Þjóðviljinn - 09.11.1990, Page 18
„Skrímslið með augun þúsund"
er ekki að fullu vaknað. Þrátt fyrir
glæsileg tilþrif í 11. einvígisskák-
inni náði Kasparov ekki að fylgja
eftir því forskoti sem skáklistin
leggur þeim í hendur sem hefja
leikinn. Vissulega lofaði staða hans
góðu eftir byijunarleikina, og aðra
hvatningu hafði hann. Tólffu skák-
ina bar upp á byltingardaginn 7.
nóvember, og sem yfirlýstur and-
stæðingur kommúnismans dró Ka-
sparov enga dul á þá ætlun að hann
hygðist sigra fulltrúa kerfisins. En
atlagan geigaði. Eftir að hafa leikið
sínum 37. leik bauð Kasparov
jafntefli og Karpov, sem ekki átti
mikinn tíma aflögu, tók boðinu
áhorfendum til sárrar gremju, þvi
heilmikið var eftir af skákinni og
staða Karpovs að flestra mali væn-
legri. Þó voru ýmsar blikur á lofti
og Karpov sjálfsagt ánægður með
lyktir fyrri hlutans, því þrátt fyrir
miklar yfírlýsingar Kasparovs um
að nú yrði gengið frá Anatoly í eitt
skipti fyrir öll þá er staðan jöfn, og
miðað við gang mála má Kasparov
þakka fyrir að vera ekki undir. Eftir
því sem liðið hefur á einvígið hefur
Karpov vaxið ásmegin og virðist til
alls líklegur í seinni hlutanum sem
hefst í Lyon þann 24. nóvember.
Andrew Paige umboðsmaður
Kasparovs sagði að skákinni lok-
inni að nú fengi sinn maður kær-
komna hvíld. Hann hefði sólundað
orku sinni í alls kyns pólitískt
vafstur. Uppi voru raddir um það að
skákmennimir hefðu samið um
jafntefli fyrirfram, en aðstoðar-
menn beggja bám þær fregnir til
baka.
Samdi
Anatoty Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5
2. RG Rc6
(Petrofs-vömin gafst vel í 10.
skákinni, en Karpov beitir sára-
sjaldan sama afbrigðinu tvisvar í
röð.)
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Rd7
10. d4 Bf6
11. a4 Bb7
a b c d e f g h
STÖÐUMYND 1
12. Ra3
(í sjöttu skákinni lék Kasparov
12. axb5, en Karpov átti ekki í erf-
iðleikum með að jafha taflið. Þó
Kasparov hafi fengið yfirburða-
stöðu í áttundu skákinni með því að
leika 12. Be3 vill hann verða fyrri
til að koma með nýjar hugmyndir.)
12... exd4
(Allajafha þykir það ekki góð
yólitík í spænska leiknum að gefa
íftir miðborðið. í þessu tilviki er
það forsvaranlegt,
Up|_j þvi það kann að
n“yi opnast fyrir hinn
Olafeson
Karpov
velstaðsetta biskup á f6.)
13. cxd4 Ra5
14. Ba2 b4
15. Rc4 Rxc4
16. Bxc4 He8
(16. .. d5 kom til greina þó
svarta staðan sé greinilega lakari
eftir 17. Bxd5 Bxd5 18. exd5 Rb6
19. a5 Rxd5 20. Db3 o.sfrv.)
17. Db3
(SJÁ STÖÐUMYND 1)
(Hvítur beinir skeytum sínum
að snögga blettinum í stöðu svarts,
f7-reitnum.)
17.. . Hxe4
18. Bxf7+ Kh8
19. Be3 He7
20. Bd5 c6
21. Be6 Rf8
22. Bg4 a5
23. Hacl Rg6
24. Bh5?
(Það er eins og Kasparov fínni
ekki rauða þráðinn i þessari stöðu
og þessi og næstu leikir hans em
hálf ráðleysislegir. Hann hefur
meira rými, en vamamppstilling
Karpovs minnir á gúmmívegg.)
24.. . Hc8
25. Bg4 Hb8
26. Dc2 Hc7
27. Df5 Re7
28. Dd3 Rd5
29. Bd2 c5!?
(Karpov hefur komið ár sinni
vel fyrir borð, og með þessum leik
reynir hann að hrifsa til sín frum-
kvæðið.)
30. Be6 Rb6
31. dxc5 dxc5
32. Dxd8 Hxd8
33. Bf4 He7
34. Rg5!
(Kasparov skynjar stöðuna vel
og veit að hann tapar baráttunni,
leggist hann í vöm.)
34.. . Bd5
35. Bxd5 Hxd5
af sér?
(Vitaskuld ekki 35. .. Rxd5 36.
Hxe7 ásamt 37. Rf7+.)
36. Hxe7 Bxe7
37. Hel
a b c d e f g h
STÖÐUMYND 2
-Kasparov bauð jafhtefli sem
Karpov þáði. Hann var naumur á
tima, og því er ákvörðun hans skilj-
anleg - en röng! Staðan er afar at-
hyglisverð, og vissulega má svartur
passa sig. Þannig er 37. .. Hd7 af-
leitur leikur vegna 38: Bd6!! Hxd6
(38. .. Rc8 39. Bxc5!) 39.
Hxe7! (Best. 39. Rf7+ Kg8 40.
Rxd6 Bxd6 41. He6 er athyglisverð
leið, en svartur heldur velli í löng-
um og smásmugulegum afbrigðum
sem of langt mál er að rekja) 39...
Hdl+ 40. Kh2 g6 41. Re6! og
svartur er í taphættu.
Besti leikur svarts er tvímæla-
laust 37. .. Bf8! og hvítur á erfiða
vöm fyrir höndum. Eftir 38. He8
Kg8 39. Hb8 (39. Re6 Kf7 o.s.frv.)
Rd7 40. Hb5 Hdl+ 41. Kh2 c4 42.
Hxa5 c3 43. bxc3 bxc3 44. Ha7 c2
45. Hc7 Rc5 em möguleikamir
vissulega svarts megin.
Sennilega gerir hvítur best í því
að leika 39. b3 í stað 39. Hb8, en
peðameirihluti svarts á drottningar-
væng tryggir svörtum betri stöðu.
Það vantaði aðeins 4 leiki á að
skákin færi í bið og því vottar
ákvörðun Karpovs um skort á
sjálfstrausti.
Staðan:
Kasparov 6
Karpov 6
Hannes Hlífar
efstur
Hannes Hlífar Stefánsson er
efstur á Haustmóti TR sem nú
stendur yfir. Eftir átta umferðir hef-
ur hann hlotið 7 vinninga og bendir
flest til þess að hann vinni yfir-
burðasigur! I 2. sæti er Sigurður
Daði Sigfússon með 5 1/2 vinning,
Róbert Harðarson er í 3. sæti með 5
vinninga og Þröstur Þórhallsson er
í 4. sæti með 4 1/2 vinning og tvær
biðskákir. Önnurbiðstaðanerjafnt-
eflisleg, en í hinni stendur Þröstur
lakar. Þröstur er sennilega sá eini
sem getur veitt Hannesi keppni, en
þeir mætast í síðustu umferð og
hefur Þröstur hvítt.
I B-riðli hefur Magnús Öm
Úlfarsson vinningsforskot á næstu
menn, hefur hlotið 6 1/2 vinning úr
8 skákum. Halldór Pálsson og
Ragnar F. Sævarsson em í 2.-3.
sæti með 5 1/2 vinning.
í C-riðli eru Óðinn Gunnarsson
og Sigurbjöm Amason efstir með 6
vinninga af 8 mögulegum. Bjami
Magnússon er í 3. sæti með 5 vinn-
inga og biðskák.
Þrír skákmenn tróna á topnnum
í D- riðli: Jóhann H. Sigurðsson,
Hlíðar Þór Hreinsson og Stefán
Freyr Guðmundsson, allir með
451/2 vinning úr 8 skákum.
9 ára gamall piltur, Bragi Þor-
finnsson, er efstur í E-flokki með 6
vinninga úr 8 skákum. Jafh honum
að vinningum er John Ontiveras. I
3.-4. sæti em Guðlaugur Gauti
Gilsson og Óskar Maggason með
51/2 vinning.
Mótinu lýkur um miðja næstu
viku.
Gott mót í Kópavogi
Guðmundur Páll Amarson og
Þorlákur Jónsson sigmðu með yf-
irburðum á afmælismóti Bridge-
félags Kópavogs, sem félagið
gekkst fyrir f samvinnu við Spari-
sjóð Kópavogs um síðustu helgi.
42 pör tóku þátt í mótinu, sem er
heldur minni þátttaka en búist var
við. Aðeins eitt par utan höfuð-
borgarsvæðisins sótti mótið.
Sigur þeirra Guðmundar og
Þorláks var aldrei í hættu síðari
daginn og juku þeir forskot sitt
jafnt og þétt. Gylfi Baldursson og
Sigurður B. Þorsteinsson höfnuðu
í 2. sæti, eflir að hafa leitt mótið
fyrri daginn. Röð efstu para varð
þessi: Guðmundur Páll Amarson
- Þorlákur fónsson BR 382 stig
Gylfi Baldursson - Sigurður B.
Þorsteinsson BR 284 stig Ásgeir
Ásbjömsson - Hrólfur Hjaltason
BR 249 stig Sverrir Armannsson
- Matthías Þorvaldsson BR/BFB
221 stig Magnús Ólafsson - Sím-
on Símonarson BR 202 stig Hjalti
Elíasson — Eirikur Hjaltason BR
197 stig Ármann J. Lámsson -
Ragnar Bjömsson Kóp. 188 stig
Bragi Hauksson - Sigtryggur Sig-
urðsson BR 159 stig Veitt vom 5
verðlaun, samtals að upphæð kr.
300 þús., auk fjölda aukaverð-
launa frá Maribou. Mótið fór
mjög vel fram undir ömggri
stjóm Hermanns Lámssonar og
útreiknings Kristjáns
Haukssonar. Kópa-
vogsmenn eiga heiður skilinn fyr-
ir frábært mót.
Minningarmótið um Alferð
G. Alfreðsson, verður spilað í
Sandgerði á morgun. Rúmlega 30
pör munu vera skráð til leiks.
Og staðfest hefur verið að
Bridgesambandið mun í sam-
vinnu við Verðbréfamarkað ís-
landsbanka, Vífilfell og Skeljung,
gangast fyrir „Rjól“-móti (Ca-
vendish) dagana 23.-25. nóvem-
ber. Mótið verður spilað á Lofl-
leiðum og þátttaka bundin við 28-
32 pör. Það er Verðbréfamarkað-
urinn sem mun annast skráningu
hlutabréfa í keppendum, svo og
stjómun á uppboði. Lágmarks-
gjald verður kr. 7.500 á par, auk
þess sem þátttökugjaM verður
annað eins. Hvert par verður því
að „leggja" fram kr. 15 þös. til að
teljast gjaldgengt. Það verður svo
markaðurinn að ákveða (framboð
og eftirspum) á hvaða verði ein-
stök pör í mótinu verða „setd“ á.
Ákveðin upphæð af innkomnu fé
rennur svo í verðlaun, sem skipt-
ast í réttu hlutfalli við það verð
sem viðkomandi pör (efstu pörin)
vom seld á. Að auki verða sérstök
lotuverðlaun.
Og stofnanakeppni Bridge-
sambandsins hefst á sunnu-
daginn kemur. Skráning er
á skrifstofu sambandsins. -
— 18 pör mættu til leiks í
Olafur
Lárusson
3ja kvölda hraðsveitakeppni
Skagfirðinga sem hófst sl. þriðju-
dag. Eftir 1. kvöldið leiðir sveit
Lámsar Hermannssonar með 482
stig. í 2. sæti er sveit Sigmars
Jónssonar með 467 stig og í 3.
sæti sveit Rúnars Lárussonar með
454 stig.
Enn er bið eftir úrslitum í
Landsbikartvímenningskeppni
Bridgesambandsins, sem spiluð
var í síðasta mánuði. Ljóst er að
einhveijar breytingar verður að
gera í þessari keppni, sérstaklega
á höfuðborgarsvæðinu, ef þessi
keppni á að haldast inni á móta-
skrá.
Láms Karlsson er látinn. Lár-
us var einn af okkar fremstu spil-
ururn um áraraðir og margfaldur
íslandsmeistari í íþróttinni. Hann
átti einnig fast sæti í landsliði
okkar um árabil. Umsjónarmaður
minnist sérstaklega heimsmeist-
aramótsins 1974 í Las Palmas,
þar sem við kepptum báðir fyrir
Islands hönd. Með Lámsi er
genginn góður maður. Fjölskyldu
Lámsar em færðar innilegustu
samúðarkveðjur.
Og skráning er hafi í undan-
keppni Reykjavíkurmótsins í tví-
menning, sem spiluð verður um
mánaðamótin. Skráð er á skrif-
stofu BSÍ.
Hjónaklúbburinn í Reykjavík
spilar annan hvem þriðjudag, í
húsnæði sambandsins í Sigtúni 9.
Þrátt fyrir heitið em þama á ferð-
inni ýmis pör sem ekkert eiga
Þrjú efstu pörin úr Kópavogsmótinu: Sigurvegararnir Þoriákur Jónsson
og Guðmundur Páll Arnarson, halda á ávísuninni góðu frá Sparisjóði
Kópavogs. Aðrir á myndinni eru f.v.: Ásgeir Ásbjörnsson, Sigurður B.
Þorsteinsson, Hrólfur Hjaltason og Gylfi Baldursson.
sameiginlegt með heitinu á félag-
inu. Lágmarksskilyrði? Sitt af
hvom kyninu. Getur verið skond-
in blanda, á stundum. Lítum á
dæmi um spilamennskuna í
klúbbnum:
S:---
H: Áx
T: ÁDGxxxx
L: Kxxx
S: Áxxxx S: DG9xx
H: D8x H: K109xx
T: x T: x
L: Dxxx L: Á10
S: KlOx
H: Gxx
T: Kxxx
L: Gxx
grönd 3 spaðar 4 tíglar 4 spaðar
Dobl Pass Pass Pass Haukur
Harðarson var sagnhafi í Austur.
Suður hóf leikinn á tígulkóng. Og
hvað nú? Smátt hjarta, lítið úr
borði og Norður gerði vel að láta
lítið. Þá spaðadrottning, kóngur,
ás og legan kom í ljós. Þá hjarta-
drottning og Norður var endaspil-
aður. Ef Norður lætur ás í hjarta
og meira hjarta, kemur upp sama
staða þegar Suður er hleypt inn á
spaðatíu. Lítið lauf frá honum, lít-
ið úr borði og Norður er jafnvam-
arlaus. 10 slagir í húsi.
Umsjónarmaður hvetur fleiri
spilara til að senda inn spil frá
keppni í félögunum.
Sagnir gengu: Norður Austur
Suður Vestur 1 tígull 1 spaði 2
Heimilisfangið er:
Grandavegur 1,107 Rvk.
18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. nóvember 1990