Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 7
ALÞINGI Margrét Frímannsdóttir hvislar einhverju að Skúla Alexanderssyni f sameinuðu Alþingi. Skúli ersvo alvariegurá svipinn að líklega eru þau að ræða málefni Alþýðubandalagsins. Formaður þingflokks Borgaraflokksins, Guðmundur Ágústsson, starir fram fyrir sig og er ef til vill að hugsa um hvað hafi orðið af fylgi flokksins. Það kom fram i vikunni að Skúli ætlar að gefa kost á sér i framboð á Vesturlandi við næstu kosningar. Mynd: Kristinn. Greiðslukort Engir tryggingavfxlar Jón Sigurðsson: Þetta er fyrst og fremst neytendaverndarfrumvarp, en það á líka að vera sanngjarnt Utgáfa greiðslukorts skal fyrst og fremst byggð á við- skiptatrausti umsækjanda,“ segir I 8.gr. frumvarps til laga um greiðslukortastarfsemi sem viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, mælti fyrir í efri deild Alþingis á þriðjudaginn. Þessi klausa þýðir að útgef- endum greiðslukorta verður ekki heimilt að láta þá sem sækja um greiðslukort skrifa á tryggingarv- íxil nema í undantekningartilfell- um. í ákvæði til bráðbrigða er þess krafist að kortaútgefendur endumýi samninga varðandi tryggingar þeirra sem bera kortin, þannig að boðað er að afnema einnig þá tryggingarvíxla sem nú þegar em í gangi. „Menn hafa í greiðaskyni ver- ið að skrifa uppá svona víxla,“ sagði Jón í samtali við Þjóðvilj- ann og bætti við að menn hefðu verið að skrifa uppá fjárhæða- lausa víxla og væri það algerlega ómögulegt. Hann sagði að þessu hefði verið hætt eftir að fram- varpið kom fram. Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að erlendis tíðkist það að byggt sé á viðskiptatrausti en ekki tTyggingarvíxlum, og taldi nefndin sem samdi fram- varpið að breytingin myndi al- mennt stuðla að auknu öryggi í viðskiptum. „Þetta á fyrst og fremst að vera netendavemdarframvarp en það á lika að vera sanngjamt gagnvart þeim sem reka þessi fyr- irtæki," sagði Jón. Þetta framvarp var fyrst lagt fram á síðasta þingi en varð ekki útrætt, en viðskiptaráðherra von- ast til að frumvarpið nái fram á þessu þingi þar sem það var mik- ið rætt í nefhdum síðasta vetur. Önnur stór spuming sem menn hafa velt fyrir sér er hver á að bera kostnaðinn af greiðslu- kortunum. Einsog nú er borga greiðsluviðtakendur kostnaðinn þ.e. kaupmenn borga, og kemur það endanlega fram í hærra vöra- verði. “Viðleitnin í þessu verður sú að það verði korthafendur sem borgi fyrir notkunina, en ekki all- ir viðskiptavinir verslananna sem taka við kortunum," sagði Jón og bætti við að þetta væri mikið um- deilt. „Þama standa neytendasam- tökin og kaupmannnasamtökin saman, en öndverðir era stór- kaupmenn og kortaútgefendur. Þessu er ekki lokið, því sagt er í frumvarpinu að viðskiptaráðherra eigi að ákveða þóknunina," og taldi Jón að enginn væri öfunds- verður af því. 112. gr. framvarps- ins segir að ráðherra megi ákvarða hámarksgjald sem korta- útgefanda er heimilt að krefja greiðsluviðtakendur eða kaup- Snarpar umræður urðu í neðri deiid Alþingis í gær er mælt var fyrir frumvarpi til laga um að vínandamagn í blóði ökumanna mætti ekki nema meira en 0,25 prómillum. Þetta er helmingi minna en nú er leyfilegt. Ámi Gunnarsson, Alfl., mælti fyrir framvarpinu og sagði að það væri ekki verið að skerða rétt fólks með þessari breytingu held- ur væri verið að gera fólki grein fyrir að það mætti ekki aka bifreið eftir að hafa neytt áfengis undir neinum kringumstæðum. Hann sagði að frumvarpið snerist um það að setja lög þannig að fólk velkist ekki í vafa um að akstur og áfengi færi ekki saman. Ingi Bjöm Albertsson, Sjfl., sagðist vera á móti frumvarpinu og taldi að í stað þess að fara menn um. Jón sagðist ekki vilja nefna neinar tölur á þessu stigi málsins, en hann vill að kostnað- urinn verði jafnaður út og leggist ekki á alla veltuna hjá fyrirtækj- um, heldur í ríkjandi mæli á þá sem nota kortin. Jón taldi nauðsynlegt að koma á heildarlöggjöf um greiðslu- kortaviðskipti þar sem engin lög- gjöf væri til um þessi mál. Frum- varpið styðst við reglur og lög í nágrannalöndunum um þessi mál og þá sérstaklega dönsku löggjöf- ina. I dönsku lögunum er korthöf- um, en ekki kaupmönnum, gert að greiða rekstrarkostnaðinn af kort- unum, og tekur íslenska frum- varpið mið af því. En eins og nefnt hefur verið fær ráðherra það vald að setja reglur um skiptingu kostnaðar milli kaupmanna og korthafa. Sérstakar reglur munu þó gilda um notkun kortanna er- lendis. -gpm þessa Ieið ætti að fara áróðurs- leiðina og þyngja refsingamar. Hann taldi leyfilegt magn sam- kvæmt frumvarpinu vera svo lágt að tilkynna þyrfti þetta á yfir- standandi kirkjuþingi svo prestar gætu sagt fólki að keyra ekki eftir að hafa dreypt á blóði Krists. Hann benti einnig á að í búðum hér á landi væri til sölu sælgæti er innihéldi áfengi og því mætti samkvæmt framvarpinu ekki aka bifreið eftir að hafa neytt sliks sælgætis. Ami svaraði Inga Bimi og sagði að markið væri ekki sett við núllið í framvarpinu einmitt til þess að fólk gæti gengið til altaris og keyrt heim til sín á eftir. Með- flutningsmenn era Ragnhildur Helgadóttir, Sjfl., Geir Gunnars- son, Abl., Kristín Einarsd., Kvl., og Jón Kristjánss., Frfl. -gpm Þingmenn spyrja Álverið í Straumsvík Guðrún J. Halldórsdóttir, Kvl., spyr iðnaðarráðherra, Jón Sigurðs- son, um hagnað af orkusölu til ál- versins í Straumsvík. í fyrsta lagi spyr hún hversu mikill hagnaðurinn var á ári s.l. tíu ár. I öðra lagi hve mikið álverið hefur greitt í gjöld og skatta til rík- issjóðs og sveitarfélaga á ári s.l. tíu ár. Og í þriðja lagi spyr Guðrún um vaxtagreiðslur og afborganir lána sem þurfti að taka vegna Búrfells- virkjunar og annarra framkvæmda vegna álversins síðustu tíu ár. Stuðningsfjölskyldur Danfríður Skarphéðinsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir, Kvennalista, spyija félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra bama. Hversvegna hætti félagsmála- ráðuneytið að endumýja samninga við stuðningsfjölskyldur fatlaðra bama 1. júní s.l. og hvers mega stuðningsfjölskyldur og fjölskyld- ur fatlaðra vænta 1. nóvember þeg- ar núverandi millibilsástandi lýk- ur, spyija þær. Uppflosnuð ungmenni Guðrún J. Halldórsdóttir spyr menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, um ráðstafanir vegna ungmenna sem flosna upp úr skóla. Guðrún spyr hvaða ráðstafanir menntamálayfirvöld hafi gert til að aðstoða nemendur á skólaskyldu- aldri sem flosnað hafa úr skóla og hvort áætlanir séu uppi um frekari ráðstafanir. Matur ferðamanna Guðni Ágústsson, Frfl., spyr samgönguráðherra, Steingrim J. Sigfússon, hvað hann hyggist gera til að draga úr innflutningi mat- væla með ferðafólki. Ferðakostnaður ráðherra Ingi Bjöm Albertsson, Sjfl., spyr forsætisráðherra, Steingrim Hermannsson, hver hafi verið ferðakostnaður hvers ráðherra vegna ferðalaga erlendis árið 1989 og fram til 1. okt. 1990. Ingi Bjöm spyr um sundurliðaðan kostnað vegna ferðalaganna. Þingmönnum svarað Kaupmáttur launa Ráðherra Hagstofu íslands, Steingrímur Hermannsson, svarar Inga Bimi Albertssyni um kaup- mátt dagvinnulauna í löndum OECD. Fram kemur í svarinu að sam- anburðurinn sé erfiður, en birt er tafla um kaupmáttaraukningu í OECD-löndum annarsvegar og á Islandi hinsvegar. Meðaltalskaup- máttaraukning í OECD- löndunum er á bilinu 0,6 prósent til 2,5 pró- sent milli ára á timabilinu 1985 til 1989. Samsvarandi tölur firá Kjara- rannsóknamefhd, sem vitnað er til í svarinu, mæla kaupmáttaraukn- inguna eftir atvinnugreinum. Þar kemur fram að kaupmátt- urinn jókst um u.þ.b. tvö prósent milli áranna 1984 og 85. Um sjö til tíu prósentmilli áranna 1985 og 86 og á milli 15 prósent og 30 prósent milli áranna 1986 og 87. Kaup- máttaraukningin 1987 til 88 var á bilinu 0,6 prósent til 2,7 prósent samkvæmt svarinu. Hinsvegar varð kaupmáttarrýmun á bilinu 4,1 prósent til 7,1 prósent milli áranna 1988 og 89. Það kemur ekki fram i svarinu, en kaupmátturinn hefur haldið áfram að rýma, eða um tíu prósent, og er nú u.þ.b. það sama og hann var árið 1986, þ.e.a.s. áður en hann rauk upp -gpm ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýúubandalagiö á Akranesi Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn í Rein laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin Blaðburðarfólk Ef þú ert mo •ess Hatðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans sími 681333 <i — X---1--4f\nn i. lÁrMfn iuui r*lr* • ■« Umferðarlög Minna vínandamagn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.