Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Síða 12
Að fara I leikför til Sovétríkjanna er meira en að segja það, en við í áhuga-leikfélaginu Fantasíu réðumst þó í slíka för ekki alls fyrir löngu. Upphafið að því var verkið Vagnadans, sem við sömdum út úr spunavinnu í samstarfi við Kára Halldór leikstjóra. Við sýndum Vagnadans í febrúar í húsnæði Frú Emelíu og eftirþær sýningar vorum við valin af dómnefnd og send á norræna áhugaleiklistar- hátíð í Vásterás í júní. Þess á milli setti Fantasía reyndar upp Imyndunarveikina eftir Moliere, en það er nú önnur saga. með Fantastu. IVasterás vakti Vagnadans mjög ólíkar tilfinningar hjá gagnrýnendum, en þótti það merkileg sýning að Jan Urvet formaður sambands áhugaleikfélaga í Eist- landi bauð okkur að koma á leiklistarhátíð í Litháen í október sem fulltrúar Norður- landa. í boði var frítt uppihald og húsnæði og jafnvel dagpeningar, en við þurftum sjálf að borga farið til Eistlands. Það sér hvert mannsbam að svona tækifæri væri næstum því glæpsamlegt að sleppa. Þannig að undirbúningur hófst, Vagna- dans var æfður upp á nýtt, og kunnum við Leikfélagi Reykjavíkur bestu þakkir fyrir að hafa lánað okkur bílageymsluna í Borg- arleikhúsinu til þess. Einn nýr leikari var æfður inn í verkið í stað stúlku sem ól bam tveimur dögum eftir að við lögðum af stað. Við hlupum líka milli ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja í veikri von um að einhver myndi nú vilja styrkja okkur, en það gekk bara alls ekki. Viku fyrir brottför var eini styrkurinn sem okkur hafði tekist að afla ffá yfirvöldum, fjórar brennivínsflöskur sem ÁTVR lét okloir í té til að gefa við hátíðleg tækifæri þama úti. Reyndar fengum við að vita daginn áður en við fómm að mennta- málaráðuneytið ætlaði að styrkja okkur með 100 þús. krónum, sem er auðvitað ekki nema brot af heildarkostnaði okkar. Af þessu má sjá að Fantasía fór meira og minna á eigin vegum, en sá misskilningur virðist nokkuð útbreiddur að við höfúm verið send á vegum hins opinbera. Hvað sem því líður fórum við, og sjáum sko ekki eftir því. Það var eldsnemma fostudaginn 5. október sem við lögðum af stað, átta leikar- ar og tveir tæknimenn, með allt okkar haf- urtask - farangurinn nálgaðist hálft tonn, með leikmyndinni og öllum búningunum sem við notuðum í sýningunni. Þó vorum við ekki með innkaupavagnana átta sem eru imdirstaðan í verkinu, við litum á þá sem mótleikarana okkar, en slíka vagna var búið að útvega okkur í Finnlandi á síðustu stundu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.