Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 2
Lúnur Jim Smart.
Eins og sjá má af þessum mynd-
um hefur Ijósmyndari blaðsins
augastað á konum, og í myndum
hans lýsa þær í myrkrinu eins og
tungl á næturhimni. Tunglið er líka
kvenkyns í flestum tungumálum
(la Luna) nema íslensku, og þiggur
Ijós sitt frá sólinni sem er karlkyns
(il Sole).
ÍRÓSA-
•GARÐINUM
GÓÐUR UNDIR-
BÚNINGUR UNDIR
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKINN
í því sambandi vil ég vekja
athygli á framboði Áma Mathie-
sen. Eg átti þess kost að kynnast
Áma þegar við störfuðum sam-
an á Dýraspítala Watsons.
Morgunblaöiö
LÝS MILDA LJÓS...
Fyrir hennar tilstilli (Salóme
Þorkelsdóttur) hefur götulýsing
verið stórum bætt, sólarrhings-
notkun ökuljósa verið lögleidd
og öryggisbeltanotkun, jafnt í
aflursætum sem framsætum bif-
reiða.
Morgunblaöiö
OG HVAÐ MÁ ÞÁ
VEKJA HÚSKARLA
þyrnirósar?
Reglubundin fækkun í flota
Reyknesinga raskar ekki svefn-
ró kjördæmisins ffekar en fyrri
daginn, ásamt staðsetningu
væntanlegs álvers.
Morgunblaöiö
ALLSHERJARGOÐI
FUNDINN
Ég tel að það sem skipti höf-
uðmáli sé lífshlaup manna, víð-
tæk þátttaka í þjóðmálum og að
menn væra þingmenn allra kjós-
enda í Reykjaneskjördæmi.
Hreggviöur Jónsson í
Morgunblaöinu
ALLT ER FRÁ OKK-
UR KOMMUNUM
TEKIÐ
í Kópavogi er gefið út blað
sem kallað er Vogar og er talið
málgagn Sjálfstæðismanna. Það
er hinsvegar misskilningur að
svo sé. Ég hafði haldið að Þjóð-
viljinn væri verstur blaða á ís-
landi þegar um afflutning og
blekkingar er að ræða. Svo er
ekki.
Sami
i Morgunblaöinu
GOODFELLAS í
FRAMSOKN
Ég hef verið alveg bláeygur i
þessu máli (prófkjöri Framsókn-
ar í Reykjavík) og aldrei dottið í
hug að hægt væri að reka stjóm-
málafélög eins og bófafélög í
Chicago.
Guömundur G.
Þórarinsson
í Tímanum
2 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. nóvember 1990
FALS ER SÍST FAR-
ÁrtHEILL
Við Finnur gerðum um það
drengskaparsamkomulag að
reyna að halda listanum óbreytt-
um, ég yrði í fyrsta sæti og hann
í öðra.
Sami í sama blaöi