Þjóðviljinn - 16.11.1990, Page 11
Nú er hún gamla grýla dauð
Skapa
þarfsam-
stöðu allra
flokka um
nýja utanrík-
isstefnu í
Ijósi þess að
forsendur
varnarsamn-
inasins eru
Drostnar,
segir Ölafur
Ragnar
Grímsson
formaðurAI-
þýðubanda-
lagsins
Sp.: Hverju hafa breyttar að-
stæður í Evrópu breytt um for-
sendur varnarsamningsins við
Bandaríkin að þínu mati?
Sv.: í 40 ár hefur afstaða ís-
lenskra stjómvalda verið sú, að ekki
ætti að vera erlendur her á Islandi á
friðartímum. Fyrirvarinn um friðar-
tima var settur af þeim Bjama Bene-
diktssyni, Eysteini Jónssyni og Emil
Jónssyni þegar þeir sömdu við
Bandaríkin á sínum tíma. Engin ís-
lensk ríkisstjóm hefúr yflrgefið þessa
gmndvallarafstöðu, og það er því
hárrétt sem Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson sagði í umræðum á Alþingi
nýverið, þegar hann varaði við að
horfið yrði frá þessum sögulega fyr-
irvara Islendinga.
Breytingar þær sem orðið hafa í
Evrópu og í samskiptumn stórveld-
anna fela það einnig í sér, að allar
þær hemaðarlegu og pólitísku for-
sendur sem notaðar hafa verið síð-
ustu 10-20 árin til að réttlæta hemað-
aruppbygginguna sem átt hefúr sér
stað í Keflavík ftá 1970 em nú úr
sögunni.
Albert Jónsson starfsmaður Ör-
yggisnefndar benndir réttilega á það
að hemaðarlega forsendan um 2
vikna viðvörunartíma hefúr vikið
fyrir 2 ára aðvömnartíma. Það var
einmitt hinn stutti aðvörunartími,
sem var notaður sem forsenda þess
að bæta hér við nýjum flugvélum,
hemaðarmannvirkjum og mannafla.
Þegar hinn viðurkenndi herfræðilegi
viðvömnartími er orðinn 2 ár er frá
herfræðilegu sjónarmiði hægt að
skera herstöðina niður í brot af því
sem hún er í dag.
Þá er eftir spumingin um pólit-
ísku rökin. Þau em líka hmnin. Var-
sjárbandalagið er búið að vera. A síð-
ustu 2 vikum hefúr Gortbatsjov und-
irritað samninga við Þýskaland og
Frakkland. í næstu viku munu leið-
togar stórveldanna og allra rikja Evr-
ópu staðfesta á sérstökum leiðtoga-
fúndi í París vilja til þess að nýtt ör-
yggiskerfi komi í stað vígbúnaðar-
kapphlaups kalda stríðsins.
Sérfræðingur íslensku Öryggis-
málanefndarinnar bendir á að sov-
éski herskipaflotinn sé nánast hættur
að sjást nema í heimahöfúm og að
ferðir sovéskra herflugvéla við Is-
land séu aðeins brot af því sem áður
var. Allar röksemdimar sem hingað
til hafa verið notaðar fyrir dvöl
bandaríska hersins á íslandi eru nú úr
sögunni. Spumingin er hvort menn
séu enn slíkir fangar kalda stríðsins
eða fangar fjárinagnsgróða herm-
angsins, að þeir fari. þá að leita að
nýjum röksemdum. Eða hvort menn
hafa manndóm i sér til þess að horf-
ast í augu við nýjan heim.
Sp.: Nú hélt' utanríkisráðherra
því fram í ræðu sinni á Alþingi ný-
verið að mikilvægi tvíhliða variiar-
samnings við Bandaríkin hafi auk-
ist við breyttar aðstæður. Hvernig
skilur þú túlkun hans?
Sv.: Þvi miðúr var margt í skýrslu
utanríkisráðherra sem beiiti til þeSs,
að á sama tíma og hann segir með
réttu.að.kalda stríðinu sé lokið úti í
heimi, þá vilji hann halda því áfram á
íslandi. Ég hélt að Stefán fjölskyldu-
krati Friðfinnsson hefði verið gerður
að forstjóra Islenskra aðalverktaka til
að leggja fyrirtækið niður, en ekki til
að gera það að eilífðarvél.
Sp.: Utanríkisráðherra taldi
iíka að öryggishagsmunir og við-
skiptahagsmunir Islendinga „tog-
úðust á“. Hvernig tengjast þessir
hagsmunir að þínu mati?
Sv.: Það er fáránleg kenning að
vegna þess að kalda stríðið sé búið
og forsenda hersetunnar brostin, þá
eigi herinn að vera hér áffarn til þess
að tryggja viðskiptahagsmuni Islend-
inga. Utanríkisráðherra hefúr hafl
forgöngu um þátttöku Islands í við-
ræðum EFTA og EB um Evrópskt
efnahagssvæði til þess að tryggja
viðskiptahagsmuni Islendinga.
Meirihluti EFTA-ríkjanna, Svíþjóð,
Finnland, Austurriki og Sviss, eru
hlutlaus ríki. Sá maður sem færi að
tala um erlendar herstöðvar sem
skiptimynt í þeim viðræðum væri
álitinn galinn. Hinar alþjóðlegu við-
skiptaviðræðumar sem við tökum
þátt í em GATT-viðræðumar. Þar er
nú meira talað um innflutning á osti
og jógúrt og viðskiptahagsmuni ríkja
utan hemaðarbandalaga, sem em í
meirihluta í þeim viðræðum. Erlend-
ar herstöðvar koma því máli ekki við.
Islendingar hafa nú þegar allan þann
formlega aðgang að mörkuðum í
Bandaríkjunum og Japan, sem þeir
þarfnast. Rökin fyrir því, að herinn
verði að vera hér vegna viðskipta-
hagsmuna, em því mgl og örvænt-
ingafúll tilraun manna sem vilja
halda í bamatrú sína um nauðsyn
hersetunnar og neita að horfast í augu
við þá staðreynd að Grýla er dauð.
Herinn kom hingað vegna hætt-
unnar á árás frá Sovétríkjunum. Nú
em Solvétríkin að liðast í sundur. Öll
bandalagsríki þeirra í A- Evrópu hafa
sagt skilið við þau, og sá maður sem
héldi því fram í alvöru, að Sovétríkin
myndu ráðast á ísland væri álitinn
léttmglaður.
Þar að auki er það blinda að horf-
ast ekki í augu við þá staðreynd, að
erfiðleikar í ríkisfjármálum Banda-
ríkjanna, fjárlagahallinn og deilur
þingsins og forsetans um skattana og
gifúrleg fjárvöntun til velferðarmála
í Bandaríkjunum hafa nú þegar haft i
för með sér að niðurskurðarhnífnum
er beitt af grimmd á bandaríska her-
inn. Hér birtist þetta í þeirri stað-
reynd að búið er að leggja áform um
varaflugvöll á hilluna og búið er að
banna ráðningu nýrra manna í störf
fyrir herinn í stað þeirra sem hætta.
Þannig er þegar hafin mannaflafækk-
un í herstöðinni í reynd.
Sp.: Þú ræddir þá hugmynd í
ríkisstjórn nýverið, að mynduð
yrði nefnd allra flokka til að ræða
hvað gera ætti við mannvirki í her-
stöðinni eftir að herinn færi.
Hvaða hugmynd lá þar að baki?
Sv.: Jú, vegna þess sem ég hef
þegar sagt tel ég brýnt að íslenskir
stjómmálaflokkar hefji þegar í stað
viðræður um það hvemig Islendingar
eigi að bregðast við þessari þróun.
Hvað á að gera í atvinnumálum Suð-
umesja þegar herinn fer? Hvað á að
gera við það mikla íbúðarhúsnæði,
sem byggt hefúr verið innan vallar-
svæðisins þegar það tæmist? Hvað á
að gera við atvinnuhúsnæðið, verk-
stæði, skála og flugskýli? Er hægt að
nota þessa aðstöðu í þágu íslenskrar
atvinnustarfsemi? Er hægt að nota
íbúðarhúsnæðið sem gistiaðstöðu
fyrir ferðafólk sem vill sækja í
heilsuhæli ffamtíðarinnar, leirböð og
hveralón á Suðumesjum? Þetta var
ástæðan fyrir því, að ég kynnti þá
hugmynd í rikisstjóminni að skipuð
yrði nefnd allra flokka.
>.: Samráðherrar þínir könn-
uðust ekki við að um tiiiögu hafi
verið að ræða?
Sv.: Ég flutti ekki skriflega til-
lögu, því ég vissi að það gat verið
snúið fyrir flokkana að taka afstöðu
til skriflegrar tillögu á því stigi máls-
ins. En hugmyndin er enn á dagskrá.
Sp.: En er ekki tími tii kominn
að ríkisstjórnin endurmeti afstöðu
sína til varnarsamningsins?
Sv.: Jú, spumingin snýst um það
hvort við ætlum að láta áfram eins og
ekkert hafi gerst. Á kalda stríðið bara
að geisa áffarn á íslandi? Á banda-
rískur her að vera áffam á Islandi
þegar allur sovéskur her er horfinn
frá A- Evrópu? Spumingin stendur
um það hvort reynt verði með þátt-
töku allra stjómmálaflokka að skapa
samstöðu um nýja utanríkisstefnu,
eða hvort menn ætli að ganga áffam
með kaldastríðsklútinn bundinn fyrir
bæði augu. -óig.
Eftirlitsstöð,
en ekki varnarstöð
Sp.: Hvaða áhrif hafa takmarkanir á vopnabúnaði í
breyttar aðstæður í Evrópu höfunum, eða um traustvekj-
eins og sameining Þýska- andi aðgerðir í því sambandi.
lands og upplausn Varsjár- Það hlýtur að koma, annars
bandalagsins á forsendur em þeir samningar sem verið
varnarsamnings íslands og er að gera og staðfestir verða í
Bandaríkjanna, og hverju París í næstu viku hálfgerð
breyta þær um hlutverk og markleysa. Floti og flugher
Forsendur þýðingu herstöðvarinnar? hljóta að fylgja í kjölfarið.
varnarsamn- Sv.: Að mínu mati geta breytt- Með framkvæmd slikra
ingsins ar forsendur í Evrópu haff samninga þarf síðan að hafa
haf breyst veruleg áhrif á forsendur eftirlit. Það verður best gert
og hann vamarsamnings Islands og frá íslandi fyrir Norður-Atl-
þarf endur- Bandaríkjanna, og hljóta antshafið.
skoðunar reyndar að gera það. Sp.: Utanríkisráðherra
við, segir Hlutverk og þýðing her- segir í nýlegri skýrslu sinni
Steingrímur stöðvarinnar á Islandi breyt- tii Alþingis, að breyttar að-
Hermanns- ist. Hún breytist úr vamarstöð stæður í Evrópu hafi „aukið
son í eftirlitsstöð. Þó ber að gæta mikilvægi varnarsáttmál-
forsætis- þess að ekki em enn orðnir ans við Bandaríkin“. Ert þú
ráðherra samningar á milli stórveld- sama sinnis -og þá hvers
anna eða bandalaganna um vegna?
Sv.: Eftirlit með flota og
flugher á Norður-Atlantshafi
verður afar mikilvægt, ef
traust á að ríkja á milli stór-
veldanna og þjóða í Evrópu
almennt. Þar er ísland í lykil-
stöðu, hvort sem það byggir á
núverandi vamarsamstarfi við
Bandaríkin, eða á nýjum
samningi. Vafalaust yrði að
gera ýmsar breytingar á nú-
verandi vamarsáttmála.
Sp.: Utanríkisráðherra
segir jafnframt að hags-
munir í varnarsamstarfi við
Bandaríkin og hagsmunir í
viðskiptum ísiands við EB
„kunni að togast á með
óæskilegum hætti“. Hvern-
ig tengjast varnarhagsmun-
ir og viðskiptahagsmunir
íslendinga að þínu mati?
Sv.: Ég held að Evrópu-
þjóðunum sé það kappsmál að
tryggja samstarf við Islend-
inga um eftirlit og traustvekj-
andi aðgerðir á Norður-Atl-
antshafi, og ég sé ekki að við-
skiptahagsmunir og slíkt eft-
irlit þurfi að „togast á“.
Sp.: Ert þú hlynntir því
að varnarsamningurinn við
Bandaríkin verði tekinn til
endurskoðunar? Ef svo er,
að hverju ætti slík endur-
skoðun að beinast?
Sv.: Ég er hlynntur því að
vamarsamningurinn við
Banmdaríkin verði tekinn til
endurskoðunar. Þó hygg ég
að það sé varla timabært á
þessari stundu, á meðan
Persaflóadeilan stendur og
engu hefúr miðað um sam-
komulag um takmörkun
vopna og herafla á sjó og
traustvekjandi aðgerðir á því
sviði. Endurskoðunin þarf að
beinast að þeim gjörbreyttu
forsendum, sem þa hafa vænt-
anlega skapast. Ég geri mér
vonir um að íslendingar tækju
við langtum fleiri störfum á
Keflavíkurflugvelli en nú er.
Eitt sinn lét ég þá skoðun
koma fram að ef til vill yrði
það okkar hlutverk í framtíð-
inni að miðla traustvekjandi
upplýsingum bæði í austur og
vestur um hemaðarumsvif á
N-Atlantshafi. Það töldu
sumir hina mestu fjarstæðu.
Ef til vill og vonandi er þessi
tími nú að nálgast.
-ólg.