Þjóðviljinn - 07.11.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF
Þeir f iska sem róa
Síst átti ég nú von á í liðinni viku
að nafn Friðriks Sophussonar ætti
eftir að standa hátt í mínum huga.
Loðin málamiðlun var soðin saman
á miðstjómarfundi á Akureyri í
álmálinu. Greinilegt að menn ætla
að ganga með skottið á milli
fótanna til kosninga og lítil reisn
yfir ályktunum fundarins.
Friðrik stóð hins vegar í
prófkjörsslag þá helgi og lauk með
sóma þeirri þolraun, sem slík
orrahrið er. Mér er ekki grunlaust,
um að ýmsir utan og innan
þingflokks Alþýðubandalagsins
öfundi hann nokkuð af
niðurstöðunum.
En Friðrik gerði meira: hann
mætti í sjónvarpið á þriðjudags-
kvöldið og flutti mál sitt af ábyrgð
og festu. Hann vék að þeirri hlið
málsins, sem flestir ættu að láta sig
mestu varða, raforkuverðinu. Þar
talaði hann tæpitungulaust:
„ábyrgðir Atlantal hópsins em
ófullkomnar, gmnnverðið of Iágt”.
Með öðmm orðum: Islendingar
vilja ekki sitja uppi með afborganir
af 50 miljarða króna fjárfestingu í
25-35 ár á meðan hinir erlendu
viðsemjendur geta gengið út án
ábyrgðar, þegar verðfallið verður á
áli, eða sloppið með svo lágt
orkuverð að það bindi íslenska
raforkukaupendur á sama klafa og
samningurinn við Alusuisse hefur
gert. Fyrir það hefur m.a. öll
landsbyggðin liðið í áratug. Það
hafa verið gerðar margar réttmætar
athugasemdir við gmnnsamninginn
um raforkuverð. Þessar em helstar:
Dr. Einar Valur Ingimundarson skrifar
„Auðvitað staldra allir ábyrgir
stjórnmálamenn hér við. Hvort sem þeir heita
Friðrik Sophusson, Páll Pétursson
eða Davíð Oddsson ”
1. Rangt meðaltal raforkuverðs(18,3 mill) Núvirðing: -l.Omill
2. Allt of hátt álverð,ef síðustu 10 ár em notuð, þá $ 1700 : -1.5 mill
3. Oraunhæf nýtingarprósenta hins nýja álvers.
Ef reiknað er með 95% í stað 99% -0.5 mill
4. Óeðlilega lágir raunvextir. 6% í stað 5,5% -1.0 mill
5. Kostnaði við Blönduvirkjun sleppt út úr myndinni.
Mat Landsvirkjunar á framleiðslukostnaði:
Án Blöndu 16,3 mill
Með Blöndu 18,3 mill
Mismunur: -2.0 mill
6. Aukin skuldsetning þjóðarinnar leiðir til hærri lánskjara
fyrir önnur verkefni.
Raunvextir úr 6.0% i 6.5% -1.0 mill
7. Aukinn þjóðhagslegur kostnaður af bindingu virkjunarkosta.
Reikna má með ffamleiðslukostnaðarverði upp um 1 mill.
-l.Omill
8. Áætlanir um byggingarkostnað virkjana vanáætlaðar miðað
við fyrri reynslu. Ef öryggisþáttur er hafður 30%
ístað 15-20% -0.5 mill
9. Greiðsluflæðisreikningar virðast gallaðir. Ekki em reiknaðir
vextir af eigin sjóði, ekki gert ráð fyrir neinni verðbólgu og
enginn kostnaður reiknaður við enduríjármögnun.
Varlega áætlað: -0.5 mill
10. Engin tilraun er gerð til að reikna kostnað af rannsóknum
virkjunarkosta. Varlega áætlað: -0.5 mill
11. Ekki örlar á tölulegu mati á umhverfisáhrifum, þvert á móti
virðist eiga að sleppa ýmsum grundvallar mengunarvamar-
kröfum. Erfitt að verðleggja mengunarspjöll
fyrir ffamtíðina, en til að sýna lit: -0.5 mill
Frá 18.3 mill meðalverði mætti
því draga samtals 10 mill að öllum
ofangreindum þáttum meðtöldum.
Þá á alveg eftir að ræða um 37%
afsláttinn, sem gefa á fyrstu árin.
Auðvitað staldra allir ábyrgir
stjómmálamenn hér við. Hvort sem
þeir heita Friðrik Sophusson, Páll
Pétursson eða Davíð Oddsson. Á
virkilega að fara að binda ungdóm
framtíðarinnar á þvílíkan
skuldaklafa, sem þessi samningur
virðist vera?
Umhugsunarefni er líka, hvemig
landsbyggðin virðist nú drepin úr
dróma álfjötranna. Búðahreppur
stofnar til samvinnu við
Svisslendinga um vatnsútflutning,
Sauðkrækingar vekja upp svipuð
mál og Eyfirðingar segjast munu
í framtíð sjá sjálfir um sína stóriðju,
slíkt er vantraust þeirra á stjómvölc
eftir viðskiptin við starfsmenn
iðnaðarráðherra á árinu. Það skyldi
nú aldrei fara svo að sjónarspil
keisarans af Keilisnesi yrði öðrum
landshlutum til blessunar?
Það er auðvitað fyrir neðan allar
hellur að blindur metnaður Jóns
Sigurðssonar iðnaðarráðherra, hafi
teymt okkur út á þetta hengiflug.
Málatilbúnaðurinn hefur að vísu
fært honum ömggt þingsæti, að
vísu ekki á Norðurlandi eystra,
heldur á Reykjanesi. Brautargengi
samflokksmanna hans annars
staðar á landinu er að sönnu ekki
eins vel tryggt, þegar þeir leggjast á
áramar í komandi kosningum, en
eins og hann hefur sjálfur sagt:
„þeir fiska sem róa”.
Látum þá bara róa.
Hvað geta íslendingar lært
af Brundtlandskýrslunni?
Jóhann Guðjónsson skrifar
„Næstu árartugir ráða úrslit-
um um framtið mannsins á jörð-
inni. Álagið á landið og miðin er
meiri en nokkru sinni og eykst
enn. Manníjölgun er slik að
mannkynið tvöfaldast á fáum ára-
tugum. Sú fjölgun er ömst í borg-
um. Velta hagkerfanna hefur
margfaldast á hálfri öld og því
fylgja sívaxandi kröfixr til land-
búnaðar, iðnaðar og orku-
vinnslu.“
„En möguleikamir á haldbær-
um vexti og þróun hafa einnig
aukist. Ný tækni og nánast ótak-
markaður aðgangur að upplýsing-
um gefa góðar vonir.“
Þessi textabrot em tekin úr
svokallaðri Bmndtlandskýrslu.
Þessi skýrsla var skrifuð af nefnd
sem kjörin var af allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna 1985 og var
undir forsæti Gro Harlem Bmndt-
land. Nefndarmenn komu víða
við, bæði úr þróunarlöndum sem
og iðnvæddum, ríkum og fátæk-
um. Skýrslan kom út 1987 og
vakti strax athygli vegna þess að
með henni var velt upp nýjum
fleti á umhverfismálum í heimin-
um. í skýrslunni em rakin þau
umhverfisvandamál sem jarðar-
búar eiga við að etja og einnig er
bent á leiðir til úrbóta. Þær leiðir
verða að fylgja því sem kallað
hefur verið haldbær þróun. Meg-
inatriðið í haldbærri þróun er að
tengja saman umhverfismál og
hagkerfi þannig að hagvöxturinn
má aldrei verða á kostnað um-
hverfisins. Slíkt er rányrkja.
Áhrifa skýrslunnar og umræðn-
anna sem fylgdu í kjölfarið, gætir
enn. Sem dæmi um það má nefna
að á síðasta fundi Alþjóðabank-
ans vom samþykkt meginstefnu-
skýrslunnar.
Okkur Islendingum finnst oft-
ar en ekki að slík umræða komi
okkur ekki við. Við búum í stóm
landi, við erum tiltölulega fá-
menn, fátækt nánast óþekkt,
umræður um flutning manna frá
dreifbýlinu og í þéttbýlið á höfuð-
borgarsvæðinu. Oft er um þetta
rætt eins og við séum eina þjóðin
í veröldinni sem á við svona
vandamál að etja. Taflan sem
Ár 1950 1960 1970 1980 1985
Hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðis af íbúum íslands 45 50 53 54 55
Hlutfall borgarbúa af íbúum þróunarianda 17 22 25 29 31
Hlutfall borgarbúa af ibúum þróaðra landa 54 67 67 70 72
Hlutfall borgarbúa af íbúatjöida allra landa 29 34 37 40 41
(Heimildir: Árbók Reykjavíkur 1989 og Brundtlandskýrslan)
„ Okkur íslendingum finnst oftar en ekki
að slík umrœða komi okkur ekki við.
Við búum í stóru landi, við erum tiltölulega fá-
menn, fátœkt nánast óþekkt, mengun er lítil og
því séu þetta málefni stóru landanna. “
mál í anda Bmndtlandskýrslunn-
ar. Þau em að stefha að útrým-
ingu fátæktar, í öðm lagi að
styrkja málefni kvenna, þriðja
stefnuatriðið er efling menntunar
og það fjórða er að styrkja um-
hverfismál. Bankinn er alls ekki
eina stofnunin sem tekið hefui
framtíðaráætlanir sínar til endur-
skoðunar m.a. vegna Bmndtland-
mengun er lítil og því séu þetta
málefni stóm landanna. Þar tel ég
að við séum á villigötum, þetta
em málefni sem við verðum að
snúa okkur að og reyna að finna
haldbæra lausn á. Eg vil nefna
svona til dæmis tvo málaflokka
sem þessu tengjast.
Fyrst er að nefna myndun
þéttbýlis á íslandi. Hér em miklar
fylgir hér með sýnir að þetta er
sama tilhneiging og á sér stað um
allan heim. Það em margar þjóðir
sem eiga við sömu vandamál að
stríða. Getum við kennt þeim eitt-
hvað? Emm við alls staðar fyrir-
myndin sem litið er til? Gætum
við bent þeim á einhver mistök
sem okkur hafa orðið á og
ástæðulaust er að hendi fleiri
þjóðir? Getum við ef til vill lært
eitthvað af þeim? Hvemig fömm
við að því? Værum við að taka
niður fyrir okkur ef við teldum að
eitthvað væri hægt að læra af ríkj-
um þriðja heimsins?
Hitt málið er fiskveiðar og
fiskimið Islendinga. Getum við
reiknað með þeim um alla framtíð
á sama veg og þau em okkur nú?
Og hvað þarf að gera til að svo
megi verða? Fiskveiðamar em
bæði hagffæðilegar og líffræði-
legar og taka verður mið af báð-
um þáttum ef vel á að vera. Það
hlýtur að vera nauðsynlegt að
vemda fiskimiðin þannig að þau
spillist ekki, til dæmis fyrir losun
úrgangs í sjó. Samt látum við
skólpið renna þangað óhreinsað.
Við hendum líka stórum hluta afl-
ans í sjóinn aftur. Getum við sam-
þykkt með góðri samvisku slíka
sóun hér við land á meðan við
gagnrýnum álíka starfsemi meðal
annarra þjóða? Á sama veg getum
við spurt hvort rétt sé að flytja
fiskinn út sem hráefhi ffekar en
fullvinna hann hér á landi, og þá í
framhaldi af því hvort við eigum
að vanda um fyrir þeim þjóðum
sem flytja út sitt hráefhið óunnið.
Brundtlandskýrslan heldur
ömgglega áffam að hafa áhrif
bæði hér og annars staðar og enn
verður ekki séð hvað við lærum af
henni og hvemig við bregðumst
við.
Jóhann er líffræðikennari við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5