Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.11.1990, Blaðsíða 7
Pappírslaus vidskipti Um 80% upplýsinga í viðskiptum eru margskráðar í tölvur. Hægt er að spara miljarða króna pappírs- flóð með SMT - „skjalasendingum milli tölva“ Ólafur Ragnar Grímsson íjár- málaráðherra lýsti því yfír á haustráðstefnu og sýningu EDI- félagsins 25. okt. sl., að ríkisvald- ið vildi hraða þróun skjalasend- inga með tölvum. í því skyni áforma m.a. fjármálaráðuneytið og Rikistollstjóraembættið að bjóða upp á þá þjónustu á næsta ári, fýrst við innflytjendur og síð- an útflytjendur, að geta sent toll- skjöl beint til afgreiðslu ffá tölv- um sínum. Pappírslaus viðskipti eru framtíðin og verða komin í fullan gang innan 5 ára, segja spámenn- imir núna. Þau ganga formlega undir íslenska heitinu „skjala- sendingar milli tölva“ (SMT), en á enskunni „Electronic Data Int- erchange" (IDI). Til merkis um mikilvægi SMT má nefna að stjóm Evrópu- bandalagsins litur svo á að mark- miðin um sameiginlegan innri markað í Evrópu 1992 náist ekki fyllilega nema verklag í viðskipt-. um verði einfaldara óg hraðvirk- ara. Stjómvöld innan EB álíta að SMT sé nauðsynlegt til að svo geti orðið. - s. ; í stað þess að útbúa fjölda vottorða, leyfa og skýrslna á pappír em menn nú i óða önn um allan heim að láta tölvusamskipti leysa þessa pappírsvinnu af hólmi. Talið er að um 4% af verð- mæti vörusendinga milli landa fari í kostnað við pappírsvinnuna sem nú þarf til. Hér á landi nemur verðmæti alls inn- og útflutnings meira en 160 miljörðum króna ár- lega og þar af fara í pappírsvinn- una um 6 miljarðar. Með pappirs- lausum viðskiptum er auðvelt að spara stóran hluta þessa kostnað- ar, eða marga miljarða króna á ári. Við útflutning á fiski þarf nú að útbúa á pappír fjölda vottorða, leyfa og skýrslna og senda á marga staði innan lands og utan. Þessar upplýsingar em flestar þegar tiltækar í tölvum fyrirtækj- anna og með beinum tölvusam- skiptum mætti ná ffam umtals- verðum spamaði allra aðila, auk þess sem hætta á villum minnkar mjög. Afkastageta hraðvirks tölvu- búnaðar fyrirtækja og stofnana nýtist yfirleitt ekki sem skyldi við sendingar og úrvinnslu á við- TEDIS er heitið á áætlun EB og EFTA um efiingu skjalasendinga milli tölva, sem nefnast EDI á ensku. skiptaskjölum, eins og pöntunum, reikningum, farmbréfum og greiðslum milli viðskiptaaðila. Afleiðing núverandi ástands er sú að sífellt er verið að skrá í tölvur upplýsingar sem áður hafa verið færðar inn í aðrar tölvur. Talið er að svo sé farið um 80% umræddra upplýsinga. Loks stytt- ist sendingartími með SMT úr dögum og klukkustundum í mín- útur og sekúndur. Hvemig á að byrja? Unnt er að stunda pappírslaus viðskipti með hvaða tölvum sem er. Sérstakan hugbúnað þarf til að breyta gögnum í staðlað form. Með öryggisaðferðum í tölvu- kerfunum verður erfiðara að falsa gögn en á pappír, en gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli við- skiptaaðilanna, því skjöl og samningar verða ekki staðfest á pappír. Þótt tækniþróunin sé mjög ör varðandi SMT, er margt enn á til- raunastiginu. Upplýsingar hér- lendis er ekki síst hægt að fá hjá ICEPRO, sem er nefnd um bætt verklag í viðskiptum, og EDI- fé- laginu á íslandi. Nánari upplýs- ingar um ICEPRO og EDI fást hjá Staðladeild Iðntæknistofnunar, s. 91-687000. ICEPRO gefur út fréttabréfið Viðskiptavakann, sem fj^llar sérstaklega um SMT með ítarlegum upplýsingum. Ut er kominn bæklingurinn „Papp- írslaus viðskipti“, á vegum SKÝRIj., ICEPRO, Eimskipafé- lagsins, Félagi íslenskra iðnrek- enda og EDI- félagsins. Fyrir ára- mót er væntanleg íslensk hand- bók um SMT. ÓHT Þjónusta Mótuo gögn Vlnnslukerfi - > Vinnslukerfi fyrírtækis A Aögeröir fyrirlækis B Þjónusta Búnaöur fyrir SMT Búnaöur fyrir SMT > ' ■ ‘ _ . i.- i Opiö boökerfi fyrir, SMT f TÖLVUBLAÐIÐ Þjóðviljinn gerir ýmsum nýjungum í sambandi við tölvur sérstök skil í 4 síðna blaðkálfi í dag. Lesendum er einnig bent á, að á baksíðu blaðsins í dag er sagt frá opnun stórrar sýningar undir nafninu Undraheimur IBM. BESTU KAUPIN í TÖLVUBÚNAÐI m.a. að mati virtustu tölvublaða heims. MAGAZINE EDITOR’S CHOICE Skjáir: Líttu við og sjáðu af hverju m.a. PC MAGAZINE taldi bestu kaupin vera í tölvuskjáum frá TVM... Myndgæðin í Super Sync 3A litaskjánum frá TVM eru einfaldlega betri. Tölvur: Afkastageta EX-286 PLUS tölvunnar er ótrúleg (Landmark 26,7Mhz).....hún er einfaldlega öflugri. Diskar: AT-BUS hörðu diskarnireru betri..... og á lægra verði. Segulbönd: COREtape segulbandsstöðvar + CORE- fast hugbúnaður.....tvöfaldir sigurvegar- ar..................bestukaup.....PC-MAGAZINE. HAFÐU SAMBAND, VERÐIÐ ER LÆGRA EN ÞIG GRUNAR Tölvusalam hf Suðurlandsbraut 20 — Sími 91- 8 37 77 Miðvikudagur 7. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Ein með öllu ffyrir skólann - ffyrir heimilió CARRY1 -PCtölva -640 Kb innra minni -Tvö 720 Kb 3.5“ disklingadrif -14“ MGA s/h skjór á veltifæti -Mús (ekki lifandi) -101 hnappa lyklaborð -tölva sem gerir heimilisbók- haldið og skólanámið að leik einum! PRENTARI - STAR LC LCIO Frábær gæðaprentari sem prentar allf að 144 stafi á sek. Einfaldur og þægilegur í vinnslu Forrit - Samráð - Samofinn pakki með ritvinnslu, töflu- reikni og fl. frá Víkurhugbúnaði - Bryndís - Einfait og þægilegt heimHisbókhald - Lykla-Pétur - veiruvarnarforrit sem virkar - LottÓ - fyrir þá sem spila lottó og vilja vinna - MS-DOS 4.0 - stýrikerfi með valmyndar- möguleikum - GW-BaSÍC - forritunarkerfið einfalda Allt þetta ffyrir aóeins kr. B8.950#- stgr. með VSK Greiðslukjör við aHra hæfi f péstkrili Sjú er sin ríkiri, kisii í ketaúi ## Tölvuland v/Hlemm simi 621122 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.