Þjóðviljinn - 09.11.1990, Qupperneq 13
Minn draumur er sá að í hverju sveitarfélagi verði félagsmálastofnun með víðtækt hlutverk þar sem fiöl-
skylduvemd er í fyrirrúmi, segir Bragi í samtali við Þjóðviljann.
niðurlægjandi að þurfa að koma
hingað.
Félagsmálaráð eru í öllum
stærri bæjum, en verkeíni þeirra eru
oft takmörkuð og verksviðið óljóst.
Sums staðar eru þessar nethdir ekki
til. Félagsþjónustan sem skilgreind
er í fhunvarpinu fellur nú undir
verksvið fjölmargra nefnda. Þar má
nefha bamavemdamefhd og áfeng-
isvamamefhd meðal annarra. Yfir-
leitt virðist forvígismönnum í sveit-
arstjómarmálum ekki eftirsóknar-
vert að vera í félagsmálaráði.
Bragi telur að þetta muni gjör-
breytast þegar hinir ýmsu mála-
flokkar verða komnir inn á verksvið
félagsmálanefnda. Dijúgur tími fé-
lagsmálaráða fer nú i að ræða mál
einstakra fjölskyldna sem eiga und-
ir högg að sækja, en félagsmála-
nefhdir að hætti ffumvarpsins
munu ffekar einbeita sér að upp-
byggingu og rekstri þjónustunnar.
Það getur orðið ansi viðamikið starf
í stóm sveitarfélagi og viðbúið að
það verði ofvaxið þessum nefhdum
að fjalla um hin einstöku mál.
Frumvarpið sér þannig við því að
það heimilar sveitarstjómum að
skipa undimefhdir félagsmála-
nefeda til þess að fara með sérstök
verkefhi. Braga líst vel á þá hug-
mynd að í stóra sveitarfélögunum
verði skipaðar nefndir til þess að
fara með mál einstakra hverfa.
Gert er ráð fyrir að hin smærri
sveitarfélög vinni saman að upp-
byggingu og rekstri þjónustunnar,
gjama á vettvangi héraðsnefnda
eða í byggðasamlögum.
- Félagsmálanefnd á að raða
fjánnagni í skynsamlegan forgang.
Til þess þarf yfirsýn, þekkingu og
upplýsingar. Nú er hver nefnd að
pota fyrir sig og duglegur formaður
neíhdar getur náð til sín fjármagni
umffam það sem í raun er skynsam-
legt. Fjárveitingar til félagsþjónust-
unnar eru of tilviljanakenndar og
stefhumótun er ekki fyrir hendi.
Gerð áætlana þekkist ekki nema í
allra stærstu sveitarfélögunum.
- Sveitarstjómarmenn vilja
gera vel f þessum málum, en mögu-
leikamir eru rýrir. Þá skortir leið-
beiningu um hvemig á að standa að
þessum málum og eftirlitsskylda
rikisins er ekki virt, enda hafa ráðu-
neytin ekki á að skipa starfsmönn-
um til þessa. Sem stendur er félags-
þjónusta sveitarfélaga jaðarmál i
hinum ýmsu ráðuneytum, en mark-
miðið með þessu ffumvarpi er að
samræma og koma ábyrgðinni á eitt
ráðuneyti, segir Bragi.
Velferðarsveitar-
félagið
Velferðarsveitarfélagið í hans
huga er talsvert ffábragðið því sem
við þekkjum nú.
- Ég reyni nú að vera vakandi,
en allir eiga sér drauma. Minn
draumur er sá að í hveiju sveitarfé-
lagi verði félagsmálastofhun með
víðtækt hlutverk þar sem fjöl-
skylduvemd er í fyrirrúmi. Allir
landsmenn ættu að eiga aðgang að
svona stofhun. Ég er viss um að við
þær aðstæður yrði þjóðin enn ham-
ingjusamari en hún er og við eigum
þá jafhvel effir að slá enn fleiri
heimsmet í hamingju.
Hann svarar því nokkuð djarf-
lega þegar hann er spurður hvort í
þessu ffumvarpi felist bylting til
batnaðar.
- Ég held að þegar sagnffæð-
ingar ffamtíðarinnar líta til baka
muni þeir álíta þetta ffumvarp álíka
merkt og fyrstu lögin um almanna-
tryggingar. Það hlæja kannski ein-
hveijir að þessu nú, en svo verður
ekki í ffamtíðinni.
Meginatriði velferðarkerfisins
á Islandi má greina í fjögur höfúð-
svið, þar sem hið opinbera hefur af-
dráttarlausum skyldum að gegna
við þegna sína. Þessi fjögur svið era
fólgin í menntakerfinu, heilbrigðis-
kerfrnu, almannatryggingum og
húsnæðiskerfinu. Með almennum
lögum um félagsþjónustu sveitarfé-
laga bætist fimmta víddin við.
Sjálfshjálp
Hann bendir á þá þróun sem
hefur verið að eiga sér stað í Skand-
inavíu og felst í því að velferðar-
málefni færist i síauknum mæli til
sveitarfélaga, nær fólkinu. Þetta er
vilji stjómmálamanna hvort sem
þeir eru á hægri kanti stjómmála
eða þeim vinstri, enda er álitið að
því nær sem þjónustan færist fólk-
inu, því betri verði hún.
- Þróunin verður á þessa leið á
Islandi og auðvitað verða þá jafh-
ffamt að koma auknar tekjur til
sveitarfélaganna.
En það er eitt mikilvægt grund-
vallaratriði sem ekki má gleymast i
uppbyggingu félagsþjónustu. Vel-
ferðin verður að hvetja fólk til
sjálfshjálpar. Við megum fyrir enga
muni gera fólk háð hjálpinni, held-
ur vinna með því og bjóða því upp á
valkosti. Þetta er dýrmætt grund-
vallaratriði.
Óopinbera kerfið
- Við verðum jafhffamt að hafa
i huga að velferð einstaklinganna er
ekki bara á ábyrgð ríkis og sveitar-
félaga. Hið óopinbera velferðar-
kerfi er dýrmætast, en það felst í
fólkinu sjálfú og náungakærleikan-
um. Við megum ekki deyfa hann
með stuðningi hins opinbera. Við
verðum hvert og eitt að taka ábyrgð
á öðrum sem manneskjum, segir
Bragi.
Hann telur óopinbera kerfið á
Islandi merkilegra en víðast annars
staðar í Vestur-Evrópu, enda hafi
svo orðið að vera vegna þess hve
opinbera kerfið hefúr verið ófúll-
komið hér.
- Við eigum að hlú að þessu
óopinbera velferðarkerfi og varð-
veita það. Við þekkjum öll hve
mikilvægt það er að njóta stuðnings
vina og vandamanna þegar við
verðum fyrir áfollum. Það þarf að
stýra þessu þannig að hið opinbera
kerfí og hið óopinbera geti lifað
saman og stutt hvort annað, segir
Bragi. -gg
■SCRVIS-
• 600—1300 snúninga • Barnaöryggi á
vinduhraði stjórnhnöppum
• Örtölvustýrð • Innbyggður
• Ryðfrír belgur bilanagreinir
• 30 mín. hraðþvottur • Fróbær tslenskur
• Heitt og kalt vatn leiðarvísir
Veró 69.200,- afb.
Einnig fáanleg með þurrkara - veró 89.200,-
Heimasmiðjan
Kringlunni, sími 685440
■
Hnm
Húsasmiðjan
Skútuvogi s. 687700
Föstudagur 9. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13