Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Lánshæfni
Island fær góða einkunn
r
David H. Levey: Lánshœfniseinkunn Islands varðandi langtímalán getur batnað haldist verð-
bólgan í lágmarki næsta ár
Borgarstiórn
Deilt um
opnunartíma
í dag verður tekin til fyrri um-
ræðu í borgarstjórn tillaga Sig-
rúnar Magnúsdóttur, borgar-
fulltrúa Framsóknarflokks, um
að gefa opnunartíma verslana
svo til frjálsan, eða til hálf tólf á
kvöldin og á sunnudögum.
Magnús L. Sveinsson borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks og for-
maður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur segist ekki munu
styðja þessa tillögu.
Magnús segir að sér lítist ekki
of vel á þessa tillögu, en hins veg-
ar verði menn að gera sér grein
fyrir því, að í gildi er reglugerð
sem heimilar verslunum að hafa
opið til kl. tíu á kvöldin alla daga
nema sunnudaga. „Verslanir hafa
almennt ekki notað sér þetta, svo
raunverulega breytingin yrði
sunnudagamir," segir Magnús.
Það hefúr orðið vart við að
nokkrar verslanir í Reykjavik hafa
haft opið á sunnudögum og það
hefur verið kært til lögreglunnar.
Að sögn Magnúsar liggur fyrir yf-
irlýsing frá lögreglunni um að hún
treysti sér ekki til að fylgja þeim
málum eftir. „Lögreglan treystir
sér ekki til að fylgja þeim reglum
eftir sem til staðar eru. Málin hafa
verið send til ríkissaksóknara, en
hann hefur ekkert gert í málinu,“
segir Magnús.
Almennt segist Magnús ekki
trúa því, að verslanir taki upp á
því að hafa opið á kvöldin og á
sunnudögum þrátt fyrir þessa
breytingu. „Verslun mun ekki
aukast nema mjög takmarkað og
ef verslanir fara almennt að hafa
opið á sunnudögum er afkoma
þeirra miklu betri en eigendur
þeirra hafa viljað láta í veðri vaka.
Þá ættu hinir sömu að fara að
skoða það, hvort þeir gætu ekki
borgað hærri laun eða lækkað
álagninguna og vöruverðið,“ segir
Magnús.
ns.
Haldist verðbólga innan við
tíu prósent næsta árið gæti
lánshæfniseinkunn íslands
hvað varðar langtímalán hækk-
að, sagði David H. Levey að-
stoðarforstjóri bandaríska
matsfyrirtækisins Moody’s In-
vestors Service í samtali við
Þjóðviljann í gær.
A þriðjudag gaf Moody’s Is-
landi hæstu einkunn sína, „Prime-
1,“ vegna útgáfu ríkisjóðs á
skammtímaskuldabréfúm á al-
þjóðlegum lánamarkaði. Fyrir-
tækið gefúr þjóðum einkunn bæði
hvað varðar skammtímalán og
langtímalán og fékk Island miðl-
Mikil andstaða kom fram
gegn hugmyndum Hall-
dórs Asgrímssonar sjávarút-
vegsráðherra um stofnun Fisk-
veiðistofnunar á Fiskiþingi í
gær. Margir þingfulltrúar
sögðu að með tilkomu þessarar
stofnunar væri verið að reyna
að koma höggi á Fiskifélagið og
aðrir að Fiskveiðistofnunin
væri enn ein viðbótin við ofvax-
ið ríkisbákn.
En eins og greint hefúr verið
ffá er tilgangur sjávarútvegsráð-
herra með stofnun Fiskiveiði-
stofnunar sá að hún taki við hluta
þeirrar stjómsýslu og eftirlits-
starfí sem nú fer ffam hjá sjávar-
útvegsráðuneytinu, Fiskifélagi Is-
lands og Haffannsóknastofnun.
Stofnuninni er ætlað að annast
ýmsa ffamkvæmd fiskveiðistjóm-
unar og almenns veiðieflirlits.
ungseinkunnina A2 hvað varðar
langtímalánin. „Þetta er góð
traust einkunn,“ sagði Levey og
benti á að A-flokkurinn væri (jár-
festingarflokkur. Þ.e.a.s. fjárfest-
ingaraðilar ættu að vera ömggir
með fjárfestingar sínar i öllum
löndum í A-flokki.
Það kom ffam þegar ein-
kunnagjöf Moody’s var kynnt á
blaðamannafundi í fjármálaráðu-
neytinu að einkunnir þessar hefðu
áhrif á vaxtagjöld ríkisins. Þannig
mun þessi góða einkunn vegna
skammtímalána spara ríkisjóði
töluvert fé. Levey sagði að eink-
unin P-1 samsvaraði langtíma-
Ennfremur myndi hún annast alla
öflun og skráningu upplýsinga
um fiskveiðar og fiskvinnslu. Ef
af verður mundi Fiskveiðistofnun
taka við allri skýrslusöfnun og úr-
vinnslu sem nú er innt af hendi
hjá Fiskifélaginu.
I umræðum um Fiskiveiði-
stofnunina var einnig komið inn á
starfsemi Fiskifélagsins og þýð-
ingu þess fyrir sjávarútveginn.
Fulltrúar Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, fiskimjöls-
og saltfisksffamleiðenda ásamt
fleirum sögðu að Fiskifélagið
væri búið að syngja sitt síðasta,
enda mörg verkefni þess unnin
hjá öðrum stofnunum í þjóðfélag-
inu. En sérstaklega gagnrýndu
fúlltrúar þessara hagsmunasam-
taka fískimálastjóra fyrir það að
vera ekki með þeim í hagsmuna-
baráttu þeirra. Kristján Asgeirs-
einkuninni A2, þar sem skamm-
timaeinkunin er iðulega hærri en
hin. Hann sagði að einkunnin
byggðist á því að verðbólga hefði
hjaðnað mikið hér á landi og að
stöðugleiki ríkti í stjómmálum.
Það hefði ekki breyst síðan Is-
landi var gefin Iangtímaeinkunn
árið 1989. Hann sagði að Moo-
dy’s fylgdist stöðugt með þessum
málum og þegar fyrirtækið þætt-
ist visst um að verðbólgan héldist
í lágmarki um einhveija fyrirsján-
lega ffamtíð og stöðugleiki rikti í
stjómmálunum þá væri mögu-
leiki á því að Islandi yrði gefin ný
og betri langtímaeinkunn.
son frá Húsavík sagði að þing
Fiskifélagsins hefðu markað
stefnuna í öllum veigamestu mál-
um sjávarútvegsins og að lands-
byggðarmenn fylgdust ávallt vel
með starfsemi Fiskiþings. Krist-
ján sagði að allt tal manna um úr-
elta starfsemi Fiskifélagsins og
stofnun Fiskiveiðistofnunar væri
ekkert annað en hluti af þeirri
valdabaráttu sem miðaði að þvi
að knésetja Fiskifélagið. Kristján
skoraði á þingheim að veija félag-
ið fyrir þessari valdabaráttu og að
milliþinganefnd yrði falið það
verkefhi að marka skýrari steftiu.
Umræðunni um Fiskveiði-
stofnun og ffamtið Fiskifélagsins
var síðan vísað til félags- og laga-
nefndar Fiskiþings til ffekari um-
fjöllunar.
-grh
Fjármálaráðherra, Ólafúr
Ragnar Grímsson, sagði að það
hefði verið tekin nokkur áhætta
með því að fara út í þetta mat á
lánshæfninni þar sem lélegt mat
myndi þýða aukna vaxtabyrði
fyrir ríkissjóð. Hinsvegar kaupa
margir fjárfestingaraðilar erlendir
helst ekki skuldabréf, lík þeim
sem ríkissjóður gefúr út, nema út-
gáfulöndin hafi að þeirra mati
fengið viðunnandi einkunn ffá
Moody’s og öðru bandarísku
matsfýrirtæki, Standard & Poor’s.
Island hefúr fengið svipaða ein-
kunn frá þessu fyrirtæki og ffá
Moody’s.
Ólafúr Ragnar sagði að þessi
einkunn Moody’s bætti stöðu rík-
issjóðs á erlendum lánsfjármark-
aði og að farið hefði verið út í
þetta mat því nauðsynlegt væri að
fá sjálfstætt mat á stöðunni.
Levey sagði að stærð Islands
sér hefði ekkert að gera með ein-
kunnina^ á hinn bóginn hefði það
áhrif að Island byggir mjög á fisk-
veiðum. Á blaðamannfúndinum
kom hinsvegar fram að menn
töldu stærð landsins hafa áhrif á
einkunnagjöfina og bentu á að að-
ildarríki Evrópubandalagsins
kæmu betur út en ella vegna að-
ildarinnar.
Ólafúr Ragnar sagði að meg-
inniðurstaða Moody’s væri að hér
á landi hefði náðst góður árangur
í hagstjóminni í heild sinni og
myndu allir hagnast á lægri
vaxtakostnaði ríkissjóðs. Hann
sagði líka að það væri mjög mik-
ilvægt fyrir stjómendur landsins á
næstu árum að halda stöðugleik-
anum því slæmt væri ef einkunn
matsfyrirtækjanna lækkaði þar
sem fjárfestingaraðilar taka mikið
mið af því hvemig einkunnagjöf-
in breytist. -gpm
Fiskiþing
Andstaöa við Fiskveiðistofnun
Enn ein viðbótin við ofvaxið ríkisbákn
Kirkiuþing
Biskup óánægður með skerðingu
r
Olafur Skúlason: Höfðum áhyggjur af þvíþegar nefskattur var lagður niður að fjármálayfirvöld freistuðust til að taka af
skatthlut kirkjunnar. Anægður með stjórnarskrártryggt samband rikis og kirkju
Myndatexti: Pétur Sigurgeirsson biskup meðtekur líkama krists úr hönd-
um séra Jóns Einarssonar við setningu kirkjuþings á þriðjudag. Mynd:
Jim Smart
Biskupinn yfir íslandi, Ólaf-
ur Skúiason, lýsti óánægju
sinni, í setningarræðu kirkju-
þings á þriðjudag, með að ríkið
skilaði ekki innheimtuhlut
krikjunnar í sköttum til kirkj-
unnar. Ólafur sagði Þjóðviljan-
um að ekki væri um að ræða
framlag ríkisins til kirkjunnar,
heldur hlut hennar í skatt-
heimtunni. En þetta fyrirkomu-
lag var sett á þegar sérstakur
nefskattur merktur kirkjunni
var lagður niður.
Biskupinn sagði kirkjunnar
menn hafa fagnað þeirri breytingu
sem gerð var á nefnskattinum,
sem áður var greiddur af inn-
heimtumönnum ríkisins til ein-
stakra sókna. Menn hefðu þó haft
áhyggjur af því að þegar þessi
upphæð sem um 300 sóknir og
kirkjugarðar ættu að fá væri öll
lögð saman, myndu fjármálayfir-
völd hugsa sem svo að þetta væri
allt of mikið og ffeistuðust til að
taka af upphæðinni. Nú hefði
þetta því miður komið fram.
Kirkjan varð einnig fyrir
skerðingu í fyrra, en þá kom mál-
ið upp á yfirborðið rétt fyrir jólin
og drukknaði í öðrum málum, að
sögn Ólafs. Mótmæli kirkjunnar
hefðu því hvorki náð eyrum þing-
manna né almennings. „Nú erum
við svo heppin að lánsfjárfrum-
varpið er lagt fram um leið og
ffumvarp til fjárlaga", sagði Ólaf-
ur. Fjárveitingavaldið ætlaði aftur
að skerða greiðslur til kirkjunnar
en í fyrra hefðu menn talið að
þetta ætti aðeins að gera í þetta
eina skipti og viljað axla sinar
birðar eins og aðrir landsmenn.
En þegar þetta endurtæki sig
segðu menn, svona ætla þeir að
hafa þetta til frambúðar. Þeir ætla
ekki að skila 5% til sóknanna og
15% til kirkjugarðanna og ef þetta
yrði látið ganga mótmælalaust,
væri verið að samþykkja þessa
skerðingu til ffambúðar.
„Ég ætlast ekki til þess að
þetta átriði ráði því hvar fólk setur
X-ið á kjördag," sagði Ólafúr. En
hann ætlaðist til þess að þeir sem
hefðu áhuga og áhyggjur af þess-
um málum, ræddu þau við þing-
menn sína og þingmannsefni. Það
væru mörg mál sem réðu þvi
hvaða þingmenn fólk styddi. „En
því aðeins myndi ég sfyðja ákveð-
inn stjómmálaflokk og stjóm-
málamenn, að þeir nenntu líka að
setja sig inn í það sem er mér mik-
ið hjartans mál,“ sagði biskup.
Kirkjan skipti sér ekki af flokka-
pólitík, en sem einstaklingar tal-
aði kirkjunnar fólk við þá sem
vildu vera fúlltrúar þess.
Ólafur sagðist vera mikill
stuðningsmaður þess að áfram
verði þjóðkirkja á íslandi. Hann
fagnaði því að í stjómarskránni
væri tekið skýrt ffam að rikið
sfyddi evangelíska lúterska
kirkju. íslendingar væm fáir og
oft hefði farið hrollur um hann við
tilhugsunina að einhver banda-
rískur sjónvarpsprestur ákveddi
að leggja einhver reiðinnar ósköp
í að snúa öllum íslendingum til
þess boðskapar sem sjónvarps-
prestar væm ffægir fyrir i krafti
fjármagnsins. Sér þætti það mikill
styrkur fyrir kirkju og þjóðfélag
að menn reyndu að hafa samstarf
og samband á sem allra styrkastan
máta. „Það er ma. þess vegna sem
þetta em mér svo mikil vonbrigði.
Ég treysti þeim mönnum sem
halda um stjómvölin til að vilja
veg kirkjunnar góðan og hef
aldrei fúndið annað þegar ég ræði
við þá,“ sagði Ólafúr.
Biskupinn sagði orð sín hafa
verið túlkuð mjög hörð. Þau
hefðu getað verið harðari. Hans
orð væm í raun aðeins stuna,
vegna þess að hann hefði í samtali
við menn sem hann bæri traust til,
fundið skilning á hlutverki þjóð-
kirkjunnar. Ef ætti að skerða allt
hjá krirkjunni, gæti hún ekki
gengt hlutverki sínu. Það væri lít-
ið gagn í því út um land að hafa
kirkjugarða sem menn skömmuð-
ust sín fyrir og það létti ekki sorg-
ina, það yki ffekar á hana.
-hmp
Fimmtudagur 1. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3