Þjóðviljinn - 16.11.1990, Page 16

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Page 16
Ásdísardóttir Rasl og drusl Það er þetta með sorpið. Hvað á að gera við það? Óskapleg um- ræða í gangi og meira að segja bú- ið að stoftia umhverfisráðherra. Þá þótti mér týra á skarinu. Hvað átti þetta nú að þýða? Er hér ekki hreinasta loft í heimi? Höfúðborg- in hin reyklausa borg? Vatnið hér það tærasta um víða veröld? Og bæði heitt og kalt! Ómælisvíðátt- ur öræfanna og óspillt náttúra. Nei, heilum umhverfísráð- herra máttum við gera svo vel að taka við. Eins gott að við slupp- um, að minnsta kosti í bili, við ráðuneytið sem átti að fylgja hon- um. Þá hefði nú kastað tólfúnum. Þá hefði ekki orðið þverfótað fyr- ir nefndum og ráðum og boðum og bönnum og áreiðanlega orðið ráðuneytisins fyrsta verk að skipta um mynd utan á ruslafotunum sem hanga á ljósastaurum bæjar- ins. Og þá hefðu útlendingamir hætt að setja bréfin sín í ruslafot- umar eins og þeir gera ennþá af því að þeir halda að þær séu póst- kassar. Hvað gerir það svo sem til þótt einu og einu sælgætisbréfi sé skutlað út um bílgluggann. Eða einni og einni áldós. Eða úrgangi úr öðm álveri veitt í fjöruna. Lengi tekur sjórinn við, segir ein- hvers staðar. Það er nú óþarfi að fara með allt út í öfgar, umhverfisvemdina eins og annað. Mér finnst alltaf svo heimilis- legt að koma út á tröppumar á heimili minu í Þingholtunum á sunnudagsmorgnum og sjá bjór- dósir og flöskur standa í röð á tröppunum, - þetta er svona ljúf kveðja ffá æskuglöðum ungling- um sem hafa verið að skemmta sér kvöldið áður og hafa ekki séð sér fært að ganga þessi tvö skref innar í portið þar sem ruslatunn- umar em. Eða tónlistin sem hljómar fýr- ir utan gluggann þegar dósimar feykjast fram af tröppunum og skellimir í þeim blandast um- ferðagnýnum, flautinu og lög- reglusírenunum, að ég nú ekki tali um þegar tilbrigði brotinnar rúðu bætast við hana þegar menn bijót- ast inn í Rómeó og Júlíu hinum megin götunnar. Ég mundi sakna hennar ef hún þagnaði. Ég man líka eftir því hvað það var fallegt í Atlavíkinni hér á ár- unum á meðan ég var enn ung- lingur og sótti samkomumar þar, þegar pulsubréfm huldu gras- svörðinn og smokkamir vom að- allega notaðir til að hengja í trjá- greinamar. Þá var nú ekki eidsinu fyrir að fara og smokkurinn sjaldnast settur á oddinn. Það væri líka laglegt ef góð- gerðarklúbbamir misstu af þeirri árlegu skemmtan sem því fylgir að tína upp þessi tvö eða þrjú tonn af msli sem liggur utan vegar á Hellisheiðinni. Það var svo gaman hjá þeim héma um árið þegar þeir fundu kvennærbuxumar i tveimur hlutum sitt hvora megin vegarins. Fóm með fféttina í blöðin og hvaðeina og þjóðin gat skemmt sér í ofúrlitlum getraunaleik lengi á eftir. Einhvem tíma var líka sagt ffá því í blöðunum, og fféttin meira að segja myndskreytt lesendum til yndisauka, hvemig girðingar á Vestfjörðum líta út eftir hvass- viðri og rok. Allar girðingar með- fram strandlengjunni endilangri og jafnvel langt upp á heiðar vom skreyttar litskrúðugum plastpok- um sem þyrlast höfðu eins og snjókom með særokinu langt upp á land þar til þeir festust í gadda- vímum. Þetta er náttúrlega gott mál og óþarfi að vera að fetta fingur út í það. Menn átta sig bara ekki á því hvað það getur komið þessum fáu riðlausu rollum til góða, að geta séð girðingamar á færi, í stað þess að koma ekki auga á þær fyrr en þær em rétt gengnar á gaddavírinn. Svona plastpokaskraut getur nefnilega sparað þeim ófá sporin, og mér fínnst sjálfsagt mál, að menn Ieiði stundum hugann að velferð sauð- kindarinnar sem hefúr haldið í okkur lífinu eins Iengi og raun ber vitni. Kókdósimar í Dimmuborgum em líka litrík tilbreyting og innan um svarta og tilbreytingarlausa hraundrangana og skemmtilegt og upplífgandi að sjá eitthvað kunn- uglegt þegar maður gengur þar um. Eins gæti verið gaman að fá að sjá einhveija ána héma eða stórfljótið, til dæmis Sogið, eða Þjórsá, skipta um lit svona einu sinni, - verða gula eða rauðgula til augnayndis í stað þessa grængo- landi og mórauða sveitalitar sem alltaf er á þeim. Þessi draumur gæti svo auðveldlega orðið að vemleika með einni góðri útlendri lyfjaverksmiðju með lélegum hreinsibúnaði, ef þá nokkmrn, enda er slíkur útbúnaður hreinasta pjatt og óþarfi. Svo sitja menn með sveittan skallann að búa til fín nýyrði eins og „vistarvænn“ eða „umhverfis- hollur". Þetta er nú meira bullið. Hvaða máli skiptir svo sem, þótt ég noti bara venjulegan upp- þvottalög á þessa þijá diska og eina pott sem ég þvæ upp heima hjá mér? Þetta em nú eklci nema nokkrir dropar á dag, og svei mér þá að þeir geti skipt höfúðmáli fyrir heiminn. Það er þegar mikið búið að banna alla spreibrúsana sem gerðu lífið svo miklu þægi- legra, og ég hélt að þá væri maður kannski laus við þetta umhverfis- vemdandi blaður, þegar búið væri að bjarga ózónlaginu, en því er nú víst ekki að heilsa. Hvar endar þetta allt saman? Umhverfísráðherra, ekki nema það þó! Og farið að stofna fyrirtæki tii að endurvinna rasl. Og heimti. að einstaklingar og fyr- irtæki flokk' mslið. íkea er meira að segja farið að selja tvöfaldar mslafötur nú þegar. Á maður virkilega að standa yfír raslaföt- unum og telja ofan í þær til skipt- is? Svo má að auki búast við því að eftir nokkur ár nægi ekki tvær mslafötur. Nei, það gæti þurft fjórar, eða jafúvel fleiri inn á hvert heimili. íbúðin bara fúll af msla- fötum. Manni gæti nú blöskrað og ofboðið. Og ekki nóg með það. Blöðin segja að kaupmönnum verði jafn- vel gert að taka við umbúðum ut- an af vömm í náinni framtíð. Ég hélt að nóg væri á þá menn lagt þó að þetta bætist ekíci ofan á. Fyrst fer fólk inn í búðina og nær sér í vömmar sem það vanhagar um og standa í fallegum og lokkandi um- búðum í hillunum, síðan stendur að í biðröð við kassana til að orga innihaldið og umbúðimar, og fer loks í enn aðrar biðraðir við þessa tilvonandi ruslagáma, tekur þar utan af nýkeyptum vömnum og sortérar umbúðimar eftir þar til gerðum reglum og fleygir þeim í gámana og trillar sér svo með vaminginn strípaðan heim. Þetta verður skemmtilegt. Ég veit ekki hvort húsnæði þeirra Hagkaups- manna í Kringlunni kemur til með að þola slíkt og þvílíkt. Nei, svei mér ef þessi rasla- og sorppólitík gengur ekki heldur langt. Og tekur þó steininn úr þeg- ar engin fæst niðurstaðan um í hvaða hreppi eigi að eyða mslinu. Enginn vill mslið til sín, því það lækkar fasteignaverð, og þykir ófínt að hafa sorpeyðingarstöð í nágrenninu, og lái mönnum hver sem vill. Nei, þá er nú betra að fá álver. Og raslinu hlýtur að mega aka austur eða vestur á firði, því þar verður hvort sem er ekki nokkur byggð eftir fáein ár. Bara sturta því þar, á einhver eyðitún eða ónýttar rekafjörar, þá eram við laus við það héðan af suðvest- urhominu og engir koma til með að sjá það nema einhveijir klikk- aðir útlendingar sem þvælast þama út á útkjálka í stað þess að halda sig héma sunnanlands og láta sér nægja að sjá sápugos í Geysi. Samfélag hippanna. Leikfélag Keflavíkur: Unglingur kýs frelsið Föstudaginn 9. nóvember frumsýndi Leikfélag Kefla- víkur sitt fyrsta verk á þessu leikári, söngleikinn „Er til- gangur" eftir Júlíus Guð- mundsson undir stjórn Hali- dórs Björnssonar. Húsfyllir var í félagsbíó og var sýn- ingunni einstaklega vel tek- ið. Hér er mannmörg sýning á ferð því fjöldi þeirra leikenda sem fram koma er á þriðja tug- inn, en Leikfélag Keflavíkur sýnir það nú með hverri upp- færslunni á fætur annarri að það hefur orðið alla burði til þess að ráða við fólksfrekar sýningar og sú ánægjulega þróun hefur orðið að sífellt virðist koma til liðs við það fleira ungt og efnilegt fólk. Sýningin sem hér um ræðir ætti að vera vel til þess fallin að vekja áhuga Keflvíkinga. Höf- undur er ungur og vinsæll tón- listarmaður í bænum og höfúnd- ar og flytjendur tónlistar em, ásamt honum, félagar hans úr hljómsveitinni Pandóru, þeir Sigurður Eyberg Jóhannsson og Þór Sigurðsson. Að auki er efni leikritsins á þeim nótum að höföa ætti til ungs fólks. Hér segir af unglingi þeim sem allir þekkja. Þeim unglingi sem kaus ffelsið, hætti í skólanum, þessu tákni ófrelsis- ins, og vill uppá eigin reikning athuga hvort yfirhöfuð sé nokk- ur tilgangur í sköpunarverkinu. Gegn þessari fyrirætlan snýst að sjálfsögðu óvenju ill- skeyttur faðir sem vill annað- hvort son, sem töltir krókalaust að embætti læknis eða lögffæð- ings eða alls engan son. Móðirin hefúr vitanlega ekki annað ffam að færa en skilningslausa allt- umvefjandi móðurást. Fulltrúar borgaralegrar meðalhegðunar birtast okkur að öðm leyti í sér- lega ógeðfelldum neftóbaks- manni og svikulli löggu. Að hinu leytinu kemur svo á daginn að fulltrúar ffelsisins em heldur ekki sérlega aðlaðandi. Kolmglaðir rónar og enn ragl- aðri hippar og samfélag þeirra hæfir hvorki vonum unglingsins né ffelsisbaráttu hans, sem að lokum fær brattan og giska óvæntan endi. Eins og sjá má á þessari lýs- ingu er hér fátt óvæntra tíðinda. Hér er grímulaus kúgun hinna eldri undir kjörorðinu Vér einir vitum. Hér em ástamál orðuð með þeim hætti sem tæpast þætti við hæfi í finu selskapi og hér er hann líka mættur til leiks kven- legi homminn með allan sinn vandræðagang. En hvað er það þá sem gerir þesa sýningu áhugaverða. Það er raunar fjölmargt. f fyrsta lagi er textinn lipur, áheyrilegur og oft fyndinn. Sýningin er einstaklega fagmannlega unnin. Þótt hún skiptist í 22 atriði rann hún lipur- lega ffam m.a. vegna hugvitsam- legrar leikmyndar og vandaðrar lýsingar. Þótt sum atriðin væm fjölmenn dansatriði flutt á þröngu sviði vom þau með öllu laus við þann viðvanings- og vanræðablæ sem svo oft spillir sýningum áhugaleikhópa. Hér hefur greinilega verið unnið af samviskusemi og ekkert eftirlát- ið tilviljuninni einni. Leikendur fluttu textann mjög vel, og þótt sýningin sé fjölmenn er hvergi veikur hlekkur í þeim hópi. Sér- staklega er ástæða til þess að nefna Sigumð Eyberg sem fór með hlutverk unglingsins. Hon- um tókst einstaklega vel að sýna þennan ringlaða rótlausa ein- stakling sem berst um á hæli og hnakka án þess þó að vita nokk- uð hvað hann ætlar sér. Undirritaður býr því miður við þá fötlun að eiga ákaflega örðugt með að þekkja sundur góða tónlist og vonda, einkum þegar hún er af yngri árgöngum. Hann spurðist því fyrir hjá yngri kynslóð áhorfenda hvemig þeim félli tónlistin og fékk þau svör að hún væri „ógeðslega góð“ og sér hann ekki ástæðu til þess að ef- ast um að sá dómur sé á rökum reistur. í leikskrá er viðmð sú hug- mynd að gera Félagsbíó að leik- listar- og tónlistarmiðstöð. Hér er sannarlega á ferðinni hug- mynd sem fúll ástæða er til að gera að vemleika. Nú þegar Leikfélag Keflavíkur hefúr, við vægast sagt erfið skilyrði, vaxið til þess þroska sem undanfamar uppfærslur bera með sér og ungt fólk þyrpist til starfa með því, væri það gæfúlegt handtak að sjá til þess að það þurfi ekki í fram- tíðinni að hrekjast með æfingar sínar úr einu útihúsinu í annað. Undirritaður vill að lokum hvetja Keflvíkinga til þess að fjölmenna í Félagsbíó og spáir því að Leikfélagið hafi enn einu sinni hitt í mark og orðið sér úti um „kassastykki" með þessari sýningu. Sjónvarp Alkóhólisti skoðaður Á sunnudagskvöld sýndi Sjónvarpið sænska mynd sem „Fyllibyttan" var kölluð og var handritið samið af Hin- rik Tikkanen. Manni sem mátti vel vita hvað er á seyði eins og þeir vita sem hafa lesið æviminningar hans. Það var margt gott um þessa mynd. Fyllibyttan sjálf var ágæt- lega leilun. Saga Stens Anders- sons var sögð með trúverðugum hætti. Allt kom þar kunnuglega fyrir sjónir: hann var maðurinn sem drakk bara eins og aðrir og viðurkenndi aldrei drykkjuskap- inn og hjónabandið fór í rúst og hann var rekinn úr vinnu og er nú kominn á endastöð. Rétt dauður í sorpgámi þar sem hann leitaði skjóls i vetrarhörkum En myndin er sett upp sem yfirheyrsla öðmm þræði: yfir alkóhólistanum og yfir samfé- laginu um leið: hver er ábyrgð hvers og eins? Og þá kemur upp sérkennileg þverstæða. Annars- vegar er konan (sálfræðingurinn, ráðgjafinn) sem yfirheyrslur leiðir að fá alkóhólistann til að horfast í augu við vemleikann undanbragðalaust. Hinsvegar er hún að höföa til „almennings“. Ekki bara til þess að menn geri sig ekki breiða í fyrirlitningu á „andskotans rónum“ sem era aumingjar og éta út okkar skatt- peninga. Það er ágætt verkefhi. Heldur fer hún inn á að spyija viðstadda, hvort þeir vilji ekkert gera sjálfir, til dæmis skjóta skjólshúsi yfir Sten Andersson róna eða láta hann fá vinnu á verkstæðinu sínu. En þama er farið öfúgt að hlutunum. Það stoðar ekki að kalla á miskunnsama Samveij- ann fyrr en síðar - þegar „fylli- byttan“ hefúr gert eitthvað í sín- um málum eins og það heitir. Með því að snúa hörmungum alkóhólistans út í sal almennings með þessum hætti er verið að efla sjálfsmeðaumkun Steins Anderssonar og hans nóta: Þama sjáið þið, allir em vondir við mig. Það er allt ykkur að kenna! Árni Bergmann 16 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.