Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 10
Af kven- forkum, faktorum og jarð- næðisdeilum Fyrsta bindi Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnffæðing lítur dagsins ljós Verslunarstaður- inn Akureyri árið 1873, húsaþyrp- ing á lítilli eyri. Bryggjurnar, sem skaga fram ( Poll- inn, voru settar fram á vorin en dregnar upp (fjör- una á haustin. Vön bráðar kemur út fyrsta bindi Sögu Akureyrar. Söguritari er Jón Hjaltason sagnfræðingur, sem var ráðinn til verksins á haustdögum 1987. Nýtt Helgarblað sló á þráðinn norður yfir heiðar, og spjallaði við Jón um ritið og sögu bæjarins. Hver voru tildrögin að því að ráðist var í það verk að skrá sögu Akureyrar? - Bærinn átti 125 ára afmæli árið 1987. Arinu áður samþykkti bæjarstjóm að saga staðarins skyldi skrifuð í tilefni afmælis- ins. Ég varð fyrir valinu sem rit- ari verksins. Það var löngu orðið tímabært að skrifa sögu Akur- eyrar, og hafði verið lengi á döf- inni, má segja að svo hafi verið stokkið þegar færi gafst. Er ekki mikil vinna að safna heimildum í svona rit? -Sérstaklega fór mikil vinna í að hafa uppi á heimildum um bæinn fyrir árið 1862. Ég þurfti að ferðast nokkuð til að finna skjöl og plögg frá þeim tíma, því að fyrir 1862 var öll stjómun bæjarins í höndum sýslumanns og amtmanns. Þau skjöl vora flest i fóram Þjóðskjalasafnsins. Ég þurfti því að fara suður, eða fá þau send. Einnig fór ég til Kaupmannahafnar til að kanna skjöl frá Rentukammerinu, og öðrum stjómunardeildum sem komu við sögu bæjarins. Fyrsta bindi sögunnar, sem kemur út nú, nær allt frá Helga magra til ársins 1862 þegar bær- inn fékk kaupstaðarréttindi í annað sinn. Annað bindið nær svo til ársins 1940, og þriðja bindið nær til vorra daga. Ég áætla að hvert bindi taki tvö til þijú ár í vinnslu. Standa að þínu mati ein- hverjir atburðir upp úr í sögu Akureyrar frá landnáminu til árins 1862? - Það er auðvitað eitt og ann- að. Mér hefur þótt skemmtilegt að kanna söguna að baki barátt- unni um jarðnæðið. Eftir 1820 var allt land sem kaupmenn gátu hugsað sér upptekið, það var því ekkert pláss fyrir aðra kaupmenn sem hugðust versla í bænum. Vegna jarðnæðisfátæktar var rætt um að bærinn legði Oddeyr- ina undir sig. Kaupmenn snerast gegn þessu vegna þess að þeir óttuðust samkeppni annarra kaupmanna. Amtmaður og sýslumaður vora einnig á móti hugmyndinni. Óttuðust þeir að Akureyri myndi deyja út, en út- kjálkinn Oddeyri blómstra. Pétur Havstein var þá amtmaður. Þeir í Danmörku vildu hins vegar að Akureyri og Oddeyri yrðu gerð að einum kaupstað 1862, en vegna þess að Pétur lagðist gegn því, með þeim rökrnn að hætta væri á að Akureyri legðist,af, var hætt við þær fyrirætlanir. Ég gerði mér einnig dælt við kvenfólkið. I ritinu minnist ég á Geirþrúði Thorarensen, sem var á sínum tíma ríkust kvenna. Ef ekki sú allra ríkasta á landinu, þá í hópi þeirra auðugustu. Hún varð fyrir því óláni að missa eig- inmann sinn. Þrátt fyrir harminn hafði Geirþrúður gaman af því að lifa, og sló oft upp dansleikj- um. Auk þess tók hún sér ást- menn, sem hún vildi sumum gjaman giftast, en fékk ekki leyfi til þess. Fór svo að Geirþrúður var svipt fjárforræði vegna synd- samlegrar hegðunar. Á þeim tíma vora konur aldrei fullmynd- ugar. Sagan af Geirþrúði sýnir vel stöðu kvenna í samfélaginu á þessum tíma. Hún varð að leita á náðir annarra eftir að hún var svipt forræði eigna sinna. Önnur merk kona sem vert er að minn- ast á er Vilhelmína Lever. Hún tók sér fyrst kvenna þann rétt að kjósa í bæjarstjómarkosningum löngu áður en konur fengu kosn- ingarétt. Vilhelmína tók gallhörð þátt í bæjarstjómarkosningunum 1862. Hún skildi við mann sinn, og átti bam í lausaleik. Um tíma leigði hún Möðravelli, þá var hún einnig kaupmaður, en þekkt- ust er Vilhelmina sem veitinga- kona. Það er ekki hægt annað en að hafa svona forka með í riti um sögu Akureyrar. Má tala um Akureyri sem danskan bæ á þessum tíma? - Ég hugsa að það megi. Mikið var um danska kaupmenn, og allir framámenn bæjarins töl- uðu dönsku. Fólk sem kom til Akureyrar úr sveitunum hafði einnig orð á því hversu dönsku- skotið mál almenningur í bænum talaði. Eitt og annað úr þessu dönskuskotna máli Akureyringa lifir jafnvel enn í dag. Við tölum um að punktera og bolsíur, og fleira. Þótt ffamámenn hafi mikið verið danskir eða danskættaðir megum við ekki gleyma mikil- vægu hlutverki íslensku tómt- húsmannanna. Þeir börðust t.d fyrir því að fá kirkju og prent- smiðju á staðinn, og fyrir kaup- staðarréttindum. Dönsku kaup- mennirnir og faktoramir stóðu að vísu með tómthúsmönnunum í baráttu þeirra. Verður auðveldara að afla gagna 1 seinni bindi sögunnar? - Að sumu leyti verður það. Mikið af þeim gögnum sem ég nota í fyrsta bindið era t.d. skrif- uð með torræðri stafagerð. Eftir 1862 era miklu fleiri heimildir til héma fyrir norðan. Skjöl tengd bæjarstjóminni era mikill brann- ur fyrir söguna eftir að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Hefur saga bæjarins ekki verið skrifuð áður? - Klemenz Jónsson skrifaði sögu Akureyrar, sem nær til árs- ins 1905, og út kom 1948. Sögu- bókin sem ég hef ritað er ólík bók Klemenzar. En að undan- skilinni henni hefúr saga bæjar- ins ekki verið skrifúð áður, sagði Jón Hjaltason, höfúndur Sögu Akureyrar, að lokum. Saga Akureyrar er í stóra broti og prýdd fjölda mynda. Fyrsta bindið skiptist í þijá meg- inhluta. Nær sá fyrsti ffá land- námsöld til ársins 1786 þegar Akureyri fékk kaupstaðarréttindi í fyrsta sinn. Næsti hluti bókar- innar hefst árið 1787 og greinir hann m.a. frá deilum um kaup- staðarlóðh á Akureyri. Þriðji og seinasti hlutinn segir ffá atburð- um sem gerðust milli áranna 1836-1862. í bókinni er einnig bragðið upp myndum af litríkum einstaklingum sem settu svip sinn á bæinn, eins og kvenskör- ungum þeim, sem Jón nefnir í viðtalinu hér að ofan. BE 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9.nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.