Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kasparov hált iöfnu eftir maraþonviðureign að reyndist Kasparov ekki jafn létt verk að halda jafnt- efli í áttundu skák einvígisins við Anatoly Karpov. Skákin fór sem kunnugt er í bið sl. mánu- dagskvöld og átti Karpov peði meira og einhverja vinnings- möguleika. Eftir 84 leiki og 10 klst. taflmennsku mátti hann sættast á skiptan hlut. Þetta er næstlengsta skák sem þeir hafa teflt, sú lengsta var tefld í fyrsta einvíginu í Moskvu 1984. Kasparov tókst ekki fremur en fyrri daginn að leyna tilfinn- ingum sínum. Hann var þungur á Þrátt fyrir furðuleg mistök f átt- undu skákinni tókst Kasparov að halda jöfnu, staðan er 4:4 en ní- unda skákin var tefld í nótt. brún þegar hann steig inn í Hud- son-leikhúsið á Broadway, órak- aður og fremur illa til reika. Held- ur kættist hann þegar friðarsamn- ingar höfðu verið undirritaður en þá brá svo við að í fyrsta skipti í einvíginu sátu kappamir eftir og fóm yfir helstu leiðir. Hvað sem öllu líður er greinilegt að Karpov ræður ferðinni í einvíginu og mun áreiðanlega reyna að ná foryst- unni í níundu skákinni sem tefld verður í kvöld og nótt. 8. einvígisskák: (SJÁ STÖÐUMYND) Garrij Kasparov - Anatoly Karpov 41. Hg3 (Biðleikur Kasparovs. Vissu- lega á hann erfíða vöm fyrir höndum en jafnteflisvon hans byggist m.a. á hve ótrygg kóngs- staða svarts er.) 41. .. cxd5 42. Dg4 Dc7 43. Dd4 Dd6 44. Khl (Hugmyndin er að svara 44. .. Dxf6+ með 45. Dxf6+ og 46. Dxd8+. Annar möguleiki var 44. h4 ásamt - Kh3 o.s.ffv.) 44. .. He8 45. Dg4 Dd7 46. Hd3 Hel+ 47. Kh2 He4! 48. Dg3 (Kasparov er iðinn við að leggja gildrur fyrir andstæðing- inn. Hér strandar 48. Dxe4?? á 48... Dc7+ og vinnur.) 48. .. He5 49. Ha3 He8 50. Df4 Db7 51. Khl Db8 52. Dh4 Db6 53. Db4 d4 (Karpov átti aðeins mínútu eftir á fjóra leiki. Tímamörkin em við 56. leik, 72. leik og 88. leik.) 54. Hg3 Dc7 55. Hd3 Dcl+ 56. Kh2 Df4+ 57. Kgl Dcl+ 58. Kh2 Df4+ 59. Kgl Hc8 60. Hdl Hd8.61. Dxb5 De3+ 62. Khl d3 (Með því að gefa b - peðið, eigriast Karpov geysilega fram- sæki'ð frípeð á d - línunni. Engu að siður tekst Kasparov að halda sínurri hlut.) 63. Da5! Dd4 64. Dal Db6 65. Da2 Kg7 66. Dd2 Dc5 67. Hfl Hd4 68. Hf3 Dd6 69. He3 Ha4 70. Hel h5 71. Hbl Dd7 72. Ddl Kh6 73. Dd2+ Kg7 74. De3 h4 75. Df3 Kh6 76. Ded3+ Kg7 77. Dfi d2 78. Dh5 Df7 79. DxD+! Kxf7 80. Hdl (Kasparov á ekki í neinum erfiðleikum 'með peðsendataflið.) 80. .. Hd4\8\. Kgl Hd5 82. Kfl Hxf5+ 83. Hg5 84. Kfl rsamiðjafhtefli. asparov 4 irpov 4 - og hér Staðan: Aflamiðlun Undir þrýstingi útflytjenda Umboðsmenn á Bretlandi og íslenskir fiskútflytjendur hafa gagnrýnt stjórn Aflamiðl- unar fyrir að svara ekki að fullu AAkureyri hefur um árabil verið í byggingu húsnæði í Kjarnaskógi fyrir heilsuhæli Náttúrulækningafélags Akur- eyrar. Að sögn Heimis Ingi- marssonar, formanns atvinnu- málanefndar, er byggingin komin á lokastig og heimild hef- ur fengist frá heilbrigðisráðu- neytinu til að hefja starfrækslu um 40 sjúkrarúma í upphafi ársins 1992. þeirri eftirspurn eftir ferskum fiski sem fyrir hendi er á Bret- landi. Að mati þeirra mun hátt fiskverð ytra eyðileggja mark- Til þess að reka endahnútinn á framkvæmdir og kaup tækja, sagði Heimir að menn teldu að kosta þyrfti til um 100 miljónum króna. Af þessum sökum sagði Heimir nefridina hafa samþykkt að Akureyrarbær kæmi til móts við félagið með þvi að veita því ábyrgð fyrir 30-40 miljóna króna láni. Þetta lán á Náttúrulækninga- félagið síðan að greiða með 15 ára aðinn. Þetta kom ffam i erindi Sigur- bjöms Svavarssonar fyrrverandi stjómarformanns Aflamiðlunar á framlögum bæjarins til bygging- arinnar. Heimir sagði bæinn hafa styrkt þessa byggingu og því væri ekkert athugavert við að hann héldi því áffarn næstu árin. Ferðamannaiðnaður hefur verið i töluverðum vexti á Akur- eyri. Heimir sagðist tvímælalaust telja að heilsuhæli Náttúmlækn- ingafélagsins yrði hluti af þessum vexti. -hmp Fiskiþingi. I máli Sigurbjöms kom lfam að stjóm Aflamiðlunar hefur ekki fallist á þessi sjónarmið af eftir- farandi ástæðum: Svipað magn hafi verið flutt út og gert var í fyrra og það sé ekki hlutverk íslendinga að bera ábyrgð á ofveiði EB-flotans. Þrátt fyrir hátt verð frillyrða Samtök fískkaupmanna í Grimsby að ef gæði íslenska fisksins batni sé hægt að ná 15-20% hærra verði, eða svipuðu verði og heimamenn fá, svo þetta verð hræðir þá ekki. Auka þyrfti magnið um allt að 50% að meðaltali miðað við til- lögur umboðsmanna í Bretlandi, til að svara þeirri effirspum sem fyrir hendi er. Við það má gera ráð fyrir að verðið myndi lækka vem- lega, auk þess sem Aflamiðlun var ekki komið á fót til þess eins að auka útflutning á þorski. -grh Akurevri Heilsuhæli vel á vegi Nýsköpun íatvinnuiífinu Iðntæknistofnun íslands, Fé- lag íslenskra iðnrekenda og Ut- flutningsráð íslands gangast fyr- ir ráðstefnu um nýsköpun i at- vinnulífmu á Hótel Sögu í dag. Aðalræðumaður ráðstefnunnar verður hinn kunni sænski fyrir- tækjastjómandi og iðnrekandi Dr. Peter Wallenberg. íslensku frummælendumir verða Gunnar Svavarsson forstjóri Hampiðj- unnar og Sturlaugur Sturlaugs- son framleiðslustjóri hjá Haraldi Böðvarssyni og Co. Víglundur Þorsteinsson formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda flytur hádeg- isverðarerindi. Ráðstefrian hefst með hádegisverð í Ársal Hótel Sögu og stendur til 16.45. Þátt- tökugjald er kr. 3.600. Tónleikar á Allrasálnamessu Allrasálnamessa er nk. sunnudag en á þeim degi er minnst þeirra sem látnir em. í til- efni dagsins er efnt til árlegrar tónlistarmessu í Langholtskirkju kl. 14. Prestur er Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Lang- Hluti af þvl úrvali sem verður á basarnum á Hrafnistu. Basar á Dalbraut Þjónustuíbúðir aldraðra að Dalbraut 27 í Reykjavík halda sinn ár- lega basar nk. laugardag kl. 14. Á boðstólum er m.a. skemmtilegt jólaskraut, handmálaðar silkislæður, kort og nælur, ofriar mottur og dúkar, leikföng, peysur, sokkar, vettlingar og ýmsir munir úr tré. holtskirkju syngur allur við guðsþjónustuna undir stjóm Jóns Stefánssonar. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur áður en guðs- þjónustan byrjar og einnig undir söng kórsins. Tónlistarflutning- urinn er kostaður af Minningar- sjóði Guðlaugar Bjargar Páls- dóttur og í lok guðsþjónustunnar verður tekið við framlögum í sjóðinn. Háskólabókasafnið fimmtugt Háskólabókasafnið er flmm- tugt um þessar mundir. I tilefni af því verður afmælishátíð í að- albyggingu háskólans í dag að viðstöddum forseta íslands. Sett hefúr verið upp sýning um sögu og þróun safrisins, svo og þjón- ustu þess eins og hún er nú. Enn ffernur em sýndar bókagjaftr og merkir gripir úr eigu safnsins. Ávörp flytja dr. Sigmundur Guð- bjamason háskólarektor, Einar Sigurðsson háskólabókavörður og Svavar Gestsson mennta- málaráðherra. Tónlist flytja Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Snorrason og Páll Ein- arsson. Afmælistónleikar Tón- listarfélags Akraness Tónlistarfélag Akraness á 35 ára afmæli á næstunni og heldur upp á það með kaffrkonsert í Safriaðarheimilinu Vinaminni nk. laugardag. Símon H. ívars- son og Dr. Orthulf Prunner leika á gítar og hapsikord. Þá koma gítamemendur Tónlistarskólans fram á tónleikunum. Matur er menning Matarteiti verður í Kringl- unni í dag og á morgun. Teitið verður formlega opnað með sviðssettu brúðkaupi i dag kl. 16. á jarðhæð Kringlunnar. Þar munu fagmenn starfsgreina mal kynna starfsemi Si blanda áfengislau\ laganna verðir hanastélin Trausi Sjálfum Guðjóni. ingahús í Reykjavík\s; ingar á köldum réttui arteitinu standa menn, kjötiðnaðarme: og matreiðslumenn inna ólíku affamleiðslu ,a. Barþjónar hanastél og ;nu bragða yandi og og veit- a útstill- Að mat- eiðslu- bakarar :el Basar á Hrafnis Um þessar mundir er\ufanið af krafli við undirbúning á sölu handavinnu vistmanna á Hrafn- istu en laugardaginn 3. nóvem- ber ffá kl. 13.30 til 17.00\ mánudaginn 6. nóvember verþ opinn basar á fjórðu hæð í álmu Hrafnistu í Reykjavík. Þá má fá hvers kyns handavinnú t.d. ofna borðdregla, stóra og smáa heklaða dúka, litla skinn- skó að ógleymdu úrvali af\ pijónavörum. Hér er um að ræða árlega fjáröflun vistfólks. Hver vistmaður fær andvirði þeirra muna sem hann hefúr unnið og seldir verða fyrir efniskostnaði. 2 slÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.