Þjóðviljinn - 16.11.1990, Side 15

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Side 15
HE L GARMENNIN Grl^N Oddný Sv. Björgvins Ljósin og nornirnar Oddný Sv. Björgvins sendir írá sér tvær íyrstu bækumar samtímis: Þegár prentljósin dansa og Níu nomaljós Þótt ég styðjist við tákn og táknmál bæði í ljóðunum og sög- unum, þá má að einhveiju leyti segja að grunnur sumra ljóðanna séu svipmyndir úr ferðalögum, segir Oddný Sv. Björgvins, sem nú sendir ffá sér tvær fyrstu bæk- ur sínar samtimis. Eg hef farið víða og kyxmst mörgu, innan lands og erlendis. Smásögumar eru meira byggðar á reynsluheimi mínum, bemskunni á Fáskrúðs- firði og síðan dvöl og ferðum í Reykjavík og víða erlendis. Sam- úð með hinni heftu konu er mér ofarlega í huga, og það sem hefur komið mér á óvart með aukinni þekkingu og reynslu, er það hve konan í öllum löndum er svipuð og aðeins misjafnlega langt kom- in í því að ná rétti sínum sem manneskja. Oddný hefur áður birt í blöð- um smásögur og ljóð, auk þess að rita fjölda blaðagreina og flytja Grétar Reynisson. Ljósmynd: Jim Smart útvarpserindi. Hún stundaði há- skólanám í íslensku og ensku og starfaði síðan við kennslu. - Geturðu skýrt nánar merk- ingu nafnsins á ljóðabókinni, Þegar prentljósin dansa? - Að nokkm leyti byggist það á persónulegri, innri reynslu, en bókin skiptist í 6 hluta, og í þeim síðasta, I ljósflæði keilunnar, er kannski lykil að finna. Ég hef reynt að átta mig á mörgu í skoðanakerfum og trúar- brögðum á mismunandi stöðum og alltaf reynt að komast sem næst daglegu og raunverulegu lífi og aðstæðum fólks. í núverandi starfi sem umsjónarmaður Ferða- blaðs Lesbókar Morgunblaðsins hef ég átt þess kost að auka enn við ferðir mínar um önnur lönd, en á sínum tíma var ég m.a. um skeið framkvæmdastjóri Ferða- þjónustu bænda og kynntist þá ekki síst allvel hlutskipti sveita- kvenna um allt land. Og stefið frernst í smásagnasafninu, 9 nomaljós er „Ó, þú hefta kona“. Það vísar meðal annars til fortíð- arinnar og þeirrar kúgunar og of- sókna sem konur máttu sæta, ekki síst á galdraofsóknatímanum, en einnig til þess hve margar konur eru i raun og vem einar og heftar enn þann dag í dag. - Em þetta sannsöguleg verk? - Þau eiga sér ekki beinar fyr- irmyndir, en em raunsæ að því leyti, að allt þetta hefur oft gerst og gerist alltaf, getur komið fyrir hvem og einn. Ef til vill sjá því margir lesendur sjálfan sig í þessu, því ég reyni að komast sem næst kjamanum. En naíhið 9 nomaljós vísar að nokkm leyti til goðafræðinnar, þeirra Urðar, Verðandi og Skuldar, en einnig til þess tíma þegar Nomahamarinn, Malleus Malleficarum, var sam- inn, leiðarvísir rannsóknarréttar- ins í galdraofsóknunum. Trúarof- stæki hjá ýmsum fulltrúum krist- innar kirkju á þeim tíma, þegar yfir miljón konur vom brenndar á báli í Evrópu, hefur fyllt mig miklum hryllingi og vakið til um- hugsunar. Þótt ég sé trúuð og líti á mig sem kristna manneskju, þá get ég ekki sætt mig við allt í kirkjustefnu fyrr og síðar, við er- um oft svo skammsýn og hjátrú- arfull. Það er enn langt eftir í há- leitri, mannlegri þróun. Ég hef sannfærst um að i flestum trúar- brögðum heims em sterkir og já- kvæðir þættir, sumir ekki síðri en birtast í kristninni, meira að segja í Islam, muslimar em að mörgu leyti fijálslyndari en við, þótt kreddur ráði þar miklu eins og annars staðar og konur njóti ekki mikils frelsis. - Uppáhaldshöfundar? - Eg held t.d. mikið upp á Laxness, Hesse og Yates, en dett- ur líka í hug að nefha vin minn, bandaríska skáldið Mark Hudson, sem fékk Juniper-verðlaunin fyrir ljóðabókina Afterlight, sem hefur vakið furðu litla athygli hér á landi. Hudson bjó hér um tíma og margt i bókinni höfðar sérstak- lega til íslendinga, meðal annars vísar hann á einum stað til stóla Þórdísar á Grund, sem varðveittir em á Þjóðminjasafninu. ÓHT Sinfóníuhlj ómsveitin Ljóðskap dr. Guð- mundar Tónverkið Ljóðskap eftir dr. Guðmund Hafsteinsson, og verk eftir Schönberg og Lútóslavskí verða á „bláum tónleikum“ Sin- fóníunnar á laugardaginn. Pól- verjinn Jan Krenz stjórnar. Sinfóniuhljómsveitin flytur á laugardaginn tónverkið Ljóðskap eða Lyric Shape, eftir dr. Guðmund Hafsteinsson tónskáld, en hann er doktor í tónsmíðum ffá Juillard tónlistaxháskólanum í New York, einum virtasta skóla tónlistar- heimsins. Þetta gerist á fyrstu tón- leikum „bláu tónleikaraðarinnar“, en hana einkennir nútimatónlist eftir íslensk og erlend tónskáld. Hún er ætluð þeim sem leita eftir nýjum straumum í tónlist. Tónskáldið Guðmundur Haf- steinsson hóf nám í píanóleik 1970, ffá 1972 hjá Halldóri Har- aldssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík, hljómfræði stundaði hann hjá Jóni Ásgeirssyni og kontrapunkt hjá Þorkatli Sigur- bjömssyni til ársins 1975. Frá hausti 1977 lærði hann tónsmíðar í einkatímum hjá Charles Wuorinen, en innritaðist í Juillard-skólann 1979 og lauk þaðan doktorsprófi 1986. Jafnffamt stundaði hann nám i hljómsveitarstjóm hjá David Gilbert. Sinfóníuhljómsveit ís- lands hefur einu sinni áður flutt verk eftir Guðmund Hafsteinsson, konsertkantötu, ritað 1978. Ljóð- skap er í 8 köflum, 20 mín. að lengd, ritað í Bandaríkjunum. Eftir Amold Schönberg flytur hljómsveitin Fimm þætti op. 16 og síðan Bók fyrir hljómsveit, Livre pour orchestre, eftir Witold Lútósl- avskí. Hljómsveitarstjórinn Jan Krenz er einn litríkasti hljómsveit- arstjóri Pólveija og talinn einn tón- listarleiðtoga þarlendis. Hanna hefur verið aðalstjómandi nokk- urra hljómsveita í Póllandi, en einnig stjómað dönsku útvarps- hljómsveitinni og Borgarhljóm- sveitinni i Bonn, Þýskalandi og víðar um lönd. Krenz hefur hlotið margháttaðar viðurkenningar fyrir list sína, en semur einnig tónlist, sinfóníur, kammertónlist, sönglög og tónlist fyrir leikrit og mynd- ræmur. Sinfóníutónleikamir hefj- ast á laugardaginn kl. 15 í Háskóla- bíói. Miðasala á skrifstofiinni þar og við innganginn. ÓHT Listasafn íslands Aldarlok Kaldhæðnislegir leikir að sovéskri hugmynda- fræði og suður-rússneskt barokk: Fyrsta sýn- ingin hérlendis á sovéskri samtímalist Verk Sergej Mlrónénko: Fyrir framsækin öfl með manneskjulegt andlit!, - úr myndröðinni „Forsetakosningabaráttan" frá 1988. Grétar Reynisson íNýló Grétar Reynisson myndlistar- maður og íeikmyndahönnuður opnar myndlistarsýningu í gamla SÚM- salnum í Nýlista- safninu við Vatnsstíg í kvöld kl. 2°. Á sýningunni em 13 verk, sem öll em unnin í kringum sömu hugmyndina. Um er að ræða teikningar og myndverk unnin með olíu, blý- anti, akrýllit, flaueli og málmi á pappír, léreft, tré og málm. Þetta er 8. einkasýning Grétars, en síð- ast sýndi hann í Gallerí Nýhöfn í fyrra. Sýningin í Nýlistasafninu verður opin kl. 14-18 alla daga til 2. desember. Á laugardaginn verður opnuð í Listasafni íslands sýningin Ald- arlok - sovésk samtímalist, þar sem myndverk fimm þekktra Sovétmanna ber fyrir augu. Nokkrir þeirra em heimsþekktir og eftirsóttir á alþjóðlegum mark- aði. Þetta er fyrsta sýningin hér- lendis á sovéskri samtímalist, og ber talsvert á andstöðu við „kerf- ið“. Sýnd era verk eftir Rússann Andrej Fílippov, sem fjallar m.a. um austur-vestur klofiiinginn í Evrópu í verkum sínum, og hug- takið „Moskva er Róm hin þriðja“, þar sem vísað er til hruns Rómaveldis og örlaga Konstan- tínópels. Þama sjást líka sýnis- hom af sovéskri konseptlist í Moskvu, í verkum bræðranna Sergej og Valdimírs Mírónénko. í umsögn segir að þar birtist kald- hæðnislegur leikur að sovéskri hugmyndafræði. Ukraínumenn- imir Oleg Tístol og Konstantín Reúnov era sagðir hafa skapað persónulegt tjáningarform sem á upptök sín í suður- rússneskum barokkstíl svo og framúrstefhustíl sem var vinsæll þarlendis í upp- hafi aldarinnar. Sýningin Aldarlok kemur hingað fyrir tilstilli sovéska list- gagnrýnandans og kvikmynda- gerðarmannsins Olgu Sviblovu, en er hluti af samvinnuverkefni íslands og Sovétríkjanna og fylgir í kjölfar sýningar 5 íslenskra myndlistarmanna í Moskvu í júní síðastliðnum. Olga Sviblova flyt- ur fyrirlestur í Listasafhinu kl. 17 á laugardaginn um sovéska sam- tímalist. Sýningin Aldarlok er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og stendur til 16. desember. Að- gangur er ókeypis. ÓHT Föstudagur 16. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.