Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Er afnám samningsréttarins á stefnu-
skrá Alþýðubandalagsins?
Undirrituð er ein sjömenning-
anna sem gekk út af fúndi mið-
stjómar Alþýðubandalagsins s.l.
sunnudag. Astæða útgöngu okkar
var ekki eins og formaður flokks-
ins lætur í veðri vaka á öldum
ljósvakans, þ.e. að við hefðum
verið í bullandi minnihluta í af-
greiðslu mála, heldur málsmeð-
ferð forystumanna flokksins á eft-
irfarandi tillögu, sem undirrituð,
ásamt nokkrum félögum úr ASÍ,
BSRJ3 og BHMR stóðu að.
„Aðalfundur miðstjómar Al-
þýðubandalagsins, haldinn á Ak-
ureyri 26. október 1990, lýsir
andstöðu við bráðabirgðalögin
frá 3. ágúst s.l. og skorar á Al-
þingi að hnekkja þeim.
Með þessum bráðabirgðalög-
um er haldið áfram á þeirri braut
að skipa launamálum með lögum
og ómerkja kjarasamninga og nú
þvert ofan í genginn dóm. Síend-
urteknar
árásir á gerða samninga grafa
undan frjálsum samningsrétti og
gera verkalýðshreyfingunni þar
með ókleift að sinna hlutverki
sínu.“
Það er skemmst frá því að
segja að forystumenn flokksins
þorðu ekki að láta fundinn taka
afstöðu til þessarar tillögu, heldur
lögðu fram frávísunartillögu, þess
efnis, að ástæðulaust væri að
fjalla um bráðabirgðalögin þar eð
miðstjómarfundurinn á Egils-
stöðum hefði tekið skýra afstöðu
til málsins og væri málið þar með
afgreitt.
Minnisleysi forystu-
manna f lokksins
Forystumenn flokksins era
hins vegar því miður illa haldnir
af minnisleysi, því miðstjómar-
fundurinn á Egilsstöðum var
haldinn í júlíbyijun, en bráða-
birgðalögin vora sett, eins og
fram kemur í tillögunni, 3. ágúst,
þ.e. mánuði eftir fúndinn ffæga á
Egilsstöðum. Var minnislausum
flutningsmanni frávísunartillög-
unnar bent á þessa staðreynd og
var frávísunartillögunni þvi
breytt. Sú fádæma málsferðferð
sem fúndurinn lét viðgangast í
málinu var ástæða þess að við
gengum út, en ekki sú að við urð-
um undir í einhverjum atkvæða-
greiðslum.
Stefna f lokksins í
kjaramálum
Ég vil taka það skýrt fram að
ég, ásamt fleiri flutningsmönnum
tillögu okkar, er algjörlega á móti
uppbyggingu kjarasamnings
BHMR og tek heilshugar undir þá
skoðun formanns Alþýðubanda-
lagsins að markaðslaunaþáttur
kjarasamnings BHMR bijóti í
bága við stefhu flokksins í kjara-
málum. Formaðurinn hefur lýst
ins.“ Það vildi ég óska að formað-
ur Alþýðubandalagsins tæki þessi
orð nú einu sinni til sjálfs sín, því
ég hef hvorki heyrt sjálfa mig né
aðra þá er að tillögunni stóðu við-
hafa nein þau orð eða athæfi sem
ekki fellur að stefnu flokksins.
Fyrir mér er samningsrétturinn
helgasti réttur launþegahreyfmg-
verkalýðshreyfingunni var stillt
upp við vegg og Iátin krefjast
bráðabirgðalaganna, (þótt fáir
þeirra hafi þorað að viðurkenna
það opinberlega, nema kannski
félagi Bjöm Grétar og er hann
maður að meiri fyrir bragðið) eft-
ir að fjármálaráðherra og formað-
ur Alþýðubandalagsins var búinn
Guðrún Kr. Óladóttir skrifar
, Sú fádæma málsmeðferð sem fundurinn lét
viðgangast í málinu var
ástæða þess að við gengum út,
en ekki sú að við yrðum undir í einhverjum
atkvæðagreiðslum “
því yfir að stefna flokksins bygg-
ist á miðstjómar- og landsfunda-
samþykktum flokksins, ég ætla
þvi að leyfa mér að grípa niður i
síðustu landsfúndasamþykkt
flokksins en þar segir m.a. um
kjaramál:
„Jafhlaunastefna er stefha Al-
þýðubandalagsins. Fylgja þarf
eftir þeirri hugsun sem fólst í
samningum BSRB (frá 1989, inn-
skot höfúndar) en þar var áhersla
á að hækka lægstu taxtana sett í
öndvegi. Sérstakt átak þarf að
gera í málum hinna lægstlaunuðu
og til að jafha þann mun sem er á
launum karla og kvenna.“ Það er
því hárrétt hjá formanninum að
kjarasamningur BHMR brýtur í
bága við stefnu flokksins, en for-
maðurinn gleymir, eins og svo
mörgu öðra, sínum eigin mikil-
væga þætti í málinu, sem sé þeim
að hann stóð sjálfúr að gerð
samningsins og kallaði hann þá
tímamótasamning og viðhafði há-
stemmd lýsingarorð um ágæti
hans.
A öðram stað í þessari sömu
landsfúndarsamþykkt, og þar
með stefnu flokksins, stendur
skýram stöfúm:
, Alþýðubandalagið mótmælir
öllum hugmyndum um að tak-
marka samnings- og verkfallsrétt
launafólks.“ Það var því í fúllu
samræmi við stefnu flokksins
sem við sjömenningar lögðum
ffarn tillöguna gegn bráðabirgða-
lögimum. Formaðurinn lét sér eft-
irfarandi setningu um munn fara í
fféttatíma ríkissjónvarpsins s.l.
sunnudag þegar hann var spurður
álits á útgöngu okkar félaganna:
„Tel nauðsynlegt að þeir sem era
í flokknum fylgi stefnu flokks-
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Reykjanesi
Ólafur
Geir
Aðalfundur
kjördæmisráðs
Aðalfúndur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í
Reykjaneskjördæmi verður
haldinn laugardaginn 3.
nóvember n.k. í Flug-Hóteli
að Hafnargötu 57 í Keflavík
kl. 13.00 stundvíslega.
Dagskrá:
1. Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns.
2. Aðalfúndarstöff.
3. Stjómmálaumræður. Framsögumaður Ólafúr Ragnar Grímsson
formaður Alþýðubandalagsins.
4. Önnur mál.
Kvöldvaka:
Kvöldverður með kvöldvöku og dansi fyrir fúlltrúa og gesti þeirra
hefst kl. 19 á fúndarstað.
Félagar hafið samband við Eyjólf fyrir föstudagskvöld í síma 92-
11064.
Stjórnin
arinnar og sá grandvöllur sem
verkalýðshreyfingin byggir til-
vera sína á. Samningsrétturinn
kemur því ekkert við hvemig
innihald einstakra kjarasamninga
er, eða hvort einstaka kjarasamn-
ingur falli mér eða öðram í geð.
Síendurteknum árásum á samn-
ingsréttinn verður að linna, og
það verður fróðlegt að heyra í for-
ystumönnum Alþýðubandalags-
ins þegar t.d. Sjálfstæðisflokkur-
inn ræðst næst að samningsréttin-
um með bráðabirgðalögum, ætli
þeir dusti þá ekki rykið af flokks-
samþykktunum um samningsrétt-
inn og mótmæli hástöfúm í nafhi
flokksins! Það varð pólitískt um-
ferðarslys, sem formaður Al-
þýðuflokksins kallaði svo rétti-
lega, sem átti sér stað þegar
að klúðra öllu málinu svo gjör-
samlega með hegðan sinni gagn-
vart BHMR. Þrátt fyrir það er ég
þeirrar skoðunar, að hægt hafi
verið að bæta fyrir það á kristileg-
an og sæmandi hátt fyrir alla
hreyfinguna, og það án þess að
„Þjóðarsáttin“ hefði splundrast.
Fylkingarfélagar eða
hvað?
Ólafúr Ragnar lét hafa það
eftir sér um okkur sjömenningana
að um væri að ræða nokkram
fyrrum Fylkingarfélaga er komið
hefðu til liðs við flokkinn fyrir
stuttu. Ég lýsi því hér með yfir,
Ólafi Ragnari til upplýsingar, að
ég hef aldrei verið meðlimur í
Fylkingunni og hef kosið Al-
þýðubandalagið lengur en Ólafur
Ragnar, ég hef samanlagt verið
allmörg ár í flokknum, og gekk í
hann aftur s.l. vor fyrir tilstuðlan
nokkurra ágætra forystumanna í
verkalýðshreyfingunni sem jafn-
framt era félagar í Alþýðubanda-
laginu, og er því einn örfárra geir-
fugla úr verkalýðshreyfingunni
sem þolir þar við ennþá. Stefanía
Traustadóttir og Erlingur Sigurð-
arson hafa um tveggja áratuga
skeið unnið ötullega innan
flokksins, því á þetta ekki heldur
við um þau. Ég vil að lokum taka
það ffarn að ég undirritaði ekki
hótun þá um afsögn úr flokknum,
sem lögð var fyrir fúndinn, og
verð því að hrella formann
flokksins og raunveraleikabanda-
lagið hans með því, að ekki er von
á úrsögn úr flokknum af minni
hálfú, enda er ég svo heppin að ég
starfa með ágætu fólki - að ágæt-
um málum - í raunveralegu Al-
þýðubandalagi, þ.e.a.s. í stjóm og
borgarmálaráði Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík, og hyggst
gera það áffam - allavega svo
lengi sem flokkurinn reynist
flokkur þeirrar
félagshyggju og jafnaðar sem
ég aðhyllist, en því miður era
uppi raddir innan flokksins, sem
vilja gera hann að markaðs-
hyggju- og hentistefnuflokki, en
af slíkum flokkum er nóg í ís-
lenskri pólitík.
Guðrún Kr. Óladóttir er varafor-
maður Starfsmannafélagsins Sóknar
og situr í stjórn og borgarmálaráði
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Gottá
Sjálfstæðis-
flokkinn
Ævinlega, þegar háttsettir
menn af vettvangi kirkjunnar láta
í sér heyra, leggur Þrándur við
eyran því umboðsmenn almættis-
ins á jörðinni hafa bæði mikil
áhrif og fjalla einatt um málefni
sem snerta okkur öll. Nú bregður
aftur á móti svo við að oddviti
kristindóms á íslandi hefur áber-
andi áhyggjur af því, að stofnun
hans sé að tapa í samkeppninni
um þá fáu aura sem innheimtir era
af almenningi í landinu. Þannig er
mál með vexti að við borgum flest
gjald til þjóðkirkjunnar, sem
rakkað er með öðram gjöldum til
samfélagsins, og mun skatti þess-
um ætlað að standa undir verald-
legum þælti kirkjustarfsins, en
gerir um leið prestum og áhuga-
fólki kleift að sinna köllun sinni.
Ekki dregur Þrándur í efa að
kirkjan þurfi nokkuð til sin, rétt
eins og önnur samtök eða stofn-
anir sem taka þátt í samkeppninni
um athygli og áhrif. Því leiðir af
sjálfú sér að honum finnst eðlilegt
að kirkjan líði með þjóð sinni,
taki þátt i raunum hennar þegar
illa árar, en gleðjist í góðæri.
Biskupinn boðar nú stríð við
veraldleg yfirvöld og minnir á að
nú séu kosningar framundan og
því rétti tíminn til að safna undir-
skriflum og ná fram vilja sínum.
Hann vill mótmæla þeirri fyrir-
ætlun ríkisstjómarinnar að ráð-
stafa hluta af tekjum kirkjunnar í
annað. Þrándur skilur vel að þetta
sé alvöramál, en ef hann mis-
minnir ekki allt of mikið, þá úir
og grúir af slíkum málum þegar
fjármál ríkisins era annars vegar.
Stjómmálamenn rifast einlægt
um hið flókna sainspil á milli
tekna og útgjalda, en eins og
kunnugt er hefúr Sjálfstæðis-
flokkurinn með formanninn í
broddi fylkingar fundið upp nýja
og ákaflega merkilega reikni-
formúlu í þeim efnum. Flokkur-
inn heldur að þjóðin muni hljóta
mikla blessun af því að lækka
skatta og heldur því jafnframt að
hinum sem enga skatta borga en
þurfa aðstoðar samfélagsins við,
að hann hafi ráð undir hveiju sínu
rifi til að tryggja velferð þeirra
áfram. Þetta hefði einhvem tíma
verið kallað að græða á umsetn-
ingunni, en þá stunda menn við-
skipti á þann veg að selja fyrir
lægra verð en þeir keyptu á, með
þeim alkunnu afleiðingum að tap-
ið verður því tilkomumeira sem
umsetningin er hraðari.
Biskupinn vill að stofnun
hans fái þær tekjur sem eyma-
merktar era henni, og þykir eng-
um mikið, en um leið kemur hann
að merkum þætti mannlegs fé-
lags. Það vill nefnilega svo til að
alls staðar í þjóðfélaginu er nú
kvartað yfir of litlu fé frá ríkinu,
sem um leið hlýtur að vera krafa
um hærri skatta.
Þrándur hefur áhuga á hag-
fræði, eins og allir vita, og hlýtur
því að spyija svona spuminga: Ef
kirkjan fær allt sem henni ber, fær
þá ekki ríkið minna til að leggja í
félagslegar íbúðir, heilsugæslu,
almannatryggingar, samgöngur
og svo framvegis, nema skattar
verði hækkaðir á móti? Sé ekki að
þessu gætt, era menn þá ekki
famir að lifa eftir kenningunni um
að græða á umsetningunni?
Nú efast Þrándur alls ekki um
áhuga biskupsins á veraldlegri
velferð þjóðarinnar, en í einfeldni
sinni finnst honum að biskupinn
hefði gert rétt í því að segja við
þjóð sína og söfnuð: Elskumar
mínar, kirkjan og ríkið verða að fá
sitt, um kirkjuna og rikið gilda
sömu lögmál. Hver sem ætlar að
borga með peningum sem hann á
ekki fær sér annað hvort lán eða
hækkar tekjumar. Þess vegna
verður ekki hjá því komist að þið
greiðið meira til ríkisins, til að
kirkjan fái sitt.
Þegar Þrándur nú lítur yfir
það sem hann hefur párað á sitt
blað þá finnst honum það harla
gott, en auk þess til marks um
mikla vitsmuni og djúpan skiln-
ing á því sem er mikilvægt i heimi
hér. Hann sér hið rétta í hveiju
máli, og að þessu sinni veit hann
að kirkjan þarf mikils við; ríkið,
heimilin og allir hinir líka. Hann
er í hæsta máta hamingjusamur
með sinn biskup og lætur það alls
ekki á sig fá þó hagfræðin sé um-
deilanleg og boðuð þátttaka hans í
pólitík á kosningavori bendi til
minna umburðarlyndis með þeim
lítilmagna sem skattgreiðandi
nefnist, því hamingja Þrándar er
auðvitað örlítið blandin þeim rót-
arskap sem best verður lýst með
þessum orðum: Gott á Sjálfstæð-
isflokkinn.
- Þrándur
Fimmtudagur 1. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5