Þjóðviljinn - 09.11.1990, Side 19
Ofið innra landslag
Ása Ólafsdóttir listamaður opnar sýningu
á myndveíhaði í Nýhöfn á morgun
IÐNSKÚLINNíREYKJAVÍK
Innritun nema á vorönn 1991.
Innritun stendur nú yfir og henni lýkur 30.
nóvember.
Þetta nám er í boði:
IDAGNÁM:
1. Samningsbundið iðnnám
2. Grunndeild í málmiðnum
3. Grunndeild í tréiðnum
4. Grunndeild í rafiðnum
5. Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvéla-
virkjun
6. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun
7. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði
8. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun
9. Framhaldsdeild í bókiðnum
10. Framhaldsdeild í hárgreiðslu
11. Framhaldsdeild í hárskurði
12. Framhaldsdeild í húsasmíði
13. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði
14. Framhaldsdeild í vélsmíði
og rennismlði
15. Almennt nám
16. Tækniteiknun
17. Tölvubraut
18. Tæknibraut (lýkur með
stúdentsprófi)
II MEISTARANÁM
III ÖLDUNGADEILD:
1. Grunndeild í rafiðnum
2. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun
3. Tækniteiknun
4. Tölvubraut
Innritun í einstakar deildir er með fyrirvara
um næga þátttöku.
Skólavist á vorönn þarf að staðfesta með
greiðslu á skólagjaldi.
Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu
skólans sem er opin virka daga kl. 09.30-
15.00. Sími 26240.
Menntamálaráðunevtið
Laus staða
Lektorsstaða I kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla
íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavik, fyrir 10. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
8. nóvember 1990
ALÞYÐUBANPALAGTÐ
Alþýðubandalagið á Akureyri
Fundur með kjörnefnd
Félagar eru boöaðir til fundar með kjörnefnd kjördæmisráðs I
Lárusarhúsi I dag, föstudaginn 9. nóvember, kl. 20.30 til 22.
Rætt verður um undirbúning alþingiskosninganna.
Stjórnin
Alþýöubandalagiö á Suðuriandi
Forval
Forval Alþýöubandalagsins á Suðurlandi, fyrri umferð, verður
10. og 11. nóvember.
Félögin tilkynna nánar um kosningastaði.
Uppstillingarnefnd
Alþýðubandalagið I Kópavogi
Spilakvöld
Þriggja kvölda keppni hefst t Þinghóli, Hamraborg
11, þriðju hæð, mánudag 12. nóvember kl. 20.30.
Allir velkomnir. Stjómin
Leið íslands til markaðsbúskapar
500 daga áætlun Þjóðlífs
Birting boðar til opins stjórnmálafundar fimmtudaginn 15.
nóvember í Ársal Hótel Sögu og hefst hann kl. 20.30.
Forystumenn í (slenskum stjórnmálaflokkum, þau Friðrik
Sophusson, Kristln Einarsdóttir, Jón Sigurðsson, Olafur
Ragnar Grimsson og Steingrímur Hermannsson ræða um
áætlunina og segja álit sitt á henni.
Eftir framsöguræðurnar verða pallborðsumræður úr sal sem
höfundar áætlunarinnar, þeir Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur og Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur, taka þátt í.
Fundarstjóri verður Svanfríður Jónasdóttir.s
„Verkin eru gerð á síðastliðnum þremur
árum. Myndvefnaður er ekki beint hristur
fram úr erminni. Viðfangsefni verkanna er
ákveðið innra landslag, en aldrei neitt sem
er tekið beint úr umhverfmu. Það má samt
segja að ég noti íslenskt landslag villt og
galið,“ sagði Asa Olafsdóttir myndlistar-
maður þegar Nýtt Helgarblað ræddi við
hana í Listasalnum Nýhöfn við Hafnar-
stræti, þar sem hún hafði nýlokið við að
hengja upp nokkur verk sinna í gær.
Vefurðu eingöngu, eða notarðu einnig
aðrar aðferðir?
„Ég vinn einnig mikið smáverk með
blandaðri tækni til að koma frá mér hug-
myndum og forðast stöðnun. Þau verk nota
ég síðan ekki nema að takmörkuðu leyti
þegar ég hefst handa við vefnaðinn. En það
er nauðsynlegt að gera skissur af verkun-
um, því að maður sér þau ekki í heild fyrr
en þau eru klippt niður úr vefstólnum."
Hvers vegna vefa karlmenn ekki?
„Kannski finnst þeim það of kvenlegt,
og of seinlegt. Fyrst þegar farið var að vefa
var það mikil erfiðisvinna, og það þurfti að
slá vefinn upp með sverðum. i þá daga var
það kvenmannsvinna. Þegar vefstólamir
komu til sögunnar og hægt var að sitja við
vinnuna þá var konum ýtt frá og karlar sáu
um vefnaðinn. Ætli karlar taki ekki bara
alltaf auðveldustu leiðina.“
Er þá einhver munur á list karla og
kvenna?
Frá Víkurskóla
Hundrað ára afmæli skólahalds í Mýrdals-
hreppi verður minnst með dagskrá, sýningu
og veitingum í Víkurskóla sunnudaginn 11.
nóvemberkl. 14.00.
Allir velunnarar skólans velkomnir.
Víkurskóli
,Júlér fmnst vera stór munur þar á, en
það er auðvitað ekki hægt að alhæfa neitt
um það. Konum hefur verið haldið niðri á
öllum sviðum öldum saman. Þegar þær
fara að brjóta sér leið i myndlistinni er við-
miðunin karlmenn. Það er dæmigert fyrir
konur að viðurkenna ekki að þær em sum-
ar orðnar betri en karlmenn í sinni list.
Konur gera fæst eins og karlar, þær hljóta
því einnig að skapa öðmvísi listaverk en
þeir.“
f-fvers vegna valdir þú vefhaðinn?
„í fyrsta skipti sem ég snerti á vefstól í
Myndlista- og handíðaskóla Islands var ég
þess fullviss að ég vildi leggja fyrir mig
vefnað. Ég hef aldrei verið svo viss í minni
sök um neitt annað í lífi mínu.“
Ása hlaut tólf mánaða starfslaun ríkis-
ins á síðasta ári. Var það eins og að fá happ-
drættisvinning?
„Vinningur með kvöðum, þetta er
íjórða einkasýningin sem ég held síðan ég
fékk starfslaunin. Ég byrjaði að vinna árið
1973 og síðan þá hef ég tvisvar fengið styrk
frá hinu opinbera. I fyrra skiptið fékk ég
laun í þrjá mánuði. Aftur á móti hafði ég
ekki dvalið lengi í Svíþjóð þegar ég fékk
starfslaun þar. Eg vona að ég beri gæfu til
þess í framtíðinni að geta starfað við það
sem ég kann best.“
Sýning Ásu verður opnuð á morgun,
laugardag, í Nýhöfn við Hafnarstræti.
BE
Grunnskólinn
Siglufirði
Að skólanum vantar kennara fyrir 6. og 3.
bekk frá 1. jan. 1991. Upplýsingar veita for-
maður skólanefndar í síma 96-71845 og
skólastjóri í símum 96-71181,96- 71184 og í
heimasíma 96-71363.
Skólastjóri
LANDSPITALINN
Hjúkrunarfræðingar
takið eftir!
Nú eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á hand-
lækningadeild 3 (11-G). Bæði er um að ræða 80-
100% stöður og 50% stöður, þar sem vinnutími yrði
12 klst. vaktir 3ju hverja helgi og 3 til 4 vaktir á milli
helgarvakta.
Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild,
sem hefur verið f örri þróun s.l. þrjú ár vegna fjölg-
unar hjartaaðgerða hér á landi. Unnið er samkvæmt
markmiðum og hjúkrunin er fjölskyldumiðuð.
Sérstök starfsaðlögun ásamt fræðslunámskeiði er í
boði strax eftir áramót.
Nánari upplýsingar gefur Anna Stefánsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, í síma 601366, eða Lilja
Þorsteinsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri,
í síma 601340.
Ása Ólafsdóttir listamaður við verkið Sólarmegin. Mynd: Jim Smart.
Föstudagur 9. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19