Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 4
Utanríkismál Þegar herinn fer Olafur Ragnar Grímsson: Boðar nefnd allra flokka um hvemig standa eigi að brottför hersins. Steingrímur Hermannsson: Eftirlitsstöð í stað vamarstöðvar. Kristín Einarsdóttir: Upprætum hugarfar hermennskunnar. Jón Baldvin Hannibalsson: Samningurinn við Nató homsteinn íslenskrar öryggis- og vamarmálastefnu Heimurinn hefur breyst, þessi 11 ára gamla mynd sýnir okkur herstöðvaandstæöinga mótmæla veru hersins og aðildinni að Nató. Nú hefur Ólafur Ragnar Grimsson boðað að tími herstöðva og hernaöarbandalaga sé liðinn og ef til vil er þá stutt (að fagnandi geti menn lagt niður Samtök herstöðvaandstæöinga. Aðalfundur LÍÚ Dökkar veiði- horfur Kristján Ragnarsson formaður Landsambands íslenskra útvegs- manna sagði í ræðu sinni á aðal- fundi LIU að veiðihorfur næstu ára væru ekki bjartar vegna þess hvað síðustu fjórir þorskárgangar 1986- 1989 eru léiegir. I þessum árgöngum eru að meðal- tali um 140 miljónir einstaklingar, en í meðalárgangi eru um 220 miljónir. Þessir árgangar eru því ekki nema 64% af meðalárgangi. Að mati Haf- rannsóknastofnunar er einn þessara árganga sá lélegasti frá því þorsk- rannsóknir hófust hér við land. Til viðbótar við þetta hefur vaxt- arhraði dregist saman um 8% vegna verra árferðis í sjónum, sem stafar af lægri sjávarhita og ætisskorti vegna óvenjulegrar göngu loðnunnar á upp- eldissvæðum þorsksins. Ofan á þetta bætist sú staðreynd að ekki er að vænta neins bata í öðrum botnfiskteg- undum. Að mati formanns LIU er það því ekki kvótakerfmu að kenna þó að veiðiheimildir séu nú minni en að meðaltali á undanfömum árum, held- ur versnandi skilyrðum í sjónum. -grh Sj ávarútvegsráðherra Fylgjandi lágmarks- verði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra telur það vera óráð- legt að afnema núgildandi lög um ákvörðun lágmarksverðs á botn- fisktegundum, nema jafnframt sé sýnt fram á að önnur og betri ieið finnist til að leysa þau viðfangsefni sem við er að etja. Að mati ráðherrans er þýðingar- Iaust að gefa verðmyndun frjálsa nema markaðurinn bjóði uppá það og þær aðstæður eru mjög óvíða á land- inu og á það einkum við um botnfisk- inn. I ræðu sinni á aðalfúndi Landsam- bands íslenskra útvegsmanna sagði Halldór Ásgrímsson að forsendur fyr- ir rekstri fiskmarkaða væru aðeins á suðvesturhomi landsins. Ástæður þess að fiskmarkaðir hafa ekki þrifist í öðmm landshlutum em fyrst og fremst lítið framboð og skortur á sjálfstæðum fiskverkendum. Halldór sagði að þó fijálst fisk- verð hefði gefist vel hvað varðar loðnu og fleiri fisktegundir, þá hefði tilraunin með fijálsa verðmyndun á botnfiski mistekist árið 1987. Það hefði einkum verið vegna of náinna tengsla milli veiða og vinnslu og fjöldi kaupenda og seljenda víða of takmarkaður. -grh Olafur Ragnar Grímsson hefur kynnt í ríkisstjórn- inni þá hugmynd sína að nefnd allra flokka verði komið á laggirnar sem myndi ræða með hvaða hætti bandaríski herinn ætti að hverfa héðan, hvað ætti að gera við mann- virki hersins á Miðnesheiði og hvernig ætti að standa að eftirlitshlutverki héðan frá (s- landi. Formaður Alþýðubandalags- ins skýrði frá þessu í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál í sameinuðu þingi í gær. Hann sagði ennfremur að það væri ljóst af ræðum fyrri ræðumanna að tími herstöðva á íslandi væri liðinn. Herstöðvar og hemaðar- bandalög vom mikið rædd í um- ræðunni vegna breyttra valdahlut- falla í heiminu eftir að kommún- isminn hmndi í Austur-Evrópu og eftir að Sovétríkin virðast eiga nóg með sín efnahags- og innan- ríkismál. Ólafúr Ragnar boðaði nýja ut- anríkisstefnu þar sem allir flokkar á íslandi gætu tekið höndum sam- an og endurskoðað utanríkismálin þar sem sú ógn sem leiddi af sér stofnun Nató væri úr sögunni, til- vist hemaðarbandalaga stæði á brauðfótum, og æ fleiri skynjuðu að öryggi heimsins byggir á nýj- um forsendum: Á sameiginlegri kröfú manna um að forða heims- byggðinni frá ógnum einsog eyð- ingu ósonlagsins eða kjamorku- vá. Utanríkisráðherra var sam- mála Ólafi um að íslendingar stæðu á krossgötum og það þyrfti að móta samræmda stefnu í við- skipta- og öryggismálum, einsog hann sagði í ræðu sinni. En hann talaði um aðra homsteina en fjár- málaráðherra talar gjaman um. „Aðildin að Atlantshafsbandalag- inu og tvíhliða vamarsamningur Islands og Bandaríkjanna hefúr verið homsteinn íslenskrar örygg- is- og vamarmálastefhu. I augum bandamanna hefúr vamarstöð Atlantshafsbandalagsins verið áþreifanlegasta dæmið trni fram- lag íslands til sameiginlegra vama,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson og bætti við að þetta væri svona þrátt fyrir að hér á landi hafi verið litið á herstöðina og að- ildina að Nató sem aðskilin en ekki tengd mál. Hann sagði að gaumgæfa þyrfti nýtt afl í öryggismálum í Evrópu og átti við RÖSE eða Ráðstefnu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Ákvarðanir innan RÖSE þarfnast samstöðu allra og því hafa smáríki einsog ísland mikið að segja, en utanríkisráð- herra lýsti þeirri skoðun sinni að hæpið væri að skilja að samein- ingu í efnahagsmálum - líkt og hjá EB - og samvinnu í öryggis- málum. En hann spurði í skýrsl- unni hvort íslendingar þyrftu ekki að velja á milli vamarsamstarfs við Norður- Ameríku annarsveg- ar og sameinaða Evrópu hinsveg- ar. Þetta gagnrýndi Kristín Ein- arsdóttir, Kvennalista, harðlega, en hún sagði: „Ekki virðist örla á þeirri hugsun hjá ráðherranum hæstvirtum að ísland geti staðið utan við hemaðarbandalög eða að þau muni heyra sögunni til innan tíðar. Það virðist gengið útfrá því að Island verði að kasta sér í fang annað hvort Bandaríkjanna eða EB, um annað sé ekki að velja, og hæstvirtur ráðherrann tektir firam að valið verði erfitt. Þama lýsir hann Islandi sem ósjálfstæðu peði í ólgusjó.“ Kristín veittist enn harðar að skýrslu utanríkisráðherra og sagði að þar færi lítið fyrir friðarvilja eða bjartsýni á að framundan væri betri tíð í heiminum vegna þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað. Hún benti á ósamkvæmni í skýrslunni í þessa vera. Hún benti á að í skýrslu utanríkisráðherra tali hann um „vonir um nýskipan friðar og stöðugleika i álfúnni“ og á öðrum stað standi „í einni svip- an hefúr nú sovéska heimsveldið dregið saman seglin“ og „síðast en ekki síst er nú verið að leggja lokahönd í Vínarborg á fyrsta samningin um niðurskurð hefð- bundins herafla, sem binda mun endi á getu Sovétmanna til skyndilegra sóknaraðgerða á meginlandi Evrópu.“ „Övinurinn er sem sagt horfinn,“ sagði Krist- ín í ræðu sinni. „Grandvöllurinn að hemaðarappbyggingu Vestur- veldanna er brostinn og engin ástæða lengur til að vígbúast, mætti lesa úr þessum orðum,“ sagði hún og átti við skýrslu Jóns Baldvins. „En það þarf ekki að lesa Iengi til að finna annan tón,“ sagði Kristín og benti á að ráð- herrann viðhéldi óvinaímyndinni þegar hann skrifaði í skýrsluna: „Framkvæmd væntanlegs CFE samkomulags (um fækkun hefð- bundinna vopna) mun engu um það breyta að Sovétríkin verða áfram langstærsta herveldið á meginlandi Evrópu, bæði á sviði hefðbundinna vopna og kjam- orkuvopna . . . en Atlantshafs- bandalagið er hinn eini vettvang- ur, sem treyst getur með árangurs- ríkum hætti hin órofa bönd er tengja aðildarríkin við Atlants- hafið.“ Það er því ekki nema von að þingmaðurinn spyiji: „Hvort telur ráðherrann hæstvirtur að endi sé bundinn á sóknargetu Sovétmanna einsog segir á einum stað eða að þeir séu enn höfúð- óvinurinn eins og segir á öðrum?" Kristín sagðist hafa allt aðra sýn en ráðherrann. „Við eigum að vinna gegn hugarfari hermennsk- unnar og stefna að friðlýsingu ís- lands án vígbúnaðar. Við eigum að uppræta hugarfar hermennsk- unnar,“ sagði hún. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Jóns Baldvins um að Nató væri homsteinn utanríkisstefnunnar og vonaði að raddir þeirra sem era á móti Nató væra þagnaðar. Hann taldi það mikla þýðingu hafa fyrir Islendinga að hafa tekið þátt í þessu „vamarsamstarfi“, og virt- ist hann í flestu sammála skýrslu utanríkisráðherra hvað varðaði Nató. Forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir að hann væri sammála því sem kæmi fram í skýrslunni, líka því sem sagt væri um Nató. Hann sagði hinsvegar að sér finndist vel koma til greina að taka upp við- ræður við Bandaríkjamenn um breytt hlutverk herstöðvarinnar, t.d. mætti hugsa sér að breyta henni í eflirlitsstöð sem hefði eft- irlit með kjamorkukafbátum. Steingrímur benti á að fyrirhug- aðar ratsjárstöðvar verða mannað- ar íslendingum og svipað gæti orðið upp á teningnum með breyttu hlutverki herstöðvarinnar. „Við eigum að hafa frumkvæði í þessum málum,“ sagði forsætis- ráðherra. Þessu sagðist Ólafúr Ragnar vera sammála. „íslendingar hljóta að taka upp viðræður um brottFór Bandarikjamanna héðan,“ sagði hann, en hann telur tímabært að tala nú um að meginforsendur fyrir tilurð Nató séu brostnar þó hugsanlega megi finna nýjar for- sendur í stað þeirra gömlu. Ólafúr Ragnar benti á að utanríkismálin hafi skipt þjóðinni í tvennt s.l. 40 ár, en nú væra meginforsendur deilnanna úr sögunni og því væri nú tímabært að hefja umræður um nýja stefnu sem yrði homsteinn íslenskrar utanríkisstefnu fram á næstu öld. Menn ættu að geta orð- ið sammála því, að réttlæting er- lendra herstöðva er úr sögunni sem og hemaðarbandalaga, sagði fjármálaráðherra og bætti við að nefnd sú sem hann kynnti hug- myndina að í ríkisstjóminni væri fyrsta skrefið í umræðunni um nýja utanríkisstefnu. -gpm mwm 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.