Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 15

Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 15
* II17 f rm whj I j Tónlist í tómu Skúli Halldórsson tónskáld hefur gefið út hefti með 32 sönglögum frá rúmlega hálfr- ar aldar tónskáldaferli sínum. Elsta sönglagið er frá 1930, en það yngsta frá því í sum- ar. Þetta hefti er það fyrsta af að minnsta kosti þriggja binda útgáfu á verkum Skúla, sem hann hyggst gefa út á næstu árum. -Þetta er ekki gert í ágóða- skyni, sagði Skúli í spjalli við Nýtt Helgarblað, heldur til þess að ég sitji ekki uppi með þetta í möppum uppi í skáp. Ég þarf að gera þetta áður en ég dey, annars gerir það enginn. -Eiga tónskáld erfitt með að fá verk sín útgefin? -Já, við sjáum það af reynsl- unni. Sjáðu bara Sveinbjöm Sveinbjömsson, höfund þjóð- söngsins okkar, sem dæmi. Flest hans handrit liggja enn óútgefin í handritasafni Landsbókasafnsins. Sama má i rauninni segja um mörg okkar fremstu tónskálda eins og Pál ísólfsson, Sigurð Þórðarson, Karl Runólfsson, Björgvin Guðmundsson og Helga Pálsson. Sigvaldi Kaldalóns er eiginlega undantekningin sem sannar regluna, en sonur hans, Snæbjöm, gaf mikið af verkum foður síns út. Tónskáld era ekki ríkt fólk, þeir geta ekki lifað á tónsmíðum sínum eins og popparamir, og þau hafa ekki hafl efni á að gefa verk sín út sjálf og ekki fengið stuðn- ing til þess annars staðar ftá. Ég var hins vegar svo lánsamur að fá nokkum styrk frá riki og borg. -Er tónverkaútgáfa ekki orðin auðveldari með tilkomu nýrrar tækni? -Jú, þetta hefur gjörbreyst með tilkomu tölvuvinnslunnar. Þegar ég gaf út fyrsta heftið mitt með 7 sönglögum 1941 var þetta allt handunnið beint í blýsetning- unni. Síðan kom ljósritunartækn- in til sögunnar, og þá þurfti nótna- skrifara til þess að skrifa handrit til prentunar. Nú er þetta unnið beint á tölvu. -Hvernig var þínum náms- ferli í tónlist háttað? -Ég lærði fyrst hjá móður minni, Unni Skúladóttur, en hún var elsta dóttir Skúla Thoroddsen, sem stofnaði Þjóðviljann. Síðan lærði ég píanóleik hjá Leopoldínu Eirikss, og að lokum var ég 7 ár í Tónlistarskólanum með píanóleik sem aðalfag, en auk þess lærði ég einnig hljómfræði, tónsmíðar og útsetningar og lauk prófi 1948. Ég stundaði alltaf vinnu með náminu og hef alltaf unnið með tónsmíðunum sem skrifstofustjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Það hefur veitt mér ákveðna sálarró að hafa þetta svona, og það er ekki hægt að semja án þess að hafa sálarró. -Hvað hefur þú samið mik- ið af tónverkum? -Ætli söngverkin séu ekki um 120-130, píanóverkin um það bil 20, kammerverkin um það bil 10 og hljómsveitarverkin eitthvað í kringum 15. Ég man þetta ekki nákvæmlega. -Hvað er það sem ræður vali þínu á texta við sönglaga- smíðina? -Ætli það sé ekki sönghæfhin sem ræður mestu. Ég hef til dæm- in kviknar Halldórsson tónskáld gefur út sönglög sín eftir yfir hálfrar aldar störf aö tónsmíðum Skúli Halldórsson tónskáld. Ljósm.: Jim Smart. is lesið Einar Benediktsson mikið og met hann mikils sem ljóð- skáld, en hann er afar erfiður til að tónsetja. Ég hef því samið mest við ljóðlist þar sem línumar em stuttar og hrynjandin skýr. Eins og hjá Jóni Thoroddsen, langafa mínum, eða Jónasi Hall- grímssyni og Emi Amarsyni. Eða hjá ömmu minni Theodóru Thor- oddsen. Mitt þekktasta sönglag er trúlega Smaladrengurinn eflir Jón: Ut um græna gmndu gakktu hjörðin mín... Þetta er svo taktfast að það syngur sig næstum sjálft. -Hvernig hefur gengið að fá verk þín hljóðrituð? -Ég held ég geti ekki kvartað um það, mér hefur alltaf verið vel tekið í útvarpinu. En ég man eftir því, að þegar verk mín vom flutt fyrst í Rikisútvarpinu, þá var það gert í beinni útsendingu án hljóð- ritunar. Það var Bjami Bjamason læknir frá Geitabergi sem flutti sönglögin sjö sem ég gaf út 1941. Bjami var nemandi Péturs Jóns- sonar og hafði háan og góðan ten- ór. Við æfðum þetta hjá Pétri fýr- ir útsendinguna. Ég naut þess að ég hafði gott samstarf við marga söngvara sem undirleikari, og þeir fluttu margir verk mín. Söngvarar eins og Kristinn Hallsson, Jóhann Kon- ráðsson og Sigurður Ólafsson. Eða Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guð- jónsson. Jóhann Konráðsson var mikill náttúmtenór og ekkert síðri en sonur hans, Kristján. En ef ég á að kvarta, þá má kannski segja það um útvarpið að þeir sitja stundum nokkuð lengi á upptök- um án þess að flytja þær. Ég hef einnig átt mjög ánægjulegt samstarf við Sinfón- íuhljómsveitina, og hún hefur flutt mörg verka minna. Þannig flutti hún t.d. kantötu sem ég samdi við ljóð Vilhjálms frá Skáholti um Pourquoi pas? sjóslysið. Þetta er verk fyrir hljómsveit, karlakór og sópran. Þessi flutningur átti sér svo ánægjulegan eflirmála, því mér og Karlakór Reykjavíkur var boð- ið að koma út til St. Malo á Bret- agne til þess að flytja verkið 1986, þegar 50 ár vom liðin ffá slysinu. Ég hafði gefið franska sendiráðinu handritið og það er varðveitt í safni Charcots leiðang- ursstjóra Pourquoi pas? í St. Malo. Það var frönsk sinfóníu- hljómsveit sem flutti verkið með karlakómum undir stjóm Páls Pampichlers Pálssonar. Hljóðrit- un verksins var svo flutt við há- tíðarathöfh vegna slyssins í París um vorið. -Hvaða þýðingu hefur tón- Iistin haft fyrir líf þitt? -Þýðingu? Hún hefur verið stór partur af sjálfum mér ffá því ég man eftir mér. Hún hefur veitt mér andlegan þroska, ánægju og ótal gleðistundir. Ef illa viðrar í sálinni þá sest ég við pfanóið og gleymi öllum leiðindum. Vandinn við að lifa hamingju- sömu lífi er fólginn í því að vera ekki með hausinn fullan af hugs- unum, heldur vera tómur í kollin- um og lifa í núinu. Ég held að við ættum að taka okkur dýrin til fyr- irmyndar í þessu. Þau em ekki að burðast með vanda fortíðarinnar. Þegar maður fær hugdettu og semur tónlist er hugurinn tómur. Hugdettan er núið, og enginn veit hvemig hún verður til, ekki einu sinni fæmstu menn á sviði heila- vísinda. Hugsunin er hins vegar aldrei í núinu, hún er annað hvort f fortíðinni eða framtíðinni. Hún hindrar okkur í að upplifa núið. Þess vegna er galdurinn við ham- ingjuna fólginn í því að tæma hugann. Það hefur tónlistin kennt mér. Þjóðviljinn óskar Skúla Hall- dórssyni til hamingju með nýju útgáfúna á verkum hans. -ólg. Föstudagur 9. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.