Þjóðviljinn - 16.11.1990, Page 10
Vamarsamningurinn
í Ijósi breyttra aðstæðna
Þróun heimsmála undanfarin ár og miss-
eri hafa óumdeilanlega breytt forsendum
fyrir skipan allra öryggismála í Evrópu.
Sameining Þýskalands og upplausn Var-
sjárbandalagsins eru skýrustu vísbend-
ingarnar um þetta, ásamt með aukinni
efnahagslegri og pólitískri samvinnu Evr-
ópuríkja.
Framtíðarskipan mála í Evrópu er nú öll í
deiglunni, bæði á sviði viðskipta, stjórn-
mála og öryggismála. Staða íslands í
þessu samhengi er engan veginn Ijós, en
augljóst er að á sama hátt og íslendingar
þurfa nú að bregðast við þróuninni innan
EB þarf að endurskoða alla skipan örygg-
ismála hér á landi með tilliti til breyttra að-
stæðna. Á það ekki síst við um tvíhliða
varnarsamning íslands og Bandaríkjanna.
Nýlega hélt utanríkisráðherra því fram í
skýrslu sinni til Alþingis að mikilvægi
þessa tvíhliða samnings hafi aukist við
breyttar aðstæður í álfunni. Sú fullyrðing
hefur komið mörgum á óvart og gefur til-
efni til efasemda. Nýtt Helgarblað fjallar
um málið í dag með viðtölum við þrjá
menn, sem hafa ólíkar skoðanir á málinu.
Albert Jónsson starfsmaður Öryggismálanefndar
segir í samtali við Nýtt Helgarblað að breyttar
aðstæður i öryggismálum I Evrópu og í heiminum
krefjist þess að menn breyti um hugsunarhátt og átti
sig á hverjirséu varanlegir öryggishagsmunir Islands
við breyttar aðstæður
Varanlegir öryggishagsmunir
við breyttar aðstæður í Evrópu
Albert
Jónsson
starfsmaður
Öryggismála-
nefndar telur
að með vaxandi
samvinnu
EB-ríkja í
öryggis-
og vamar
málum verði
tvíhliða varnar
samningur við
Bandaríkin
helsta leið
íslands til áhrífa
um öryggismál
sín, eflandið
stendur utan EB
Sp.: Hvaða áhrif hafa breyttar
aðstæður í heiminum á forsendur
varnarsamningsins við Bandaríkin
og þýðingu og hlutverk herstöðvar-
innar á Miðnesheiði?
Sv.: Fyrst þurfum við að skoða
hvað hefur raunverulega breyst, og
hvað ekki.
Breytingin sem átt hefur sér stað
felst fyrst og ffemst í því, að dregið
hefur verulega úr hemaðarógninni.
Herffæðilega erþetta mælt í þeim að-
vömnartíma, sem gefst til að grípa til
ráðstafana gegn yfirvofandi árásar-
hættu. Til skamms tíma var gengið út
frá því hjá NATO að tveggja vikna
frestur gæfist frá því að skýrar vís-
bendingar bærust um yfirvofandi
árás. Tímapressan hefur skipt miklu
máli í þessu sambandi þar sem
Bandaríkin eru handan Atlantshafs-
ins og vamir Evrópu hafa byggst á
herflutningum þaðan. í nýrri skýrslu,
sem nú er í vinnslu í bandaríska vam-
armálaráðuneytinu, er hins vegar gert
ráð fyrir því, að aðvörunartíminn
verði 2 ár. Þá er átt við hemaðarlegan
fyrirvara. Við það má svo bæta pólit-
ískiun fyrirvara, eða þeim tíma sem
tæki að skapa pólitísk skilyrði í Sov-
étríkjunum fyrir hemaðaraðgerðum
gegn Evrópu.
Sovétmenn em nú einhliða að
flytja herlið sitt ffá A-Evrópu, Var-
sjárbandalagið er hmnið og í næstu
viku verður undirritað í París víðtækt
samkomulag um takmörkun hefð-
bundinna vopna á Ieiðtogafundi Ráð-
stefnu um öryggi og samvinnu Evr-
ópuþjóða (RÖSE). Gagnvart okkur
hefur þetta birst í því, að sovéski her-
skipaflotinn er nánast hættur að sjást
nema á heimahöfum, og sömuleiðis
hafa umsvif sovéska flugflotans hér
við land minnkað stórlega. Allt hefur
þetta gjörbreytt stöðunni.
Sp.: Hefur breytingin ekki líka
komið fram í minnkandi hernaðar-
umsvifum Bandaríkjamanna í
Evrópu og minnkuðum útgjöldum
til hermála?
Sv.: Jú, það má segja að veruleg
fækkun hafi verið áformuð í banda-
riska flotanum fyrir Persaflóadeiluna.
Þeir hafa til dæmis ákveðið að loka
sams konar kafbátaleitarstöðvum og í
Keflavík á Bermudaeyjum og í Rota
á Spáni. Mér er hins vegar ekki kunn-
ugt um að nein fækkun sé áformuð í
Keflavík, og ég veit að hvorki sjóher-
inn né yfirstjóm Bandaríkjahers hafa
áhuga á þvi. Hins vegar er ákvarð-
anataka í Bandaríkjunum mjög flókin
þegar um niðurskurð til hermála er að
ræða, og Persaflóamálið gerir dæmið
enn flóknara og ófyrirsjáanlegra. Ég
tel því alls ekki útilokað að til fækk-
unar komi á hermönnum og herbún-
aði í Keflavík.
Sp.: En hvaða atriði eru það
sem eru óbreytt í stððunni að þínu
mati?
Sv: Þar er fyrst á að líta, að hom-
steinn vamarsamstarfsins innan
NATO hefur verið þátttaka Banda-
ríkjanna í vömum Evrópu. Það er
ekki á dagskrá að það breytist. Og
svo lengi sem Bandaríkin halda úti
liði í Evrópu, þá verður það lykilat-
riði í stefnu bandalagsins að tryggja
ömgga herflutninga og samgöngur
yfir Atlantshafið. Þar verður hemað-
arlegt mikilvægi Islands fyrir Banda-
ríkin og Evrópu óbreytt.
Nú eru væntanlega um 300 þús-
und bandarískir hermenn í Evrópu.
Við getum leitt að því líkur að þeim
verði fækkað, kannski niður I 50 þús-
und á næstu ámm. Þetta eykur í raun
þörfina á liðsflutningum ef til hættu-
ástands kemur og eykur þýðingu ör-
uggra flutninga. Á móti kemur hins
vegar mun lengri undirbúningstími.
Það er ljóst að öllum áætlunum um
liðsflutninga yfir hafið verður breytt
þótt þær séu ekki fullmótaðar enn, en
sjóleiðin yfir Atlantshafið verður
áfram lykilatriðið í öryggiskerfi
Vesturlanda. Hemaðarleg þýðing ís-
lands hefur því ekki breyst að þessu
leyti og ég er þeirrar skoðunar að
Keflavíkurstöðin væri síðasta her-
stöðin sem Bandaríkjamenn myndu
vilja leggja niður í Evrópu.
Sp.: En hverjir eru ðryggis-
hagsmunir íslands í þessu dæmi að
þínu mati?
Sv.: Það er einmitt mjög mikil-
væg og knýjandi spuming: Hveijir
em hinir varanlegu öryggishagsmun-
ir okkar íslendinga? Ef Island ætlar
sér að taka virkan þátt í áætlanagerð
og ákvarðanatöku, meðal annars um
herstöðina, þá þarf að vera til staðar
fastmótuð stefha í þeim efnum. Þar
krefjast breyttar aðstæður þess að við
tökum upp breyttan hugsunarhátt.
Við þurfum til dæmis að spyija okkur
hvaða áhættu við getum tekið með
tilliti til þess hversu háð við erum að-
flutningum og samgöngum við um-
heiminn. Þetta er semsagt ekki bara
spuming um tæknileg atriði eins og
fjölda hermanna o.s.frv., heldur pólit-
ísk spuming um heildarhagsmuni.
í ljósi sögunnar má væntanlega
sjá að varanlegir öryggishagsmunir
okkar felist í því að halda stöðugleika
á meginlandinu og koma í veg fyrir
að ein þjóð skapi sér þar drottnunar-
aðstöðu. Jafnframt virðast varanlegir
öryggishagsmunir okkar felast í því
að Atlantshafsveldin, Bandaríkin og
Bretland, haldi stöðu sinni á hafmu.
Án þess kemur stríðið til íslands. Síð-
an snýst spumingin um það hvemig
við viljum tryggja þessa hagsmuni í
reynd. Það er hin pólitíska spuming.
Sp.: Ert þú kannski sammála
þeirri staðhæflngu utanríkisráð-
herra, að þýðing tvíhliða varnar-
samnings Islands og Bandaríkj-
anna hafí aukist fyrir okkur við
hinar breyttu aðstæður?
Sv.: Já, í raiminni er ég sömu
skoðunar. Við sjáum það nú fyrir
okkur að stefna NATO verður í vax-
andi mæli ráðin í tvíhliða samstarfí
EB og Bandaríkjanna. Ef við verðum
ekki í EB er hætta á að við munum
standa utan við alla ákvarðanatöku
um öryggismál okkar og nýskipan ör-
yggismála í Evrópu ef ekki væri tví-
hliða samningurinn við Bandaríkinn.
Hann verður í raun leið okkar að því
að hafa áhrif. Þannig má færa rök fyr-
ir því, að efla þurfi tvíhliða samskipti
oldcar við Bandaríkin, ef við á annað
borð viljum hafa áhrif á gang mála. í
stórum dráttum má segja að öryggis-
hagsmunir okkar og Norðmanna fari
saman. Ogþeir liggja með sjóveldun-
um innan NATO, Bretum og Banda-
rikjamönnum. Afstaða ýmissa áhrifa-
manna í Noregi er sú að efla beri
samskiptin við Bandaríkin, sérstak-
lega ef þeir ætla að standa utan EB.
Sp.: Nú hefur Ráðstefnan um
öryggi og samvinnu Evrópuþjóða
(RÖSE) hlotið aukna þýðingu i
mótun öryggismála álfunnar eftir
upplausn Varsjárbandalagsins. Er
hagsmunum okkar ekki betur
borgið með því að leggja áherslu á
þýðingu þess samstarfs allra Evr-
ópuríkja?
Sv.: Við verðrnn að athuga að
þegar eiga 34 ríki aðild að RÖSE.
Menn mæta ekki þar á fundi með
neinar einkatillögur. Þegar til þess
kemur hafa málin þegar verið útkljáð,
bæði innan EB og með tvíhliða sam-
starfi við Bandaríkin og með öðruih
svæðisbundnum ríkjahópum eins og
t.d. Adríahafs- Dónárhópnum. Við
getum varla mætt þar einir með okk-
ar tillögur. Ég held þvi, að RÖSE geti
ekki komið í staðihn fyrir NATO að
þessu leyti. Mín skoðun er því sú að
nú sé einmitt tími til þess kominn að
við áttum okkur á varanlegum örygg-
ishagsmunum Islands í ljósi breyttra
aðstæðna og tökum síðan þátt í end-
urskoðun áætlana og nýrri skipan ör-
yggismála í Evrópu í samræmi við
það. -ólg.