakk-
landi ffá þvi í sumar.
Rúandastjórn segist
hafa sigrað
Francois Ngarikiyintwari, am-
bassador Mið-Affíkurikisins Rú-
anda í Belgíu, hélt því ffam í gær að
rúandski herinn hefði rekið innrása-
her Tútsa, sem réðist inn í landið
ffá Uganda fyrir mánuði, til baka
sömu leið og hann kom. Væri borg-
arastríðinu í Rúanda þar með lokið
með sigri stjómarhersins. Belgíska
stjómin fékk báða aðila fyrir
skömmu til að fallast á vopnahlé en
af því varð ekki og kenna striðsað-
ilar hvor öðmm um.
Persaflóadeila
Bush „búinn að fá nóg“
Sleppi Kúvæt ekki fremur en Bandaríkin Hawaii, segir Saddam
Bush Bandaríkjaforseti sagð-
ist í gær „vera búinn að fá
nóg“ af framkomu íraka við
Bandaríkjamenn í írak og Kú-
væt. Yfirforingi breska hersins
á Persaflóasvæði segir líkurnar
á því að írakar sleppi Kúvæt
skilyrðislaust fara síminnk-
andi. Mubarak Egyptaforseti
vísaði í gær á bug tilmælum
Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta
um fund leiðtoga arabaríkja
um Persaflóadeilu. Saddam lr-
aksforseti hefur fyrirskipað her
sínum í ýtrustu viðbragðsstöðu,
þar eð stríð geti skollið á ein-
hvern næstu daga.
Þetta og fleira þykir benda til
þess að síminnkandi horfúr séu á
þvi að Persaflóadeilan verði leyst
með friðsamlegu móti.
Bush sagði í viðtali við frétta-
menn í gær að ljóst væri að við-
skiptabannið gegn írak hefði enn
sem komið væri aðeins haft tak-
mörkuð áhrif. Hann benti enn-
fremur á að írakar hefðu tekið raf-
magn og vatn af bandaríska
sendiráðinu í Kúvætborg. Banda-
ríkjastjóm hefúr síðustu daga lát-
ið í auknum mæli í Ijós áhyggjur
af örlögum Bandaríkjamanna,
sem írakar hafa tekið í gíslingu.
Fréttaskýrendur benda í því sam-
bandi á fyrri dæmi þess, að
Bandaríkjaforsetar fyrirskipuðu
hemaðarárás á ríki og tilgreindu
umhyggju fyrir bandarískum
þegnum þar sem ástæðu. Banda-
rískir þingleiðtogar sögðust í
fyrradag hafa ráðlagt Bush að
fara sér hægt í máli þessu, en tóku
jafnframt fram að hann væri að
missa þolinmæðina í biðinni eflir
því að írakar fæm frá Kúvæt með
góðu.
Sir Patrick Hine flugmar-
skálkur, yfirforingi breska hersins
á Persaflóasvæði, sagði í gær að
her hans yrði fúllbúinn til sóknar
gegn írak um miðjan nóv. Horf-
umar á því að Saddam sleppti Kú-
væt án stríðs fæm þverrandi,
sagði marskálkurinn. Til þess
sama benda ummæli Saddams ír-
aksforseta nýlega í viðtali við
bandaríska sjónvarpsfréttamenn,
þess efnis að ekki myndi Irak fyrr
láta Kúvæt af höndum en Banda-
ríkin Hawaii.
Mubarak forseti Egyptalands
sagði í gær að arabísk leiðtoga-
ráðstefna um Persaflóadeilu eins
og sakir stæðu yrði ekki vettvang-
ur annars en illyrða og móðgana.
Vísaði hann þá til klofnings ar-
abaheimsins i deilunni. Utanríkis-
ráðherrar Egyptalands, Sýrlands
og Saúdi- Arabiu komu í gær til
Jeddah í síðastnefnda landinu til
að ræða ástand og horfúr í deil-
unni. Riki þessi þijú em í fomstu
meðal araba þeirra, sem í henni
standa gegn Irak. Fundurinn var
ákveðinn með skömmum fyrir-
vara og þykir það benda til að
ráðamenn ríkjanna þriggja telji að
nú geti orðið skammt að bíða
stórra tíðinda í deilunni.
James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fer í næstu
viku til Bahrain, Saúdi-Arabíu,
Egyptalands, Tyrklands, Frakk-
lands og Bretlands til viðræðna
við þarlenda ráðamenn og hittir
siðan 9. nóv. að máli Eduard She-
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið I Ólafsvlk
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýöubandalagsfélags Ólafsvfkur verður haldinn
sunnudaginn 4. nóvember I Mettubúð kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Stjórnln
Alþýðubandalagið Hveragerði
Félagsfundur
Slðasti félagsfundur fyrir forval verður haldinn í sal Verkalýösfé-
lagsins Boðans, Austunnörk 2, laugardaginn 3. nóvember kl. 10
árdegis.
Þeir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins
sem ekki em I félaginu en hafa hug á að
taka þátt í forvali þess til alþingiskosn-
inga, sem fer fram 10. og 11. nóvember,
þurfa að ganga I félagiö f slðasta lagi á
þessum fundi.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Fréttir af miðstjómarfundi.
3. Ingibjörg Sigmundsdóttir forseti bæjar-
stjórnar fer yfir stööu bæjarmála.
Stjórnin
Ingibjörg
Slgmundsdóttir
Colin Powell, yfirhershöfðingi Bandarfkjanna, og einn landgönguliðanna
f her hans á Persaflóasvæði - strfð á næsta leiti?
vardnadze, _ utanríkisráðherra
Sovétríkjanna. í fjölmiðlum eru á
kreiki fréttir um að Baker muni í
ferð þessari reyna að sameina
andstæðinga íraks um tímaáætlun
fyrir hugsanlega sókn gegn íraska
hemum og að tryggja stuðning
Sovétrikjanna við slíkar aðgerðir,
ef til þeirra kæmi.
Reuter/-dþ.
Indíánahöfðingi myrtur
Celestino, höfðingi indíánaætt-
bálksins Chavante í fylkinu Mato
Grosso, sunnarlega í Brasilíu, var
myrtur á sunnudag á bóndabæ þar í
fylki, að sögn ríkisstofnunar sem
fer með mál indíána. Sagði forstjóri
stoínunarinnar að Celestino væri
áhrifamesti indíánahöfðingi sem
myrtur hefði verið þarlendis „í
mörg ár“ og kvaðst telja líklegt að
ættbræður hans myndu leita
hefnda. Chavantemenn, sem nú em
um 6000 talsins, hafa verið taldir
herskáir og börðust lengi fyrr á tíð
af hörku gegn „hvítum“ landnem-
um.
Beirút sameinuð
Flestir eða allir þeir „einkaher-
ir“, sem haft hafa bækistöðvar í
Beirút, hafa heitið því að fara úr
borginni að kröfú Sýrlendinga og
skjólstæðings þeirra, Líbanons-
stjómar Eliasar forseta Hrawi. Er
þá gert ráð fyrir að stjómin verði
ein um hituna í höfúðborginni sem
bútuð hefúr verið niður í fleiri eða
færri yfirráðasvæði hinna ýmsu að-
ila borgarastríðsins frá því að það
hófst fyrir rúmlega 15 ánim.
Noregur
EB-mál verða Gro höfuðverkur
Líklegt þótti í gær að Gro
Harlem Brundtland, leið-
togi norska Verkamanna-
flokksins, yrði búin að mynda
nýja ríkisstjórn á morgun,
fostudag. Talið var þá víst að
Verkamannaflokkurinn einn
myndi eiga beina aðild að
stjórninni.
Þar sem sá flokkur hefúr að-
eins 63 þingsæti af 165 á Stór-
þinginu er hinsvegar ljóst að þessi
stjóm hans verður ekki langlíf
nema með stuðningi annarra
flokka. Talið er að ágreiningur um
afstöðu Noregs til Evrópubanda-
lagsins, sem varð hægri- og
miðjustjóm Jans P. Syse að falli,
verði einnig stjóm Gro verulegur
höfuðverkur. Af flokkum þeim
sem fúlltrúa eiga á þingi vilja
tveir, Hægriflokkurinn undir for-
ustu Syse og Framfaraflokkurinn,
sem einnig er hægrisinnaður, fúlla
aðild að EB en Miðflokkurinn,
Kristilegi þjóðarflokkurinn og
Sósíalíski vinstriflokkurinn eru á
móti. Tveir fyrstnefndu flokkamir
eru í miðju í norskum stjómmál-
um og sá síðasttaldi lengst til
vinstri af þeim flokkum, sem fúll-
trúa hafa á þingi.
Verkmannaflokkurinn er á
báðum áttum í EB-málum og hef-
ur lýst því yfir að hann muni ekki
taka ákveðna afstöðu í þeim fyrr
en 1992. En í s.l. viku, er sænska
stjómin hafði látið í skina að hún
hefði vaxandi áhuga á EB- aðild,
sagði Brundtland að vera kynni
að Norðmenn yrðu að hraða því
að taka ákvarðanir í þeim efnum.
Æðstaráð Sovétríkia
Gagnrýni út af sprengingu
Æðstaráð Sovétríkjanna lýsti
í gær yfir óánægju út af til-
raunasprengingunni 24. okt. á
Novaja Zemlja og gagnrýndi í
ályktun heryfirvöld fyrir að
hafa ekki gert varnar- og örygg-
ismálanefndum þingsins við-
vart, áður en tilraun þessi með
kjarnorkuvopn átti sér stað.
Einnig voru í ályktun þingsins
látnar í Ijós áhyggjur um að til-
raunasprengingin gæti orðið til
þess að valda erfiðleikum í sam-
skiptum Sovétríkjanna við
Norðurlönd.
Norðurlandaríkin fimm hafa
sameiginlega mótmælt tilrauna-
sprengingunni við sovéska utan-
ríkisráðuneytið. í Norður- Rúss-
landi hefúr sprengingin einnig
vakið áhyggjur og embættismenn
á Arkhangelsksvæðinu hafa mót-
mælt við stjómvöld og krafist að-
gangs að tilraunasvæðinu til at-
hugana á afleiðingum sprenging-
arinnar. Áhyggjur út af tilraunum
með kjamavopn og rekstri kjam-
orkuvera hafa verið ofarlega í
hugum manna í Sovétríkjunum
síðan Tsjemobyl-slysið varð í
apríl 1986.
Víkor Karpov, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði
í s.l. viku stjóm sína reiðubúna til
viðræðna við Norðurlandaríkin
um kjamavopnatilraunir. Hann
sagði ennfremur að Sovétmenn
myndu ekki sprengja fleiri kjama-
sprengjur í tilraunaskyni þetta ár-
ið. í áðumefndri samþykkt gaf
æðstaráðið stjómvöldum tveggja
mánaða ffest til að leggja fram
tímaáætlun um tilraunasprenging-
ar fyrirhugaðar á næsta ári.
6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 1. nóvember 1990